Morgunblaðið - 13.12.1962, Page 13
Fimmtudagur 13. des. 1962
MORCUNBLAÐIÐ
13
Ólafía Guðmunds-
dóttir frá Hjallárseyri
Fædd 27. júní 1898
Dáin 7. nóveml>er 1962.
„Hver er mestur yðar allra?
Ekki sá, sem mest á til,
Iheldur sá, sem Guði geðjast,
gjörir honum flest í vil.
Sá á mest af sönnum auði,
sem á mestan kærleikann.
Sá er mestur sem er beatur,
sannarlega það er hann.
við Arnarfjörð. Þar fæddist hiún
27. júní 1898 í stórum systkina-
hóp. Þar ólst hún upp á fátæku
heimili þeirra, þar sem mann-
kostir og manngæzka máttu sín
mezt. Dugnaður og nægjusemi,
ráðvendni og þrifnaður voru
eðliskostir þessara heiðurshjóna.
Og börnin urðu eins. — Það er
sönn gæfa að kynnast slíku fólki.
Ólafía var með foreldrum sín
um meðan þau bjuggu, en eftir
að móðir hennar hafði fengið
aðkenningu að slagi og misst heils
una, svo þau urðu að hætta bú-
skap, fluttist hún með þeim að
'Hrafnseyri til séra Böðvars, sem
var þar prestur þá, og síðari konu
hans Margrétar Jónsdóttur, og
voru þau þar um tveggja ára
tímabil. Fór hún þá til Reykja-
víkur og gekk undir uppskurð
hjá Halldóri Hansen þeim mikla
og góða lækni, sem hún dáði æ
síðan. Kom svo vestur til Hrafns
eyrar aftur og var þar enn um 1
skeið.
Eftir það fluttist hún til Reykja
víkur. Var hún tvö sumur ráðs-
kona hjá Sigvalda Jónssyni
greiðasölumanni á Geithálsi og
átti með honum dóttur fallega
og vel gefna. Heitir hún Guð-
mundína Lilja og er gift Svafari
Bjarnasyni rafirkja. Búa þau í
Kópavogi og eiga tvær dætur
mjög efnilegar.
Blessuð viníkona! Bg vildi geta
sent þér hinztu kveðju út yfir
gröf og dauða. Og þakkað þér
fyrir allt, alla þína umlhyggju og-
vinsemd eftir að ég varð ekkja
og svo f jarri mínum nánustu. Guð
launi þér það á efsta degi. Og
honum, sem sendi þig inn í
þessa tilveru og nú hefir kallað
þig heim, þakka ég fyrir þig og
fyrir alla góða menn og konur,
sem ég hefi fengið að kynn-
ast á lífsleið minni.
Blessuð sé minning þín.
Margrét Jónsdóttir
Athugið!
að borið saman við útbreiðslw
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu, en öðrum
blöðum.
ENPURNÝJIP RAFMWI
farip ariiEa meu
RAFTftKI!
Húseigendafélag Reykjavíkur
Hver er mestur allra yðar?
Ekki sá, sem stendur hæst;
Iheldur sá, sem hógvær reynist,
Ihann er sínum Guði næst.
Sá á mestan sóma skilið,
sem á anda hógværan.
Sá er mestur, sem er beztur,
sannarlega það er hann.
Hver er yðar allra mestur?
ekki sá, sem vit ber mest;
heldur sá, sem hjartaprúður
hagar sér og reynist bezt;
sé, sem blíður elskar alla,
einkum Guð og frelsarann.
Sá er mestur, sem er beztur,
sannarlega það er hann.“
Þessi fagri sálmur eftir séra
Valdimar Briem kemur mér í
huga þegar ég hugsa til minnar
horfnu vinkonu Ólafíu Guð-
mundsdóttur. Hún dó 7. nóv. í
Landakotspítala. — Enga mann
eskju þekkti ég, sem betur hefur
mátt heim færa þessi vers upp á.
Hún var svo vönduð til orðs og
æðis. Hún var trúuð kona og
elskaði — ekki bara Guð föður
og þann, sem hann sendi Jesús
Krist — heldur líka mennina,
eins og þeir eru upp og niður,
misjafnir og misgóðir. — „Það
eru allir menn góðir“, sagði hún,
ef hún heyrði hallað á einhvern
Hún átti ekki veraldarauð, en
hún hafði yndi af að gleðja aðra
og gera þeim gott, sem hún náði
til og vissi að vantaði. — „Mér
þykir svo gaman að gefa,“ var
svar hennar, þegar ég sagði við
hana: „Þú verður að gæta þín
elskan. Þú getur misst heilsuna
og þá þarftu á þínu að halda.“ —
„Eg er ekki að hugsa um það.
Eg á nóg, (Já, nóg á sá sér nægja
lætur“ sannaðist þar) og Guð
sér fyrir mér eins og öðrum. —
Það eiga allir svo gott núna það
eru spítalar og læknar og hjúkr-
unarlið og sjúkrasamlög og
tryggingar, sem hjálpa mönnum
í veikindum. Það er eitthvað öðru
visi en áður var.“
Ekki stóð hún hátt í metorða-
6tiganum. Var verkakona, sem
vann verk sín af trú og dyggð,
eamvizkusöm og glöð í geði. —
Alltaf kurteis og vingjarnleg við
alla æðri sem lægri. „Sá á mest-
an sóma skilið, sem á anda hóg-
væran.“
Ekki var hún skólagengin.
Hafði aðeins lært í barnaskóla
og skóla lífsins. — En henni var
það meðfætt og eiginlegt, það
var hennar eðli, að vera blíð og
góð við alla. Enda var hún af
góðu fólki komin. Poreldrar henn
ar voru gæðahjónin Guðmundur
Friðriksson og Guðmundína Jóns
dóttir, sem voru náskyld og í
ættlegg við Jón Sigurðsson for-
eeta. Þau bjuggu á Hjallkárseyri