Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 6
0 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. des. 1962 Róbert A. Ottósson fékk góðar viðtökur í ísrael Noröur yfir Vatnajökul RÓBERT Abralham Ottósson söngmálastjóri stjórnaði sinfóníu hlj ómsveit ísralesútvarpsins á tveim hljómleikum, í hljómleika- sal K.F.U.M. í Jerúsalem 13. nóvem/ber og í Keren-hljómleika- salnum í Beersheba 15. nóvem- ber. Á fyrri hljómleikunum lék Varda Nishri einleik á píanó, en efnisskráin var sinfónía nr. 34 í C (K. 338) eftir Mozart, píanó- konsert í d eftir Haydn, Freischiitz-forleikur Webers og 2. sinfónían („De fire tempera- menter“) eftir Carl Níelsen. Á síðari tónleikunum lék Menaihem Breuer einleik á fiðlu, en á efnisskránni voru Freis- tíhutz-forleikurinn ( Weber), fiðlu konsert Mozarts í g (K. 216), íslenzkir þjóðdansar eftir Jón Leifs og 1. sinfónía Stíhumanns. Fara hér á eftir ummæli Jeru- salem Post. „Gesturinn frá íslandi, sem stjómaði sinfóníunni sýndi glæsi- lega hvernig honum lætur að láta hljómsveit leika vel. Hvergi gætti lausra taka né ónákvæmni allt kvöldið. Túlkunin var sönn og jþað var unun að hlýða á líf- legt tempó og vel æfð einstök atriði. Hin yndislega- Mózart sinfónía, sem of sjaldan er leikin, birtist í allri sinni fegurð, og með kröfuhörku sinni tókst stjórnandanum að hvetja streng- leikarana til þess að leika loka- kaflann hraðar en þeir hefðu kosið, en þessi tilraun sýndi getu, sem þeir höfðu áður leynt. Varda Nishri fór af hlýju og natni með smæstu vendingar í hinum fagra en mjög ójafna konsert Haydns, sýndi lýtalausa tækni, umfangsmikla dýniamik, örugga hljómskynjun og djúpa virðingu fyrir verkinu. Sinfónía Nielsens hlaut glitr- andi meðferð. Hún er athyglis- Vöruhapp- drætti SÍBS 1 GÆR var dregiS í 12. flokki Vöru- happdrættis S.Í.B.S. um 1555 vinninga aS fjárhæS kr. 2..240.000.00. Eftirtalin númer hlutu hæstu vinninga: 500 þús. 3308 100 þús. 24341 27429 2593 50 þús. 7641 39379 53954 10 þús. 6405 7190 10224 15212 21515 25725 28355 34127 34846 36245 40350 41611 42555 46366 46415 46830 50200 50374 53546 58311 59279 59467 60890 63629 64110 5 þús. 312 2820 3212 3401 4850 5940 6179 6716 8741 9454 9652 10436 10910 11242 12131 12923 12975 13051 13802 14093 14290 15866 17221 18253 19311 19833 20404 20546 22278 22463 24557 24990 25121 25902 28786 29060 29710 29959 31894 31898 32482 34959 35376 35965 36112 37477 38360 42420 42622 43633 44829 45228 46970 47169 51416 51541 52238 55459 56199 57013 58733 58806 59375 59699 59886 60350 60357 60662 61154 61252 61964 62432 63134. (Birt án ábyrgSar) Dr. Róbert A. Ottósson verð við fyrstu heyrn, þótt hún skilji ekki varanleg áhrif eftir. Hún lýsir hinum fjórum „lyndis- einkunnum“ mannsins, bregður upp eftirtektarverðum myndum og sýnir meistaraleg sinfónsk vin-nuibrögð og hljómfærslu, en er „eklektísk" i hugsun (margt frá Cesari Franok og margt frá Dvorak m. a.) og inniheldur margt vahabundið, lifir því naum ast áfram eins og verk meiri meistara sama tímabils og stíls. Yohanan Boehm“ (Jerusalem Post, lfí. nóvember). „Beersheiba er að verða stór borg með fjölda tónlistarunn- enda, enda fyllti á annað þúsund manns Kerensalimi á sinfóníu- tónieikum Kol Israel sinfóníunn- ar á fimmtudag. Rólbert Abraham Ottósson, gestastjórnandinn frá Islandi, vakti enn á ný athygli vora fyrir ágæta stjórn og sanna túlk- un, og hljómsveitin gerði sitt bezta til þess að gera frammi- stöðu hans sem árangursríkasta. Kol Israel-hljómsveitin, sem vön er þrengslumum í K.F.U.M,- salnum í Jerúsalem, fagnaði nýj- um sal og nýju fólki og eignaðist marga nýja vini. Menahem Breuer, fiðluleikari í fílharmóníunni fór samivizku- samlega með Mozart-komsertinn, enda fþótt maður hefði kosið að heyra meira en sjálfar nóturnar, því að þessi fagri konsert er meira en eintómt æfingaverk. Sérstaka athygli vöktu þjóð- dansar Jóns Leifs. Þessi tónsmið- ur er fæddur 1899 í Reykjavík og hefur gert sér það að ævi- starfi að safna þjóðlögum ætt- lands síns. Útsetningar hans eru viljandi eimfaldar, og er þeirn eingöngu ætlað að leggja áherzlu á eðli og hljómfall þjóðlaganna. Him þungbúnu og alvarleigu lög eru aðlaðandi og álheyrileg í sín- um fornlegu tóntegundum með víxlandi hljómfalli, og nutu sín vel í lifandi túlkun stjórnanda og hljómsveitar. Róibert Ottósson getur með ánægju litið um öxl yfir stutta en mjöig árangursríka heimsókn til ísraels, og það hefur verið gaman að kynnast þessum ágæta músikanti og fjörmikla stjóm- anda. Yohanan Boehm“ (Jerusalem Post 2il. nóvember 1962.). WiUiam Lord Watts. Norður yfir Vatnajökul. Jón Eyþórs- son ísleuzkaði. Bókfellsútgáf- an. — ÓNEITANLEGA fer vel á því að brautryðjandi jöklarannsókna hér á landi skuli kynna okkur fyrsta manninn, sem komst með leiðangur yfir Vatnajökul þver- an og hóf þar með þessháttar ferðalög hérlendis, sem æ fleiri iðka nú sér til sálar- og líkams- heilla. Merkilegur maður W. L. Watts, merkilegri miklu, en ég hafði gert mér í hugarlund, og þóttist ég þó hafa lesið bækur hans á ensku. En einhvernveginn verða þær aðgengilegri í ágætri þýð- ingu Jóns, sem auðsjáanlega hefur verið í essinu sínu, þegar hann vann þetta þarfaverk. Ég segi þær, því framan við aðal- bókina bætir Jón glefsum úr bók Watts um ferð hans á Vatnajökul 1874, og bætir svo um alltsaman með mjög fróðlegum formála og neðanmálsgreinum. Mest á óvart kom mér sú uppljóstrun hans, að Watts var aðeins 26 ára er hann andaðist og hafði því ekki lifað nema tvær tylftir ára er hann komst yfir Vatnajökul við sjötta mann. Og hann gerði fleira í þeirri ferð. Hann skoð- aði fyrstur manna eldstöðvarnar í öskju, eftir öll þau ósköp, sem gengu þar á í apríllok 1875, og er lýsing hans ómetanleg heim- ild um myndun þess sigs, sem nú er að mestu fyllt af öskju- vatni. Hann skoðaði eldana í Sveinagjá og lýsir þeim sérstak- lega vel. Yfirleitt virðist hann hafa verið mjög glöggur náttúru- skoðari, og þótt Jón hafi það fyrir satt, að hann hafi lesið lög, held ég að hann hljóti líka að hafa stundað eitthvað náttúru- fræðinám, m. a. bergfræði með smásjárrannsóknum. Allur er maðurinn, eins og hann kemur fram í bókum sínum, einstaklega viðfeldinn og heilbrigður í hugs- un og skoðunum. Hann er einn þeirra fáu ferðabókahöfunda, er um fsland fjalla, sem ber lof á ferðafélaga sína án þess það verki_ eins og klapp á kollinn. Hann hefur hrifizt af auðnum fslands, en er ekki að upplýsa lesendur um þá hrifningu á hverri blaðsíðu. Inn í íslenzku útgáfuna hefur verið skotið myndum úr ferða- bókum frá síðari hluta 19. aldar og er að því prýði og fróðleiks- auki. Þar er m. a. mynd af kirkj- unni í Reykjahlíð, látlausri og smekklegri, á óbrynnishólman- um, sem „hulinn verndarkraft- ur“ hlífði á því herrans sumri 1729. Smekkleg er einnig sú kirkja, sem á eftir þeirri kom, en nú er þarna komið kirkju- ferlíki, sem guðlasti gengur næst að reisa á slíkum stað. En nóg um það. Watts skrifar í bókarlok, að hann vænti þess, að lesendur trúi honum til að hafa gert bók- ina eins sanna og rétta og hon- um var unnt. Ég held að allir les- endur hennar hljóti að viður- kenna þetta og ég vænti þess að þeir verði margir. Með ferðum sínum og ferðabókum hefur W. L. Watts, þótt ungur væri að ár- um, tryggt sér nafn og virðuleg- an sess í sögu íslenzkra jökla- og eldf j allar annsókna. Sigurður Þórarinsson. Strætisvagnar, kjötfars og óskalög. Velvaikanda heÆur borizt svofell't bréf: „Strætisvagnarnir eru eitt þeirra ómissandi þæginda, sem flestir borgarbúar hafa notað og meta og þakka. Allt ætlar vitlaust að verða, er þeir stanza 'þó ekki sé nema hálfan dag um hátíðar. Eg segi það því einu sinni enn, að bílstjórarnir á strætisvögnunum eru yfirleiti ágætis menn. Til dæmis hafa þeir tamið sér þá háttvísi að umgangast alþýðufólk án stótt arígs og þéringa. En strætisvagnaskýlið á torg inu er alveg yoðalegt. Þar er tæplega skjól og enginn hiti. Fílihraustur maður stóð við dyrnar og sagði: „Mikið má það vera ef engin* veikist hér þegar kólnar í veðri.“ Þarna í skýlinu er einn stuttur bekk- ur, sem örfáar manneskjur geta tyllt sér á, hinir verða að standa og staulast inn í blessaða bíla, þegar þeir koma á torgið. Nú getur vel verið að bærinn sjái sér ekki fært að bæta úr þessu, en víst væri þörf á því. Húsmæður eyða miklum peningum í matarkaup og þekkja þá staðreynd, að verð- ið hækkar en varan er vart eins góð sem hún var í gamla daga, þá ótrúlega verðlág. Eg man þá tíð til dæmis ,að pott- ur af þykkum skilvindurjóma þótti dýr, þegar hann kostaði 25 aura. Nú kaupum við hálf- an pott af einhverju rjómasulli fyrir rúmlega 25 krónur. Gríð arstór og góð rúgbrauð voru seld á 35 til 40 aura nú allt að því helmingi minni, súr og sölt á 9 krónur. Öll þessi verðlags hæklkun er þó skiljanleg af samanburði á vinnulaunum þá og nú. Og víst megum við þakka þá framför að nauðsynja vörur skuli vera fáanlegar hvar sem er í bænum. Eitt er það sem húsmæður eru alveg í vandræðum með. Það er bréfhismi það sem verzl anir nota til umbúða um kjöt- fars. Himnan sameinast kjöt- inu svo rækilega, einkum ef það er líka, sem oft kemur fyr- ir, fremur þunnt. Við hirðum svo það sem hægt er að ná úr brófinu en leiðinlegt er að sjá hvað mikið af þessurn góða mat fer með því í ruslið. Þið hag- sýnu kaupmenn, ættuð nú að gjöra það fyrir okkur að láta afgreiða kjötfarsið í almenni- leguim plast- eða smjörpappír og minnast á það við reykhús in, að þau geri hangikjötið ekki alveg óætt af saltí, svo fóik hætti smátt og smátt að kaupa það. Og svo eru það óskalögin, sem allir blessa útvarpið fyr- ir. Veikt og vansaelt fólk finn- ur hvað það er gott að senda skáldin okkar með kveðjur sín ar, því það eru þau sem kunna lagið á leiðum hugans, að hvaða marki sem er. En allir eiga sinn þegnrétt og annarleg við- brögð þekkjast. Það er alveg óhætt að skrúfa fyrir, þegar stúlkan fer að fjasa um vinsæl ustu lögin, því þar kemur aldr ei orð að viti, hvorki texti né tónn. Stunduim er þar valið negragarg eða mjög léleg „rómó“-þvæla. Samt þökkum við útvarpinu fyrir þessa þætti, einnig fyrir sum leikritin og óskum endilega eftir einni égætri framhaldssögu. Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum“. Með þessu vonum við að umvandanir og óskir Kristínar komist til réttra aðila. ic Dagskráin á gamlárskvöld. Úr þvd minnzt var á dag- skrá útvarpsins hér í bréfi Kristínar rekur Velvakanda minni til að maður kom að máli við hann fyrir skemmstu og óskaði að þeirri frómu orð- sendingu væri komið til fyiir- svarsmanna Ríkisútvarpsins að þeir undirbyggju dagskrá gaml árskvölds í tíma og veldu í hana fjölbreyttara og betra efni en verið hefur hin síðustu ár- in. Þessi kunningi Velvakanda hafði orð á því að fyrir allmörg um árum hefði dagskráin á gamlárskvöld verið ágæt. Hann gat þess einnig, að fjöldi fólks hefði þann sið að fara ekiki út af heimili sínu að minnsta kosti ekki fyrir miðnætti á gamlárskvöld. Væri þá fjöl- skyldan saman komin, jafnt börn sem gamalmenni. Væri þá ánægjuleg dægrastytting að geta hlustað á skemmtilega dag skrá í útvarpinu. Vessi sami kunningi Velvakanda sagðist á síðasta gamlárskvöldi hafa skrúfað fyrir Reyikjavíkurút- varpið, svo lélegt hefði honum þótt það, og hefði hann breytt yfir á danska útvarpið og hlust að á dagskrá frá Kaupmanna- höfn. Hefði þar verið bæði fjör ug og skemmtileg dagskrá. En því miður gátu ekki allir not- ið þeirrar dagskrér, einkum fór hún ofan garð og neðan hjá þeim yngri. Við viljum sem sagt verða við þessari bón kunningja okk ar og vonum að dagskrársjórn útvarpsins taki hana til vinsam legrar athugunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.