Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. des. 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 3 UM 11 LEYTIÐ í gærmorgun varð eldur laus í hlöðunni í Saltvík á Kjalamesi. í hlöð- unni voru um 2500 hestar af heyi og gereyðilagðist allt hey, sem var í eldri hluta henn ar. Áfast við hlöðuna var f jós með 56 kúm og tókst að bjarga kúnum á síðustu stundu. Mikl ar brunaskemmdir urðu á hlöðunni en tiltölulega minni á fjósi. Eigandi Saltvíkur er Stefán Thorarensen, lyfsali. í Saltvík búa Páll Hendze, færeyskur ráðsmaður, ásamt 56 kúm naumlega bjargað - mikið hey eyðilagðist - útihús skemmdust Þyrlan tekur sig á loft. þýzkri konu sinni, Carmen, og sjö börnum; ennfremur fær- eyskur fjósamaður, Hjarnar Beck að nafni. íbúðarhúsið stendur skammt frá útihúsun um, en var í engri eldshættu. Þegar eidsins varð vart, voru slökkviliðin í Reykjavík og á Álafossi kvödd á vett- vang. Slökkvilið Álafoss kom tíu mínútur fyrir tólf á stað- inn og stundarfjórðungi síðar renndu tveir brunaliðsbílar frá Reykjavík í hlað. Var eld- urinn töluvert magnaður í gömlu hlöðunni og mikinn reyk lagði upp um þak og út um lúgur. Talið er að eldurinn hafi átt upptök sín vegna ofhitunar neðst í hlöðunni. Súgþurrkun er í hlöðunni í Saltvík og lá stokkurinn bæði eftir eldri og nýrri hluta hennar. Vitað var að eldurinn lá í stokknum og viðbúið að hann mundi læsa sig í nýju hlöðuna, sem hann og gerði, þegar leið á daginn. Brauzt hann í gegnum gaflinn í einu horninu og olli þar nokkrum spjöllum, áður en tókst að slökkva hann. Annar heyhlöðubruninn í sveitinni. Þegíir blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins komu á vettvang rétt fyrir háif eitt var björgunairstarfið í ai- gleymingi. Bændur og búa- lið frá nærliggjandi bæjum höfðu streymt að til hjálpar og hundarnir létu sig ekki vanta. Þetta er í annað sinn á þessu hausti, sem kviknar í heyhlöðu í sveitinni. Ekki alls fyrir löngu brann hlaðan á Sjávar- hólum og hlauzt af mikið tjón. Búið var að leysa kýrnar og þææ komnar út á hlað. Gekk erfiðlega að leysa þær út vegna þess hve mikill reykur var í fjósinu. Við það tækifæri skarst bóndinn frá Móum á hendi og var flutur í slysa- varðstofuna. Slökkvistarfið gekk fremur erfiðlega. Ekki var vitað hvar eldurinn leyndist í áðumefnd um súgþurrkunarstokk og því erfitt um vik. Sjór var notað- Þrir hinna vösku sjálfboða- liða, sem börðust við eldinn. Þeir eru holdvotir eins og allir þeir, sem nálægt slökkvi- starfinu komu. ur til slökkvistarfsins og þurfti að dæla honum um 200 metra vegalengd. Sjórinn í Faxaflóa gerði slökkvimönnum og þann grikk að fjara undan slöng- unum við og við; ennfremur komst sjór í benzíngeymi þann, sem knúði dæluna og stöðvaðist hún um tíma. Við tókum ráðsmanninn, Pál Hendze tali og sagði hann, að fyrir nokkru hefði hann veitt því eftirtekt að heyið var farið að hitna. Hefði hann þá sett súgþurrkunina í gang til að forða ofhitun, en nú væri sýnilegt að ekki hefði tekizt að kæla heyið. Mikið heytjón. Stefán Thorarensen, lyfsali, kom upp eftir til að fylgjast með slökkvistarfinu. Hann kvað Saltvík hafa verið í sinni eigu í 30 ár. Hann sagði enn- fremur að eldri hlaðan tæki tæpa þúsund hesta, en sú nýrri, sem byggð var fyrir 10 árum, tæp tvö þúsund. Sam- tals hefðu um 2500 hestar ver- ið í hlöðunni en ekki væri unnt að segja með vissu, hve mikið af heyinu væri nothæft til fóðurs eftir brunann. Sagði hann að mjög erfitt væri að Framhald a bls. 15. Reykjarmökkur gaus upp öðru hverju á suðausturgafli gömlu hlöðunnar. Hér sjást menn vinna að slökkvistarfinu, Jón Sigurðsson, slökkviliðss tjóri, er á miðri myndinni með hvítan hjálm á höfði. Verksmiðjustjórinn á Álafossi og driffjöð ur slökkviliðsins þar, sést fremst á myndinni. — Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. STAK8TEIIVAR Óttast gögnin í gær mótmælti Tíminn þvi í ritstjórnargrein að stofnað hafi verið til leynilegrar „þjóðfylk- ingar" milli Framsóknarmanna og kommúnista. Segir blaðið að ekkert slíkt eigi sér stað og gögn til sönnunar því séu „falsgögn", Orðrétt segir: „Það mundi ekki koma á ó- vart þótt einhver slík falsgögn ættu eftir að koma til sögunnar nú“. Þegar Morgunblaðið birti leyniskýrslur SÍA-manna i vor, þar sem fjallað var um „þjóð- fylkingaráformin", herti Tíminn sig upp í það að tala um „fals- gögn“ þótt kommúnistar viður- : kenndu, að skýrslurnar væru ► falsaðar og frá þeim komnar. Nú óttast Tíminn sýnilega að fleiri gögn eigi eftir að koma fram í dagsljósið, sem sanni „þjóðfylk- ingaráformin". „Að verða kommúnistum samferða spöl og spöl“, 1 grein í Tímanum í gær standa þessi orð: „Það hefur stundum ekki ver- ið hægt að komast hjá því hér- lendis að verða kommúnistum samferða spöl og spöl á vegum almennra mála, enda gætir ekki í hverju spori truflananna (kom- plexanna) sem þeir eru haldnir af. Það gildir að vissu marki og í vissum málum, að sú samfylgd þarf ekki að koma að sök. Sam- vinna í bæjarstjórnum við þá er mjög algeng.“ Þetta virðist sem sagt ósköp sakleysislegt, og vafalaust gleðj- ast kommúnistar, þegar þeir lesa það, að verið sé hægt og rólega að gera fólki grein fyrir því, að ekki sé sem verst að fylgja þeim „spöl og spöl á veginum“. Sjálfir vita þeir ósköp vel hvert þessi vegur liggur, en þeir þurfa ein- mitt samfylgd „spöl og spöl“ ann- ars geta þeir ekki náð markinu. Og það er afdrifaríkasti spölur- inn, sem þeir hugsa sér að ganga eftir kosningar með Framsókn- armönnum, ef þessum banda- mönnum tækist að fá meirihluta á Alþingi. Hver er tilgangurinn? Þegar menn leiða hugann að afstöðu Framsóknarflokksins i Efnahagsbandalagsmálinu, þat sem þeir segja í öðru orðinn, að við eigum að bíða átekta til þess að sjá hver framvindan verður, en í hinu, að við eigum þegar i stað að taka afstöðu til þess, hvaða leið við eigum að fara tð að tengjast bandalaginu, þá «r von að menn spyrji: Hvernig getur staðið á þessari afstöðu? Ekki getur það verið rökrétt hugsun að nauðsynlegt sé að bíða, en samt sé sjálfsagt að taka þegar afstöðu. Sannleikurinn er auðvitað sá, að kommúnistar hafa krafizt þess, að Framsókn- armenn lýstu því skýrt og skil- merkilega yfir, að þeir myndu aldrei fallast á neina aðild is- lands að Efnahagsbandalaginu, annars væru þeir ekki tilbúnir til þess að starfa með þeim í ríkisstjóm, að afstöðnum kosn- ingum. Rússar hafa nú fyrirskip- að kommúnistum að berjast gegn Efnahagsbandalaginu á öllum vígstöðvum, jafnvel enn harð- neskjulegar en gegn NATO. Þeir vilja umfram allt koma í veg fyrir þá öru efnahagsþróun, sem nú á sér stað í Evrópu og hin bættu lífskjör fólksins þar. Þess vegna á ekki að láta neins ó- freistað til að hindra styrk vest- rænna lýðræðisþjóða og Fram- sóknarmenn gera sér grein fyrir því, að þeir geta því aðeins náð samvinnunni við kommúnista að þeir játi þetta sjónarmið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.