Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUHTIL 4fílB Þriðjudagur 27. nóvember 1962 Sigurjón Björnsson Andinn og efniö EINKENNILEGA miklar um- rseður hafa orðið út af útvarps- þættinum „Spurt og spjallað“, 4. nóv. sl., þar sem rætt var um hinar svokölluðu andalækning- ar. Eftir því að dæma má ætla, að mörgum séu þessi mál mjög viðkvæm. Kannski er ekki vert að bæta enn einu framlagi ofan á allt það, sem þegar hefur birzt. En þar sem mér leikur grunur á, að ýmsir ætli mér aðrar skoð- anir en þær sem ég hef í raun og veru, get ég ekki stillt mig um að koma sjónarmiðum mín- um á framfæri á nokkuð breiðari grundvelli en hægt var í þætt- inum. Og ég geri það sérstaklega vegna þess, að hér er um að ræða mál, sem varðar miklu. Sambandið milli trúar og vis- inda hefur löngum verið nokk- Uð umdeilt mál. Sú skoðun, að trú og vísindi geti staðið hlíð við hlið í árekstralausri sambúð á enn þann dag í dag nokkuð erfitt uppdráttar. Margir ungl- ingar, — víst fjöldamargir, — sem aldir eru upp í góðri guðs- trú, varpa trúnni fyrir róða, þeg- ár þeir fara að vitkast og rök- hyggja vísindanna nær tökum á þeim. Trúarkennd og rökhyggja lenda þar í andstöðu hvor við aðra. Ekki get ég fallizt á, að hér sé um tvær ósættanlegar andstæður að ræða, og fýsir mig því að gera grein fyrir hvernig ég lít á þau mál. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvernig vísindaleg hugsun er byggð. Með athugun- um á raunverulegum fyrirbær- um er reynt að finna grundvall- arlögmál, sem eru það traust og algild, að hægt er að nota þau sem forsendur í rökfærslu, oft mjög flókinni og viðamikilli. — Fyrirmynd slíkrar rökfærslu er stærðfræðin. í vísindum er til- viljun ekki viðurkennd, heldur er fylgt orsakalögmálum af ýmsu tagi. Vísindaleg hugsun er því, og hlýtur að vera nauð- hyggja (determinismus). Allt veltur á því að forsendurnar séu nægilega vel sannaðar. Ef svo er ekki kallast þær tilgátur. Enda þótt vísindi skipi stórt sæti í nútíma menningarlífi, fer því fjarri að þau nái yfir allt svið mannlegrar hugsunar. Með skýrgreiningu sinni er þeim skor inn allþröngur stakkur. Þannig hljóta t. d. þrjú viðfangsefni mannlegs hugar að falla utan vísindanna, en það eru trú, sið- fræði og fagurfræði. Öll þessi svið byggja á ósannanlegum for- sendum. Ef við segjum t. d. „í>að hlýtur að vera til annað líf, ann- ars væri allt þetta til einskis", þá er það ekki vísindaleg rök- færsla, þar sem við gefum okk- ur forsenduna: að tilgangur sé með mannlífinu. Vísindi geta aldrei sannað neitt um tilgang, það fellur utan þeirra. Eins geta þau ekki skorið úr um það, hvort Esjan er fallegra fjall en Súl- urnar, né heldur sagt okkur hvers vegna við megum ekki stela. Trúarleg, siðfræðileg og fagurfræðileg hugsun byggir á öðrum lögmálum en vísindin. Og enginn getur sagt neitt um það hver lögmálin eru betri. Við vitum það eitt, að bæði full- nægja þau djúpstæðri þörf hjá manninum. Annars vegar eðlis- lægri þörf til þess að fá sam- hengi og fyllingu í persónulegt líf mannsins. Sú þörf er í nánum tengslum við tilfinningalíf hans og ber blæ af því. Hins vegar af þörf til að skilja óg skýra nátt- úrufyrirbæri og hagnýta þá þekk ingu sem bezt. Þessar tvær teg- undir hugsunar er mjög nauð- synlegt að kunna að greina sundur, og það er einnig nauð- synlegt að viðurkenna, að allir menn hýsa þær báðar í brjósti sér. Enginn getur komizt hjá því að trúa og leggja fagurfræði- legt og siðfræðilegt mat. Jafnvel hinn svokallaði guðsafneitari trúir: trúir afneitun sinni. En ruglingur á þessum tveim þáttum mannsandans er hættu- legur. Ef það verður er hætt við að trúin verði dragbítur á vís- indin, — eins og stundum hefur orðið, — eða vísindin reyni að ganga að trúnni dauðri. Margir leiðinlegir atburðir hafa gerzt á liðnum öldum hér á Vesturlöndum, sem stafa frá því, að vísindi og trú hafa gerzt full fjölþreifin um landareign hvors annars. Við vitum um þá nauðungarfjötra, sem kaþólska kirkjan lagði á vísinda • Hættuleg beygja „Kæri Velvakandi! Ég vildi koma smátilmæl- um til Vegagerðar ríkisins eða til þeirra, sem öryggis eiga að gæta á þjóðvegum landsins. Skammt norðan Vesturlands- vegamóta í Borgarfirði er lítil brú og merki þar að lútandi. Þegar maður kemur akandi upp Borgarfjörð mun þetta vera fyrsta brúin fyrir ofan Vesturlandsvegamótin. Manni bregður illa í brún þegar kom- ið er upp á brúna því þá kem- m1 strax hægri beygja, sem raunverulega sést ekki fyrr en bíllinn er að renna af brúnni. Þarna hef ég komizt í hann krappan, að halda mér við veginn, og svo mun hafa verið Sigurjón Björnsson legar framfarir á sínum tíma. Við vitum einnig um árásir frönsku encyklopedistanna á trú arlífið á seinni hluta 18. aldar. Og mætti þannig lengi telja. Enn þann dag í dag eru sömu hlutir að gerast. Mér finnst að við ís- lendingar ættum að vara okkur vandlega á að falL. ekki í sömu gryfju. Við verðum að hafa hug- fast, að trú og vísindi eru tvær meginstoðir hvers menningar- þjóðfélags. Og eitt höfuðskilyrði fyrir menningarlífi er, að ekki lendi í árekstrum á milli. f meira en 100 ár hefur vest- rænt menningarlíf einkennzt af sívaxandi vísindalegum framför- um. Fræðilegar kenningar, hag- nýting vísinda og tæknileg ná- kvæmni hefur verið það keppi- kefli, sem allt hefur snúizt um. Vissulega hefur margt gott leitt af þeirri þróun: aukin velmeg- un og auðveldara líf á margan hátt. En mönnum er einnig að verða ljóst, að hún á sér einnig sínar skuggahliðar. Samfara þessum vitsmunalega ofvexti, ef svo má segja, hefur orðið rýrn- un á hinni trúarlegu, siðferði- legu, og líklegast einnig hinni fagurfræðilegu hlið mannsins. Margir hugsandi menn bera um fleiri. Rétt væri að gefa til kynna að þarna væri mjó brú og beygja. Ég vona að þessi tilmæli komist til réttra manna, sem ég þykist vita að muni athuga málið og gera þessa lagfær- ingu. Þökk fyrir, Jóhannes R. Snorrason, flugstjóri“. • Þetta slær klukkan í dag Og enn er fjallað um um- ferðarmál: „Það getur verið að einhverj- um finnist að borið sé í bakka- fullan lækinn, að enn skuli rædd umferðarmál, en þau eru alvarlegri en margan grunar. í Morgunblaðinu h. 28. okt. kvíðboga fyrir framtíð manns- ins, ef þessu heldur áfram. Hvað trúarlíf mannsins varð- ar er þetta mjög áberandi. Það hefur lengi verið lögð lítil rækt við hina eiginlegu trúarglóð mannsins. Og kirkjan sjálf á mikla sök á því ræktarleysi. — Hvers er krafizt af þeim, sem ætla að glæða og halda við trú- arlífi manna? Stúdentsprófs og háskólaprófs í guðfræði. Prestar eiga að vera vísindalega mennt- aðir í fræðigreininni um trúna, en er þess krafizt af þeim, að þeir séu fullir af hinum heilaga eldi? Þurfa þeir að vera „God- intoxicated" eins og komizt var að orði um einn merkan mann. Vísindamennskan, vitsmunadýrk unin, hefur fyrir löngu rennt sér inn fyrir múra kristinnar kirkju og lætur þar nú óðslega. Spiritisminn er af sömu rót sprottinn. Hann er afsprengi efa- hyggjunnar, sem krefst sann- ana. Hann hélt inreið sína hing- að til lands og var lyft upp af gáfuðum menntamönnum, sem vildu trúa, og þörfnuðust trúar, en gátu það ekki nema þvi að- eins að þeir skildu og fengju sannanir. Og svo langt eru menn kömnir nú frá hinni sönnu og einlægu trú, að þeir geta ekki lengur beðið: „Drottinnt hjálpa þú vantrú minni". heldur hljóm- ar ákallið: „Miðill, gefðu mér sönnun“. Spiritisminn lýsir van- trú, efasemdum og hann reynir að bæta úr þeim með gervivís- indum, því að hann reynir að sanna það sem ekki á að sanna og það sem ekki þarf að sanna, ef menn trúa. Og hér á landi er spiritisminn nú upp á síðkastið orðinn að ógeðslegum „business", sem allir heiðarlegir menn hljóta að hafa andstyggð á. Ég kallaði notkun spiritism- ans á vísindum gervivísindi og tel það réttlætanlegt. Mál trúar- innar og mál vísindanna er tvennt ólíkt enda þótt stundum séu notuð sömu orð. Á máli trú- arinnar merkir sönnun upplif- aða, huglæga reynslu, mjög persónubundna og tilfinninga- þrungna. Slík sönnun er stað- reynd hins innri veruleika. — Sönnun vísindanna byggir á hlut lægri, meþódologiskri könnun og hlýtir tilteknum skilyrðum. Þessu tvennu hrærir spiritism inn saman á hinn fáránlegasta sl. birtist hjá Velvakanda álit eins varðstjóra lögreglimnar í sambandi við þessi mál. Þar finnst mér koma fram alvarleg og sönn ábending til allra. Þessi maður heitir Sverr- ir Guðmundsson. Hann leggur áherzlu á það, sem mér finnst höfuðskylda hvers manns, en það er kurteisi og tillitssemi gagnvart náunganum. Og þá kem ég einmitt að frumatriði málsins, en það er uppeldi æskunnar. Það þótti góður siður í gamla daga, þegar gestur kom, að barn eða unglingur heilsaði honum með handabandi, og viki síðan til hliðar. Nú er þetta á annan hátt. Mæðurnar í dag, að vísu ekki hátt og býr til úr því gervivís* indi sín. Trúin hefur og sitt eigið orð yfir hinn innsta kjarna manns- ins og kallar hann sál. Það hug- tak er algjörlega trúarlegt og er óviðkomandi fræðigrein þeirri sem nefnist sálarfræði (það orð er rangnefni yfir psykologi, sem miklu fremur ætti að heita hug- vísindi). Spiritisminn hefur held ur ekki virt þessa trúarlegu skýr greiningu sálarinnar, heldur tín- ir inn í hana ýmis konar fagorð úr sálarfræði, slitin úr samhengi, og sýður úr því einn voðalegan hrærigraut, sem engin leið er að kyngja. Þessi „fræðimenska" er van- helgun á trúnni og móðgun við vísindglega hugsun. Og hún er í fyllsta máta óheiðarleg. — • — Allir velhugsandi menn munu vera sammála um, að nú á atóm öld, þegar heimurinn ramfoar hvað eftir annað á heljarþröm, er full nauðsyn á að snúa sér að manninum sjálfum, rækta hann og rækja sem bezt. Og ef við litumst um í okkar litla þjóðfé- lagi, sem nærtækast er, sjáum við að misfellurnar eru margar: — í uppeldismálum, — í lækn- ingu andlegra meina. Ef við vilj- um vera frjáls þjóð, og ef við viljum leggja fram einhvem skerf til mannúðlegri menningar, verðum við að stefna að því að ala upp og viðhalda frjálsum persónuleika, þeim sem ekki er bundinn í innri viðjar. Ef það á að takast þarf bæði þekkingu og trú, sanna trú. Uppeldi og lækning, sem byggð er á þekk- ingu, er ekki sama Og sálgæzla í trúarlegri merkinu. Hvorugt get ur komið í annars stað, en hvort tveggja er jafn nauðsynlegt. En, — og á það vil ég leggja lokaáherzluna, — kristin trú er ekki sama og hjátrú, hvort held ur hún birtist í hinni gömlu drauga- og galdratrú eða í hinu nýtízkulega gervi sínu spiritism- anum. Og hjátrúin er hinn mikli fjötur lun fót kristinnar trúar og vísindamennsku. Henni verður að berjast gegn af öllu afli. undantekningarlaust, láta börn sín, óvitana, ganga allsráðandi um heimilið. Ég veit að þetta eru þung orð, en þau eru því miður sönn. Það er svo furðulegt að álíta það mannvonzku að banna barni þetta eða hitt. Það er eins nauðsynlegt og barnið fái að borða. En barni sem aldrei hefur verið kennt að hlýða, öðlast aldrei þann manndóm, sem það annars hefði hlotið. Nú kemur mér til hugar að einhver tali við sjálfan sig og segi: Hvað kemur þetta um- ferðarmálum við? Þá svara ég með orðum lög- regluvarðstjórans: Verið kurteis og tillitssöm, þá forðið þið ó- gæfimni og háskanum frá. En það sem hér hefur verið rætt leysist ekki á skömmum tíma. Þessvegna sýnist mér nú lífsspursmál, að fjölga til mik- illa muna í lögreglunni, en það tekst auðvitað ekki nema með stórbættum kjörum. Og þegar hún hefði svo nægu liði á að skipa, ásamt far- artækjum auðvitað, ætti að taka hvern bifreiðastjóra sam- stundis, sem hefði rofið um- ferðarreglur, víkja honum úr bifreiðinni, og taka hana í vörzlu, þar til dómur félli. Þá er ekki síður nauðsyn að ná tökum á. gangandi fólki. —. Það hlýtur að gerast á svipaðan hátt. Sekt á stað og stund ef tillitsleysi eða brot í umferð hefur verið framið. Þetta kunna að þykja harka- legar aðfarir, en reynslan hef- ur sýnt, því miðúr, að þær eru nauðsynlegar. Karl Halldórsson",

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.