Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 8
MORGINBT ifílb í>riðjudagur 27. nóvember 1962 Bústofns- og framieíðslu- aukning í landbúnaðinum Tala jarða 5261, meðalahöfn 16 kugildi Á FUNDI neðri ðeildar Alþingis 5 g®er g>erði Ingóliur Jónsson lanðbúnaðarráðherra grein fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar þess lefnis, að nokkuð séu hækkuð framiög til nýbýla, er orðið hafa aftur úr um ræktun. Frumvarp- inu var vísað til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar. •* • 10 ha í stað 5 ha í 1. grein frumvarpsins kvað ráðlherrann gert ráS fyrir, að framlög til nýbýla verði hækkuð um 650 þús. kr., úr 6,5 millj. í 7,15 millj. Gert er ráð fyrir, að Ihækkunin nái til 44 býla, með því að hún nemi * um 15 þús. kr. á hvent býli í ræktun. f»á er ög gert ráð fyr- lir í 2. gr. að í stað þess að miða við 10 ha eins og gert var með lögum frá 1957, skuli mið- að við 15 ha og að þær jarðir, sem ebki hafa ræktun upp að 15 ha, njóti þeirra hlunninda, sem lögin segja fyrir um. Þann- ig hækiki iramlag til þessara jarða úr 6 millj. í 7,6 millj. eða um 1,6 millj. Alls nemur því hækkunin samkv. frumvarpinu 2,25 millj. Þá hefur samkvæmt 64. gr. laganna verið veittur styrkur til bygginga, ekki aðeins á nýbýl- um heldur og á jörðum, sem Ihafa léleg í'búðarhús. Hefur hann numið allt að 40 þús. kr., en nú er gert ráð fyrir, að hann „ geti numið allt að 55 þús. kr. og er hann óafturkræfur. • Hefur ýtt undir ræktun á smærri jörðum. Landbúnaðarráðherra kvað engan vafa á, að lögin frá 1946 um, að hærri styrkur skyldi veitt ur til þeirra jarða, er tún höfðu undir fyrst 5 ha og síðar 10 ha, hefðu mjög ýtt undir ræktun á hinum smærri býlum. Við þessa ráðstöfun hefur það áunnizt, að um 1000 jarðir, sem voru með tún innan við 10 hekt- ara, hafa náð þessari og meiri túnstærð fyrir árslok 1961, og 1387 jarðir, sem áður voru með túnstærð undir 5 hekturum, eru þá með túnstærð frá 5,1 hektara til 9,99 hektara. 438 jarðir eru með 2,5 til 5,0 hektara túnstærð. Þessum jörðum hefur þokað hægt í átt til aukinnar ræktunar, en reynslan sýnir að eftir því sem túnin stækka og búin samhliða aukast, vex getan til stærrr rækt- unarátaka árlega. Loks eru 198 jarðir með minni tún en 2,5 hekt- ara, og eru það yfirleitt persónu- legar ástæður, sem því valda. Þarf ekki að gera ráð fyrir auk- inni ræktun á þeim jörðum að óbreyttri ábúð. • Túnstærðin 79795 ha. Kvað ráðherrann von sína, að frumvarpið ýtti undir ræktun- ina á hinum smærri býlum og hjálpaði nokkuð til við nýbýlin vegna ákvæðisins um 15 ha auk hins hækkaða styrks til bygg- inga. Ánægjulegt væri að vita, að ræktunin hefur aukizt jafnt og þétt á undanförnum árum, svo að í árslok 1961 nam tún- stærðin 79795 ha. En vitað er, að töluvert á annað kýrfóður kemur af hverjum ha og því augljóst, að bændur landsins fóðra annan fénað að mestu leyti á töðu, þar sem kúafjöldinn var í ánslok 1961 38167. En ræktun aríramkvæmdir s.l. 5 ár hafa verið sem hér segir: 1957 3339 ha, 1958 3511 ha, 1959 3855 ha, 1960 4444 ha (þar af 400—450 ha kornakrar) og 1961 um 4000 ha. Þá hefur meðaláhöfn búa aukizt sem hér segir: Ár Tala jarða Meðal- áihöfn kúgildi 1955—1956 .... 5175 13.8 1957—1958 .... 5168 14.9 1958—1959 .... 5078 15.0 1959—1960 .... 5159 15.2 1960—1961 .... 5261 16.2 • Búpeningnum hefur fjölgað. I samræmi við hina auknu ræktun hefur búpeningnum fjölg að sem hér segir: Kúafjöldi var í árslok 1958 32960 fcýr, í árs- lok 1959 33128 kýr, í árslok 1960 34265 kýr og í árslok 1961 38167 kýr. Hafa svo mjólikurafurðir auk izt sem þessu nemur og má í árbók landbúnaðarins finna upp 'lýsingar um, að í stað þess að íslendingar flytji inn smjör eins og gert var 1959 eru nú miklar birgðir bæði af osti og smjöri, enda þótt salan hafi einnig auk- izt innan lands. Kvað ráðherrann ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um frum- varpið að svo stöddu. Vitanlega væri nauðsynlegt að boma hér á móti hinum aukna ræfctunar- kostnaði, sérstaklega hjá þeim, sem eru að hefja búskap og hin- um, sem enn hafa litla ræktun. Enda kvaðst ráðlherrann búast við, að er þessu marki væri náð, að engin jörð hafi minna en 15 ha, verði markið fært enn hærra eða í 20 ha. • Gott, svo langt sem það nær. Eysteinn Jónsson (F) kvaðst fylgjandi frumvarpinu, enda væri það gott, svo langt sem það næði. Hins vegar þyrfti að stíga mifclu lengra spor og endur- skoða allt kerf- ið, er framlög til bygginga og ræktunar í sveit um er byggt á, einfcum vegna hinnar auknu dýrtíðar. Þá varpaði hann fram þeirri fyrirspurn, hvað liði frumvarpi um endurskoðun rækt unarlaga og hvort það væri vænt anlegt á þinginu. • Nemur um 50% byggingar- kostnaðar. Ingólfur Jónsson lándbúnaðar- ráðherra benti á, að samkvæmt þessu frumvarpi næmi óaftur- (kræfur styrkur til nýbýla og eldri býla, er illa eru húsuð, frá 50—55 þús. kr. lón stofn- lánadeildarinnar 150 þús. kr. eða um 200 þús. kr. En sé gert ráð fyrir, að Ibúðarhús í sveit kosti um 400 þús. kr., þá nemur það samtals um 50% byggingarkostn- aðar, en hins vegar námu lán til Ibúðarbygginga í sveitum ekki nema 75 þús. í tíð vinstri stjóm- arinnar 1957 og 1958 eða um 30%. Varðandi fyrirspurnina gaf róðherrann þær yfirlýsingar, að nefnd skipuð af Búnaðarþingi hefði samið frumvarp um endur- sboðun ræktunarlaga. Frumvarp þetta hefði verið sent landbún- aðarráðuneytinu og væri nú i athugun hjé stjómskipaðri nefnd, en í henni eiga sæti Pétur Gunn- arsson tilraunastj. form., Krist- ján Karlsson og Birgir Finnsson. Kvaðst ráðherrann bxéflega hafa óskað eftir því, að endurskoðun- inni yrði hraðað sem unnt yrði, en hins vegar gæti hann ekki fullyrt um, hvort auðnast mætti að leggja frumvarpið fyrir þetta þing eða ekki. IMorður yfir Vatnajökul Frdsögn af fyrstu förinni, sem farin var yfir Vatnajökul þveran KOMIN er út í íslenzkri þýð- ingu Jóns Eyþórssonar ferðabók Williams Lord Watts, „Across The Vatna Jökull or Scenes in Iceland“. í förmála segir Jón m.a.: í þessari bók segir frá fyrstu för, sem með fullri vissu hefur farin verið, yfir Vatna- jökul þveran. Þetta gerðist árið 1875, er full þúsund ár töldust liðin frá upphafi íslands byggð- ar ! Þá gerir Jón nokkra grein fyrir höfundi bókarinnar, sem var brezkur laganemi, Og lézt tveimur árum eftir för þessa að- eins 26 ára gamall. Watts hafði komið til íslands tvisvar áður en hann fór yfir Vatnajökul í fylgd fimm íslend inga, en fyrir þeim var Páll Páls son, er síðar var nefndur jökull. Þorvaldur Thoroddsen getur Watts í Ferðaibók sinni. Segir þar m.a.: „Á öllu ferðalagi sínu sýndi Watts frábæran dugnað og þrek, og ferðasaga hans er mjög skemmtilega skrifuð. Hann hefur óvanalega vel kynnt sér siði og háttu íslendinga og ber þeim vel söguna.“ „1 síðustu för sinni (þ.e.a.s. Vatnajökulsförinni) fékk Watt mikil erfiðislaun," segir Jón Eyiþórsson, „Hann komst yfir Vatnajökul, varð sjónarvottur að Öskjugösi og eldgosum á Mý- vatnsöræfum. Hann gekk upp á fjallið austan Öskjuvatns og mun hafa komið fram á gígbrún ina nálægt 1381-metra fellinu. Mætti það vel þera nafnið Vatt- arfell. Einnig gekk hann fyrstuir manna á Trölladyngju." Sjálfur segir Watts í bréfi, sem hann skrifar ritstjóra Þjóðólfs, Matthíasi Jochiunssyni, 1. sept. 1875. „Með ánægju' tek ég penn- ann til þess að efna orð mitt og gefa yður stutta skýrslu um ferð vora yfir Vatnajökul. Þar sem ég segi vora, en ekki mína, þá mæli ég af heilum hug....... því að ég tala um mína fimm íslenzku félaga eins og sjálfan mig. — Því bið ég alla að gæta þess, að hvernig sem þeir meta för vora, bar mér ekki meiri orðstír en þeim, hinum hraustu drengjum, sem fylgdu mér og reyndu með mér háska og mannraunir." Bókin nefnist á íslenzku „Morð uir yfir Vatnajökul eða Um ókunna stigu á íslandi". Hún er prýdd mörgum teikningum. Út- gefandi er Bókfellsútgáfan h.f. Kommúnistar bera stjórnskipi:- lega ábyrgð á dvöl varnarliðsins Frá lögreglunni í Hafnarfirði KRIRKJUGARÐSVÖRÐURINN í Hafnarfirði tilkynnti lögreglunni þar 22. þ. m. að horfið hefðu úr garðinum tvær hjólbörur. Lýsti hann þeim þannig að þær væru gráar að lit með gulum kjálkum og á gúmmíhjólum. Á öðrum bör- unum var annar kjálkinn nýr, ómálaður úr beyki. Lögreglan í Hafnarfirði óskar þess, að ef ein- hver verður var við börurnar verði henni gert viðvart. SIGFÚS GUNNLAUGSSON CAND. OECON. Lögg. skjalaþ. og dómt. i ensku. Bogahlíð 26 — Sími’ 32726. Á FUNDI efri deil ’ar Alþingis í gær gerði Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra grein fyrir frumvarpi ríkisstjómarinnar um almiannavarnir, en það hafði áður hlotið samþykki neðri deildar. En með frumvarpi þessu er ætlazt til, að ríikið' taki að sér meiri forystu í þessum efn- um en hinigað tii og þá einnig ríkari þátt í kostnaði en verið hefur. Alfreð Gíslason (K) kvað veigamestu breytinguna fólgna í því, að með frv. væri frum- kvæðið tekið af sveitarstjórnun- um, sem hann taldi hæpið, þar sem álögur á þær væru auknar. Engin reýnsla væri heldur komin á gagnsemi ráðstafananna og væru menn ekki á einu um þær. Á s.l. þingi hefði frumvarp þetta verið lagt fram, en þá ekki virzt mikið á liggja, þar sem frumvarpinu hefði aftur verið vísað til ríkisstjórnarinn- ar. Hefði enda lengst af lít'l áhugi verið hjá ríkisstjórninni um almannavarnir, en þó vakn- að á haustinu 1961 og kvað al'þingismaðurinn það athyglis- vert, þar sem einmitt á sama tíma hefði hlið- stæður áhugi vaknað hjá Bandaríkja stjórn og væri það athyglisvert, þar sem ekki virtist meiri ófriðarhætta 1961 en verið hafði undanfarin ár. Loks kvað hann raunhæfasta ráðið að leggja niður varnar- stöðvarnar í Keflavík og verja fjármunum þeim, er hér er ætl- að til almannavarna, til efling- ar friðarins á alþjóðavettvangi. Bjarni Benediktsson dómsmáia ráðherra, sagði m.a., aö þótt AG hefði farið mjög víða, hefði hann furðulítið um það sagt, hvort hann væri með eða móti frum- varpinu eða hvort hann ætlaði að sitja hjá, eins og flokksbræð- ur hans í neðri deild. í fyrri hluta ræðu sinnar hefði hann ásakað ríkisstjórnina fyrir það, hve aðgeirðalítil hún hefði verið í þessum málum fram til haustsins 1901, en síðan komið með ýmsar skýr ingar á hvötum ríkisst j órnarinn- ar til að breyta þá til og hefja þann undirfoún- ing, sem leiddi til þessa frum- varps. Kvaðst ráðherrann þó hyggja, að eng- inn gæti neitað því, að þeir at- burðir gerðust haustið 1961, er færðu vitundina um hættu af nýrri stórstyrjöld miklu nær íslendingum en oft áður. Óþarft væri að rifja upp, hvilík áhrif k j arnorkutilraunasprengingar Rússa í Norðurhöfum höfðu í þeim efnum. Gerði almannavarnir tortryggilegar. Kvaðst ráðherrann því ætla, að AG hefði veitt áreiðanlegri upplýsingar, ef hann hefði látið veira getgátur um hvatir annarra en hins vegar gert nánari grein fyrir sinni eigin afstöðu í málinu fyrr og síðar og þeim hvötum, sem eru henni til skýringar. Staðreynd sé, að AG hefur fyrr og síðar beitt áhrifum sínum í bæjarstjórn Reykjavíkur til að gera þar tortryggilagar þær ráðstafanir, sem af bæjarstjórn- arinnar hálfu voru hafðar uppi til almannavarna. Þá hefur ihann einnig átt þátt í tilraunum til að fá numdar burtu allar fjárveitingar í þessu skyni og haldið uppi látlausum árásum á loftvarnanefnd og yfirvald borgarinnar fyrir það, að gera þær ráðstafanir, ':m að vísu voru ekki mjög víðtækar, en gátu þó komið að verulegu gagni, ef í harðbakka hefði sleg ið. Við þurfum heldur ekki að fara út fyrir Alþingi til þess að rifja upp, að AG átti sinn þátt í því, að Alþingi felldi á vinstri stjórnarárunum niður alla fjárveitingu úr fjárlögum til almannavarna og var það þó beinlínis gegn gildandi ákvæð- um laga, og eins og ég gat um i ræðu minni áðan, mjög hæpið, að Aliþingi gæti. án þess að fella, loftvarnarlögin úr gildi, þannig skotið sér nú undan skuldbind- ingum gagnvart sveitarsjóðum, sem það hafði tekið á sig og ríkissjóðinn með heimild í gild- andi lögum. Og kvað ráðherrann sér nær að halda, að það hafi einmitt verið Alþýðubandalagið, er beytti sér fyrir, að meirihlut- inn fóir þannig að. Af eða á. Loks tók ráðherrann fram, að AG gæti ekki fært sér til af- sökunar, að stríðshættan hafi verið minni þá en bæði á undan og eftir, vegna þess, að þessi þingmaður og umboðsmenn hana í ríkisstjórn tóku beinlínis á sig dvöl varnarliðsins í landinu haustið 1956, þar sem þeir töldu ófrirðarhættuna þá svo mikla. Og að svo miklu leyti sem AG telur, að hættan stafi fyrst Og fremst og eingöngu af því, að erlent herlið sé í landinu, þá hlýtur hann að vera spurður, hvers vegna hann beitti ekki sín um áhrifum, meðan hann hafði þau á stjórn landsins. Hann Og flokksbræður hans tóku á sig stjórnskipulega ábyrgð á dvöl varnarliðsins og hreyfðu þvl ekki á þinglegan hátt, fyrr en þeir voru farnir úr ríkisstjórn, þeirra áhrif voru úr sögunni. En fyrst og fremst ber þing manninum þó að skýra frá því, hvort hann sé með frum- varpinu eða móti því, sagði ráðherrann. Hvort hann sé með almannavörnum eða móti þeim. Ef hann telur þær hé* gómann einberan, á hann ekki að ávíta ríkisstjórnina fyrir aðgerðarleysi i þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.