Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 27. nóyeiriber 1962 MpncvNni.AÐiÐ 11 Sjötugur i dag: Ingimar Óskarsson er krefst næmrar athyglisgáfu og gagnrýni. Það er kunnugt öll um, er til þekkja, bæði hérlend- is og erlendis, að Ingimar er einn allra færasti maður á þessu sviði, sem nú er uppi, og er is- lenzkuim fiskirannsóknum mikill sómi að hafa slíkan mann í þjón ustu sinni og vona ég, að Fiski- deildin fái notið starfskrafta hans árfam enn um sinn. Persónulega vil ég þakka Ingi mar mjög gott samstarf undan* farin 16 ár og fyrir hönd starfs- bræðna hans á Fiskideildinni færa honum okikar beztu árnaðac óakir. Jón Jónsson grasafræðingur NÁIN þekking á náttúru lands- | ins, bæði lifandi og dauðri er undirstaða þess að fólkinu vegni vel í landinu. Grasvöxtur, göng- ur fiska, heitt vatn í jörðu — allt eru þetta atriði, sem miklu valda um lífskjör fólksins, bæði í dag og á morgun. Ennþá ráðum við þó litlu um stærð hinna ein stöku árganga í fiskstofnunum né ýmiss þau atriði, er mestu valda um afkomu bóndans. Þekk ing á þessu getur þó á margan hátt auðveldað þær ráðstafanir, sem gera þarf hverju sinni, til þess að mæta þeim vanda, sem að höndum ber. Það er ánægjulegt fyrir vísinda menn, sem vinna að hagnýtum rannsóknum, að sjá þær verða þjóð sinni að gagni, en oft er það svo í okkar unga rannsóknar- starfsemi, að undirstöðurann- sóknirnar vantar, því að ekki hef ur verið fyrir hendi fé, fólk né •tími til þess að sinna þeim. Einn þeirra manna, sem unn- ið hafa að því að treysta undir stöðuþekkingu okkar á náttúru íslands, Ingimar Óskarsson, er sjötugur í dag. Ingimar hefur unnið merkit brautryðjendastarf bæði á sviði grasafræði og dýra fræði, alltaf sem hjáverk með öðrum skyldustörfum. Hann er sjálfmenntaður maður í báðum þessum fræðigreinum. en með frábærri eljusemi, festu og öruggri dómgreind hefur hann lagt fram þýðingarmikinn skerf í íslenzkum náttúrufræðirann- sóknurn og skrifað um þær fjöl margar ritgerðir í íslenzk og er- lend vísindarit. í þessari stuttu afmælisgrein verða ekiki rakin hin margvíslegu , vísindastörf Ingimars, enda hef- ur kerling Elli engin áhrif haft á fræðimennsku hans, eins og sézt bezt á því, að fyrir skömmu kom út annað bindi af riti hans um Skeldýrafánu íslands, og fyrr á þessu ári kom út bók hans Fisk ar í litum. Hann er kunnur út- varpsfyrirlesari um náttúrufræði og hefur einnig ritað mi'kið í blöð og tímarit um hugðarefni sín. íslenzkar fiskirannsóknir áttu því láni að fagna að ráða Ingi- mar í þjónustu sína árið 1947, og hefur hann verið samstarfs- maður undirritaðs þann tíma við rannsóknir á þorski og innt af hendi mjög mikið stanf á því sviði. Aldursákvarðanir fiska eru undirstaðan fyrir mati okkar á stærð fiskistofnanna og sveiflum í árgangaskipun, er miklu ráða um aflabrögð. Á þeesu sviði hafa vísindahæfileikar Ingimars kom I ið að miklu liði, því að hér er I um að ræða erfiða smásjárvinnu, KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * > KVIKMYNDIR •* KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR ■* Hafnarfjarðarbí ó: Flemming og Kvik. „Fleming“-bækurnar dönsku eru eitt vinsælasta lestrarefni danskra barna og unglinga, enda eru vinirnir Flemming og Kvik, skemmtilegir strákar, að vísu dá- lítið baldnir í skólanum, en þó góðir drengir inn við beinið. — í þessari mynd er sagt frá ýmsum brösum þeirra og fleiri félaga þeirra í 2. bekk í skóla Hallings rektors í einu af úthverfum borg arinnar. Strákarnir eiga í ýmsum útistöðum við suma kennaranna og einnig sín á milli. Kennararnir taka pörum strákanna misjafn- lega, sumir af skilningi og vinna virðingu drengjanna, en aðrir beita þá hörku og jafnvel ósann girni. En Halling rektor er hinn mild- andi meðalgöngumaður, enda hef ur hann á langri ævi jafnan starf að eftir einkunnarorðunum: — „Reyndu — með hinum sterka armi kærleikans“. Hér verður ekki rakið efni myndarinnar, en það skal aðeins sagt að myndin er bráðskemmtileg og ágætlega leikin, enda fara þarna með hlut verk margir mikilhæfir danskir leikarar svo sem Johannes Meyer, eem leikur Halling rektor, Jörgen Reenberg, Berthe Qvistgoord, Ghita Nörby o.fl. að ógleymdum drengjunum Steen Flensmark og Per Geckler, er leika Flemming og Kvik. Myndin er einnig mjög lærdómsrík og á vissulega erindi bæði til kemnara og fereldra skólabarna. Sem sagt: prýðileg mynd, létt en þó þannig að hún vekur til umhugsunar um vandamál æsku- fólksins og þeirra sem eiga að leiðbeina því og ala það upp. Háskólabíó: Styrjöldin mikla. Þetta er ítölsk verðlaunamynd tekin í CinemaScope og fylgir henni danskur skýringartexti. Myndin gerist á Ítalíu í heims- styrjöldinni fyrri, er ítalir og Austurríkismenn eigast þar við í harðvítugum orustum. Aðal per- sónur myndarinnar eru þeir Oreste (Alberto Sordi) og Gio- vanni (Vittorio Gassman), sem hittast fyrst í Norður-ftalíu ár- ið 1917. Þeir eiga það sammerkt að þeir hata stríðið og eru vissu- lega ekki heldur sérlega hugdjarf ir stríðsmenn. Oreste er eigin- gjarn og bleyða, en Giovanni nokkru skárri en hann og frakk- ari, einkum í munninum og nýtur töluverðrar kvenhylli, enda tekst honum að heilla hina fögru Constantinu, sem þó er all ver- aldarvön. Þessar vafasömu hetj- ur lenda saman í ömurlegum og illa búnum herbúðum og komast aft í hann krappan þó að þeii noti hvert tækifæri til þess að komast hjá hættum stríðsins. En svo fer að lokum að Austurríkis- menn taka þá til fanga og reyna að fá þá til að ljósta upp hernað- arleyndarmáli herdeildar sinnar. En þá bregður svo kynlega við að þessir tveir menn neita að gefa nokkrar upplýsingar, þrátt fyrir það að þeim er hótað líf- láti ella, og þannig ljúka þeir ævi sinni sem sannar hetjur og góðir synir ættjarðar sinnar. Þetta er mikil mynd og ágæt- Framhald á bls. 14. Ný ævintýraleg og spennandi drengjabók eftir Walt Eisney, ZORRO er nú komin út á íslenzku og fæst í flestum bóka- verzlunum um land allt. — Þetta er fyrsta bókin í bóka- flokki. — Walt Disney gerði söguna fyrir sjónvarpsmynd. Síðan var gerð kvikmynd eftir sjónvarpsmyhdinni og nú kemur hún einnig út í bókaformi. BEX Golfteppahreinsari h. TT GOOÐHOBSEmnNGUKTriCTI J.J Glæsilegt nýtt heimilistæki, sem gerir yður kleift að halda gólfteppunum tandurhreinum FYRIRHAFNAR- LAUST. — BEX-BISSELL teppahreinsarinn ásamt BEX-BISSELL gólfteppashampoo, eru langárangurs- ríkustu tæki, sinnar tegundar á markaðinum. Söluumhoð: Reykjavik: Teppi h.f. Austurstræti 22. Keflavík: Verzl. Kyndill. Selfoss: Kaupf. Árnesings Akranes: Verzl. Drífandi. ísafjörður: Húsgagnaverzlun ísafjarðar. Sauðárkrókur: Verzl. Vökull. Siglufjorður: Bólsturgerðin, Haukur Jónasson Akureyri: Bólstruð Húsgögn h.f. Húsavík: Verzl. Askja h.jC. Neskaupstaður: Höskuldur Stefánsson. V estmannaey jar: Marinó Guð- mundsson. ★ Reynið BEX-BISSELL þegar í dag * Notið aðems það bezta BEX- Blssel ★ Notið PLASTIC OG NYLONEFNI Fljótandi og í deigformi — á tré, stein og málma TIL UTAN- OG INNANHÚSSNOTKUNAR: á málma — járn, stál, magnesiumblöndur aluminium króm steinsteypu, steina, asbest, gler, glerjung, plastic, leður, vefnað, á hverskonar tré. Glært og í litum — auðvelt í notkun. Einkaumboð á íslandi fyrir NEODON-WERK HELMUT SALLINGER KRUMBACH. V-ÞÝZKALANDI; Bragi Einarsson, P.O.Box 1266. — Sími 15166. Reykjavík. NEODON ^ _ Undraefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.