Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 23
Föstudagur 21. des. 1962 MORCVNBLAÐ1Ð 23 Hagkerfi spillingarinnar KAFTAKERFINU hefir nú að imiklu leyti verið létt af íslenzk- um þjóðarbúskap. Munu fáir sakna þess að vilja leiða það yfir landsmenn á ný. Haftakerfið leiddi af sér alls- kyns ósóma í þjóðfélaginu, sem enginn maelir bót, ekki einu sinni dyggustu aðdáendur kerfisins. En þeir halda því þá fram, að kerfið sjálft hafi verið ágætt, en því aðeins illa framfylgt. Flestir eru þeirrar skoðunar, að svartimarkaðurinn, smyglið, ekattsvikin, skömmtunin og verzl unin með „leyfin“ o.fl., séu rök rétt og óhjákvæmileg afleiðing af kerfinu og verði það alltaf þannig geti aldrei öðru vísi orð- ið, í hinu norska blaði Farmand birtist nýlega grein með þessu nafni: Korrupsjons-ökonomi. Greinin er skrifuð af indversk- u.m prótfessor við Gujarat-há- skólann í Ahmedabad í Indlandi. Ljóst er hvers vegna hið norska tekur upp þessa grein. Hafta- kerfið á marga áhangendur í Noregi. Lýsingar Indverjans á óstandinu í Indlandi í þessum efnum munu koma mörgum Norð manni kunnuglega fyrir sjónir. Og þess vegna birtist nú hér í blaðinu lausleg þýðing á þessari grein, að allir íslenzkir kaup- sýslumenn og aðrir, sem feng- ið hafa að reyna hið íslenzka haftakerfi, munu á sama hátt kannast við a-m.k. sum þeirra fyrirbæra, sem lýst er í grein- inni. Það er sama hversu ólíkar þjóðirnar eru, sem fylgja hafta- kerfinu — sjúkdómseinkenni þess verða alltaf hin sömu. Einnig þarna austur frá sann- ast það, sem Sjálfstæðismenn Ihafa alltaf sagt um haftakerfið. Bönn og höft leiða alltaf til lög- brota. Aukin lögbrot kalla á auk- ið eftirlit, strangari retfsingar og meiri höft og fleiri bönn, og þann ig áfram koll af kolli. Árangur af af stefnu sosíalista og annarra haftapostula er alltaf Lögreglu- ríkið ef þesSi þróun er ekki stöðvuð í tæka tíð. ★ • ★ Iridversfca stjórnin hefir sett á laggirnar nefnd til að vinna „gegn spillingu“ og. er hlutverk hennar að endurskoða gildandi eftirlitsreglur hjá embættismönn- um stjórnvaldanna og finna raun hæfar leiðir til þess að aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar gegn spill- ingunni beri árangur. Spillingin í Indlandi er komin á hættulegt stig og veldur al- mennum áhyggjum. Hinn 8. des. 1959 sögðu indversk blöð „að forsetinn mundi láta rannsaka þær kærur, sem beint hefði verið gegn ráðherrum, háttsettum em- bættismönnum og öðrum opin- berum starfsmönnum, um mis- notkun embættisvaldsins." Shri C. D. Deshmufch sagði að hann hefði fengið lagðar fram sannanir fyrir því, að spilling væri í emibættisfærslu á „háum 6töðum“ og prófessor S. Radha Krisnan þáverandi varaforseti, lét í ljós áhyggjur vegna þeirrar „skapgerðar-kreppu" (karakter krise) — sem þjóðin hefði orðið fyrir. Spillingin hjá stjórnvöldum er eðlileg afleiðing ráðandi stefnu í efnahagsmálum, þar sem höftin eru einn megin þáttur hagkerfis- ins. Stjórn efnahagsmála er fram fcvæmd með leyfum, kvótum og einkaleyfum, sem ekki kosta neitt fyrir þá, sem veita leyíin, þ.e.a.s. opinbera embættismenn og stjórnmálamenn. Það er held- ur ekki ætlunin að „leyfin“ eigi að fcosta neitt fyrir þá, sem um þau sækja. En þau færa nú samt epilltum opinberum starfsmönn- um gífurlegar fjárhæðir. Innflutningsleyfin eru þau leyfi, sem mest er sótzt eftir. Síðast liðin sjö ár voru gefin út slák leyfi til einkafyrirtækja og opinberra aðila fyrir um Rs. 1.019 crores (2.14 milljarða doll-i ara) að meðaltali á ári. Þessi! leyfi eru gífurlega verðmæt fyrir leyfishafa. Innflutningsleyfi fyr- ir gerfi-silki færa t.d. leyfisbafa hagnað sem nemur ca. 315% þ.e.a.s. innflutningsleyfi fyrir gerfisilki fyrir 100 Rupi er raun- verulega 315 Rupi virði fyrir leyfishafa. Skjal sem ekki hefir kostað neitt að gefa út, og sem veitir eiganda leyfi til að flytja inn gerfi-silki fyrir t.d. Rs. 1 crore (2.1 milljón dollara) er Rs. 3.15 crores virði (6.6 millj. dollara). Þetta er sannarlega einskonar Aladdins-lampi, sem býr til verð- mætisfúlgur úr engu! Lampinn hefir verið notaður í verzlunarráðuneytinu síðast lið- in 20 ár. Og Aladdin er hin ind- verska ríkisstjórn. Hið ólöglega „verð“ á inn flutningsleyfum fer eftir því fyr- ir hvaða vöru leyfi er veitt. Þau eru breytileg allt frá 30% til 500% (eða meira) af leyfisupp- hæðinni. Síðastliðin 7 ár hafa verið veitt leyfi fyrir að meðal- tali Rs. 613 crores (1.3 milljón dollara) á ári til einkafyrirtækja, sem flytja inn vörur. Sé nú gert ráð fyrir að meðal — „verð“ sé 75% af leyfisupphæðinni hafa þessi leyfi fært óheiðarlegum opinberum starfsmönnum eitt- ‘hvað um það bil Rs. 460 crores (970 milljón dollara) a ári. Slífcum gífurlegum fjárhæðum 'hefir lampi Aladdins deilt út með al hinna útvöldu einu sinni á ári. Verksamningarnir, sem gerðir eru við hið opinbera eru lí’ka mjög eftirsóttir vegna þeirra ofsalegu gróðamöguleika sem þeir veiba. Þegar ríkið tilkynn- ir að fjárfest hafi verið Rs. 100 crores í opinberar framfcvæmd- ir, fara í raun og veru aðeins 60—90% til framkvæmdanna — og er þá hér meðtalinn eðlileg- ur ágóði til verktakanna. Hitt fer sem óeðlilegur gróði til sömu aðila og auðvitað líka til hinna útvöldu. Ef maður svo tekur með þann einkasölugróða, sem einkaatvinnu rekendur geta haft af einkaleyf- um verður summa alls þessa ó- heiðarlega gróða, sem haftakerf- ið leiðir af sér eitthvað um það bil Rs. 750 crores (1.600 milljón dollana). Þessi óvenjulega skattbyrði, sem lögð er á atvinnustarfsem- ina í landinu, er að sjálfsögðu bæði ósiðleg og gífurlega skað- leg. Þar sem hún táknar ágóða, sem efcki er endurgreiðsla fyrir neina veitta þjónustu, má með réttu kalla þetta ránsfeng, sem or sakast af haftabúskapnum. Þetta lendir að síðustu á þjóðinni í heild og þó sérstaklega á milli stéttunum, sem voru illa settar áður. Aufc þess að valda ranglátum tekj utilf ær slum (f rá millistétt til hinnar nýju stéttar), þá örfa þessar tekjur óheilbrigða eyðslu, þar sem hér er um léttfengnar tekjur að ræða. Spillingin rýrir sparifjársöfnun og fjármagns- myndun og tefur fyrir efnahags- legum framförum. Það er þessi' gífurlegi og ólög- legi gróði sem hefir -skapað hina stenku sérhagsmuni (vested ínt- I erests), sem vaxið hafa upp í kjölfar áætlunarbúskapanns. Það er mjög óraunhæft að ætl- ast til þess að stjórnmálamenn og embættismenn, sem vaid hafa i til þess að gefa út „leyfin“ muni standast freistinguna að taka við I fé, þar sem hér eru á ferðmni | „himalayiskar" summur. Án efa eru í þessum hópi opin- berra starfsmanna að finna marga strang-heiðarlega menn, en það þýðir aðeins að þeir slá hend- inni á móti gróða, sem fellur þess í stað í hlut miður heiðar- legra starfsbræðra. Sjálif eftir- spurnin eftir leyíunum býður upp á spillinguna. að hætta öllum rikisreknum á- ætlunarbúskap. Starfsemi ríkis- valdsins verður síðan að tak- marka við það hlutverk sem eðlilegt verður að telja, að það hafi með höndum. Sú spilling, sem við sjáum Indland hefir litla von um að losna undan þessari spillingu, ef fcvóta og haftakerfinu verður við haldið. Nefndin, sem skipuð er til þess að uppræta spillinguna, getur svo gjarnan lagt til að herða verði eftirlitið og að beitt verði strangari refsingum en nú eru í gildi lögum samkvæmt. Þetta gagnar bara mjög lítið. Við höfum þegar fengið það sann að: Gerð var tilraun til að koma i veg fyrir gullsmyglið og var þá tollalögum frá 1878 breytt á árinu 1955, eftir tilmælum toll- yfirvalda. Lagabreytingin var í því fólgin að sönnunarbyrðin var færð frá ákæruvaldinu til sakbornings; Þegar lögreglan lagði hald á gull, sem hún hafði grun um að væri smyglað, varð eigandi gullsins að sanna að ekki væri um smyglvaming að ræða. Þessi mikilvæga lagabreyting svifti aðeins þá menn, sem verzla með gull, þýðingarmiklum mann- réttindum — en hún kom ekki í veg fyrir gullsmyglið. Gullsmyglið hélt stöðugt á- fram, vegna þess að aðgerðin beindist ekki gegn orsökum meinsins, sem er sá gífurlegi munur, sem er á indversku gull- verði og gullverði á heimsmark- aði. Við verðum að losna við leyf- is- og kvótakerfið og afskipti rik- isvaldsins af efnahagslífinu eif við eigum að uppræta spilUng- una. Við verðum að breyta um stefnu og reyna að nálgast hug- rnynd Gandihis um „minimum“- ríkið. Leyfisveitingar er ekki hægt að losna við á meðan enn er við líði sá gríðarmikli mismunur sem er á vöruverði innanlands og markaðsverði á samskonar innfluttum vörum. Og þennan verðmismun er ekki hægt að minnka nema með þvi að hverfa frá þeirri verðbólgu-pólitík, sem nú ríkir og síðan verður að fella gengið á „rupi“ til samræmis við þá verð- og bostnaðarhækk un, sem orðin er og orsakast hef- ir af verðbólgu-pólitík undan- farinna ára. Hverfa verður algerlega frá haftapólitíikinni en til þess þarf ir stjórnmálamenn halda, sú veiki sem hægt er að lækna með nýjum lögum og strangari refs- ingum. Meinsemdin á rót sína að rekja til þess efnahagskerfis, sem við búum við í dag. Verði það ekki allt í kringum okkur í dag er afnumið, mun spillingin þróast ekki eins og barnslega einfald- áfram svo sem verið hefir. ENSKIR og ÍTALSKIR KARLMANNASKÓR NÝKOMNIR SKÓSALAN tAUGAVEGI 1 Karlmannaföt Útlendu karlmannafötin komin. Amerískt snið. 100% ull. Manchester Skólavörðustíg 4. B d>S e a u l */■»' R E Shantpoo þrjár tegundir Fyrir feitt hár, fyrir þurrt hár og fyrir normal hár. John H. Breck Inc. — Manufacturing Chemists, Springfield, Massachusetts, New York, Chicago, San Francisco, Los Angeles, Ottawa, Canada. — Fæst í ölium snyrtivöruverzlunum og apótekum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.