Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. des. 1962. MORGVNBLAÐIÐ 13 Felix Ólafsson krisfnibodi: Kristniddmur og spíritismi AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið yfir nokkur blaðaskrif um spiri- tismia og sálarrannsóknir. Hafa þar komið fram naeeta ólíkar skoðanir um eðli og tilgang spiri tismans. En því er eins háttað með spiritismann og aðrar trú- arskoðanir og lífsstefnur, að trú- fáum ekki rétta mynd af þeim, ef vér aðeins skoðum þær, þar sem þær hafa takmarkað fylgi, eða eru aðeins ein meðal margra skoðanna. Sanna mynd af slík- um stefnum öðlumst vér þá fyrst, er vér kynnumst þeim, þar sem þær eru alls ráðandi og mótandi fyrir þjóðlífið. Og því dirfist ég að taka mér penna í hönd til þess að skjóta nokkrum orðum inn í þessar umræður, að ég tel mig hafa kynnst spiritis- manum einmitt í slíku umhverfi. Sem kristniboði dvaldi ég nokkur ár í þjóðfélagi, þar sem anda- trú var ríkjandi trúarskoðun og hafði verið það kynslóðum sam an. Ég er persónulega sannfærður um, að enginn eðlismunur er á andatrú Konsomanna í Eþíópíu og spiritismanum eins og hann birtist hér á íslandi. Vona ég að þetta greinarkorn sýni, að þetta eru meira en rakalausar fullyrð- ingar. Það hefur verið mér sí- felld ráðgáta hvernig menn geta Ihrifizt svo af kenningum spiritis mans sem raun ber vitni um, eftir að ég hefi séð hvílikt á- nauðarok hann er þeim, sem al- gjörlega hafa verið á valdi hans. Þegar ég held því fram, að enginn eðlismunur sé á andatrú þessa þjóðflokks í Afríku og ís- lenzks spiritisma, þá á ég fyrst og fremst við það, að fyrirbærin, sem þarna er um að ræða, eru sama eðlis. Starfsaðferðir geta verið aðrar, búningurinn ólíkur, en kjarninn er hinn sami. einmitt svo að orði um þetta at- riði: „Svo sem kunnugt er merk- ir spiritismi trú á, að samband geti átt sér stað miLli anda fram liðinna og lifandi manna, annað hvort gegnum efnisleg fyrir- bæri, sem andarnir nota, eða fyrir milligöngu manna með sér stæða hæfileika, sem í dásvefni mæla það sem andinn ætlast til. Þetta er ekki trú í sjálfu sér, en spiritistar hafa á margvíslegann hátt komið fram sem trúfélag með fastmótaðar kennisetningar og af þeim ástæðum er fyllilega réttmætt að skilgreina spiritis- mann sem nútíma trúarbrögð." Þar með er þó ekki sagt, að spiritisminn sé eitthvað nýtt og áður óþekkt fyrirbæri. Sami höfundur rekur sögu spiritis- mans aftur í gráa forneskju. Spiritisminn hefur ávallt verið til bæði í heiðnum löndum og einnig hinum, sem áttu að telj- ast kristin. Þegar kirkjan hefur verið veikusit í boðun sinni, bef- ur spiritisminn alltaf gert vart við sig í einhverri mynd. Um þetta segir E. Briem meðal ann- Felix Ólafsson ars: „f öllum trúarbrögðum má finna spor eldri og frumstæðari hugmynda frá liðnurn tímum Framhald á bls. 23 MORGUNBLAÐINU er _það ánægja að birta hér myndir frá barnaskólum þeim, sem hófu kennslu í umferðarregl- um i fyrravetur og á þessum vetri á vegum fræðslumála- stjórnar. Sá háttur er hafður á, að fyrst heldur maður sá, er skipuleggur kennsluna, stutt námskeið fyrir kennara, sem síðan leiðbeina nemendum í 1. röð, v: Ekið hægra megin fram úr (Laugalækjarskóli). H: Skylda að hafa lás á reiðhjóli (Breiðagerðisskóli). 2. röð, v: Gengið á móti umferð ef engin er gangstéttin (Miðbæjarskóli). H: Lært að ganga rétt yfir götu (Vesturbæjarbarnaskóli). 3. röð, v: A rciðhjóli við gatnamót. Varúð til vinstri (Mýrarhúsaskóli). H: Iiandabcndingar við gatnamót (Meiaskóli). (studio Guðmundar) Menn deila um það, hvort telja beri sálarrannsóknir og spiritis- ma trú eða vísindi. Það er lík- lega engin hætta á að þar fáist niöurstaða, sem allir geti fallizt á. Eg er þó einn þeirra, sem tel, að nútíma spiritismi verði tví- mælalaust að teljast trú. Þar með er því ekki mótmælt, að spiritistar telji sig hafa röik og sannanir fyrir skoðunum sínum. Trú manna verður ávallt að bein ast að einhverju. Og það er ein- mitt það, sem að mínum dómj gerir spiritismann að trúarstefnu, ao nann á sínar kenningar. Sænskur prófessor, Efraim Briem, sem skrifað hefur • stóra bók um sögu spiritismans, kemst Umferðarkennsla í skólum umferðarmálum, eftir kennslu bók, sem Ríkisútgáfa náms- bóka gaf út í fyrra. Ýmis hjálpargögn hafa verið útbú- in, svo sem kvikmynd, film- ræmur og fleira. Kennslan fer sem mest fram í sjálfum kennslustofunum og eru þá myndaðar „götur“ milli borð- anna, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Manni þeim sem ráðinn var tii þess að skipu- leggja þetta merka starf, var fyrst falið að semja kennslu- bækur og undirbúa málið á annan máta, en síðan heim- sækja alla skóla, bæði hér í borgmni og uti á landi. Þar sem ráðinn var aðeins einn maður til þessara starfa sem hálfs-dagsstarfsmaður, er byrj aði á siðastliðnum vetri að sinna skólanum, er ekki við þvi að búast, að hann ljúki þessari skipulagningu á einum eða tveim vetrum, enda ætlað ur lengri tími til þess. Þessu byrjunarstarfi fylgir mikill vandi, en svo er að heyra á viðkomandi skóla- stjórum, að vel sé af stað farið. Lögð verður áherzla á að koma þessart kennsiu tnn hjá öllum barnaskólum Reykjavík urborgar á þessum vetri — og síðan í kaupstöðum úti á landi í vor og næsta haust, en námskeið haía þegar verið haldin með kennurum í barna skóla Akraness og nokkrum skólum hér í nágrenninu. — Ennfremur voru nemendum í efsta bekk Kennaraskólans veittar leiðbeiningar í kennslu um umferðarmál og svo verð- ur einnig í vetur. Svo er til ætlazt, samkvæmt viðkomandi reglugerð, að lög- regluþjónar komi í heimsókn til skólanna, til að vekja at- hygli barnanna á umferðar- hættunni, auk nefndra leið- beininga bekkjakennara. W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.