Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.1962, Blaðsíða 24
 3L •InkaumboO ottó A Micheiaer* klapparstlg 20 8íml 20960 274. tbl. — Fimmtudagur 6. desember 1962 SUPUR Skipstjóri Esju, Tryggvi Blöndal, og Páll Pétursson, 3. stýri- maður, fyrir rétti í gær. Stúdentar efna til bókmenntakynningar Jólaleikrit Þjóðleikhússins kynnt Misheyrn olli strandi Esju, segja skipsmenn TóX stefnuna 330 gráðuc1 ■ stað 30 Guðmundur Daníelsson NK. SUNNUDAG, 9. desember, efnir Stúdentaráð Háskóla íslands til kynningar á jólaleikriti Þjóð- leikhússins í ár, Pétri Gaut, eftir Henrik Ibsen. Hefst kynningin kl. 5 síðdegis í hátíðasal skólans. Leikarar frá Þjóðleikhúsinu flytja þætti úr verkinu ásamt norska leikstjóranum, frú Gerda Ring, sem setur leikinn á svið hér um þessar mundir. Odd Didriksen, lektor, flytur erindi um verkið og höfund þess en prófessor Steingrímur J. Þor- steinsson, talar um þýðingar Ein ars Benediktssonar á leikritinu. öllum er heimill ókeypis að- gangur meðan húsrúm leyfir. Verkamenn í víngarði Samtalabók eftir Guðmund Daníelsson ÚT er komin hjá ísafoldarprent- smiðju ný bók eftir Guðmund Daníelsson sem hann nefnir „Verkamenn í víngarði“. Er hér um að ræða þætti og samtöl við 9 fólk af öllum stéttum, austan frá Lómagnúpi vestur að Kyrrahafi, eins og segir á bókarkápu. Af efni bókarinnar má nefna þrjú viðtöl við séra Sigurð Ein- arsson í Holti, hugleiðingar um eldgos, sólmyrkvann 1954 og Skálholtsstað, viðtöl við Jón Helgason formann á Eyrarbakka, Guðlaug Pálsson kaupmann, Sig- urð Óla Ólafsson alþingismann, Þórarinn Guðmundsson búfræð- ing, Sigurgeir Arnbjarnarson bónda á Selfossi, Stefán Jasonar- son í Vorsabæ, Gissur Gissurar- son í Selkoti undir Austur- Eyjafjöllum, Sigurð Ágústsson hreppstjóra í Birtingarholti, Bjarna Bjarnason á Laugarvatni, Magnús Árnason hreppstjóra í Flögu, frú Önnu Oddsdóttur á Selfossi, Þórð Kristleifsson menntaskólakennara á- Laugar vatni, Svein Abel Ingv.arsson í Selkoti í Þingvallasveit, Gunnar Dal skáld, Guðmund Jónsson skósmið á Selfossi, Gunnar Vig- fússon skrifstofustjóra á Selfossi, Gísla Jónsson í Mundakoti á Eyrarbakka, Sigurð Greipsson skólastjóra í Haukadal, Jón Þor- steinsson í Holtsmúla á Landi, Þorgerði Guðmundsdótur frá Rimakoti í Landeyjum og séra Arelíus Níelsson. Loks eru fimm ferðaþættir frá Ameríku, þar sem segir frá ferða- lagi höfundar árið 1959 og fund- um hans við ýmsa merkismenn vestra. Bókin er 256 bls. í allstóru broti, skreytt mörgum myndum og vönduð að frágangi. SJÓPRÓF vegna strands ms. Esju undan Gæsabökkum í Eyjafirði, hófust í bæjarþing stofu Hegningarhússins klukk an 2.20 í gærdag. Dómari er Valgarður Kristjánsson og meðdómendur Jón Sigurðs- son, fyrrv. skipstjóri á Gull- fossi, og Hallgrímur Jónsson, vélstjóri. Ingólfur Jónsson, hrl.‘ mætti fyrir hönd Skipaútgerðar ríkis- ins, Vilhjálmur Jónsson, fyrir hönd eigenda Stapafells, Sveinn Haukur Valdimarsson fyrir hönd Samvinnutrygginga, sem Esja er tryggð hjá, og Sveinbjörn Jóns- son, hrl., af hálfu eigenda mib. Hallsteins, Akureyri. Ingólfur Jónsson, hrl., lagði fram úrdrátt úr leiðarbók Esju og vélardagbók, svo og af dýptar mælingum. Fyrstur kom fyrir réttinn, Tryggvi Blöndal, skipstjóri á Esju. Dómarinn las upp úrdráttinn úr leiðarbók skipsins. Þar var lýst aðdraganda strandsins og tilraunum til að ná skipinu út aftur. Staðfesti skipstjóri, að úr- drátturinn væri réttur. Dómarinn og lögfræðingarnir lögðu ýmsar spurningar fyrir skipstjórann og verður það helzta rakið hér á eftir. Tryggvi Blöndal, skipstjóri, sagði, að hann hefði farið úr brúnni, þegar Esja hefði verið komin út undir Svalbarðseyri, en þá hefði 3. stýrimaður tekið við. Allt hefði verið með eðli- legum hætti varðandi stefnu skipsins. Ekki kvaðst skipstjóri hafa vit !M/ kúrekasaga byrjar I blaðinu Sjj Dagbók að til fyrr en skipið tók niðri og enga grein geta sér fyrir hvað olli hinni röngu stefnu þess, nema ef vera kynni að sá, sem við stýrið var, hefði misheyrzt skip- un vera gefin um 330 gráður í stað 30 gráður eftir kompás- stefnu. Að sögn skipstjóra var bjart- viðri og ljós sáust frá bæjum við fjörðinn. Hann sagði, að stund- um væri stýrt eftir áttavita, en stundum aðeins eftir landsýn og ! ekki væri venja að bafa radar- tæki og dýptarmæli stöðugt í gangi, þegar bjartviðri væri. Esja ekki þurft aðstoð Tryggvi Blöndal taldi, að tölu verðar líkur hefðu verið til þess, að Esju hefði tekizt að komast út aftur af eigin vélarafli, enda hefði verið farið að losna um skip ið, þegar Stapafell hefði veitt að stoð sína. Rökin fyrir þessu sagði hann vera þau, að vatns og sjótankar hefðu verið fullir og hefði strax verið látið renna eða dæla úr þeim til að létta skipið. Auk þess hefði nokkur alda og kul frá landi hjálpað til. Lýsti skipstjóri yfir því, að það hefði ekiki verið eftir sinni beiðni, að Stapafell kom til að- stoðar og hann vissi ekiki hver hefði beðið um það. Hann hefði farið um borð í Stapafell og rætt Framhald á bls. 23. * DAGAR TIL JÖLA Skipin almennt að kasta í gærkvöldi Veiðihorfur taldar góðar í Kolluál ER Mbl. hafði fregnir af síldar- miðunum á ellefta tímanum í gærkvöldi var meginhluti flotans í Kolluál, og voru skipin al- menmt farin að kasta. Goti veður var á miðunum, mikil síld að þvi er virtist og voru horfur taldar góðar á veiði í nótt. Vitað var um árangur hjá nokkrum skipum í gærkvöldi: Asgeir var þá lagður af stað til Reykjavíkur með fullfermi og hafði þurft að henda úr kastinu. Guðmundur Þórðarson bjóst við að fylla sig úr því kasti, sem hann var þá að háfa úr, Runólf- ur hafði tilkynnt 5P0 tunnur og Sigurður Bjamason 5—600 tunn- ur. Vitað var að önnur skip höfðu fengið afla. Mikil síld var talin á miðunum, Og stóð hún mikið á 20 föðmum. Töldu sjómenn veiðiútlit gott 1 gærkvöldi. í fyrrinótt var reytingsveiði á miðunum, og fengu þá 30 skip afla í Kolluál, frá 150 upp í 900 tunnur. Veður hamlaði þá veið- um, þar eð mikill sjór var, þótt vindur væri ekki ýkja mikiU. Mánudaginn 3. desember kom mjög kærkominn gestur til Norðfjarðar. Lenti þá í fyrsta sinn tveggja hreyfla Dakota-flugfél frá Flugfélagi íslands á hinum nýja flug- velli þar. Myndin var tekin rétt áður en- flugvélin lenti. (Ljósm.: R. Zoéga)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.