Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐth Þriðjudágur 27. nóvember 1962 JttmmtMoMfe Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: Aðalstrseti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. FRAMSÓKN í „ÞJÓÐFYLKINGAR- NETINU“ 17" ommúnistar nefna það<*> “ sem kunnugt er „þjóð- fylkingu“, þegar þeim tekst að fá lýðræðissinna til liðs við sig í valdastreitunni. Þeir mynda þá breiðfylkingu, sem þeir segja að ekki sé komm- únísk, heldur fái þar að kom- ast að öll „vinstri sjónar- mið“. Slíkri „þjóðfylkingu“ er síðan ætlað að herða tökin smám saman, eftir því sem samstarfsmennimir leiðast lengra til harðneskju og lög- brota. í leppríkjunum var þessi leið farin, þegar verið var að taka völdin. Misvitrir og met- orðagjamir leiðtogar lýð- ræðisflokka létu leiðast til þess að taka upp samvinnu við kommúnista í „þjóðfylk- ingu“. Þeir áttuðu sig um seinan á eðli þessarar baráttu og urðu þannig valdandi þess, að þjóðir þeirra misstu frelsið. Fyllsta ástæða er til að vekja á þessu athygli nú, vegna þess að Framsóknar- flokkurinn hefur fetað í fót- spor þeirra ólánsflokka, sem greiddu kommúnistum göt- una til valdaráns í járntjalds- löndunum núverandi. Þessi þróun hefur átt sér stað um nokkurra ára bil, en aldrei hefur hún þó komið eins glögglega í ljós eins og á Al- þýðusambandsþingi og nú eftir að því er lokið. Framsóknarmenn stóðu á þinginu að fullkomnum lög- leysum með kommúnistum og hafa síðan varið lögbrot sín af algjöm blygðunar- leysi. Þeir fullyrða stöðugt að atferli þeirra hafi verið réttlætanlegt og þar að auki lögmætt, en „rökstuðningur- inn“ breytist hinsvegar frá degi til dags, því að sjálfir finna þeir að enginn maður felst á „rökin“. í sunnudagsblaði Tímans er komin ný útgáfa. Þar seg- ir um afgreiðslu kjörbréfa LÍV: „en meirihluti kjörbréfa nefndar og þingsins taldi á þeim meinbugi, svo að ekki var unnt að taka þau gild að svo stöddu“. í ályktun þeirri, sem Fram- sóknarmenn stóðu að með kommúnistum, þar sem kjör- bréfum LÍV var vísað frá þinginu, er ekki eitt einasta orð um neina „meinbugi“, enda eru þeir ekki til og for- sendur tillögunnar, þær, að tíma hafi skort til að athuga kjörbréfin, eru algjörlega út í bláinn, eins og áður hefur verið sannað. En þessi blekkingariðja Framsóknarmanna er ein- mitt einn þáttur „þjóðfylk- ingarbaráttunnar“ og sá, sem kommúnistum er allra kær- astur. Þeir geta nú notað lýð- ræðisflokk til að rugla dóm- geind almennings og slæva tilfinninguna fyrir því, að menn verði að hlýða lögum og rétti. Þegar þannig er komið, telja kommúnistar hið gullna tækifæri nálgast. LÝÐRÆÐI OG OFBELDI LAGT AÐ JÖFNU Annar þáttur „þjóðfylking- arbaráttunnar“, sem kommúnistar telja einnig mjög mikilvægan, er sá að fá bandalagsflokkinn til að koma því inn í huga almenn- ings, að kommúnistar hafi hreint ekki verri pólitísk á- form á prjónunum en and- stöðuflokkar þeirra. Þetta hlutverk hafa Framsóknar- menn nú tekið að sér fyrir kommúnista, og sl. simnudag lýkur Tíminn ritstjórnargrein á þessum orðum: „Þetta tvennt sýnir að þjóðin verður að vara sig jafnvel á öfgunum til hægri og vinstri, ef hér á að þróast lýðræðis- og réttarríki“. Þessi afstaða gleður komm- únista mjög. Tveimur lýð- ræðisflokkum, sem meirihluti þjóðarinnar myndar, er nú líkt við kommúnista og þeir taldir engu betri en erindrek- ar þess valds, sem undiroka vill alla heimsbyggðina. — Leiðtogar Framsóknarflokks- ins eru ekki þau börn, að þeir viti ekki hverju slíkur mál- flutningur þjónar. Þess vegna hafa þeir enga afsökun. Og furðulegt mætti það teljast, ef Framsóknarmönn- um yrði ekki gert það ljóst, næst þegar íslenzka þjóðin fær að láta álit sitt í ljós í kosningum, að hún ætlast ekki til þess að það lýðræðis- og réttarríki, sem við búum í, sé rifið niður af kommún- ískum áróðursmönnum og samstarfsmönnum þeirra. UTAN ÚR HEIMI Drög lögð að stjórn- skipan NATO — (AP-NTB-Reuter) — Á ÞINGMANNAFUNDI At- lantshafsbandalagsins, sem haldinn var í París um miðjan þennan mánuð var samþykkt, að komið skuli á fót þrem stjórnarstofnunum, sem vera skuli höfuðþættir í stjórnskipan bandalagsins. — Eru það dómstóll, þing og föst ráðherranefnd. Ákveðið var á fundinum, að skipa sérstaka nefnd til J>ess að annast undirbúning og starfssvið hennar samþykkt. Hlutverk þessarar nefndar verður: 1) Að vinna að og leggja fram drög að sáttmála fyrir ráð gefandi þing Atlanitshafsbanda- lagsins, sem mun verða eina ráðgefandi stofnun bandalagsins og OECD-efnahags og framfara- stofnunarinnar. 2) Að undirbúa stofnun sér- stakrar fastrar ráðherranefnd- ar, sem gegna mun þvi hlutverki að ráðgera og samræma — og í vissum tiifelium, að taka ákvarðanir — um mál, sem mikil væg eru bandalaginu. 3) Að leggja drög að stofn- un sérstaks dómstóls Atlants- hafsbandalagsins. Undirbúningsáætlanir fyrr- greindrar nefndar verða síðan lagðar fyrir þing allra aðildar- ríkja bandalagsins til samþykkis, áður en til kemur, að þeim verði hrint í framkvæmd. • Fundurinn samþykkti einnig tillögu, þar sem skírskotað er til rikisstjórna aðildarríkja At- lantshafsbandalagsins og ráð- herrafundar þess, að taka hið bráðasta ákveðna afstöðu varð- andi sameiginleg yfirráð og eft- irlit kjarnorkuvopna. Ennfremur var samþykkt að skora á stjórn ir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands að láta í engu und- an viðleitni Rússa til þess að skerða réttindi þeirra og ábyrgð í Vestur-Berlín, — og gæta þess, að frelsi og lífskjör íbúa borg- arinnar, þar með talið ferða- frelsi verði í engu skert. • Fundurinn lýkur lofsorði á Bandaríkjastjórn vegnr. eindreg- innar afstöðu hennar varðandi EIRIKUR KRIST- ÓFERSSON TIL ENGLANDS T hugum íslendinga er ljómi *- yfir nafni Eiríks Kristó- ferssonar, skipherra, ekki sízt vegna frábærrar frammi- stöðu hans í „langhelgisstríð- inu“ við Breta. Hann sýndi þá hvorttveggja í' senn, still- ingu og festu, sem varð okk- ur til sóma og átti mikinn þátt í sigrum okkar. ísledingar eru ekki lang- ræknir menn, og þeir hafa á ný tekið upp vinsamleg sam- skipti við Breta. Kunnings- skapur Eiríks Kristófersson- ar við Anderson, skipherra, sem var aðalandstæðingurinn í barátturmi, undirstrikar þennan hug íslendingsins, og för Eiríks til Bretlands, er inn sigli á þau vinsamlegu sam- skipti, sem við viljum hafa við Breta, eins og aðrar ná- grannaþjóðir. Kúbu og vegna þeirra aðgerða, er hún beitti gegn hinni alvar- legu ógnun, sem af eldflauga- stöðvunum þar stafaði. Er látin í ljós sú von, að lausn Kúbu- málsins muni sannfæra Sovét- stjórnina um, að alþjóðleg deilu mál verði ekki leyst með einhliða aðgerðum, heldur samningum. # Þá er því beint til allra frjálsra landa heims að þau geri allt, sem þeim er unnt til að- stoðar Indverjum, sem eiga í vök að verjast gegn fyrirfram skipulögðum ofbeldisaðgerðum kínverska alþýðulýðveldisins. — Við atkvæðagreiðslu um tillögu þessa efnis, sat fulltrúi Portú- gals hjá, — en hann sagði að afstöðu þjóðar sinnar mætti rekja til innrásar Indverja á Góa í fyrra. Jafnt í þágu Evrópu sem Bandaríkjanna. # Bandaríski aðstoðar-utan- ríkisráðherrann George Ball sagði í ræðu, er hann flutti á fundinum, að deilan um Kúbu hefði snert öll ríki At- lantshafsbandalagsins. Það hefði eins mikið verið í þágu Evrópu og Bandaríkjanna, að eldflauga- stöðvarnar á Kúbu yrðu fjar- lægðar. Ball sagði ennfremur, að frá hernaðarlega sjónarmiði, þyrfti Atlantshafsbandalagið ekki á því að halda, að hinar evrópsku aðildarþjóðir þess kæmu sér upp kjarnorku vopnum. En óskuðu þau þess eindregið og afdráttarlaust, þá myndi Bandaríkjastjórn taka það nrál til ítarlegrar umhugsunar, — hún yrði fús að leyfa Evrópuríkjunium að njóta góðs af reynslu sinni á þessu sviði. Var að skilja af ræðu aðstoðarráðherrans, sem hann ætti þarna við reynslu í meðferð kjarnorku- vopna og skipulagningu kjarnorkuhers, en ekki reynslu þeirra af framleiðslu slíkra vopna. Hann lagði hins vegar á það áherzlu, að höfuð máli skipti fyrir NATO, að búa enn betur að herjum sínum í Evrópu, sem búnir væru venjulegum vopn- um. Ball vísaði algerlega á bug staðhæfingum þess efnis, að Bandaríkjastjórn hefði í hyggju að fækka í herliði sínu í Ev- rópu og skýrði frá því, að banda rískir hermenn í Evrópu væru nú um það bil 400.090 talsins. # Heppilegast innan sjóhersins. Varðandi ummæli George Ball í París, var upplýst af opinberri hálfu í Washington, að sú væri skoðun Bandaríkjastjórnar, að ætti að koma á fót í Evrópu hersveitum búnum kjamorku- vopnum, væri heppilegast, að það y-rði innan sjóhersins, annað hvort kafbátar búnir Pólaris flugskeytum eða herskip búin eldflaugum. Segir, að Banda- ríkjastjórn haldi fast við þá stefnu, að tillögur um kjarn- orkuher innan Atlantshafsbanda- lagsins verði að koma frá hin- um evrópsku aðildarríkjum sjálfum. Og megin skilyrði fyrir því, að slíkum her verði komið á fqt sé, að hann verði sam- ræmdur vörnum vestrænna ríkja, þannig, að tryggt verði, að stjórn hans komizt ekki í hendur neinnar einstakrar þjóð- ar. # Þá var einnig samþykkt á fundinum í París tillaga þa-r sem samiþykkt er hin hernaðarlega skipan bandalagsins í Mið-Ev- rópu og eru aðildarríkin hvött til þess að láta yfirstjórn banda- lagsins í té fullþjálfuð og full- útbúin herlið, til þess að unnt verði að halda þeirri skipan til streitu. # I annarri tillögu var lögð áherzla á brýna nauðsyn rann- sókna og þróunar varna í kaf- bátahernaði. í fundarlok var Bretinn Crathorne, lávarður, kjörinn forseti þingmannafunda banda- lagsins næsta ár. Lávarðurinn er fyrsti Bretinn, sem kjörinn er til þess embættis. Hann var landbúnaðarráðherra Bretlands á árunum 1951—54 •Ma kMa Mt Hlacmillan til Parísar , í desember London, 24. nóv. — AP. TILKYNNT var hér í dag, að MacMillan, forsætisráðherra, muni fara til fundar við DeGaulle, Frakklandsforseta 13.—15. desember. Síðar í mánuðinum heldur MacMillan til Washington. þar sem hann mun eiga við- ræður við Kennedy, Banda- ríkjaforseba. Vilja leggja niður her- stöðvar Frakka í Alsír Algeirsborg, 23. nóvember — AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Alsír, Mohammed Khemisti, sagði í ræðu, sem hann hélt í dag, að Alsír vildi halda áfram samstarfi við Frakkland í anda Evian-sam komulagsins, — en hins vegar yrðu Frakkar að leggja niður herstöðvar sínar í Alsír. Sagði ráðherrann, að það samræmdist ekki hlutleysisstefnu landsins, að hafa slíkar herstöðvar. Þá beindi Khemisti þeim til- mælum til „þriðja veldisins" í heiminum, þ. e. hlutlausu ríkj- anna, að þau yrðu vel á verði gegn því, að nýlendukúgun yrði ekki aftur tekin upp í Afríku. Khemisti sagði þetta í ræðu, sem hann hélt í alsírska þinginu. f lok ræðu sinnar lýsti hann yfir samúð með uppreisnarmönnum í Jemen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.