Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 27. nóvember 1962 MORGUNBT ÁÐ1Ð 23 Stuðningsmenn de Gaulle með 50 atkvæða meirihluta á þingi FLESTIR stjói-nmálasér- fræðingar í Frakklandí spáðu því allt fram að kosningunum, sem fram hafa farið þar í landi und- anfarna tvo sunnudaga, að Gaullistar mundu tapa fylgi. Strax eftir fyrri kosningarnar, 18. þ.m., kom hins vegar í ljós að Gaullistarnir höfðu unnið mjög á og bætt við sig nærri 2 milljónum atkv. Og enn bættu þeir við sig sl. sunnudag. Það hefur ekki komið fyr- ir í manna minnum að einn flokkur hafi fengið hreinan meirihluta sæta í franska þinginu. En nú fékk flokkur de Gaulle, UNR, 234 fulltrúa kjöma og auk þess voru kjörnir 32 íhaldsmenn, sem styðja forsetann. Hann á því vissan stuðning 266 þing- manna af 482, eða alls 50 atkv. meirihluta á þingi. Flokkur de Gaulle er nú lang stærsti flokkur Frakk- lands, með um 40% atkvæða. Hingað til hafa kommúnistar verið fjölmennastir, þótt þeir hafi aldrei fengið yfir fjórð- ung atkvæða. Vegna sigurs Gaullista er ekki búizt við neinum stórbreytingum á frönsku stjórninni, en talið að de Gaulle muni fela Georges Pompidou, sem gegnt hefur forsætisráðherraembætti frá Guy Mollet 15. apríl í ár, að mynda nýja ríkisstjórn í dag. DEBRÉ FÉLL Eini ósigur Gaullista í kosn ingunum er í rauninni sá að Michel Debré fyrrverandi for sætisráðherra féll fyrir fram- bjóðanda róttækra í Loches- kjördæmi. Við kosningarnar fyrri sunnudaginn hlaut Debré 15.588 atkvæði, en frambjóðandi róttækra, Franc ois Berthoin 9.600. í þessum kosningum nægði frambjóð- anda ekki flest atkvæði, held- ur þurfti hann hreinan meird- hluta í kjördæmi sínu. 1 síð- ari kosningunum naut Bert- hoin stuðnings kommúnista og sósíalista, sem drógu fram- boð sín til baka. Fékk hann þá 23.667 atkvæði, en Debré aðeins 20.712. Tók á sig gagnrýnina. Michel Debré varð forsætis ráðherra 8. janúar 19&9 þegar Fimmta lýðveldið var stofnað í Frakklandi með valdatöku de Gaulle, og gegndi embætt- inu í þrjú ár og þrjá mánuði, eða lengur en nokkuir af fyr- irrennurum hans. Áður hafði hann verið einn helzti stuðn- ingsmaður de Gaulle um langt skeið og aðalhvatamaður að því að de G&ulle yrði forseti. Eftir valdatöku de G'aulle, fékk forsetinn lof fyrir allt, sem vel fór, en Debré tók á sig gagnrýnina fyrir hitt, sem Michel Debré UTAN UR HEIMI aflaga fór. Eitt helzta vanda- mál hans var landbúnaðar- stefna stjórnarinnar, og átti hún mestan þátt í failli hans í Loches, sem etr sveitakjör- dæmi. Debré var þriðji fyrr- verandi forsætisráðherrann, sem ekki náði endurkjöri, hin ir voru Paul Reynaud og Pierre Mendes-France, sem báðir féllu fyrir frambjóðend um Gaullista fyrri kosninga- daginn. Samvinna við kommúnista. Af andstæðingum de Gaulle er helzt að nefna Guy Mollet leiðtoga sósíalista. í fyrri kosn ingunum náði Mollet ekki meirihluta atkvæða, og fékk jafnvel færri atkvæði en fram bjóðandi Gaullista. Þótt Mollet hafi jafnan verið mik- ill kommúnista-andstæðingur, lét hann það ekki á sig fá nú. Hann samdi við kommúnista um gagnkvæman stuðning. — Féllust kommúnistar á að styðja Mollet og nokkra aðra frambjóðendur sósíalista gegn sama stuðningi sósíalista í nokkrum öðrum kjördæmum. Leikur þessi tókst að því er Mollet snerti. Hann var kjör inn með 24.373 atkvæðum, en nýliðinn Jean Dhotel, fram- bjóðandi Gaullista, hlaut 21.810. Ekki vöru allir fram- bjóðendur sósíalista á einu máli tim þessa samvinnu. Meðal þeirra þingmanna flokksins, sem gagnrýnt hafa stefnu Mollets er Gaston De- ferre borgarstjóri í Marseille, og er haft eftir áreiðanlegum heimildum í París að hann kunni að verða Mollet skæður keppinautur um flokksforust- una. Georges Pompidou ★ Eins og fyrr segir, átti að kjósa alls 482 þingmenn, en í tveimur kjördæmum á frönsku Polynesíueyjunum á Kyrraíhafi, verður ekki kosið fyrr en 2. desember n.k. Fyrri sunnudaginn voru kjörnir 96 þingmenn, en 384 sl. sunnud. Við fyrri kosningarnar voru alls 2.100 þingmannaefni í framboði, en vegna ýmis kon- ar samninga andstæðinga de Gaulle voru aðeins 908 fram- bjóðendur síðari kjördaginn. Sænsku sjónvarpsmennirnir og Steenistrup, starfsmaður Loftlciða í Gautaborg, sem einnig kom með vélinni. Sjónvarpsupptaka hjá Loftleiðum — Viðstodd Framh. af bls. 24. sagðist ekki geta sagt mér hvað það væri svo Luft heyrði til. Ég sagði henni þá að ef ég gæti heyrt það gæti Luft það líka. Þá sagði hún að Strauss hefði hringt og sagt ýmislegt um Luft, — sem var eintóm- ur þvættingur auðvitað. — Hvað sagði hann? — Það veit enginn, það hefur ekki verið birt. Neitaði að biðjast afsökunar — Voru slagsmálin svo kvöldið eftir? — Já. Luft reyndi að hringja til Strauss næsta dag til þess að krefja hann um afsökun, en þá skellti Strauss á hann, og vildi ekki tala við hann. Nú er það af tilviljun að sama kvöld og hann hafði reynt að hringja, að við sitj- um við nærliggjandi borð í veitingahúsinu Slate-Brother’s Night Spot, við Luft á öðru borðinu en Strauss við hitt. Luft fór þá yfir að borði Strauss og krafðist þess að hann bæði sig afsökunar. Vildi hann að þeir færu út og töluðu saman, en það vildi Strauss ekki. Og svo vissi mað ur ekki fyrri til en borðin fóru um koll, og ég sá að þeir voru í slagsmálum. Svo var þetta Stöðvað og lögreglóui kom ekki. — Luft er nú kominn til Noregs í viðskiptaerindum, daginn eftir, en það var ákveð ið löngu áður. Sigríður í sjónvarpi Anna dansar í Las Vegas — Hvað er að frétta af hög um ykkar systranna? — Ég er um þessar mundir að leika I nýjum framhalds- sjónvarpsþætti hjá CBS, Beverly Hillbillies. Þetta fjall- ar um sveitafjölskyldu, sem flyzt til Hollywood, eftir að olía finnst í landi hennar. Ég leik franska þjónustustúlku hjá fjölskyldunni, og er með svarta hárkollu. — Er þetta góður samning- ur? — Já, ágætur. Myndatökur fara fram þrjá daga í viku og fyrir þær fæ ég rúma 400 dollara á viku. — Hvað eir að frétta af Önnu? — Hún er að fara til L’as Vegas til þess að syngja og dansa í South Pacific, sem þar á að setja upp. Hún fer þang- að 3. des^mber og hefur þannig samning að hún getur hætt hvenær sem er. Þetta er vel borgað, hún hefur 250 doll ara á viku, sagði Sigríður að lokum. — Kúba Framh. af bls. 3. Kúibu og sporna við undirróðurs starfsemi kúbanskra kommún- ista, sýni ljóslega, að Bandaríkja stjórn muni halda fast við hern- aðarlega valdbeitingu og enn- fremur þá stefnu sína að hlut- ast til um innanríikisimál Kúbu. Ennfremur segir, að könmunar flug Bandaríkj amanna yfir Kúbu sé algert brot á alþjóðalögum. Enn segir: „Kúbubúar muniu halda óskertum rétti sínum til þess að verjast með öllum mögu legum ráðum. Stjórn landsins mun verða sér úti um þau vopn, sem hún þarfnast, og gera þær ráðstafanir, sem ástand mál- anna kreflst á hverjum tíma. Stjórn Kúbu krefst þess, að Sam einuðu þjóðirnar hafi eftirlit með því, að lagðar verði niður stöðvar í Bandaríkjunum, Puerto Rico og víðar þar sem kúbanskir flóttamenn, leiguhenmenn, njósn- arar og skemdarverkamenn eru þjálfaðir til árása gegn Kúbu. Ennfremur krefst stjórn Kúbu þess, að lagðar verði niður stöðv ar skipa, er sýnt hafa yfirgang við strendur Kúbu.“ Að lokum segir í yfirlýsing- unni: „Fallist Bandarikin og banda- lagsríki þeirra ekki á þetta eftir lit Sameinuðu Þjóðanna á sínu eigin landsvæði, mun Kúba held ur ekki samiþýkkja neins konar eftirlit á kúbönsku landi.“ Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins Lincoln White gagnrýndi í dag kröfu Kúbu- stjórnar um eftirlit Sameinuðu þjóðanna með meintum æfinga- stöðvum kúbanskra flóttamanna í Bandaríkjunum, án þess beint að vísa þeim á bug. Sagði tals- maðurinn, að með kröfu sinni væri Castro að leitast við að komast hjá alþjóðlegu eftirliti með vopnaflutningum frá Kúbu. Hann sagði m.a.: „Sé stjórn Kúbu í raun og sannleika ugg- andi um öryggi landis síns, og sé hún staðráðin í að lifa í friði við nágranna sína þá er ekkert betur til fallið að losa hana við ugg sinn en dvöl fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna á Kúbu.“ — /Jb róttir Framih. af bls. 22. stóru salargólfi. Ég hafði þá trú á Fram, eftir leiki þeirra í Háloga landi í haust, að þeir hefðu ekk- ert erindi í Danmerkurmeistar- ana. Annað kom á daginn á stóru gólfi, taktik og góður leikur und- ir góðri stjóm. Nú féllu þeir aftur í Hálogalandsfarið. FH er alltaf sterkt lið, en skort ir þó heildarsvip. Leikmenn allir eru sterkir, stórir og stæltir en það vantar fínleikann. Kannski eru þeir einnig allt aðrir og betri á stærra gólfi. Beittastir eru Pétur Antonsson, Ragnar og Einar. Leiðinlegt var að sjá slagsmál leikmanna á línu, olnbogaskot og barsmíð. Karl dómari var harð- ur ef hann sá, en á slíkt ættu hornaverðir að veifa. Tveir sjónvarpsmenn frá sænska sjónvarpinu komu hing- að til lands með flugvél Loft- leiða kl. 2.20 aðfaranótt sunnu- dags. Þeesir menn eru Bo Holm- ström, sem er fréttamaður og Bengt Nilsson, kvikmyndari. Við komu þeirra lagði fréttamaður blaðsins nokkrar spurningar fyr- ir þá. — Hver er tilgangurinn með ferð ykkar hingað ? — Ástæðan til þess að við komum hingað er deilau milli SAS og Loftleiða. Við eigum að bregða upp mynd af Loftleiðum og ef hægt er að eiga viðtal við forstöðumenn þess. Auk þess munum við nota tækifærið og líta á landið ef færi gefst. — Hve lengi hugsið þið ykk* ur að vera hérna? — Þrjá til fjóra daga, býst ég við. Annars er það ekki ákveð ið. — Komið þið að eigin frum- kvæði eða vegna tilmæla Loft- leiða? — Við komum hingað að eigin frumkvæði, en Loftleiðir hefur lofað að láta okkur í té ýmsa fyr irgreiðslu. Sænska sjónvarpið ber allan kostnað. Við þetta má bæta, að í gær- kvöldi var von á tveimur frétta- mönnum frá Göteborgs Handels- og Sjöfartstidende, að því er bezt er vitað í sömu erindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.