Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 6. des. 1962 MORCXJTSBLÁÐIÐ 23 ~ Kristindómur Framhald af bls. 13. jafníhliða æðri og þrosk- aðri guðshugimyndiuim......... Svona „survivals" (leifar), eins og þetta nefnist á máili vísind- anna, má einnig finna í ríkum mseli meðal kristinna Evrópu- þjóða . ... í innsta eðli sínu er spiritisminn því ekkert annað en kröftuig uppreisn þessara frumstæðu hugmynda gegn nú- tíma heimsskoðun, sem gerir svo skarpann greinarmun efnis og anda.“ Spiritisminn á íslandi hefur sótt búning sinn til erlendra kennifeðra, en í eðli sínu er hann afsprengi þjóðtrúarinnar og jafn gamall þjóðlífi íslend- inga. Eitt sinn ákölluðu menn t.d. látna biskupa sér til hjálpar í veikindum og erfiðleikum. Marg ir töldu sig þá hljóta skjótan og ,góðan bata. Nú höfum vér skemmtun af dýrlingasögum forfeðra vorra. En mér er spurn: Hver er munurinn á að hljóta lækningu fyrir hjálp framliðins biskups eða fyrir hjálp framlið- ins laeknis? ★ Konsomenn þekkja ekki orðið epiritismi. Þeir hafa heldur aldrei lesið um sálarrannsóknir manna á Vesturlöndium. En þess gerist hieldur ekki þörf. Þeir hafa sjálf- ir fengizt við þess konar rann- sóknir og við andatrú kynslóð fram af kynslóð. Þeir hafa eitt samheiti fyrir öll hin yfirnátt- úrulegu fyrirbæri. Tala þeir um „seidan“, en það heiti munu þeir hafa tekið að láni frá Múhamm- eðstrúarmönnum. Af þessu mætti draga þá ályktun, að þeir telji þarna vera um - einn anda að ræða, en fljótlega kemur í ljós að svo er ekki. Andarnir eru martgir. Þeir leggja ákveðna menn í einelti, setjast að hjá þeim og krefjast af þeim húsa- skjóls. Þá er byggður sérstakur kofi fyrir andann, og er sá kofi helgur mjög, srvo að ekki má nota hann til annarra hluta en „miðilsfunda." Nýlega sá ég í „Vísi“ ummæili íslenzks miði-ls, þar sem hann telur æskilegt að miðilsfundirnir fari fram í sér- stakri stofu, sem læst sé á milli funda og ekki notuð til annars. Konsomenn myndu aldrei láta sér annað til hugar koma en bjóða andanum sér húsnæði. Sami andi fylgir oft sömu fjöl- skyldu mann fram af manni. Man ég t.d. vel eftir ungum pilti, sem eitt sinn leitaði til kristni- boðsstöðvarinnar, vegna þess að ættarandi fjölskyldunnar hafði tilkynnt, að hann hefði útvalið pilt þennan sem verkfæri sitt. Andafundirnir í Konso fara yfirleitt fram sem hér segir: Mið illinn, „qalikjainn“ hefur upp söng með lœrisveinum sínum. Oft er söngurinn samfara trum.bu slætti eða bjölluhringinigum. Eftir nokkra stund fellur „qalik- jainn“ í einskonar dásvefn, og þá geta menn farið að leita ráða andans. „Qalikjainn“ situr hand- an við þil eitt í kofa sínum og talar þaðan við viðskiptavini Bína, sem koma í kofann hver á fætur öðrum. Getur hann þá tjáð þeim hina furðulegustu hiuti. Þessir menn eru læknar þjóðfélagsins, og oft leita menn xáða hjá þeim í veikindum. Það kynni að fara mesti ljóminn af andalæknunum islenzku, ef vér ættum alls ekiki annara lækna völ en þeirra. En andarnir birtasit mönnum víðar en á þessum fundum. Þeir eru svo að segja áiþreifanlegur veruleiki fyrir hverjum manni í Konsó. Menn þykjast vera varir við þá í rökkrinu á kvöldin og í húmi næturinnar. Oft þykjast menn hafa mætt slíkum anda á förnum vegi eða heyrt til hans. Þá gera andarnir vart við sig með höggum og barsmíð. Þeir leggjast yfir menn og varpa þeim út úr fletunum. Þannig gæti ég haldið lengi áfram. En í einu ber Konsomönnum ekki saman við spiritista á íslandi. Ég man ekki til þess, að ég heyrði nokkru sinni þá skýringu að hér yseri um framiliðna menn *ð ræða. Svo mikla ótrú höfðu Konsomenn ekki á feðrum sín- um. Þetta voru andar, vondir andar, sem menn óttuðust og reyndu að hafa góða. Þar var engin ‘hvíld trúarinnar, enginn innri friður. ★ Ég hefi hér að framan skýrt frá staðreyndum, sem ég hefi sjálfur verið vitni að. Aðrir ís- lenzkir kristniboðar munu geta tekið undir vitnisburð minn. Að lokum vil ég aðeins bæta við nokkrum orðum. Mér þótti vænt um að lesa grein sálfræðingsins, Sigurjóns Björnsisonar í „Morg- unblaðinu". Hún bar vott um mikinn skilning á eðlismismuni kristindómsins og spiritismans. Að vísu voru þar nokkur minni- háttar atriði, sem trúaður krist- inn maður getur ekki fallist á, en heildarniðursaðan samrímist skiiningi vorum. Kristnir menn geta ekki fallist á, að spiritis- minn sé eintóm hjátrú, enda þótt þeir sem gefa sig að spiritisma blandi oft eigin hugmyndum saman við staðreyndirnar. Vér trúum orðum Ritningarinnar: „Baráttan, sem vér eigum í, er ekki við hold og blóð, heldur við tignirnar og völdin, við heims- drottna þessa myrkurs, við anda verur vonzkunnar í himingeim- inum“ (Ef. 6, 12). Hið eina, sem spiritistar og kristnir menn eiga sameiginlegt er einmitt sú skoð- un, að tilveran rúmi meira og fleira en mannlegur hugur skynj ar og skilur. Það er kominn tími til, að vér íslendingar gerum oss grein fyrir því, að kristindóm- ur og spiritismi geta aldrei átt samleið. Að öðrum kosti mun illa fara. Ég held, að auðvelt væri að færa sönnur á þetta. Spíritis- minn leitast við að svara þeirri s/purningu, hvort líf sé -að loknu þessu. En það er einmitt grund- vallarspurning allra heiðina trú- arbragða, því að engin hvöt er jafn sterk með manninum og lífs hvötin. Vér viljum ekki deyja. Kristindómurinn fæst aftur á móti ekki við þá hugsun, hvort líf sé að loknu þessu. Það er ein af forsendum kristindóms- ins. Að öðrum kosti myndi öll kenning kristindómsins vera pat út í loftið. Kristinn maður þarf ekki að seilast út fyrir tkna og rúm, til þess að öðlast frið og hvíld. Hann á siinn Guð hér og nú. Kristindómurinn er boðskap- ur um ósýnilegan Guð, sem kom í heiminn. Bg gat þess, að ekki væri rétt að telja spiritismann hjátrú, enda þótt hann væri samofinn hjátrú í meðvitund margra. Og frá al’mennu sjónarmiði er held- ur ekki rétt að telja spiritismann villutrú. í frjáilsu þjóðfélagi er engin trúarskoðun villútrú í sjálfri sér. Sérhver maður má trúa því, sem hann teliur rétt- ast og bezt. Villurú verður spiri- tisminn þá fyrst, er hann er boð- aður sem kristindómur. Á Eng- landi er spiritismdnn sjálfstæð hreyfing og engum dettur í hug að, setja hana í samband við ensku kirkjuna. Hér væri spiri- tismanum einnig heimilt að byggja upp sjálfstætt safnaðar- líf. Þeir mega birta sínar kenn- ingar, og hafa sína prestastétt (miðlana), en vér verðum að gera oss grein fyrir, að það er ekki hægt að vera hvort tveggja í senn, spiritisti og kristinn mað- ur. Trúaður kristinn maður hlýt- ur að minnast orða Biblíunnar og lifa samkvæmt þeim: „Qg ef þeir segja við yður: Leitið frétta hjá þjónustuöndum og spásagn- aröndum, sem hvískra og umlia — á ekki fólk að leita frétta hjá Guði sínum? Á að leita hinna dauðu vegna hinna lifandi? Leit- ið til kenningarinnar og vitnis- burðarins" (Jes. 8, 19). Felix Ólafsson.“ Féll þrjá metra UM KLUKKAN fimm í gær varð það slys í Landssmiðjunni við Skúlagötu, að einn starfsmann- anna, Jón Þórðarson, Leifsgötu 7, féll niður um lúguop, um 3ja metra fall. Var Jón fluttur í slysavarðstofuna og reyndist hafa gengið úr axlarliðnum. Sjóréttur: Jón Sigurðsson, skipstjóri, Valgarður Kristjánsson, dómari, Hallgrímur Jónsson, vél- stjóri, og réttarritari. — Esja Framlhald af bls. 24. við skipstjórann um aðstoð, ef til þess kæmi, þá skv. ósk út- gerðarinnar. Þegar hann hefði verið í Stapa felli hefðu þegar verið komnir menn þaðan með vír að Esju. Skipstjórans freistað. Tryggvi sagði, að Stapafells- menn hefðu dinglað með vírinn, tlibúinn með lykkju á,við skips- hliðina á Esju og reynt að freista sín til að bíta á, eins og þegar flugu væri beitt fyrir lax. Kvaðst hann hafa bitið á að lokum og samþykkt, að vírinn væri tekinn um borð, en þó með því skilyrði, að vírnum yrði hald ið strengdum, svo hægt yrði að nota skrúfur Esju tiil að ná henni út. Skipstjórinn sagði, að um mið nætti hefði verið farið að losna verulega um skipið, enda hefði þá verið búið að losa tankana að mestu, nokkur alda hefði verið og suð-vestan vindur. Hann hefði svo ekki vitað til fyrr en hann tók eftir því, að það slaknaði á vírnum og Stapafell verið kom ið á mikla ferð. Kvaðst hann ekki hafa búizt við öðru en vera látinn vita áður en drátturinn hæfist, enda hefði hann ætlað sér að reyna losa Esju með eig- in vélarafli. Háflæði hefði verið um 26 mínúum eftir að skipið varð alveg laust. í lokin var Tryggvi spurður að því, hvort hann hefði talað við manninn, sem stýrði, þegar hann kom upp í brúna eftir strandið. Hann sagðist hafa spurt mann- inn strax að því hvaða stefnu hann hefði stýrt. Svarið hefði verið 330 gráður og hefði mað- urinn endurtekið það við sig. Gaf upp 30 gráður á kompásinn Næstur var kaílaður fyrir rétt- inn Páll Kröyer Pétursson, 3. stýrimaður. Hann kvaðst hafa tekið við stjórn Esju skamrnt fyrir utan Oddeyri og haft hana á hendi unz skipið strandaði. Páll stýrimaður sagði, að hann hefði gefið manninum við stýr- ið upp stefnuna 30 gráður og síðan farið inn í kortaklefann til að færa inn í dagbókina. Hann kvaðst hafa talið sig heyra manninn endurtaka stefnuna, sem honum var gefin upp. Aðspurður sagðist Páll ekki hafa orðið þess var, að skipið beygði af réttri siglingaleið fyrr Bjúgu brunnu fyrir nær 20 þús. krónur LAUST FYRIR kl. hálf fimm í gærmorgun var slökkviliðið kvatt að verzluninni Búrfelli að Skúlagötu 22. Hafði þar komið upp eldur í reykklefa, þar sem verið var að reykja 600 kg. af bjúgum. Ekið á mann á Hringbraut KL. 22:23 í gærkvöldi varð maður fyrir leigubíl á Hringbraut við Njarðargötu. Mun maðurinn hafa farið út á götuna í veg fyrir bíl- inn, lent framan á honum og upp á vélarhlífina. Þaðan kastaðist maðurinn í götuna og aftur með bílnum. Maðurinn er furðu lítið meiddur, að því er talið var í gær kvöldi, en bíllinn hinsvegar tals vert beyglaður að framan og ofan á vélarhlífinni. Maðurinn, sem heitir Lárus Ágústsson, Grettis- götu 38, var fluttur í slysavarð- stofuna. Akranesbátar f engu 1800 tn. AKRANESI, 4. des. — Hann var vindhægur á miðunum í nótt sem leið, en mikill sjór og því örðugt að eiga við síldina. Þó fengu fjórir bátar héðan 1800 tunnur í nótt. Aflahæstur var Fiskaskagi með 900 tunnur, Ólaf- ur Magnússon AK 605, Heima- skagi 200 og Keilir 175 tunnur. Veðurspáin var mjög slæm í gær — Oddur Bjúgun eyðilögðust í eldinum, en heildsöluverðmæti þeirra mun vera um 19.600,00 kr. Auk þess skemmdist reykklefinn mikið og er því hér um verulegt tjón að ræða. Eldsupptök eru sennilegust talin, að ein stanganna, sem bera upp bjúgun, hafi brotnað eða runnið úr grópi sínu þannig að bjúgun hafi fallið á ristina yfir eldinum. Slys í Vest- urbænum LAUST eftir kl. eitt í gær varð það slys á Bræðraborgarstíg að fjögurra ára gamall drengur, Ósk ar Hilmarsson, Bræðraborgar- stíg 14 varð fyrir bíl og fótbrotn aði. Slysið varð móts við húsið nr. •4 við Bræðraborgarstíg. Var bíln um ekið norður götuna, og er hann var kominn norður fyrir Ránargötu sá bílstjórinn hvar drengur kom hlaupandi frá hægri jrtfir götuna.Drengurinn lentif yrst á hægri framhurð bílsins, en barst síðan aftur. með hlið hans og varð fyrir hægra afturhjóli. Var hann fluttur í slysavarðstof- una og þaðan í Landakotsspítala. Mun hann hafa brotnað á vinstra fæti. Vitað er að maður nokkur horfði á slysið þaðan sem hann stóð hinum megin götunnar og er hann vinsamiegast beðinn að gefa sig fram við umferðadeild rann- sóknarlögraglunnar. en hann sá það í radartækinu, sem hann hefði kveikt á skömmu áður. Áleit hann að liðið hafi 5 mínútur frá því hann fór inn í kortaklefann, þar til skipið tók niðri. Ekki kvaðst stýrimaður hafa gengið úr skugga um, hvort tek- in hefði verið rétt stefna áður en hann fór inn í kortaklefann, enda hefði verið sérstakur mað- ur á útkík í glugga bakborðs- megin. Sá hefði ekki látið sig vita um að ekki væri alilt með felidu. Staðfesti stýrimaður í fram- burði sínum það, sem skipstjór- inn hafði sagt, og hann var fær um að leggja einhvern dóm á, t.d. um tilraunir við að ná Esju út og samskiptin við Stapafel'l. Stýrði eftir 330 gráðum á kompásinn Þessu næst var Jón Karlsson háseti, kallaður fyrir réttinn. Hann var við stýrið, þegar Esju tók niðri. Jón kvaðst hafa leyst báts- manninn af við stýrið skammt fyrir utan Oddeyri. Hann hefði gefið sér upp stefnuna, laust af Svalbarðseyri. Síðar hefði 3. stýrimaður gefið sér upp stefn- una 336 gráður, að sér hefði heyrzt, og hefði hann stýrt eftir því. Hann kvaðst hafa endurtekið stefnuna, en stýrimaður þá ver- ið á leið inn í kortaklefann. Hann sagði, að þessa siglingaleið hefði hann ekki stýrt allmörg ár. Jón sagði, að hann hefði ekki fylgzt með vitum á meðan hann var við stýrið. Maðurinn á út- kík hefði ekki gefið sér bend- ingu um að stefnan væri röng. Sá ekki til Hjalteyrarvita Þá kom fyrir réttinn Jörgen Ivar Sigurbjörnsson, háseti. Hann kvaðst hafa komið á vakt skanunt fyrir innan Sval- barðseyri og farið út í bokborðs glugga á útkík að fyrirmælum 3. stýrimanns, en ekki hafa verið kominn i brúna, þegar stýrimað- ur gaf fyrirmœli um stefnuna. « Jörgen sagði, að hann hefði eftir nokkurn tíma fengið leyfi stýrimanns til að fara niður og hefði hann verið þar 7-8 min- útur. Skömmu eftir að hann hefði komið upp aftur hefði skipið tek- ið niðri. Hann kvaðst ekki hafa séð til Hjalteyrarvitans fyrst eftir að hann kom upp í brú, því nokk- urn tíma hefði tekið fyrir augun að jafna sig í hinni miklu birtu þar. Skipið hefði tekið niðri áður en hann hefði orðið nokkurs var. Á sömu skoðun og skipstjóri Loks kom fyrir dóminn Stefán Sigurbjörnsson, bátsmaður. Hann kvaðst ekki hafa verið á vakt, þegar skipið tók niðri, því hann hefði verið leystur af henni þegar nokkuð var komið út fyrir Oddeyri. Stefán kvaðst hins vegar hafa verið nýkominn aftur upp í brúna, þegar strandið varð. — Hann kvaðst hafa séð ljósaþyrp- ingu, en ekki gert sér fulla grein fyrir því hvar þau voru. Varðandi það að ná Esju a£ strandstað, sagði hann, að líkur bentu til þess að hægt hefði ver- ið að ná skipinu út af eigin ramm leik, þegar búið hefði verið að létta á því og endurtók hann 1 sömu rök og skipstjóri fyrir því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.