Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVlSfír 4Ð1h Þriðjudagur 27. nóvember 1962 Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov C9 fórnað frama sínum fyrir hans eigin frama. Marilyn skuldaði hann ekkert. Hann ga. verið hann sjálfur, Hann gat gert hana ánægða með því að gera sjálxan sig ánægðan. Og sannast sagna gat hann gert meira fyrir Mari- ly, en hún fyrir hann. En hvað nú, ef starf hans liði fyrir ást hans á henni? Nú var það hann, sem var farinn að fórna. Fyrsta mót þeirra eftir langan aðskilnað varð einhverntíma um f' .........y *** f - SS'V .............. 'v/yj' ' ss 'Sss<i 'tv/s,s? Ú&s f' ml '■ ^''"■■'*sx*^,Ws,r#lW^jss*ss*ss' >"SSSS,SSSSSSSSSÍ<'SS'SS' ■ %. '■ "S'">* SVS>, ■" X%", frájfeklu Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar m ****** * m & m # í maímánuð 1955. Marilyn var að taka þátt í samkvæmum, sem leikarar og leikhúsfólk hélt. — Miller sem tók þátt í samkvæm- um án þess að kona hans væri með honum, var einnig að draga sig út úr skel sinni. Hlédrægur og feiminn — alls ekki svo ólík- Ur Di Maggio á því sviði — hafði Miller hingað til engan þátt tek- ið í skemmtanalífi leikhússfólks, heldur lifað líkast einbúa. Hann átti aðeins þrjá vini utan fjöl- skyldunnar: Elia Kazan; leik- ritahöfundinn og Ijóðskáldið Normann Rosten ot> ritstjórann James Proctor. Kazan og Miller skildu að skiptum 1953, eftir að Kazan hafði verið vinsamlegt vitni fyrir óamerísku nefndinni. í einu samkvæmi sá Miller Marilyn þar sem hún stóð og sneri baki að vegg, heið á svip og fögur í einföldum, hvítum kjól. Hún var að dreypa í vodka ög appelsínusafa. Kann gekk til hennar. Samstundis hitaði hana í hörundið. En í þetta sinn skyldi hún gæta sín betur og bera til- finningar sínar á torg. Þau töl- uðu fram og aftur um Leikara- skólann og Lee Strasberg. Hún spurði hann um næsta leikrit hans og hann sagði henni eitt- hvað um efnið í „Horft af brúnni“. Hann fylgdi henni ekki heim. Hún hafði komið þarna í fylgd með leikaranum Eli Wall- ach og konu hans, sem heitir í starfi Anne Jackson. Wallach, sem var fastur maður hjá félag- inu var orðinn einhveír bezti vin ur hennar. Hún sagði einu sinni við hann: „Eli, þú ert alveg eins og stóri bróðir minn“. Enda þótt hún hefði átt stefnu mót við forstjóra, leikstjóra, höfunda, tónlistarmenn og ljós- myndara, hefur hún aldrei leyft sér rómantískan áhuga á leikur- um. Einu sinni skrifaði hún: — „Leikarar eru dásamlegar mann eskjur — en ég gæti aldrei elsk að leikara. Það væri sama sem að elska bróður með sömu and- litsdrættina og ættareinkennin og maður hefur sjálfur“. Wallachjónin fylgdu henni heim þetta kvöld. Hún minntist ekki orði á Miller, en þau minnast þess, að hún var eitthvað „dreym andi“ á svipinn og virtist niður- sokkin í ánægjulegar hugsanir. Miller hafði ekki beðið um síma- númerið hennar. Hér um bil hálfum mánuði seinna hringdi hann til Paulu Strasberg og bað hana um núm- erið hjá Marilyn, en það var leyninúmer. Frú Strasberg, sem viðraði þarna ástarævintýri, gaf honum það með ánægju. Henni fannst Miller mundi geta veTÍð „góður" fyrir Marilyn og hún „góð“ fyrir haim. Miller hringdi svo í Marilyn og bað hana hitta sig heima hjá Heddu og Norman Rosten. Og þar varð það sem þau áttu flesta fundi sína, í heila sjö mánuði, áður en vitnast tók urrt samband þeirra. Vinir Millers sögðu, að hann hefði viljað halda því sem lengst leyndu vegna kon unnar sinnar, til þess að firra hana áhyggjum Hann hefði auðvitað getað skilið við Mary og tekið sér íbúð sjálfur. En það var of kostnaðar- samt. Óvinir Millers kalla hann nurlara, sem geri lítið að þ- í að fleygja út peningum í einhverja vitleysu. Hann hafi sjaldan boð- izt til að borga brúsann í veit- ingahúsi. Noti ódýr, tilbúin föt og skófatnað. Taki aldrei leigu- bíl. Og bakbítendur Millers bæta við: Hversvegna ætti hann þá að fara að kosta upp á sérstaka íbúð? Og til hvers ætti hann að fara með stúlkuna í dýr veit- ingahús? Þeir fáu, sem vissu leyndar- málið, þögðu vandlega yfir því. Þetta sumar hittust Miller Og Marilyn oft heima hjá Green- hjónunum í Connecticut, í sum- arbústað Rostens í Port Jeffer- son og kofa Strasbergs á Fire Island. Marilyn fór að teikna þetta sumar. Einn dag sat öll Stras- berg-fjölskyldan í fjörunni, önn- um kafin við blýantsteikningar, kolteikningar og olíumálun. — Loksins fékk Strasberg Marilyn teikniblokk og viðarkol og sagði henni að teikna eitthvað. Fyrsta teikningin hennar var alveg furðanlega góð. Með fáum bog- línum teiknaði hún hávaxna, skrautbúna konu, sem hélt á kampavínsglasi í hendinni. Mari- lyn kallaði þessa mynd: „Ja, hver skrattinn!“ Hún hangir í dag heima hjá Strasberg. Þetta haust var tekið til við æfingar á hinu nýja leikriti Mill- ers. Nú fór hann að hitta Mari- lyn ennþá oftar, ýmist hjá Rost- ens eða heima hjá henni. Hún hafði flutt úr Waldorf og bjó nú í Sutton Place nr.' 2. Það örlaði ekki á neinum kjaftasögum í blöðunum. Eli Wallach gerðist „skermbretti“ fyrir Miller með því að fylgja Marilyn, hvenær sem hún fór í samkvæmi, sem Miller var líka boðinn í. Þangað komu þau og þaðan fóru þau, hvort í sínu lagi. Winchell kallaði Wallach „gervi skeggið“ f þessum skollaleik, en þetta gerviskeggnafn er meðal fjárhættuspilara notað um mann, sem veðjar stórum upphæðum ■s yy/i ___. ■:,/;■■■) , — Ég þarf að játa dálítið fyrir yður, ungfrú. Ég er ekki grímuklæddur. í annarra nafni, til þess að leyna sínu eigin nafni. Blaðasnápur einn, sem þóttist hafa fengið áreiðaiilegar njósnir af því, sem fram fór, spurði Marilyn einu sinni beint að því, hvort þau Miller væru orðin elsk- endur. „Hvernig getur þéim dottið í hug ástarævintýri hjá okkur?“ sagði hún, og grábláu augun voru sakleysið uppmálað. „Hann sem er giftur maður!“. í septembermánuði spurði Earl Wilson hana, hvort hún ætti í nokkrum ástarævintýrum núna. „Engum alvarlegum", svaraði hún, „en hver veit nema ég geti haft áhuga á þeim“. „Það er uppi orðrómur um, að töfrar þínir séu að gera frægan mann brjálaðan. Hvað segirðu um þær sögur?“ „í fyrsta lagi er það ekki satt. Ég er hrifin af karlmönnum, og ég býst við að vinátta mín við suma þeirra valdi misskilningi. Nokkrir beztu vinir mínir eru karlmenn". „Ef tekið er tillit til þeirra siðareglna, sem í dag gilda, finnst þér þá rétt af ógiftri stúlku að gefa giftum mönnum undir fótinn?“ Marilyn yppti öxlum. „Mér finnst hver maður ætti að fara eftir sínum tilfinningum. Hver er ég, að ég fari að semja siða- reglur?“ Aðgerðir sálfræðinganna voru teknar að losa Marilyn við nokkr ar siðferðilegar hömlur, sem HETJUSÖGUR Y íslenzkt m/ndablað fyrlr börn 8 - 80 ára r ^ \ HRÓi HOTTUR ' og kappar hans V • vjl héfti komið • • bókabúðir og kostar aðeins 10 krónur. * * * SAGA BERLINAR * * * Vestur-Berlín og Vestur-Þýzka- land (flestir flóttamenn voru fluttir flugleiðis frá hinni geysistóru Temp- elhof flugstöð) bauð íbúum sínum frelsi og velgengni. Austur-Þýzka- land bauð áróður. Hin dapurlegu og eyðilegu stræti Austur-Berlínar voru prýdd stórum rauðum fánum og spjöldum. jfrájytáláÉiiiÉW 1951 gengu ein og hálf milljón ungra kommúnista fylktu liði um götur Austur-Berlínar, klöppuðu saman lófunum og æptu: „Frelsi“. Margir notuðu tækifærið að vera í Berlín til þess að flýja vestur fyrir í hið raunverulega frelsi. Þeir létu áróðurinn sem vind um eyru þjóta. Um jólin var Kurfúrstendamm eins og eldhaf, af ljósadýrðinni, og stakk mjög í stúf við dapurleika A.- Berlínar. „Einingarmenn“ kommún- ista, sem voru Ulbrichts-útgáfan af jólasveinum, stóðu á hverju götu- homi og urðu V.-Berlínarbúum að- eins aðhlátursefni. höfðu heft frelsi hennar síðan í barnæsku. Undir árslok var Monroe-kvik-* myndafélagið komið á hreina ringulreið fjárhagslega. í nóvem- ber hvíldu á því 20.000 dala reikningsskuldir. MiltOn Greene hafð. eytt öllum eignum sínum og lánstraustinú með, og fann nú enga, sem vildu festa fé sitt í íflUtvarpiö Þriðjudagur 27. nóvember 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna**. Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum“ (Dag- rún Kristjánsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Guð- mundur Jónsson syngur lög eft- ir Árna Thorsteinsson, Baldur Andrésson, Pál ísólfsson og Sig- urð Ágústsson. Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel. 20.20 Framhaldsleikritið „Lorna Dún** eftir Richard D. Blackmore og Ronald Gow; V. kafli. Þýðandi: I»órður Einarsson. — Leikstjóri: Hildur Kalman. 20.55 Tónleikar: Flautukonsert í D- dúr (K314) eftir Mozart. 21.15 Úr Grikklandsför; V. erindi: í ríki Poseidvjns (Dr. Jón Gísla- son skólastjóri). 21.40 Tónlistin rekur sögu sína; III. þáttur: Hellas og Róm (Guð- mundur Matthíasson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Bergur Guðna son). 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 28. nóvember 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við sem heima sitjum**: Svan- dís Jónsdóttir les úr endurminn- ingum tízkudrottningarinnar Schiparelli (13). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Kusa i stofunni“ eftir Önnu Cath.- Westly; X. —* (Stefán Sigurðs- son). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Magnús Magnússon skipstjóri talar til sjómanna. 20.05 Létrt lög: Bob Steiner og hljóm- sveit hans leika. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Ólafs saga helga; V. lestur (Óskar Hall- dórsson cand mag.). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Pál ísólfsson. c) Séra Gísli Brynjólfsson prótíf- astur á Kirkjubæjarklaustri flyt ur frásöguþátt: Prestarnir í eld* sveitunum; fyrri hluti. d) Jóhann Hjaltason kennarl flytur erindi: Vermenn og ver- stöður. 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Saga Rotschild-ættarinnar eftir Frederick Morton; IX. (Her- steinn Pálsson ritstj óri). 22.30 Næturhljómleikar: Tónleikar Sin fóníuhljómsveitar íslands 22. þ.m.; síðari hluti. Stjómandi: William Strickland. a) Tvær noktúrnur; „Skýjafar** og „Hátíðisdagur" eftir C1 audo Debussy. b) Svíta og rússneskt skerzó eftir Igor Stravinsky. 23.05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.