Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 24
FKÉTIASIMA R MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 I Kaupmannahöfn Með hverri Faxa-flugferð til K.- hafnar kemur MBL. samdægurs I Aviskiosken, i Hovedbanegárden 266. tbl. — Þriðjudagur 27. nóvember 1962 Ökumaðurinn lézt á leið til Reykjavíkur r - Arekstur og banaslys í Holtunum í gær kAÐ slys varð í hádeginu í gær í Holtunum að mjólkurbíll frá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi og jeppabíll rákust saman á beygju við Brekknagil, skammt vestan Rauðalækjar. Við árekst- urinn, sem var mjög harður, slas aðist ökumaður jeppans, Kristjón Þorsteinsson, símstöðvarstjóri í 8 árekstrar í gær 1 HÁLKUNNI og rokinu í gær urðu allmargir árekstrar á göt- um Reykjavíkur. Var lögreglan kvödd í átta slíka, en enginn þeirra mun þó hafa verið stór- vægilegur. Ástæða er þó til að brýna fyrir ökumönnum að fara varlega. Rannsókn lokið í máli brezka skipstjórans ísafirði, 26. nóvember. RANNSÓKN í máli J. C. Wiigles- worth, skipstjórans á brezka tog- aranum Aston Villa frá Grimsby, lauk hér klukkan hálfníu í kvöld, og voru gögn þá send saksóknara ríkisins. Búizt er við umsögn hans á morgun. Aston Villa var tekinn að meintum ólöglegum veiðum af varðskipinu Ægi fyrir Vestfjörðum aðfararnótt sl. laug- ardags. — Garðar. Meiritungu, svo á höfði að hann lézt í sjúkrabíl á leið til Reykja- víkur nokkru síðar. Slysið mun hafa orðið um kl. 20 mínútur fyrir eitt. Var mjólk- urbíllinn á vesturleið en á móti kom Rússajeppi, L 443. Var Krist jón einn í bílnum. Hálka var á veginum og þar sem bílarnir rákust saman er beygja, og hallar veginum til suð urs. Lenti jeppinn út á syðri, þ. e. a. s. hægri vegarhelming sinn, og skullu bílarnir beint saman að heita. Var áreksturinn mjög harður og kastaðist jepp- inn um 5 metra afturábak. Er ökumaður mjólkurbílsins kom út var Kristjón meðvitund- arlaus. Var þegar náð í héraðs- lækninn á Hellu og sjúkrabíl frá Selfossi, en á leiðinni til Reykja- víkur lézt Kristjón. Kristjón Þor- steinsson var 57 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Fréttamaður Mbl. í Mykjunesi símaði í gær að á þeim slóðum, sem slysið varð, hefðu í seinni tíð orðið margir bifreiðaárekstr- ar og önnur óhöpp. Báðir bílarnir stórskemmdust, einkum þó jeppinn. Bangkok 26. nóvember AP. • HEINRICH Lubke forseti Þýzkalands kom í dag til Ind- lands eftir fimm daga í Thai- landi. I Indlandi dvelst forset- inn næstu viku. Þessi mynd var tekin af mjólkurbílnum og jeppanum, sem rákust gær, með þeim afleiðingum að ökumaður jeppans beið bana. saman í Holtunum í Banaslys varð Vtri-IMjarðvík UM háðegisbilið á sunnudag varð það slys á Reykjanesbraut í Ytri Njarðvík að 45 ára gamall mað- ur, Kristinn Guðmunðsson, starfs maður á Keflavíkurflugvelli, 10 ölvaðir UM HELGINA, þ.e.a.s. frá föstu- dagskvöldi þar til í gærkvöldi, tók lögreglan tíu menn í Reykja- vík fyrir ölvun við akstur. Viðstödd slagsmál kvik- myndajöfra í Hollywood Annar fyrnim eiginmaður Judý Garland — Símtal við Sigríði Geirsdóttur 1 Hollywood Sigríður Geirsdóttir í BREZKA blaðinu Daily Express sl. föstudag er frá því skýrt að til mikilla slagsmála hefði komið milli tveggja kvikmyndaframleiðenda í veit ingahúsi einu í Hollywood sl. fimmtudagskvöld. Annar þeirra, Sid Luft, fyrrum eig- inmaður Judy Garland, var staddur á veitingahúsinu í fylgd með Sigríði Geirsdóttur, en við næsta borð sat fram- leiðandinn Charles Strauss, sem m. a. framleiddi kvik- mynd um Hitler, sem Sigríður lék í fyrir nokkru. Upphófust mikil slagsmál milli framleið- endanna, segir í fréttum, og flúði kvenfólk salinn. Sam- kvæmt simtali, sem Mbl. átti í gær við Sigríði Geirsdóttur í Hollywood, var frétt þessi á forsíðum allra blaða í Holly- wood og nágrenni. Tilefni slagsmálanna var að seint kvöldið áður hafði Strauss hringt til Önnu Geirsdóttur, systur Sigríðar og látið ýmis orð falla um Luft. Er þeir hitt ust kvöldið eftir neitaði Strauss að biðjast afsökunar og upphófust þá slagsmálin, sem lesa mátti um á forsíð- um heimsblaðanna fyrir helg- ina. Daily Express segir þannig að þetta muni vera með hressilegri slagsmálum, sem lengi hafi sézt í Holly- wood. — Strauss er framleiðandi Hitlersmyndarinnar, sem þú lékst í? spurði fréttamaður Mbl. Sigríði í samtali við Hollywood í gær. — Já, við erum góðir vinir, en ég er nú alveg hætt að sjá hann. — Hvernig upphófust þessi slagsmál? Strauss hringdi til Önnu — Þetta var þannig að ég var búin að þekkja Strauss í meira en ár. Þegar hann vissi að ég þekkti Luft, þá hringdi hann hingað seint um kvöld. Ég var þá úti, en Anna svar- aði og hann lét falla mjög móðgandi orð um Luft. önnu féll þetta illa og þegar ég kom haim hálftíma seinna úr kvöld verð .rb'oði með ? ft ”i!di hún tala við mig einslega. Hún Framh. á bls. 23 varð fyrir híi og heið bana. Krist- inn, sem var einhleypur, lætur eftir sig aldraða móður. Málsatvik voru þau að Krist- inn, sem bjó að Skjaldbreið í Ytri Njarðvíkum, kom út úr húsinu um 12 leytið á sunnudaginn og ætlaði að taka strætisvagn skammt frá til þess að borða há- degisverð á flugvellinum. Áætlunarbíll úr Reykjavík hafði numið staðar á strætisvagna stöðinni og er þess til getið að Kristinn hafi haldið að þetta væri strætisvagninn til flugvallarins. Hljóp hann eftir vinstri vegar- helming og síðan þvert yfir göt- una í átt að áætlunarbílnum, en sneri hinsvegar skyndilega við er hann kom að vagninum og ætlaði þvert yfir götuna aftur. í sama bili bar að einkabíl vamarliðs- manns og varð Kristinn fyrir honum. Varnarliðsmaðurinn, sem ók bílnum, segist ekki hafa reikn að með því að Kristinn mundi hlaupa aftur yfir veginn, og vannst honum ekki ráðrúm að afstýra slysinu. Við rannsókn kom í Ijós að ökumaðurinn hafði ekki neytt á féngis. Málið er í rannsókn hjá lögreglustjóraem- bættinu á Keflavíkurflugvelli. Höfrungur iékk 4 höfrungu í nótinu — og sleppti 200 tunnum síldar til að írelsa þa IAkranesi, 26. nóv. HÉR á dögunum bar svo við þegar skipsmenn á Höfrungi I voru að draga inn nótina 11 sjómílur fyrir sunnan Reykja nes að ekki voru það eintómir síldarhausar, sem stungu upp kollinum, því að fjórir höfr- ungar busluðu allt hvað af tók innan teinanna. Nú voru góð ráð dýr; hin happasæla fleyta þeirra heitir Höfrungur, og þarna voru fjórir nafnar skips ins, sem börðust fyrir lífi sínu og frelsi. Vegna þessa fannst þessari ágætu skipshöfn bein- línis skylda sín að bjarga þeim lifandi úr fangelsinu. Þegar þeir höfðu híft 600 tunnur úr nótinni hleyptu þeir henni niður með því sem eftir var. Urðu þeir allshugar fegn- ir er þeir horfðu á Höfrung- ana synda á brott ásamt síld- inni, um 200 tunnum, sem þeir urðu að sleppa til þess að höfr ungarnir héldu lífi. — Oddur. Stjórnarkosningar í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur STJÓRNARKOSNINGAR hófust í Sjómannafélagi Reykjavíkur í gær. Listi lýðræðissinna er skip- aður eftirfarandi mönnum: Formaður: Jón Sigurðsson, Kvisthaga 1. Varaformaður: Hilmar Jóns- son, Nesvegi 37. Ritari: Pétur Sigurðsson, Tóm- asarhaga 19. Gjaldkeri: Sigfús Bjarnason, Sjafnargötu 10. Varagjaldkeri: Kristján Jó- hannsson, Njálsgötu 59. Bátar losna í Hafnarfirði í HAFNARFIRÐI losnuðu í gær tveir bátar frá legunni hjá Suð- urgarðinum. Tókst að binda þá aftur eftir klukkutíma. Að öðru leyti hafa ekki vandræði orðið af rokinu í Hafnarfirði í gær. Meðstjórnendur: Karl E. Karls son, Skipholti 6, og Þorbjörn D. Þorbjörnsson, Njálsgötu 96. Varamenn: Óli Barðdal, Rauðá læk 59, Jón Helgason, Hörpu- götu 7, og Sigurður Sigurðsson, Njörvasundi 22. Kosningarnar munu fyrst um sinn standa kl. 3—6 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12. Kosið er á skrifstofu Sjómanna- félagsins í Alþýðuhúsinu. Reykjanes- kjördæmi KJÖRDÆMISRAÐSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins í Reykja neskjördæmi er í hinn nýja félagsheimili Njarðvíkinga j kvöld og hefst kl. 8,30. Frum- mælandi Ólafur Thors, for- sætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.