Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 1
24 síður grúfir yfir Englandi Banvæn þoka Adenauer aflýsir fundi með Sdsíaldemókrðtum Allt ■ óvissu um lausn stjórnarkreppunnar Bonn 5. des. (NTB) • I dag héldu Kristilegir demó- kratar og Sósialdemókratar á- fram viðræðum sínum um stjórn armyniilun í V-Þýzkalandi. • Fyrr um dagfnn höfðu Sósíal- demókratar rætt stjórnarmynd- un við Frjálsa demókrata og enn er því allt í óvissu um lausn stjórnarkreppunnar í Þýzkalandi. • Haft var eftir áreiðanlegum heimildum innan flokksstjórnar Sósíaldemókrata, að flokkurinn kref jist þess, að Adenauer kanzl- Sakaður um 90 þús. | morðum Bonn, 5. des. — NTB. Talsmaður v-þýzka utanrikis ráðuneytisins skýrði frá því í dag, að maður að nafni Walter Rauf hefði verið handtekinn í Chile. Er hann sakaður um að hafa átt þátt í morðum 90 þús. Gyðinga. Talið er aS Rauf hafi starf að með Adolf Eichmann í að alstöðvum SS í Berlín á ár- um síðari heimsstyrjaldarinn ar. V-þýzka stjórnin hefur far ið þess á leit við stjórn Chile að hún framselji Rauf. Talið er að Rauf hafi átt mikinn þátt í byggingu færan legra gasklefa, sem notaðir voru til morða á Gyðingum á stríðáirunum. ari segi af sér þegar í stað, ef Sósíaldemókratar mynda stjóm með Kristilegum demó- krötum. Þegar fundi þessara tveggja flokka lauk í dag, var boðaður annar á morgun, en í kvöld af- lýsti Adenauer kanzlari þeim fundi. Þegar Erich Ollenhauer, formanni Sósíaldemókrata barst þessi ákvörðun kanzlarans til eyrna, skrifaði hann honum bréf og fór fram á að funduriim yrði haldinn eins og upphaflega var ákveðið. Áður en viðræður Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata hófust í dag, fór fram atkvæða- greiðsla innan þingflokks Sósíal- demókrata um það hvort halda ætti viðræðunum áfram. Var það samþykkt með 174 atkvæðum gegn 12, en 4 sátu hjá. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum innan Sósíaldemókrata- flokksins hafði verið samþykkt á fundi flokksins, að öl- mikil- væg mál yrðu tekin til umræðu á fundinum með Kristilegum demókrötum, þar á meðal yrði rætt um það, að Adenauer segði af sér. Eftir að Kristilegir demókrat- ar og Sósíaldómókratar höfðu ræðzt við í dag sagði talsmaður hinna fyrrnefndu, að flokkurinn hefði farið fram á, að ekki yrði rætt um það á fundinum að Ad- enauer segði af sér. Sagði tals- maðurinn að endurtekin hefði verið yfirlýsing Adenauers þess efnis, að hann ætlaði að segja af gærmongun kvifcnaði í heyhlöðunni á Saltvík á Kjal arnesi og urðu allmiklar skemmdir á heyi og útihúsum Tófcst ekki að ráða niðurlög- um eldsins fyrr en undir kvöld og var hafður vörður um hlöð una fram eftir nóttu. — Með- fylgjandi mynd tók MM. Sv. Þ. um hádegisbii gær, þegar slökkviliðsmennim ir rjúfa gat á þak göimlu heyhlöðunni í Saltvík á Kjal- nýju hUöðunnar. Frásögn og myndir af brunanum er á bls. 3. sér það snemma að eftirmaður hans fengi nægan tíma til þess að búa sig undir kosningarnar 1965. Eins og fyrr segir ræddust Sósíaldemókratar og Frjálsir demókratar einnig við í dag. Þeir flokkar hafa samanlagt 2ö7 af 499 þingmönnum v-þýzka þingsins, en Kristilegir demó- kratar hafa 242 þingmenn. Eftir viðræðurnar við fulltrúa Sósíaldemókrata — Willy Brandt, borgarstjóra V-Berlínar, Fritz Erler og Erwin Sohoettle — sagði Eridh Mende, formaður Frjálsra demókrata, að fulltrúar flokk- anna hefðu skipzt á upplýsing- um, en engar tillögur hefðu kom ið fram á fundinum. Mende sagði, að viðræðunum yrði hald- ið áfram. Nehru lofar hugrekki íbúa NA.-héraðanna Hann kom til Tezpur í gær London, París, 5. des. (NTB-AP) BANVÆNT sambland þoku og reyks hélt London í helj- argreipum í dag. Þokan, sem er mjög þétt, blandast eitur- efnum úr óteljandi reykháf- um. 1952, fyrir rúmlega 10 ár- um, varð slík þoka 4 þúsund mönnum að hana í Englandi. Þokan lagðist yfir London og ýmsa aðra staði í Englandi sl. már.udag og telja veður- fræðingar, að henni muni ekki létta fyrr en á föstudag. Frá því á þriðjudagsmorgun hafa 60 menn látizt í Eng- landi af völdum þokunnar og talsmaður veðurstofunnar skýrði frá því, að hún væri nú eins eitruð og hún var 1952, þó að hún hefði ekki staðið í eins marga daga. Allar flugsamgöngur við Lon- don, Birmingham, Liverpool og Manchester hafa legið niðri frá því á mánudag. í London sér varla út úr augum og hafa 13 menn verið lagðir í sjúkrahús vegna umferðarslysa. Heilbrigðis yfirvöld í London hafa skorað á alla roskna menn og þá, sem þjást af hjarta- og lungnasjúk- dómum, að halda sig innan húss. Miklar biðraðir eru við lyfja- verzlanir, en þar getur fólk fengið grímur til varnar eitur- loftinu Eru þær úr hvítri grisju, en eftir að þær hafa verið born- ar nokkrar klukkustundir utan húss, eru þær orðnar svartar. Mikil þoka grúfði einnig yfir norðurhluta meginlands Evrópu og hlutum Bandaríkjanna í dag. Talið er, að um 60 manns hafi særzt alvarlega eða látið lífið í umferðarslysum af hennar völd- um utan Englands. í ósló og Kaupmannahöfn hafa engar flugvélar getað lent í dag vegna þokunnar og hún hefur valdið truflunum á sigl- dngum við vesturströnd Svíþjóð- ar. Á meginlandi Evrópu er Framhald á bls. 2. Nýju Dehli, Tezpur, Tokyo, 5. des. — NTB—AP. Nehru forsætisráðherra Indlands flaug í dag til norðausturlanda- mærahéraða landsins til þess að ræða við yfirmenn indverska hers ins þar og þá hermenn, sem bar- izt hafa við Kínverja á þessum vígstöðvum. Einnig mun Neliru ætla að fylgj ast með því hvort Kínverjar halda áætlunum um brottflutning herja sinna á þessu svæði og ræða við 64 særða stríðsfanga, sem Kínverjar létu lausa við Bomdi La í dag. Voru sveitir Rauða krossins sendar til Bomdi La til þess að sækja fangana. Nehru flaug frá Nýju Dehli til Guahati í Assam. Þar talaði hann á fjöldafundi og sagði, að íbúar norðausturhéraðanna hefðu sýnt lofsvert hugrekki andspænis ógn unum Kínverja. Frá Guahati hélt forsætisráðhea'rann til Tezpur, sem fyrir skömmu var ógnað af innrás Kínverja. Fyrst ræddi Nehru við yfirmenn hersins í Tezpur og síðar sagði hann Framhald á bls. 2. Tilraunin mistókst í VIÐTALI við Morgun- blaðið um miðjan nóvem- ber sl. sagði brezki kafar- inn Peter Small frá vænt- anlegri tilraun sinni til að hnekkja heimsmetinu í köfun. Tilraunin til þess var gerð undan ströndum Kall- fomíu sl. mánudag, en hún fór á annan veg, en til var ætlazt. Small fórst, og ann- ar félagi hans, brezkur, sem ætlaði að koma hon- um til hjálpar. — Sjá nán- ar á 10. síðu. Peter Small.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.