Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 21. des. 1962 BIRGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM HLJQMPLÖTUR VÆRI ég spurður, hvaða ihljóðritun, sem út hefur kom ið á þessu ári ég teldi merk- asta eða bezta, mundi ég ef- laust setja ofarlega, jafnvel efst, upptökuna á Mattheusar Passíunni eftir Batíh, sem Oolumbia sendi frá sér snemma á þessu ári. Margar upptökur hef ég beyrt, er Otto Klemperer stjórnar, en eng- in hefur haft eins djúp áhrif á mig sem þessi. Columbia hefur safnað saman hinum lágætustu kröftum, sem völ var enda árangurinn eftir því. Áður en lengra verður haldið, langar mig að segja nokkur orð um sjálfan hljóm- sveitarstjórann, Otto Klemp- erer. Hann er kominn mjög á efri ár og hefur átt við mikla vanheilsu að stríða, bæði and- lega og líkamlega. Á þeim árum, eir hann dvaldist í Bandaríkjunum, var hann um tíma á geiðveikrahæli. Einu sinni slapp hann út og var auglýst eftir honum. Heila- æxli mun hafa orsakað geð- bilun hans. En ekki nóg með það, hann hefur orðið fyrir hinum ótrúlegustu skakka- föllum, og ekki alls fyrir löngu, þegar hann var rúm- liggjandi, sofnaði hann með logandi pípu upp í sér. Hann vaknaði við vondan draum. Rúmfötin stóðu í björtu báli. Hann greip það, sem hendi var næst til þess að slökkva eldinn, en ekki tók þá betra við, því að það, sem hendi var næst, var bráðeldfimur spíritus. Hann brenndist mjög illa, og töldu víst margir, að dagar hans sem hljómsveitar- stjóra vsaru taldir. En sem betur fór, beit ekkert á hann frekar en endranær og við erum í dag mörgum hljómplöt um rí’kari fyrir bragðið. Fræg er sú saga, að hann hafi eitt sinn á hljómsveitar- æfingu rifið fiðluna úr hönd- um eins hljóðfæraleikarans og brotið hana mélinu smærra á höfði eigandans. Eitt sinn vantaði fyrsta trompetleikara, þegar æfingin skyldi hefjast. Klemperer varð hinm æfasti og neitaði að hefja æfinguna fyrr en hann væri maettur. Leið svo og beið þar til loks, að trompetleikarinn mætti. Gat þá æfingin hafizt og verk ið, sem fyrst átti að æfa, var „Lítið næturljóð" eftir Moz- art. Þess má geta, ef einhver skyldi ekki vita það, að það verk er fyrir strengjasveit og koma blásarar þar hvergi nærri. En nú er sennilega komið nóg í bili af sögum af Klemperer og langi einhvern að vita ártöl og því um líkt varðandi hann, er auðvelt að fletta þeim upp í músíkorða- bókum. En snúum okkur frekar að Mattheusar Passíunni. Það þarf vart að taka það fram, að verkið er í algerum sér- flokki, og ég hefði gaman af að hitta þann, sem getur hlust að á það ósnortinn. Klemperer notar yfirleitt hæg tempi, en mér finnst ég ekki verða var við hinn steinrunna hrika- leik, sem annars einikennir túlkanir hans alltof oft. Sum um hefur fundizt túlkun Klem perers um of í 19. aldar stíl. Má vel vera, en þurr er hún a.m.k. ekki. Verkið er dregið upp í stórum massívum drátt um í dökkum litum. Einsöng vararnir eru frábærir. Eg mundi fyrstan vilja telja Pet er Pears, sem syngur hlutverk GuðspjalLamannsins. Rödd hans er nokikuð sérkennileg, en hann syngur hlutverk sitt af slíku innsæi og „músika- litet“, að með eindæmum má teljast. Minnist ég ekki að hafa áður heyrt þessu hlut- verki gerð þvílík skil. Fisch- ér-Dieskau syngur hlutverk Jesú. Þarf ekki að taka fram á hvern hátt það er gert, því að hver þekkir ekki Dieskau? Elisabeth Schwarzkopf syng- ur að vanda fagurlega og meira blátt áfram og án til- gerðar en oft áður. Ohrista Otto, Christa Lydwig, Fritz Wunderlich, Dietrich Fischer- Dieskau, Karl Kohn o.fl., á- samt St. Hedwigs dómkirkju kórnum í Berlín og Sinfóníu- hljómsveit sömu borgar. For- ster stjórnar verkinu mjög traustum tökum allt frá byrj- un til enda og slakar hvergi á Túlkun hans er hrein og bein og einlæg. Mér finnst það eiga vel við hér, þar sem verk þetta er næsta dramatískt og sterkt með miklu hraðari at- burðarás en áðurnefnd Matt- heusar Passía. Af einsöngvur um vil ég sérstaklega geta Fritz Wunderlich, sem fer með Otto Klemperer Ludwig fer með alto hlutverk ið af dæmafárri snilld. Hún fær reyndar hvað fegurstar aríur í sinn hlut, ef annars er hægt að telja eitt betra en annað í þessu göfuga verki. Aðrir einsöngvarar leysa sín hlutverk á næsta óaðfinnan- legan hátt, en þeir eru: Nicol- ai Gedda, Walter Berry, Otak ar Kraus o.fl. Mjög hefur ver ið vandað til þessarar upp- töku hvað hljóðritun varðar ekki síður en allt nnað. Ster eo upptakan er mjög svo smekklega gerð og hugvitsam lega. Bach notar tvo kóra og tvær hljómsveitir, sem ýmist flytja verkið ein sér eða bæði saman. Þetta fyrirkomulag hefur verið notað út í æsar með áhrifamiklum árangri. Hljóðritun að mínum dómi fyrsta flokks. Frágangur allur er hinn fegursti, þar sem verk ið er fáanlegt í glæsilegu al- búmi ásamt bók er fylgir með. í henni eru m.a. nokkur lit- prentuð málverk. Ef ég ætti ekki þessa upptöku, er þetta sú hljóðritun af þeim nýlegri, sem ég mundi óska mér í jóla- gjöf. Númer er: 33CXS1799, 33CX1800-3 (m), SAXS 2446, SAX 2447-50 (s). Annað verk eftir Bach, sem ég vil mjög mæla með, er Jó- hannesar Passían gefin út af ELECTROLA undir stjórn Karl Forster. Flytjendur eru Elisabeth Griimmer, Lisa hlutverk Guðspjallamannsins. Wunderlitíh hefur mjög fagra rödd ,sem hann beitir af mik illi kunnáttu og smekkvísi. Ekki munu alltof margir kann ast við hann, en hann syng- ur einnig í „Hollendingnum fljúgandi" eftir Wagner, sem His Master Vocie gaf út fyrir nokkru. Hljóðritun er mjög góð, kórinn kannske nokkuð sterkur, sömuleiðis einsöngv- arar samanborið við hljóm- sveit. Það eru samt hreinir smámunir. Númer er E 80668- 70 (m), STE 80668-70 (S). Hans Riohter-Haaser er nafn, sem er tiltölulega ný- komið fram á sjónarsviðið í „plötuheiminum". Einkum eru það upptökur hans á són ötum og píanókonsertum Beethovens, sem vakið hafa athygli. Flutningur hans á 4. píanókonsert Beethovens þyk- ir sér í lagi góður. En eftir að hafa heyrt hina nýju út- gáfu Deutsohe Grammopbon á píanókonsertunum í heild, flutta af Wilhelm Kempf og Philharmóníuhljómsveit Berl ínar undir stjórn Ferdinand Leitner mundi ég alveg hik- laust ráðleggja þeim, sem töik hafa á ,að reyna fremur að tryggja sér þá upptöku. Hún er fáanleg í albúmi með öll- um konsertunum í heild, en einnig er hægt að fá einstaka konserta sér. ikl Eftir hinar glæsilegu Beet- hoven upptökur með Richter- Haaser, olli það vægast sagt nokkrum vonbrigðum, er út kom í sumar plata með tveim píanókonsertum Mozarts (K. 453 og K. 537). Flutningur Richter-Haaser á þessum tveimur verkum verður að teljast nokkuð misheppnaður sundurskorinn og ópersónu- legur. Hljómsveitin er þung í vöfum, sem er næsta óhag- stætt í Mozart, undir stjórn Kertesz (Philharmonia í Lond on). Hljóðritun er svo sem sæmileg. Númer: 33 CX 1780 (m), SAX 2426 (s). Sðar mun ég sennilega fjalla um nýútkomnar upp- tökur á fjórum píanókonsert um Mozarts, leiknum af Geza Anda. Þar fer saman að mín- um dómi fyrsta flokks leikur og upptaka. Þar á meðal er hinn dásamlegi konsert í G- dúr K. 453, sem áður var get- ið, er minnzt var á Ritíhter- Haaser. Það er leitt til þess að vita, að ekki skuli lengur vera hægt að flytja til landsins upp tökur gerðar af MERCURY, því að þeir gefa út margar merkar plötur og í upptöku- tækni standast fáir þeim snúning, Þeir eru tiltölulega nýlega farnir að gefa út plöt- ur ,þar sem hljóðritun er gerð á nýja gerð segulbands, sem er bæði breiðara og þykkara en áður hefur tíðkazt. Þeir kalla þetta „magnetic film“, og hef ég rekið mig á, að sum- ir halda, að hér sé um að ræða kvikmyndafilmu, en það er misskilningur. Þeð þesari nýju tæikni er hægt að fá mun betri tóngáeði og minna plötu suð. Ein nýjasta platan frá Mercury, þar sem þessari tækni er beitt er með köflum úr tveim óperum eftir Alban Berg, þ.e. „Wozzek" og „Lulu“. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur undir stjórn Antal Dorati. Dorati pressar allt, sem hægt er úr þessari tónlist, dálítið rómantískur og faljóðritun er ofboðslega mögn uð. Mæli með þessu fyrir að- dáendur Bergs og þá, sem langar að kynnast honum. Númer: MMA 11167 (m), AMS 16117 (s). Eg vil geta þess hér um leið, að nú í þessum mánuði gaf Mercury út plötu (sama tækni) með Píanókonsert no. 3 eftir Prokofief og Píanókon- ert no. 1 eftir Rachmaninoff. Upptakan er gerð í Moskvu nú í sumar. Byron Janis leik- ur á píanó með undirleik Phil faarmoníuhljómsveitarinnar í Moskvu, Kyril Kondrashin stjórnar. Eg hefi enn ekki heyrt þessa upptöku, en hún fær góða dóma. Númer MMA 11180 (m), AMS 16130 (s). His Masters Voice gaf út nú í desember Jólaóratórío Bachs, sem reyndar er ekk- ert annað en 6 kantötur tengd ar saman. Eg hefi ekki heyrt þessa upptöku, en ef marka skal dóma, er vissara að fara með allri gát í sambandi við þessa útgáfu, þar sem margt er gagnrýnt, einkum hljóm- sveitarstjórinn Kurt Thomas. Þar að aiuki syngur Josef Traxel hlutverk Guðspjalla- mannsins. Það lízt mér ekk- ert alltof vel á, þar sem Trax el er fremur klemmdur og þvingaður, þegar hann er kom inn upp fyrir vissa tónfaæð. Ballettunnendur mega vel við una þessa dagana, þar sem His Masters Voice var rétt í þessu að senda frá sér þrjá balletta eftir Tchaikov- sky. Að vísu er um úrdrætti að ræða, þar eð ballettunum eru helgaðar ein plata hverj- um um sig. Hér er um að ræða Svanavatnið, Hnetubrjótinn og Þyrnirósu. Tohaikovsky verður fyrir töluverðu aðkasti úr ýmsum áttum enda átti hann alltaf í erfiðleikum með sinfóniskt form, en í ballett- unum er hann sennilega hvað mest í essinu sínu, þar sem form þeirra hentaði honum einkar vel. Samanborið við sinfóníurnar eru þeir samsett ir af ótal smástyk’kjum, oft án samtengingar, en samteng ingarnar í sinfóníunum ollu Tohaikovsky hvað mestum vandræðum, enda sagði hann sjálfur, að alltaf mætti heyra (eða sjá) saumana. En ball- ettar Tohaikovskys eru mjög heillandi einkum, ef þeir eru fluttir 1 heild, en þá tekur hver ballett frá tveimur upp í fjórar plötur. Þessi útgáfa er gefin út í mjög fallegu al- búmi með mörgum myndum og lesmáli. Efrem Kurtz stjórnar, Philfaarmóníahljsv. i London, Yehudi Menuhin leik ur einleikshlutverkið á fiðlu. Kurtz er gamalreyndur ball- etthljómsveitarstjóri og tel ég óhætt að mæla með þessari upptöku. Kannske er flutn- ingurinn á Þyrnirósu beztur (og tónlistin fallegust?). Númer eru RLS 670 (m), SLS 765 (s). Þess má að lokum geta að þessar plötur komu upphafléga á markað í áföng um árin 1958—’60. Hljóðrit- un er noikkuð misjöfn. Fyrst ég á annað borð er farinn að fjalla um ballett tónlist, vil ég geta þess sér- staklega, að enn er fáanleg hér MERCURY upptakan á Eldfuglinum eftir Stravinsky þar sem Antal Dorati stjórn- ar Sinfóníuhljsv. í London. Um þá upptöku vil ég segja þetta. Verkið er flutt í heild en ekki bútað niður eins og alltof algengt er og er það mikill kostur. Stjórn Dorati á verkinu einkennist af mikilli nákvæmni og spennu. Dregur hann vel fram töfra og ljóð ræna eiginleika ballettsins. Ef þið, sem þetta lesið eigið stór og fullkomin flutnings- tæki, og langar að sýna kunn ingj'um ykkar hvað þau geta, þá getið þið varla valið plötu sem sannar ágæti þeirra bet- ur en þessi. Hljóðritim er farikaleg og fögur. Númer eru MMA 11089 (m)„ AMS 16038 (s) Jólahazarínn Álfabrekku við Suðurlandsbrauf býður yður leikföng, barnafatnað, matar- og kaffi- stell, staka bolla og glös. Auk þess ýmsar aðrar gjafavörur á tækifærisverði. Jólabazarinn Þar sem verzlunin Álfabrekka var áður við Suðurlandsbraut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.