Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 1
II Fösfud. 21. des. 1962 um menn og listir SVO sem kunnugt er kom bók Halldórs Kiljan Laxness, „Paradísarheimt" fyrir nokkru út í Bandaríkjunum, í enskri þýðingu Magnúsar Magnús- sonar. Nefnist bókin á ensku „Paradise Reclaimed". Helztu dagblöðin birtu ítarlega dóma um þetta skáldverk Laxness og sýndist sitt hverjum. Hér skulu tekin brot úr tveim rit- dómum; er annar jákvæður mjög fyrir skáldið, skrifaður af Robert Donald Spector, prófessor í ensku við Long -Island háskóla fyrir New York Herald Tribune, hinn allmiklu harðari, skrifaður af Charles Poore fyrir New York Times. í upphafi greinar sinnar skrifar Robert Donald Spec- Halldór Kiljan Laxness. tor, að Halldór Kiljan Lax- ness hafi löngum verið ís- lenzum gagnrýnendum nokk- urt vandamál. Þeir viður- kenni, að hann sé fremstur í röð íslenzkra núlifandi rit- höfunda, en Kiljan hafi með ádeiluskrifum á þjóð sína orð ið miður vinsæll, því að „þjóð ernishroki hinnar smáu þjóð- ar verður því oft valdandi, að hún lokar augunum fyrir göllum sínum“ Telur Spector líklegast, að Paradísarheimt hafi lítt fallið íslendingum í geð, því að þar hæðist hann að þröngsýni og ímynduðu siðgæði. Kiljan beri virðingu fyrir lífsbaráttu islenzku þjóð arinnar og hafi samúð með fátækt hennar á þessum tíma, 19. öldinni, en hann skopist að því, hvernig íslendingax játuðust undir stjórn Dana og að hinu falska stolti þeirra yfir því, að geta rakið ættir sínar til goðsagnahetjanna. Með því að lýsa ómannúðlegri meðferð á trúboðum Mormóna fletti Kiljan ofan af trúarleg- um en hræsnisfullum dyggð- um og í meðförum hans /erði fjölkvæni mormónanna skyn- samlegri og heiðarlegri fram- koma en einkvæni Islendinga. „Bandarík j amenn, s e m minnast hinnar miklu og sterku bókar höfundarins „Independent People“ munu við lestur þessarar bókar minnast aftur hæfileika hans til þess að fjalla um raunsæ smáatriði", segir Spector. Og áfram — „Paradise Re- claimed" er að því leyti ólík öðrum bókum Kiljans, að hann notfærir sér til fulln- ustu hinn rómantíska þátt ímyndunaraflsins, en sá þátt- ur hefur haft síauknu hlut- verki að gegna í skáldverkum Laxness. Hann hefur jafn- framt sýnt vaxandi áhuga á form-byggingu í list sinni og þrátt fyrir hin mörgu ein- kenni „sögunnar" er þessi skáldsaga skrifuð innan á- kveðins ramma til þess að hún nái tilgangi sínum. Stíll Laxness er látlaus, en býr yfir rpeiru en virðast kann í fljótu bragði. „I lok greinar- innar segir Spector“, að fáir muni um það deila, að Lax- ness búi yfir sönnum töfrum sem skáldsagnahöfundur. — ★ — í upphafi greinar Oharles Poore er þess minnzt, að Halldór Kiljan Laxness var, úthlutað bókmenntaverðlaun- um Nóbels árið 1955 og segir Poore, að menn hafi þá fyrir löngu verið hættir að undrast örlæti sænsku akademíunnar í þeim efnum og því hafi val hennar á Kiljan ekki komið svo mjög á óvart. Poore seg- ir hina nýju bók Kiljans ekki gefa neina vísbendingu um að hann sé verður ódauðleik- ans — á hinn bóginn styrki hún menn í þeirri trú að sér- hver liðtækur rithöfundur eigi það á hættu að vinna lárviðarsveig Nóbels. Ekki væri þó alls kostar rétt að segja að bökina „Paradise Reclaimed“ hefði alls ekki borið fyrir augu okkar, segirj Poore, hefði Laxness ekki þegar verið búinn að fá þessa viðurkenningu. .. Hún er vissulega jafn verðug þess að vera flutt inn, eins og svo margt annað, sem birtist á prenti — og þó ef til vill verð ugri en það flest — því að bókin er læsileg; hún sam- einar þætti skáldleika, hæðni og ádeilu í sundurlegri frá- sögn af mannlegum örlögum. í lok greinarinnar segir gagn- rýnandinn, að það megi þó vissulega teljast meðmæli með þessari bók, að hún sé ein af tiltölulega fáum nýjum skáld- ritum, sem ekki séu gegnsýrð af geislavirku úrfelli eða öðrum ógnvekjandi aliþjóðleg- um eyðingaröflum. höggvið í fylkingu hinna fremstu söngvara. Að vísu voru nokkur ár frá því Flag- stad hætti að syngja í óper- um, þá um sextugt, en hún söng þó af og til á hljóm- leikum, er haldnir voru til styrktar ýmiss konar líknar- starfsemi, meðan henni entist heilsa, og síðustu árin söng hún ljóð Griegs, Wagners og Riohards Strauss fyrir fá- menna hópa kunningja Og vina, sem segja að rödd henn ar hafi þá enn verið björt og þróttmikil. Kfrsten Flagstad fæddist að Hamri í Noregi 12. júlí 1895 og voru báðir foreldrar henn- ar starfandi hljóðfæraleikar- ar. Hún hóf snemma söng- nám — er t. d. sagt, að hún hafi þegar kunnað hlutverk Elsu í Lohengrin, er hún var tólf ára, en átján ára kom hún fyrst fram á sviði Þjóð- leikhússins í Oslo. Fyrstu tvo áratugina söng hún einungis á Norðurlöndum, en á þeim tíma söng hún í nær sjötíu óperum og óperettum. Hún var komin fast að fertugu og, að sumra sögn, farin að hugsa um að hætta að syngja, þegar hún í einni svipan náði heims- frægð. Henni bauðst hlutverk í Wagneróperu á hljómleika- hátíðinni í Bayreuth — og varð þá fljótt ráðin til Metro- politan óperunnar í New York. 2. febrúar 1925 söng hún Sieglinde í Die Walkúre og varð, að segja má, heims- fræg á samri stundu. Á næstu árum söng hún ásamt Lauritz Melchior í hverri Wagner- óperunni af annarri og menn hlýddu undrandi á hina björtu rödd og mikla radd- hljómleikasalnum í Philadel- phia á einum stað var henni neitað um leigu á hljómleika- sal En þetta breyttist fljótt. Næstu árin söng hún við flest beztu óperuhús Evrópu og hún var aftur ráðin til Metropolitan 1950. Árið 1953 kom Kirsten Flagstad síðast fram á sviði — í Ósló — en dró sig síðan í hlé að mestu. Hún varð for- stjóri nýju norsku óperunnar árið 1956 og gegndi því starfi þar til heilsan bilaði. Er hún lézt 67 ára að aldri hafði hún legið sjö mánuði í.sjúkrahúsi. Fyrir nokkru var úthlutað í Færeyjum bókmenntaverð- launum ársins, sem jafnan eru afhent á sérstökum „degi bók- arinnar“. í ár féllu verðlaun- in, 1000 danskar krónur, í hlut rithöfundarins Martins Joensens, sem kunnastur er fyrir skáldsögu sína „Fiski- menn“. Á þessu ári hafa kom- ið út í Færeyjum meira en þrjátíu bækur. Laugardaginn 15. desember var opnuð í Liljevalch-lista- Sovézka blaðið „Nedjela" skýrði frá því fyrir skömmu, að tónskáldið Dmitrij Sjosta- kovitj hafi nýlokið við nýja sinfóníu, sem samin sé við þrjú ljóð eftir Évgení Évtús- jenkó Ljóðin eru: „Otti“ og „Frami“, sem eru bitur ádeilu ljóð á Stalínstímabilið — og Brjóstlíkan af Nikita Krúsjeff eftir Nikolai Tomsky. höllinni á Djurgárden í Stokk hólmi farandsýning á lista- verkum 130 sovézkra lista- manna. Sýning þessi mun vera að flestu eða öllu leyti í hinum sósíalrealíska stíl, enda listaverkin valin af stjórnskipaðri nefnd í Moskvu. Meðal listamannanna sovézku eru fjórir bræður, sem nefnd- ir eru Tokarjev, Tjebonjuk, Ugarov og Moisjenko. „Babi Jar“, sem fjallar um andstöðuna gegn Gyðingum í Sovétríkjunum, og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. ii | §§ Þegar Kirsten Flagstad lézt 7. desember sL var stórt skarð svið. Upp frá því var hennar jafnan getið, þegar minnzt var á flutning á óperum Wagners — og meðan hún kom fram á sviði hélt hún óskertum sínum hróðri, sem mesta Wagnersöngkona sinnar tíðar. Árið 1941 fór Kirsten Flag- stad til Noregs, að sinna manni sínum, Henry Johan- sen, er þá var sjúkur. Að styrjöldinni lokinni var hann handtekinn — sakaður um samvinnu við Þjóðverja og að hafa hagnazt á viðskiptum við þá. Johansen lézt meðan hann beið réttarhaldanna. Árið 1947 fór Flagstad aftur til Bandarikjanna, sótti um bandarískan ríkisborgararétt og lagði upp í hljómleikaför. Hvarvetna andaði köldu í hennar garð. I Carnegie Hall var hrópað að henni ókvæðis- orðum og hvellhettur og púð- urkerlingar voru sprengdar í Málverk eftir Viktor Barvenko.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.