Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagrir 2'i. des. 1962 í FYRRADAG voru litlu jól- in haldin í öllum barnaskólum bæjarins; þeir voru uppljóm- aðir og myndum skreyttir og þaðan bárust skærar bams- raddir. Krakkarnir voru allir spariklæddir og í jólskónum frá því í fyrra; þau klöppuðu saman lófunum, stöppuðu nið ur fótunum og sungu „Beims um ból“ alvarleg á svip. í stuttu máli sagt: komin í jóla- skap. Myrkrið, slyddan og rokið úti fyrir spilltu á engan hátt jólagleðinni. Yngstu börnin í Mýrarhúsaskólanum nýja hurfu skríkjandi út um dyrn ar, eftir að hafa kvatt kennslu konuna og óskað gleðilegra jóla, sumir í fylgd með stóru systur eða foreldri, aðrir hopp uðu upp í næsta strætisvagn. Þau höfðu augsýnilega skemmt sér vel, gengið í kring um jólatré og tekið þátt í ýmsum leikjum, spjallað við Gluggagægi og fengið mörg kort frá skólafélögum sínum. Börnin fylgdust vel með því, sem fram fór á leiksviðinu í Melaskólanum. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. „Ekkjan við ána“ lesin upp. Kórinn sat í hring umhverfis sviðið og ekkjan sat við rokkinn og spann. í Melaskólanum var sýnt jólaleikritið „Stjarnan“ eftir Ragnheiði Jónsdóttur. önnuð ust það böm úr 11 ára bekk. Og þar sem vinsælt er að bregða sér að tjaldabaki og ræða stundarkorn við leikara, bönkuðum við á dyr á kennslu stofu nokkurri og stóðum fyrr en varði innan um berfætta engla, vitringa og austur- lenzka auðkýfinga í ilskóm. Enginn sviðskjálfti var sjáan legur á neinum og krakkamir, tuttugu talsins, sögðu að það versta væri að bíða svona eft ir að fá að fara upp á sviðið. Öll vom þau í litríkum klæð- um sem handavinnukennarar skólans höfðu útbúið, englarn ir með gullband um sig miðja, gyllta bréfvængi og kórónu. Og um hvað fjallaði nú leik ritið? Það var jólaleikrit og þar 'sagði frá gistihússeiganda sem tók á móti ættstómm mönnum, sem gátu borgað fyr ir sig, en néitaði hins vegar Jósep og Maríu um húsaskjól. Dóttir þeirra, Miriam, sá aum ur á þeim og faldi þau í fjár- húsinu, þar sem konungur konunganna fæddist. „Eg leik Miriam“ sagði Ijós hærð hnáta, Sigríður að nafni. „Og dúkkan mín leikur Jesú- barnið. Miriam var lömuð á Gullvængjaðir englar ganga berfættir á sviðinu 1 skipulagðri röð. Flautuleii&ararnir ungu: Guðjón, Heimir og Karl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.