Morgunblaðið - 21.12.1962, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.12.1962, Qupperneq 4
4 MORGVIS BLAÐIÐ Föstudagur 21. des. 1962 drátfur úr ræðu Krúsjeffs, forsætís rábherra Sovétnkjanna, á fundi æbsfa rábsins. Gillette Nýju Aristocrat rakvélasettin frá GILLETTE er falleg og nytsöm jólagjöf. Fást í helstu herrafataverzlunum rfFftTSSON Yatnsstíg 3 — Sími 17930. Albanir hrópa móður sinni ókvæðisorð fyrir borgun EIN S og skýrt hefur verið frá í fréttum hélt Krúsjeff, forsætisráðherra, ræðu á fundi æðsta ráðsins fyrir skömmu. Fer hér á eftir í lauslegri þýðingu útdráttur úr ræðu forsætisráðherrans: Á þeim sjö mánuðum, sem liðn ir eru frá því að æðsta ráðið kom síðast 9aman til fundarhalda hafa mjög mikilvæigir atburðir gerzt á sviði alþjóðamála. Sumir þessara atburða hafa óignað heimsfriðnum. Sovétstjórnin telur það skyldu sína að gera grein fyrir ástand- inu í alþjóðamálum og rekja aðgerðir sínar í utanríkismél- um að undanförnu. Mótun utanríkisstefnu og að- gerðir í utanrikismálum krefj- ast þess, að stjórnmálamenn sósía listaríkjanna séu hæfileikum búnir og yfirvegi málin vand- lega. Þeir verða að gera sér fulla grein fyrir ástandinu í al- þjóðamáium og taka ákvarðan- ir í samræmi við hið raunveru- lega ástand, vega og meta valda- hlutföilin og komast að niður- stöðu, sem styrkir aðstöðu sósía- lismans og amræmist hagsmun- um allra friðelskandi þjóða. Sovétstjórnin fylgir með festu kenningum Lenins um friðsam- lega sambúð. Hún hefur gert og mun gera allt, sem nauðsynlegt er til þess að tryggja friðinn. Helzti árangurinn af aðgerð- um Sovétstjórnarinnar og stjórna annarra sósíalistaríkja, ár angurinn af starfi ailra friðar- afla á þessum tíma, er 9á, að það tókst að afstýra árás á Kúbu sem undirbúin hafði vexið af stríðsæsingamönnum í Banda ríkjunum, sem stefna að heirns yfirróðum. Hinni beinu ógnun við heims- friðinn, sem átti rætur sínar að rekja tid ástandsins á Karíba- hafi, hefur verið bægt frá. Fyrir nokkrum dögum lýsti Hr. Home, utanríkisráðherra Breta því yfir, að eftir aðgerð- irnar í Kúbumálinu, benti ýmis- legt til þess, að Sovétríkin hefðu ef til vill tekið hlutverk sitt á alþjóðavettvangi til endiurskoð- unar. Þ.e. þau mýndu slaka tii við Atlantshafsbandalagið í einu og öllu. Hann sagði, að Sovétríkin ættu að taka það til greina, sem þau hefðu lært af Kúbumálinu. Utanrílkisráðherra Breta ætti að vera það ljóst, að Sovétríkin taka alltaf til greina það, sem þau geta lært af atburðum á alþjóðavettvangi. Þeir, sem hvetja til þess að taka það tii íhugunar, að Bretum og banda- mönnum þeirra yrði kastað út í hringiðu hörmunganna, ef til- raunirnar til þess að stöðva hina geigvænleigu þróun mála mis- beppnast og líkt vandamál og Kúbumálið rís aftur. Þá verð- ur _allt um seinan. Álíka skoðanir um að beita eigi hörku eru einnig að grafa um sig í Bandaríkjunum. Hvað er hægt að segja um óforsjála gortara af þessari tegund? Þeir líkjast eyrnarlöngu hetjunni í veiðisögunni. Veiðimaður var á gangi með hunda sína og hundarnir þef- uðu uppii héra. Hérinn reyndi. að flýja og hljóp lengi, en hund- arnir drógu á hann. Allt í einu sá hérinn holu og hljóp ofan í hana, en mikil varð skelfing hans, þegar hann varð þess vís- ari, að þetta var greni og yrð- lingar voru í greninu. Hérinn 9balf af hræðsdú og sagði óstyrkri röddu: „Kæru lítlu yrðlingar, hvar er mamma ykkar?‘ „Mamma okkar fór út til þess að sækja hænu í matinn handa okkur,“ svöruðu yrðlingarnir. Þá varð hérinn djarfur og sagði höstuglega: „Það var leiðinlegt, annars hefðd ég sagt henni til synd- anna.“ Þetta er það sama og ýmsir vestrænir 9tjórrunálamenn segja nú: „Það var leiðinlegt, annars hefðum við sagt Sovétríkjunum til syndanna.“ En hver stöðvar ykbux herrar mínir? Sýnið okk- ur hvað þið getið. í haust varð ástandið í heims málunum mjög alvarlegt. Allt benti til þess, að Bandarikin væru að undirbúa árás á lýð- veldið Kúbu og ætluðu að beita sínum eigin her. Byltingarstjómin á Kúbu var knúin til þess að styrkja varn- ir sínar. Sovétríkin aðstoðuðu hana við að koma upp sterkum her tál verndar kúbönsku þjóð- inni. Vegna endurtekinna ógn- ana frá Bandaríkjunum fór Kúbustjórn þess að leit við Sov- étríkin sl. sumar, að þau veittu aukna aðstoð. Ef Kúbu hefði ekki verið ógn að með innrás, ef stefna Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra hefði verið okkur næg trygging fyrir þvi að til innrásar kæmi ekbi, þá hefðum við ekki þurft að filytja eddfllaugar tii Kúbu. Sumir láta í veðri vaka, að við höfúm flutt eldflaugarnar til Kúbu ta þess að gera þaðan árás á Bandaríkin. Þetta er ekki skynsamleg rökleiðsla. Hvers vegna hefðum við átt að flytja eldflaugar til Kúbu í þessum til ganigi, þegar við erum færir um að skjóta þeim beint frá Sovét- ríkjunum? Við eigum nógu marg ar langdrægar eldflaugar. Andispænis hinurn aukna stríðs undirbúningi Bandaríkjamanna urðum við að grípa til viðeig- andi aðgerða. Sovétstjórnin fói varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna að gera sovézka hernum aðvart, fyrst og fremst eldflauga sveitum hans og gagnflauga- sveitum , yfirmönnum flughers og filota. Kafbátar okkar, þar á meðai kjarnorkukafbátarnir, voru viðbúnir á fyrirfram á- kveðnum stöðum. Nú, þegar dregið hefur úr ólg- unni vegna atburðanna á Kar- íbahafi og lausn deiiunnar er komin á lokastig, vildi ég skýra fulltrúunum á fundi æðsta ráðs- ins fxá þvi hvað Sovétríkin hafa gert tál þess að bægja ófriðar hættunni frá. í stuttu móli, það tó'kst að finna lausn, sem báðir aðilar gátu sætt sig við. Það var skyn- semin, sem sigraði og lausn mála ins er sigur fyrir málstað frið- arins. Ákveðið var að hefja frið samlegar umræður um Kúbu- málið og hvað Bandaríkjunum viðkemur tóku þau málið úr höndum hershöfðingjanna og fólu það stjórnarerindrekum sín- um. Nú hafa hagkvæmir skilmál- ar náðst um lausn hins hættu- lega vandamáls, 9em reis á Kar- íbahafd. Nú ber nauðsyn til þess að ljúka umræðunum og þakka samkomulagið, sem náðist með orðsendingum milli okkar og Bandaríkjanna, og innsigla þetta samkomiulag með samþykki sameinuðu þjóðanna. Sumir eru þeirrar skoðunar, að Bandaríkin hafi knúið okkur til þess að láta undan á ýmsum sviðum, en það ætti einnig að vera skoðun þeirra, sem nota þennan mælikvarða, að Banda ríkin hefðu ekki síður verið knú in tid þess að láta undan. Lausn mikilvægra milliríkja- deilna á friðsamlegan hátt án styrjaldar, er stefna um friðsam- lega sambúð í framkvæmd. Við erum ánægðir með gang mé'la á Karíbahafi og það er enginn efi á því að ailar aðrar þjóðir, sem hlynntar eru frið- samiegri sambúð eru ánægðar JÓLADRYKKURIIMN Um þessi jól þrá börnin gosdrykki. Gefið þeim Fizzies töflurnar. — Fást í matvöruverzlunum. FIZZIES-umboðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.