Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 2
2 MORGINBT 4ÐIÐ Þriðjudagur 27. nóvember 1962 Moskwits-bíllinn dreginn npp úr Reykjavíkurhöfn eftir bana- slysið á sunnudagskvöldið. (Ljósm. Sv. Þorm.) Bíl ekið fram af Faxagarði Banaslys á sunnudagskvöld Talið, að postafene hafi valdið vansköpun 11 fóstra í Svíþjóð Sala lyfsins stöðvuð í Danmörku og Svíþjóð UM kl. hálfníu á sunnudags- kvöldið varð það slys á Faxa- garði að bifreið var ekið fram af bryggjunni og í sjóinn. öku- maðurinn var einn í bifreiðinni og var hann látinn, er tókst að ná honum upp. Hét hann Sigur- «* geir Guðjónsson, bifvélavirki, Grettisgötu 31A, fæddur 21/12 1925. Lætur hann eftir sig konu og börn. Sjónarvottar voru að því er bif reiðinni .var ekið fram af bryggju hausnum. Gerðu þeir lögreglunni þegar í stað aðvart, og gerði hún ráðstafanir til þess að ná bif- reiðinni og ökumanni upp úr sjón um. Andri Heiðberg, kafari, var kvaddur til, og náði hann Sigur- geiri upp, en hann var þá látinn, og báru iífgunartilraunir ekki ár angur. Var síðan böndum komið fyrir á bifreiðinni og hún dregin upp. Aðstaða til björgunar veut mjög erfið þar eð hvasst var, og niða myrkur. Skip í höfninni að- ^ stoðuðu með því að beina ljós- kösturum á slysstaðinn. Kópavogur A»ALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Kópavogs verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu Kópavogi, þriðju- daginn 4. desember n.k. og hefst kl. 20,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. — Lagabrey tingar. — Kjörn ir fulltrúar í fulltrúaráð. — Kjörnir fuUtrúar í kjördæmis- ráð. — Bæjarmál, framsögumað- ur Axel Jónsson, bæjarfulltrúi. MÁLFUNDA- NÁMSKEIÐID beldar áfram kvöld, þriðjudag, kl. 8.30. Þá kemur saman 1. hópur undir leiðsögu Guðmund- ar IL Garðarssonar. Stjórnin. Er kafarinn kom upp með Sig- urgeir voru læknar komnir á staðinn með súrefnistæki og voru þá þegar hafnar lífgunartilraun- ir, sem síðan var haldið áfram í Slysavarðstofunni, en ám árang- urs. Bifreiðin, sem var Moskvits station, var mikið skemmd er hún náðist. Vestmannaeyjum, 26. nóv. VEÐUR hefur verið hvasst hér og gengið á með éljum. Ekiki er samt kominn mikill snjór. Engar skemmdir hafa orðið og allt er með kyrrum kjörum í höfninni. Einn bátur, kom inn með 700 tunnur af síld. Síldin var mjög smá og ánetjaðist talsvert. Fór megnið af henni i bræðslu, en eittbvað í frystingu. Borgarnesi, 26. nóv. HÉR hefur veður verið byljótt en ekki ofsalegt. Gengið hefur á með dimmum og hvössum élj- Kona fyrir bíl LAUST eftir kl. sex í gærdag varð það slys á mótum Lang- holtsvegar og Laugarásvegar, að kona varð fyrir bíl. Var konan, sem heitir Svanborg Matthías- dóttir, Langholtsvegi 14, flutt í Slysavarðstofuna. Ekki tókst að afla fregna af meiðslum hennar í gærkvöldi. — Indland Framhald af bls. 1 hafi á þingfundi í dag, hvatt til þess, að Pakistan segi sig ur SEATO vegna „svika“ Banda- ríkjanna og Bretlands við Pak- istan. Fimm þessara þingmanna voru úr stjórnarandstöðunni en allir sex lögðu þeir áherzlu á nauðsyn þess að eiga vinsamleg tengsl við Kína. FRÁ því segir í dönskum og sænskum blöðum, að Jan Winberg, dósent í Gautaborg, hafi staðið aðL rannsóknum þeim, er leitt hafa til þess, að grunur er talinn leika á því, að lyfið postafene geti valdið vansköpun á fóstrum. Win- berg segir, að hann telji allt benda til þess, að postafene hafi valdið vansköptin í 11 tilfellum. Dósentinn hefur unnið mjög að athugunum á áhrifum thalidomids, sem reynzt hefur mikill skaðvald- ur. — Þá hefur brezka læknatíma ritið „British Medical Journ- al“ sagt frá því, að megrun- ar- og hressingarlyfið prelu- din (selt einnig undir nöfn- unum minadit og cafilon) sé talið hafa valdið vansköpun og dauða tveggja barna sömu móður. Viðbrögð í Svíþjóð við þessari tilkynningu dósents- ins urðu, eins og skýrt var frá í Mbl. á sunnudag, að bannað var að selja lyfið postafene nema gegn lyfseðli. Þá var læknum ráðlagt að gefa það ekki þunguðum kon- um. Preludin hefur ekki ver- ið selt þar nema gegn lyf- seðli. Strax og kunnugt varð um ákvörðun sænsku heilbrigð- isyfirvaldanna, ákváðu um- boðsmenn framleiðenda lyfs- ins, að innkalla það þegar í stað. um, en ekki verið neitt ofsa- veður. Ferðir Akraborgar, bæði laug- ardag og sunnudag féllu niður. Mykjunesi, 26. nóv. STÓRRIGCNINGU gerði hér á laugardag og hélzt þar til í gær. Þá breyttist veður í hvassa vest- anátt og í nótt og dag hefur geng- ið á með hvössum éljum. Leitarmennirnir, sem fyrir nokkru fóru í eftirleiit á þrem bílum lentu í miklum hrakning- um, og fundu ekki féð sem sézt hafði úr flugvél þegar flogið var yfir svæðið skömmu áður. Engu að síður komu þeir með 124 kind ur af fjalli. — Magnús. Saarínen rekinn Helsingfors, 26. nóv. I (NTB-FNB) Félagsmálaráðherra Finn- Iands Olavi Saarinen var í dag rekinn úr flokki sosíal- demokrata. Það var sænska verkalýðs- sambandið í Helsingfors, sem á fundi sínum í dag samþykkti einróma að gera Saarinen brottrækan úr flokknum, þar sem hann hefði tekið við ráð- herraembætti sínu, án þess að fá leyfi stjórnar sambands- ins til þess. Sænska verkalýðs sambandið er Helsingforsdeild Sosíaldemokrataflokksins. í Danmörku var sala á postafene þegar stöðvuð. Á- kvörðun um það var tekin af umboðsmönnum belgisku verksmiðjanna, er lyfið fram- leiða. Jafnframt hefur ver- ið tilkynnt, að dönsk heil- brigðisyfirvöld muni brátt hefja rannsókn á vansköpuð- um bömum, til að reyna að fá úr því skorið, hvað valdið hafi í hverju einstöku tilfelli. Mbl. hafði í gær tal af dr. Sigurði Sigurðssyni, og er svar hans á bls. 1. Forstjóri fyrirtækis þess í Sví- þjóð, er dreift hefur lyfinu postafene, skýrði svo frá, að lyf- ið yrði ekki sett aftur á mark- aðinn, fyrr en full vissa hefði fengizt fyrir því, að það væri óskaðsamlegt. Sömu yfirlýsingu gaf forstjóri dönsku lyfjaverksmiðjunnar, er hefur umboð fyrir framleiðend- ur þess. Jan Winberg, dósent, mun byggja niðurstöður sínar á at- hugunum á rúmlega 100 van- sköpuðum börnum, en eins og áður segir, þá telur hann sig hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að 11 þessara tilfella megi rekja til postafenes. Nokkurs vafa gætir í svörum þeirra manna, sem skandinav- isku blöðin hafa leitað til um álit á rannsóknum Winbergs. Hefur verið bent á í því sam- bandi, að Vestur-Þjóðverjar hafi framkvæmt miklar athuganir á ýmsum lyfjum, þeirra á meðal postafene, vegna thalidomid ör- kumlunar. Við þær rannsóknir mun ekkert hafa komið fram, sem benti til skaðsemdaráhrifa postafenes. f Dannmörku segir yfirlæknir Mæðrahjálparinnar, dr. Erik Rosen, að honum sé ekki kunn- ugt um eitt einasta tilfelli van- Rímnakveðskap- uráElliheimilinu ELLEFU félagsmenn úr Kvæða- mannafélaginu Iðunni, bæði karl 'ar og konur, heimsóttu Elliheim- ilið s.l. sunnudag og skemmtu heimilisfólkinu þar með kvæða- lestri og rímnakveðskap. Var þetta hin bezt skemmtun, og hef- ir vistfólkið beðið blaðið að flytja kvæðamönnunum beztu þakkir. sköpunar af völdum postafenes. Vísbendingin um að preludin hafi skaðsamleg áhrif á fóstur, hefur komið frá Englandi, eins og fyrr greinir. Brezka lækna- timaritið, sem um þetta mál fjallar, segir, að kona ein þar í landi hafi 1958 fætt vanskapað barn. Hafi hún neytt preludins á fyrstu mánuðum þungunarinnar, Ári sí8|ar hafi hún fætt barn, sem var fullkomlega eðlilegt i alla staði ,en þá hafi hún ekki neytt preludins. Hins vegar hafi svo brugðið við, er konan fæddi barn 1960, að það hafi fæðzt vanskapað, og dó það skömmu síðar eins og hitt vanskapaða barnið. Þá hafði hún einnig neytt preludins. Þar sem konan hafði verið gift áður, og þá eignazt 3 full- komlega heilbrigð börn, er grun- ur talinn leika á því, að lyfið hafi valdið vansköpuninni. Þessi grein brezka tímaritsina hefur valdið því, að sala lyfs- ins í Bretlandi hefur nú verið bönnuð nema gegn lyfseðli. Áð- ur fékkst það lyfseðilslaust. Á ftalíu hefur sala preludins einn- ig verið bönnuð, a.m.k. um stund arsakir. 1 hvorugum þessum löndum hefur verið gripið til neinna ráðstafana vegna postafenes. Læknar í París, m. a. dr. Antoine Giroud en hann er sér- fræðingur í fósturfræði, hefur beint þeim tilmælum til frönsku læknaakademíunnar, að gætt verði mikillar varkárni í deyfi- lyfjagjöfum til þungaðra kvenna. Hann segir: Við verðum að telja það hugsanlegt ,að önnur lyf geti verið skaðsamleg og valdið van- sköpun fóstra. Regntilífa- búðin 25 ára REGNHLÍFABÚÐIN í Reykja- vík á 25 ára afmæli í dag. Stofn- andi hennar og eigandi er frú Lára Siggeirs. Fyrst var búðin til húsa að Hverfisgötu 26, þá Lauga vegi 19, en er nú að Laugavegi 11. Regnhlífabúðin er eina sérverzl unin með regnhífar hér í bænum, og í sambandi við verzlunina er vinnustofa þar sem regnhlífar eru framleiddar. Verzlunin sjálf selur mest af framleiðslunni, en þó hafa aðrar verzlanir fengið þar regnhlífar til sölu og þá eink um karlmannaregnhlífar. Einnig hefir mikið verið sent út á land. Frú Lára Siggeirs hefir stjórn- að verzluninni frá upphafi, en einnig hefir Guðrún Þórðardótt- ir starfað þar allan tímann. I NA /5 hnúhr 1 / SV 50 hnútor * 1W »ú3 \7 Strúrir K Þrumur Wíz, KuUoM HihtM H Hmt | ‘■-ÁSlSJ UlVl naaegiu 1 gcci v ai wuaai þrýstibelti frá Bretlandi vestur við umhleypingum næstu daga yfir haf til Labrador, en lægð og yfirgnæfandi vestan-átt. airsvæði fyrir norðan ísland Hvassviðri í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.