Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 17
iPriöjuaagur zr. november 1962 MORCl’NBLAÐIb 17 Bjartmar Guðmundsson: Kalið í túnunum f VETURNÓTTAHUGVEKJU er tformaður Búnaðarfélags íslands, Þorsteinn Sigurðsson, á Vatns- leysu flutti í Ríkisútvarpið, á- minnti ihann bændur vel og rögg Bamlega um að viðhafa gætni og langsinni um ásetningu búfjár á þessuim haustnóttum. i Þau orð voru vel mælt og skyn samlega, þvi fjárfsekkun vegna fóðurskorts, þegar svo ber und- ir, er ekki aðeins öryggisráðstöf un, heldur einnig nokkurs kon- ar kynibótastarfsemi, svipað og kuldinn var „handlæknir Norður landa" að dómi Einars Benedikts sonar. Hver sá bóndi, er búa tkann, fargar fyrst og fremst því Jélegasta úr sfcofninum þegar hann þarf að fækka vegna skorts á fóðri. Næstliðið sumar varð heyfengur mun minni almennt en í meðalsumri og sums staðar mjög lítill. Stafar það af miklum óþurrkum um norðaust urland og austanlands og víða einnig sunnanlands. En þó er enn meira af grasbresti vegna Ikulda og þó lang mest vegna kalskemmda í túnum frá næst- liðnu vori eða vetri. Svo almennt er heyskaparbresturinn að hvergi er hey aflögu, sem miðlað verði úr einum landshluta í annan, eins og stundum hefur orðið að tojargræði áður. En hvað er þá að segja um Iþessar kalskemmdir, sem Bún- aðarfélagsformaðurinn sagði að fram hefðu komið um allt land, meira og minna, mest þó á Suð urlandi og Norðurlandi austan- verðu? Sums staðar í Þingeyjarsýslu og Múlasýslu og e.t.v. víðar eru þær svo stórfelldar að áhyggju- efni er. Eru þess dæmi að töðu fengur varð ekki nema hálfur miðað við meðalár og á stöku stað jafnvel enn minni. Hins vegar voru býli inn á milli og jafnvel hiutar byggðarlaga með óskemmd tún eða lítt skemmd. En hverju er um að kenna? Þar um spyrja menn sjálfa sig og aðra! Aður en nútíma ræktun kom til sögunnar bar sjaldan á túnkali: Þó er sumarið á eftir frostavetrinum 1917—1918 undan tekning. Nú undanfarin ár hafa kalskemmdir, eða rot í túnum (hvað eftir annað valdið stór- sköðum í ýmsum landshlutum, þó tólfunum hafi fyrst kastað sl. sumar. Sums staðar deyr ný- ræktin við h'lið gömlu túnanna, sem standa að mestu ósködduð — og langmest þær nýræktir, er gerðar eru á framræstum mýr- um. Fyrstu 2—3 árin skila þess háttar nýræktir afar miklu grasi. Síðan virðist lítið mega ábjáta, að því er snertir veðurfar, svo grassvörðurinn deyi ekki að meioa eða minna leyti. Ekki þó svo að skilja að önnur túnjörð deyi ekki einnig meira eða minna af kali eða roti. En mýrarland- ið fer fyrst og tíðast. Verst fer að sjálfsögðu sú jörð, sem er Öskjumynd Knudsens á kvöldvöku Ferðafélagsins A KVÖLDVÖKU Ferðafélagsins í kvöíld þriðjudagskvöld verður frumsýning á bráðfal- legri Öskjumynd, sem Osvaldur Knudsen tók í fyrra. Öskjugosið í fyrra var á marg *n hátt sérstakt hér á landi. Það gaf mönnum meðal annars fyrsta raunverulega tækifærið til að fylgjast með, hvernig hellu- hraun myndast. Eins og kunn- ugt, er eru hraun hér á íslandi tvenns konar, apalhraim og helluhraun. Helluhraun þessi eru aðeins þekkt hér á andi og á Hawai Fyrstu gosdagana 1 fyrra rann frá Öskju apalhraun, á sama hátt og í Heklugosinu, en aftur á móti rann helluhraun, eftir að gosið tók sig upp aftur. Ósvald Knudsen var staddur inni við Öskju. þegar gosið tók sig upp á ný, og náði þá þessari mynd, sem nú verður frumsýnd. Sýnir hún ljóslega hvernig helluhraun ið myndast úr mjög heitu og þunnt fljótandi hraunleðju. Mjög hefur verið til myndar- innar vandað, og tí r Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, inn á hana skýringar en Magnús Blöndal Jóhannsson hefur sam- ið við myndina elektroniska tón- list, sem fellur einkar vel að myndinni. Auk þessa er þetta mjög merkileg heimildarkvik- mynd, þar eð þetta er eina mynd in, sem sýnir rennsli og myndun helluhrauns hér á Islandi. Keflavík — INiágrenni Getum nú aftur sandblásið gler. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. Sandblástur & Málmhúðun Suðurgötu 26, Keflavík. Sími 1737. illa framræst eða marflöt, en því er þó ekki til að dreifa alls stað- ar. Um langan tíma hafa fræði- menn í jarðrækt og leiðbein- endur bænda haldið því mjög að bændum að mýrarnar væru bezta jörðin til túnræktar, vel framræst að sjálfsögðu. Þar væru gnægtir óræktaðra efna sem safnazt hefur í forðabúr ár frá ári og öld frá öld af jurtum >eim, er í mýrunum uxu og féllu aftur til jarðarinnar. Sjálfsagt er þetta rétt svo langt sem það nær. Algengt er nú orðið að bændur hugsa sem svo og segja hver við annan: Sjálfsagt er þetta að kenna tíðarfari, miklu frosti, blotahríð mánuðum saman yfir grasrótinni eða enn öðrum völd um höfuðskepnanna. En að öllu leyti getur þetta þó naumast verið þeim að kenna. Spyr því maður mann: Er það áburður- inn úr pokunum? Eða er það fræ ið frá útlandinu? Nokkrar athuganir voru gerð- ar á kalskemmdum norðaustan- lands sl. sumar. Fengu bændur helzt þau ráð að bera vel á. Það varð að nokkru gagni en afar dýrt. Að sjálfsögðu var það þýð ingarlaust, þar sem stórir flákar voru steindauðir. En þar sem smá skellur voru og toppar á milli, örvaði mikil áburðargjöf grasvöxt út í eyðurnar. Kalskemdirnar eru rannsókn- arefni. Fjöldi spurninga hefur vaknað upp í sambandi við þá slæmu reynslu sem er að verða of mifclum hluta af nýræktar- túnum, a.m.k. í sumum lands- hlutum. Þeim verður með engu móti svarað, sumum, nema að undangengnum jarðvegsrannsókn um og tilraunastarfsemi. Vanta ekki efni í jarðveginn, fleiri en þau sem verksmiðjuáburðurinn gefur? Eða eru of stórir skammt ar af honum hættulegir? Á þessa leið má spyrja og marga fleiri vegu. En svörin liggja ekki í lausu meðan rannsóknir í þessu efni eru ekiki lengra á leið komn ar heldur en enn þá er. Sá inikli grasvöxtur, sem góð nýrækt get ur gefið þarf og mikið til sín. Og sú nýræktartaða sem engan húsdýraáburð fær, gerist sífellt léttari og léttari 'og jafnvel svo léleg og snauð af sumum nauð- synlegum efnum að mjólkurkýr og tvílembar ær lifa naumast á henni einvörðungu og alls ekki til að skila fullum afurðum. Marg bendir fremur til að cxr- saka túnskemmdanna sé fremur að leita í þessari áttinni en hinni þeirri að grasfræið og gróandinn upp af þvi sé of óþolið til að lifa varanlega við hérlenda stað- hætti, þó sýnilegt sé að vísu að einstaka sáðgrastegundir eru mis munandi þolnar og lífseigar. Kalið í sumar hefur valdið fjölda bænda stórtjóni og orðið áfall fyrir þá glæsilegu fram- vindu í búskapnum, sem orðið hefur með nýræktinni hin síð- ustu ár. Og orsakir þess meins þurfa að finnast umfram allt. Án þess verður það ekki læknað eða fyrirbyggð samskonar áföll í framtíðinni. En að því er snertir líðandi stund er þess að geta að nauð- synlegt er að aðstoða marga þá bændur, er verst hafa orðið úti með sem allra hagstæðustum lánum úr bjargráðasjóði. 11. nóv. 1962. Bjartmar Guðmundsson. Engin fyrirhöfn-Ekkert erfiði FITUBLETTIR HVERFA 8EM DÖGG FYRIR SÓLU Diskar yðar, glös og boröbúnaður verður tandurhrelnn og gljáandi. ENGIN ÞÖRF Á SKOLUNl Hvergi blettur-— hvergi nein óhreinindi. Öviðjafnanlegt uppþvottaefni LXJXLIQUID er drjúgt-aðeins fáeinir dropar úr plastflöskunni nœgjatilað fullkomna upppvottinn. Fáeinír dropar af LUX-LEGI og uppþvotturinn er búinn X-L.L 2/lC M4S-S0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.