Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 12
12 MORCÍJNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. des. 1962 Utgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefónsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aigreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. EIRÍKUR KRISTÓFERSSON F*áir menn munu njóta al- mennari virðingar og vin- sælda að afloknu ábyrgðar- miklu ævistarfi en Eiríkur Kristófersson, skipherra. Það er heldur ekki að ástæðu- lausu, sem íslendingar þakka þessum manni, því að í land- helgisdeilunni við Breta kom hann fram af slíkri stillingu og festu, að fyrir hans verk og annarra þeirra, sem störf- uðu í landhelgisgæzlunni, varð frá upphafi ljóst, að leik- ur Breta mundi verða þeim erfiður og ekki endast þeim til sigurs. Ef einn árekstur hefði þá orðið, sem kostað hefði mannslíf, hefði verið ógjör- legt að sjá fyrir enda þess atviks. Það hefði getað leitt til nýrra árekstra og upp- þota, sem hæglega hefðu get- að orðið þess valdandi, að menn hefðu krafizt stjórn- málaslita við Breta, úrsagnar okkar úr Atlantshafsbanda- laginu, einangrunar meðal vestrænna þjóða og ef til vill annars verra, því að raddir heyrðust um það að biðja um rússneska „vernd“. Það er ekkert launungar- mál, að í landhelgisdeilunni töldu kommúnistar, að þær aðstæður gætu skapazt, að hér yrði hægt að koma á byltingu. Þeir miðuðu allar aðgerðir sínar við það að tor- velda friðsamlega lausn máls ins og haga aðgerðum þann- ig að leiddi til sem mestra átaka. Opinberlega hafa þeir að vísu ekki játað þessi á- form sín, en hver meðal- greindur maður, sem eitt- hvað hefur kynnt sér starfs- aðferðir kommúnista erlend- is og hérlendis, getur þó gert sér ljósa grein fyrir tilgangi þeirra. í gser getur sá ritstjóri kommúnistablaðsins, sem sýknt og heilagt boðar það, að íslendingum eigi að búa sömu örlög og Kúbubúum, þó ekki á sér setið. Hann ræðst að Eiríki Kristóferssyni fyrir það að hafa afstýrt vandræð- um í landhelgisdeilunni. Með hliðsjón af vonum þeim, sem 'kommúnistar bundu við þau átök, þá er þessi árás á Eirík Kristófersson skiljanleg. Ef kommúnisti hefði verið í hans siöðu eða einhver ofstopa- maður, kynni svo að hafa farið að íslendingar byggju nú við sælu „kúbansks“ stjómarfars. Þessi árás kommúnista á Eirík Kristófersson undir- strikar þjóðhollustu hans og afrek þau, sem hann vann. Án kommúnískrar árásar hefði það varla verið talið sannað, að hann hefði unnið stórvirki, því að þá fyrst er það ljóst, að um þjóðhollan afreksmann sé að ræða, þeg- ar kommúnistar ráðast að honum. ENDURSKOÐUN TOLLSKRÁR- INNAR ¥ tilefni af hinum skipu- •*■ lögðu verzlunarferðum til útlanda hefur mönnum orðið tíðrætt um innflutnings- og tollamál. Eins og kunnugt er voru tollar á margháttuðum varn- ingi, einkum þeim, sem smyglað hafði verið til lands- ins eða menn keyptu á ferða- lögum sínum erlendis, lækk- aðir stórlega í fyrra. Engu að síður er talsverður verð- munur á þessum vörum í sumurn nágrannalandanna og einkum *er verðlag einna lægst í Bretlandi. Með an svo háttar verður ætíð erfitt að stemma stigu við kaupum þessara vara utan- lands. Enda þótt ekki sé hægt að amast við því, að menn kaupi eitthvað til eigin nota á ferða lögum sínum erlendis, er hitt ljóst ,að gjörsamlega er úti- lokað að láta það viðgangast, að menn geti auglýst ferðalög í þeim tilgangi einum að koma varningi fram hjá tolli. Ef slíkt væri liðið, hlyti líka virðingunni fyrir öðrum lögum en tollalögum að vera hætt. Tollskráin er nú í endur- skoðun, eins og kunnugt er, og gert er ráð fyrir að það þing, sem nú situr, afgreiði ný tollalög. Er þar enn gert ráð fyrir tollalækkunum og samræmingu tolla. Er það vel farið, því að sannleikurinn er sá, að svo óhóflegir tollar, sem hér hafa tíðkazt, bjóða lögbrotunum heim, og þar að auki geta þeir beinlínis unn- ið gegn tilgangi sínum. Þeir geta rýrt tekjur ríkissjóðs í stað þess að tryggja þær, og þeir geta leitt til meiri gjald- eyriseyðslu, því að há álagn- ing er greidd erlendis, þegar vörur eru keyptar x smásölu. Um síðustu mánaðamót lét bandaríska kjarnorkumála- nefndin gera tilraun með kjarnorkusprengju neðanjarð- ar á Nevada-eyðimörkinni. — Tilgangur tilraunarinnar var að kanna á hvern hátt nota má kjarnorku við hafnargerð, námugröft, byggingu skipa- skurða o. íl. — Sprengd var kjarnorkusprengja um 200 m fyrir neðan yfirborðið og var sprengiorka hennar sú sama og í 100 þúsund lestum af TNT sprengiefni. Þremur sekúndum eftir sprenginguna reis upp fjall yfir sprengjunni, og var það um 100 metra hátt og 200 m í þvermál. Svo hvarf fjallið, en eftir varð 100 metra djúpur gígur, 365 metra í þvermál. Á efri myndinni sést fjallið, en á þeirri neðri gígurinn. Sir Winston Churchill 88 ára síðastliðinn og streymdu þá til hans sím- skeyti og heillaóskir alls ar að úr heiminum. — Mynd þessi var tekin á inn fyrir framan heimili Churchills við Hyde Park Gate í London. Stúkan Framsókn 40 ára STÚKAN Framsókn nr. 187 á Siglufirði átti 40 ára starfsafmæli laugardaginn 10/11 sl. Stúkan var stofnuð 10. nóv. 1922 og voru stofnfélagar 30 að tölu. Hefir stúk an starfað næstum óslitið síðan. Hún hefir um áratugaskeið rekið Gesta- og sjómannaheimili Siglu fjarðar, en það hefir annazt fyrir greiðslu sjómanna á sumrum jafnan verið mjög mikið sótt. — Þá hafði stúlkan á sínum tíma forgöngu um leikstarf í bænum og á vegum hennar voru margir sjónleikir sýndir. Stúkan hefir gefið út blaðið „Regin“ um margra ára skeið, ritstjóri þess er Jóhann Þorvaldsson kennari. Félagar stúkunnar eru nú 233. Stúkan minntist þessa afmælis með hófi í Sjómannaheimilinu sl. laugardag. Árni Jónasson umboðs maður Stórtemplars stýrði hófinu og rakti í fáum dráttum tildrögin að stofnun stúkunnar og gat um margháttuð störf hennar. Hlöðver Sigurðss. skólastjóri ræddi um Góðteplararegluna á íslandi. Sr. Ragnar Fjaíar Lárusson sóknar- prestur ávarpaði hina yngri fé- laga og bað þá vel að halda heit það, þeir hefðu unnið við inn- göngu í stúkuna. Auk þessa voru ýmiss skemmtiatriði, söngur og dans. Heiðursfélagar stúkunnar eru Andrés Hafliðason, Þóra Jónsd. og Guðrún Jóns. — Stefán. AÐ FALSA SÖGUNA IT’ins og alkunna er falsa " kommúnistar ætíð sög- una. Þeir þurfa meira að segja að skipta um blöð í bók- um og heilu útgáfurnar til þess að hagræða frásögnum af mönnum og málefnum, eft ir því hver ofan á er hverju sinni. Fram að þessu hafa þeir verið einir um þessa iðju. En einnig á þessu sviði virðast þeir nú vera að eign- ast bandamenn hér á íslandi. Þannig segir Tíminn í gær, þegar hann birtir grein um falsanir á ummælum Aka Jakobssonar varðandi dóms- málaráðherrann í Nýsköpun- arstjórninni, sem Áki hefur mótmælt: „Nútíðin lætur það ganga til framtíðarinnar á spjöldum sögtmnar.“ Morgunblaðið getur að vísu fullyrt, að enginn söguritari muni láta sér til hugar koma að styðjast við fréttafölsun- arblaðið Tímann, nema þá að sú ógæfa eigi eftir að henda, að saga landsins verði skrif- uð á kommúnistískan hátt. En hitt er vissulega hryggi- legt, að einnig þennan þátt í bardagaaðferðum kommún- ista skuli Framsóknarmenn nú taka upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.