Morgunblaðið - 13.12.1962, Side 7
Fimmtudagur 13. des. 1962
MORGUNBLAÐIb
7
„Og ég er þakklát fyrir að hafa
fengið leyfi til að dvelja um sinn
á þessari blessuðu jörð.“
Þriðja konan, sem segir frá,
er Margrét Halldórsdóttir. Hún
er Austfirðingur, fædd í Út-
mannasveit á Fljótsdalshéraði.
Föðurlaus fluttist hún tíu ára
með móður sinni til Suðurlands,
og lengst sinnar ævi hefur hún
búið í Reykjavík, hefur að segja
langa sögu strits, ranglætis og
óhappa, en verið gædd lítt skilj-
anlegri seiglu, hóglátri, en stað-
fastri einurð og ótrúlegum vilja
til að standast hverja þá raun,
sem lífið legði á hana. Jafnvel
nú, þegar hún getur með góðri
samvizku litið yfir farinn veg og
gæti lagt hendur í skaut, finnur
hún það skyldu sína að leggja
fram krafta sína og lífsreynslu
til varnaðar og til velfarnaðar,
ekki aðeins sínum nánustu, held-
ur öllum, sem nú vantar hvorki
föt né fæði og ekki rétt og að-
stöðu til að njóta sín, en hins
vegar jafnvægi og ábyrgðartil-
finningu til að nota sér til heilla
breyttar aðstæður og aukdð lífs-
öryggi.
Saga fjórðu konunnar, sem
bókin fjallar um, Ingibjargar
Gissurardóttur frá Gljúfurholti í
Ölfusi, endar á þessum orðum
hennar: „Starfsdagurinn hefur
oft verið langur. En hver dagur
hefur verið mér sigurdagúr. Ég
held, að þessi tilfinning mín lýsi
betur en mörg orð lífshamingju
minni.....Þetta segir kona, sem
unnið hefur baki brotnu allt frá
því að hún fékk nokkru valdið,
kona, sem fram yfir þrítugt strit-
aði á heimili fátækra foreldra
fyrir yngri systkinum sínum, þó
að hún vissi, að sá maður biði
hennar, sem hún hefur einum
unnað. Jú, hann beið, þóttist ein-
hvers hafa að bíða — enda varð
honum að því: Hún varð svo sem
ekki verklaus, dóttirin frá Gljúf-
urholti, þó að systkini hennar
kæmust upp. Nú er bóndi henn-
ar látinn fyrir rúmum tveimur
árum. Hann var bílstjóri sein-
ustu árin, og gerð hans lýsa þessi
orð Ingibjargar: „En oft, þegar
Símon kom heim, eftir að hann
var farinn að aka fólki, var hann
svo þreyttur, að hann ætlaði
ekki að geta sofnað. Þarna var
ekki um að ræða afleiðingar af
líkamlegu erfiði, heldur andlegu.
Þessum mikla dugnaðar- og
reglumanni sveið svo mjög að
kynnast næturlífinu." Ingibjörg
á fimm börn og átján barnabörn
og hún á sín áhugamál, þjóðfé-
lagsleg og kirkjuleg, — enn er
nóg verkssvið. Og Símon bíður
ekki síður nú en áður.
Loks er það Helga Níelsdótt-
ir. Hún er fulltrúi hins ævintýra-
lega í þessari bók, gædd álíka
lífslyst og fjöri og þori til fram-
kvæmda og þar væri holdi klædd
sjálf hin jákvæða framvinda til-
verunnar. Og svo er henni það
þá ekkert fyrirhafnarmeira eða
óeðlilegra en að líkna konu í
barnsnauð að þeytast um óslétt-
ar götur á mótorhjóli, aka möl
og sandi á flutningabíl og hreinsa
mótatimbur á vökunóttum. „Ég
stend báðum fótum meðal fólks-
ins sjálfs,“ segir hún í þáttar-
og bókarlok, „og ég held það sé
hin mesta lífsuppfylling fyrir
hvern og einn. Það er lífið sjálft.
Annað er hjóm og hégómi.“
Og hvort er það ekki ljóst,
hvað höfundur bókarinnar vill
með henni annað en að fá til-
efni til að ræða við þessar fimm
heiðurskonur, skrifa eftir þeim
og sjá eftir sig nýja bók? Hann
hefur aldrei náð betur en að
þessu sinni því, sem fyrir honum
hefur vakað með þáttum sínum,
bæði nú og áður.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Guðmundur G. Hagalín skrifar:
Ævisögu afreksdraugs
Halldór Pétursson: Ævisaga J
Eyjasels-Móra. Safnað, skráð
og saman fært. Bókaverzlun
ísafoldar. Reykjavík 1962.
Margar ævisögur hafa verið
skrifaðar hér á landi seinustu tvo
áratugina, og hefur þar verið
safnað miklum fróðleik um lífs-
háttu og aldarfar, og fram komið
ýmsar eftirminnilegar mannlýs-
ingar. Margar þessar sögur eru af
alþýðumönnum, sem lifað hafa
í bernsku við bág Jkjör, en sýnt
dug og dáð í lífsbaráttunni og
átt sinn þátt í sókn þjóðarinnar
til bættra kjara. Færra hefur
verið skrifað af ævisögum þjóð-
kunnra menntamanna, oftast
aðeins birt ágrip af ævi þeirra
og störfum.
Nú er út komin ævisaga, sem
má teljast all nýstárleg. Það er
saga eins hins tilþrifamesta
draugs af öllum þeim mikla
fjölda slíkra persóna, sem sagn-
ir hafa verið skráðar um hér á
landi. Er það saga Austfirðings
ins Eyjasels-Móra, en höfundur
hennar er Halldór Pétursson,
sem áður hefur skrifað nokkra
þætti, er birzt hafa hér og þar
á prenti. Halldór kenndi sig
lengi við Geirastaði í Hróars-
tungu, og er hann að því leyti
nákominn söguhetju sinni, að
Móri hefur fylgt ætt hans allt til
þessa dags, meðal annans þeim
bræðrum, Halldóri og Runólfi,
reyndist svo ættrækinn við Run-
ólf, að hann fylgdi honum til
Danmerkur og sýndi sig þar,
gerðist jafnvel til að villa menn
milli bæja á Jótlandi. Halldór
tiieinkar bóikina minningu Sig-
fúsar Sigfússonar þjóðsagnarit-
era, sem kenndi sig við Eyvind-
ará í Eiðaþinghá, og er það vel
til fallið, þvi að Sigfús mun
hafa verið draugfróðastur Aust-
firðinga um sína daga og það
var nú síður en svo, að hann
drægi úr verðleikum Eyjasels-
Móra, helzt að honum fyndist, að
Skála-Brandur þyldi við hann
nokkurn samjöfnuð.
Halldór ritar bæði formála og
eftirmála, slær þar úr og í, en
auðsjáanlega treystist hann ekki
til að draga í efa, að Móri hafi
verið meira en missýning og
hugarburður, enda hæg heima-
tökin til allnáinnar vitneskju
um aðgerðir Móra. Og greini-
lega kemur fram, að ekki telur
Halldór aðra menn skilorðari en
ýmsa þá, sem hermt hafa frá
þeim voðaskelfi. Halldór getur
þess í eftirmála, að Jón alþingis
maður Jónsson, sem kenndur var
við Sleðbrjót, þjóðkunnur gáfu-
maður, hafi fyrstur orðið til að
geta Móra og atgerða hans á
prenti. Jón taldi sig ekki trúa
á tilveru Móra, en tilnefnir þó
sögumenn, sem hann vissi valin
kunna og gerðist ekki til að
rengja frásagnir þeirra.
Halldór segir frá ærið furðu-
legum upptökum draugsins — og
liggur við að hann hallist helzt
að því, að frásögnin um þau
sé ekki fjarri sanni, sem sé, að
Móri hafi verið tilbúinn úr kynja
efnum — verið svokallaður með
aladraugur! En hvað sem því líð-
ur, gerðist hann svo magnaður, að
hann drap menn og skepnur,
ærði fólk og meiddi og hafði í
frammi margs konar skálkapör,
en hafði einnig til að vera gam-
ansamur og greiðvikinn, sótti til
dæmis hesta, og þó að hann
bekktist við þá, e'r hann fylgdi,
tók hann illa upp misgerðir ann-
arra við slika menn. Hann fór
allvítt um, og notaði hann ýmis
farartæki, renndi sér á fjóssleða,
sat fyrir aftan menn, sem voru
á ferð ríðandi og tók sjálfur
hesta og reið þeim á þanspretti.
En eitt var furðulegast af farar
tækjum hans. Hinn alræmdi Þor
geirsboli slangraði austur á land,
og sá maður nokkur, að sá vom-
ur' þeyttist yfir svellað landið,
dró að vanda á eftir sér húðina,
og á henni sat Móri og knúði
bola áfram. En það höfðu menn
fyrir satt, að Móri hefði verið
að reka Þorgeirsbola úr ríki sínu,
ekki kært sig um að hann legði
í vana sinn að flækjást þar um
og draga athygli frá draugajöfri
Austfirðinga.
Halldór notar margar heimild-
ir og fylgir þeim mjög nákvæm-
lega, og gefur bókin fulla vissu
um það, að merkir menn, bæði
karlar og konur, hafa í meira en
hálfa aðra öld talið sig hafa
miklar og oftast æiið óþægileg-
ar sannanir fyrir tilveru Eyjasels
Móra. Halldór segir frá mjög
blátt áfram en það hygg ég, að
sagan sem heild hefði orðið líf-
legri og skemmtilegri, ef hann
hefði unnið meira úr heimildun-
um og gert söguna samfelldari,
án þess þó að ýkja eða raska
neinu, sem heimildarmenn hans
hafa frá skýrt.
Eitt að lokum:
Ég tel, að þó „hausarnir séu
tinnur" eins og skáldið segir,
þá verði þeir ekki margir, sem
berji til lengdar höfðinu við
steininn og neiti því, blákalt, að
dulræn fyrirbrigði hafi gerzt og
gerist. En ýmsir geta alls ekki,
hvaða sannanir, sem fram eru
bornar, fellt sig við að, dular-
fullar verur, sem sjást eða gera
vart við sig á annan hátt, séu
framliðnir menn. Mundi ekki
skynsamlegt, að minnsta kosti
viðunandi úrræði hjá slíkum
mönnum, að halla sér að því, að
slíkar verur séu til orðnar eins
og Eyjasels-Móri, búnar til úr
efnum kostulegrar náttúru — séu
svokallaðir meðaladraugar? Að
minnsta kosti virðist mér, að sú
skýring á tilveru þessara furðu
kinda geti frekar en aðrar sam-
ræmzt virðingu vísindalega hugs
andi og lærðra manna jafnt í
læknisfrœði sem sálfræði.
Guðm. Gíslason Hagalín.
HÁLSFESTAR
OG SKART-
GRIPASKRÍN
SMEKKLEGAR
JÓLAGJAFIR
Benedikt Blöndal
nerðasdomslögmaður
Ausiurstrætj 3. Sími 10223.
Sigurg. 'r Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifsoia.
Austurstrætj ÍJA. Sími 11043.
Yður til únægju
fallegt
endingargott
hreinlegt
þægilegt
Leitið upplýsinga hjá
G. Þorsteinsson & Johnson hf.
Grjótagötu 7 — Sími 24250.
Dri Brite
sjálfgljáandi,
fljótandi
bónvax
ER EITT MEST NOTAÐA BÓN LANDSINS!
Dri Brite sparar erfiði og fyrirhöfn —
sparar dúka og gólf.
Það sparar einnig fé, því það er drjúgt.
BINKAUMBOÐ :
Agnar IMorðfjörð & Co. hf.
Loksins! gceðapenni
sem allir geta eignast!
Verð „Imperial“ við allra hæfi
Sheaffers, sem þegar er heimskunn-
ur fyrir „Hvít-oddpenna“, bjóða nú
„Imperial“. Þessi nýi frábæri penni
er í stíl við fle'sta af hinum beztu
„Hvít-odd-pennum“ . . . og kostar
þó mun minna en þér haldið.
HINN FRÆGI
SHEAFFEBS STÍI.I,
Fegurð „Imperial“ sker
sig úr hvar og hvenær
sein pér beitið honum.
IIÓLKLAGA GULL-
PENNl ER SEREIN-
KENNI SHEAFFERS!
Með gullpenna ImperiaJ
getið þér skrifað leng-
ur án þreytu og betur.
ÞRÝ STIFYLLIN G
SHEAFFERS ER NÝ
Með því að þrýsta einu
sinni, þá tæmið þér,
fyllið og hreinsið „Im-
perial“ og hann e«- var-
anlega rithæfur aftur
Einnig fæst. .. Sheaffer's
„Gull lmperial“ með guíihettu.
Sheaffer’s umboðið:
EGILL GUTTORMSSON
Vonarstræti 4, Reykjavik