Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 17
Föstudagur 21. des. 1962 MORGTJNBL A Ð 1 h 17 VIÐ hjónin stigum á skips- fjöl á hafnarbakkanum í Sel- kirk mánudaginn 16. júlí laust eftir kl. sex. Var ferðinni heitið til Norway House, þrjú hundruð mílur beint norður, í mynni Nelsón árinnar, sem rennur úr Winnipegvatni norður í Hudson- flóann. Ferðin tekur rúmlega fjóra sólarhringa fram Og til foaka, en viðkomustaðir eru Gull Harbour, Matheson Island, Ber- ens River, Grand Rapids, og Warrens Landings. Allir eru þessir staðir vel kunnir í út- gerðar- og fiskimálasögu íslend- inga í Manitoba. Farkosturinn er „M. S. Keenora“, fjörutíu ára gamall fljótabátur, með tveimur þilförum, og þrjátíu feta hárri yfirbygging. Mætti ætla, að slík rishæð væri hættulag í stormi, Bátarnir koma h ér í stað bílanna Sr. Valdíniar J. Eylands: Sumaríerö á Winnipegvatni en þetta hefir ekki komið að sök í langri og farsælli siglingasögu þessa skips; en mjög kvað það veltast þegar slæmt er í sjóinn. Nú hefir skip þetta verið dubbað upp með díselvél og gert að far- þegaskipi á þessari vatnaleið til hagræðis fyrir þá, sem vilja kom- ast í burtu frá ys og hávaða foorgarlífsins, og hverfa aftur um stund í skaut hinnar frumstæðu og óspilltu náttúru. Skotinn með gleraugun Fyrsti viðkomustaðurinn, þar sem við farþegarnir höfðum tæki fœri til að stíga á land var við •Berens River, rúmlega 170 mílur norður frá Selkirk. f>etta var næstum því eins og að koma í annan heim. Hér er allt um- hverfið að mestu ósnortið af mannshöndinni, og lifnaðanhætt- ir fólks mjög frumstæðir. Hér er sveitasælan margrómaða í fullu gildi, og einfalt líf hlut- skipti fólksins, sem hér dvelur. Hér er hvorki útvarp, sjónvarp, rafmagn né sími. Hér eru engir bílar og yfirleitt ekkert, sem hrærist á hjólum. í Hudson’s Bay verzluninni, sem er sú eina ó staðnum, má sjá vörur, sem fyrir löngu eru horfnar úr búð- um broddborgaranna, þar eru til dæmis steinolíulampar, olíu- luktir. prímusar, og ýmsir innan- húsmunir og eldhústæki, sem all- ur fjöldi manna telur sig hafa vaxið upp úr. Vatnaleiðin er eini þjóðvegurinn, og báturinn helzta farartækið. Eru þeir álíka marg- ir og mismunandi að gerð eins og bílarnir í suðlægari héruðum landsins. En allir eru þeir vél- iknúnir með utaniborðsmótorum, ©g kappakstur á þessum bátum Virtist vera heizta skemmtun unga fólksins á kvöldin, eins og bílaakstur er, þar sem kringum- stæður leyfa. Flestir eru íbúarnir á þessum slóðum þeldökkir mjög, enda ýmist hreinir Indíánar eða kynblendingar. Aðalatvinnuveg- ur þeirra er fiskveiðar og loð- dýraveiðar. En yfirleitt er þetta fólk ekki talið framtakssamt eða áhugamikið um framtíðina, en varpar allri sinni áhyggju upp á landsstjórnina og lætur hverjum degi nægja sinn eril og vafstur. Farþegar voru um sextíu í þessari ferð. Flestir voru sum- arfuglar frá Bandiaríkjunum; hugðu þeir gott til glóðarinnar að nota sér gjaldeyrismun land- anna, sem nú er sunnanmönnum mjög í vil. Flest af þessu fólki var nokkuð við aldur. Á meðal farþega var kona ein, sem vakti sérstaklega eftirtekt mína. Eftir útliti að dæma mun hún hafa verið rúmlega sextug. Augsýni- lega hafði forsjónin frá upphafi synjað henni um yndisþokka, en nú var hún trúlofuð í fyrsta sinn á ævinni, enda gat ekki heitið að brosið hyrfi af brá hennar alla leiðina. Mannsefnið virtist einnig hafið yfir almennar jarð- neskar hugsanir, og gekk um í handkrika konuefnis síns í sælli leiðslu. En hann var augsýnilega nærsýnn mjög og notaði afar þykk gleraugu. Þurfti hann því að kíkja á ástmey sína skáhallt til þess að sjá blíðuforos hennar. En það var ánægjulegt að sjá þessar öldruðu pe.sónur njóta lífsins — eftir allt saman eru það ekki aðeins þeir ungu, sem eiga einkaleyfi á ástarsælu. Annar var sá maður meðal far- þega, sem skar sig úr hópnum. Aldrei fékk ég að vita hvað hann hét, en það eitt vissi ég um hagi hans, að hann var Skoti, nýlega kominn vestur um haf frá Glasgow. Talaði hann með mjög sterkum málhreim þjóðar sinnar, það svo mjög að jafnvel þegar hann hóstaði, þá var það uppá skozku. Hann var með dökk hlífðargleraugu, sem ekki var í frásögur færandi, því að þannig voru flestir búnir. En það sem var eftirtektarvert við gleraugu þessa manns, var það að á öðru glerinu var prentað með stórum stöfum auglýsing frá gleraugna salanum, og varð aumingja mað- urinn að horfa í gegnm þetta letur öfugt, allan daginn. Aug- sýnilega hafa þessi gleraugu ver- ið höfð til sýnis í búðarglugga og verið seld lægra verði en ann- ars vegna auglýsingarinnar. Lík- lega eru ekki allar Skotasögur lygisögur! Þetta ferðafólk var flest útbúið með nýtízku ferðatæki, svo sem ljósmyndavélar og sjónauka. Strax og landfestar voru leystar við bryggjuna í Selkirk, tóku menn upp sjónauka sína og fóru að kíkja á skógarjaðarinn með- fram ánni, eins og menn byggj- ust við að sjá ljósálfum bregða þar fyrir. Jú, viti menn, þarna sat einkennilegur fugl á steini, og allir ‘amerísku sjónaukarnir beindust nú að honum eins og fallbyssukjaftar að aðvífandi ó- vinaflugvél. Menn spurðu ólmir: Hvaða fugl er þetta? Svarið kom óðar en varði í gamalli ljóð- lír.u: „Fuglinn í fjörunni, hann heitir Már.“ Þegar við komum um borð þekktum við ekki nokk- urn mann, og áttum þess ekki von áð neinn þekkti okkur. Und- ir slíkum kringumstæðum dettur manni í hug hið fornkveðna: „Þar sem enginn þekkir mann, þar er gott að vera, því að allan .... er þar hægt að gera.“ En hér er ekki því að heilsa, því að konan er með í förinni, verndar- engill bónda síns, strangheiðar- leg manneskja, sem ekki má vamm sitt vita í neinu. Á skemmtiferð eins og þessari gerir maður róð fyrir að hafa nægan tíma til lesturs og heila- brota. Tók ég því með mér bók eina mikla og girnilega til fróð- leiks. Bókmenntasögu Stefáns Einarssonar prófessors. Þessi bók lofar væntanlegum 1 e s a n d a miklu, því að á saurblaði aftan- verðu stendur: „Bókmenntasaga sú er hér liggur fyrir er fyrsta verk sinnar tegundar, sem tekur til meðferðar allt tímabilið frá landnámstíð til vorra daga, eða eitt þúsund áttatíu og sex ár. Vegna mikillar þekkingar hefir höfundi tekizt að gera þessu yfir- gripsmikla efni svo góð skil, að lesandinn sér í anda, að loknum lestri bókarinnar, samhengi og þróun íslenzkra bókmennta frá fyrstu tíð fram á daginn í dag.“ Óhætt er að fullyrða, að bók- in er regluleg fróðleiksnáma, og launar hverjum sem les ríkulega þá fyrirhöfn. Ég sat á þilfari löngum stundum og las þessa bók, oftast mér til ánægju og fróðleiks, en stundum til angurs. Svo mun það jafnan um öll mannaverk, að þau verða aldrei við hvers manns hæfi eða smekk. Mjög virðist höfundur stikla á „stóru steinunum" í umferð sinni m hinn íslenzka bókmenntaheim, einkum á síðustu áratugum, og ekki sízt að því er snertir tillag Vestur-íslendinga til íslenzkra bókmennta. Þannig eru aðeins nefnd nöfn rithöfunda eins og séra Jóns Bjarnasonar, séra Friðriks Bergmanns og séra Rögnvaldar Péturssonar. Aftur eru alllangir kaflar og ágrip af ritsmíðum annarra manna og kvenna, sem síður koma við sög- ur og bókagerð, en þessir ofan- greindu menn. Ekki er laust við að fordómar og flokksfylgi gæg- ist út á milli línanna hér og hvar í bók þessari; er helzt svo að sjá að er höfundur nemur staðar í pennapoti sínu og horfir af Hliðskjálf yfir akur bókmennta Mfsins, þá sjái hann einkum roð- ann á hnjúkunum háu! En ég er hér á skemmtiferð og læt ekkert angra mig til lengdar. Ég lít upp úr lestrinum og sé þá einkennilegt samspil- nátúrunnar og hið eilífa einvígi upp á líf og dauða. Vatnið er spegilslétt og tindrar í sólskin- inu. Fiskar velta sér í vatns- skorpunni og fuglar steypa sér úr háa lofti til að hremma þá. Er litið er til lands, sézt gríðar- mikill reykjarmökkur á lofti. Eldi hefir slegið :úður í frum- skóginn, og hann brennur eins og hellt væri í hann olíu. Allt, sem kvikt er, forðar sér Eng- inn fær staðizt slíka sókn. Eitt sinn lagði ég Bókmennta- sögu Stefáns prófessors frá mér á þóftu í björganarbát og vék afsíðis. Kona mín sat þar skammt frá og sá hverju fram fór. Innan skamms bar skipstjórann þar að sem bókin lá. Horfði hann í bók-^ ina, að konunni fannst, grunsam- lega 'lengi, en gekk svo leiðar sinnar. Eftir þetta veitti ég mann inum meiri athygli en áður. Datt mér í hug, að þarna kynni að leynast konungssonur í álögum eða íslendingur í dulargervi, sem er eitt og hið sama, eins og allir vita, sem lesið hafa hinar töfra- kenndu íslendingasögur J. Magn- úsar Bjarnasonar Svo var það nokkru síðar að ég mætti skip- herra á gangi, og gerðist svo djarfur að bjóða honum góðan dag á íslenzku, en þó svo þvöglu- lega, að ef hann hefði brugðizt illa og ókunnuglega við, þá hefði ég getað staðhæft, að ég hefði mælt á máli Indíána, en þá tungu skilja allir farmenn á þess- um slóðum. En skipstjórinn tók kveðju minni mjög vingjarnlega Og taláði Við mig á svo hreinni íslenzku að ætla mætti að hann væri nýkominn norðan úr Húna- vatnssýslu. En í þá sómasveit 'hefir hann aldrei kömið, en er sonur landnámsmanns, sem flutt- ist til Nýja íslands laust fyrir aldamótin; fæddur þar og upp alinn, en hefir stundað „sjóinn" frá barnæsku. Er ég nefndi nafn mitt, gat hann þess til að ég myndi bróðir samnefnds prests Fyrsta lúterska safnaðar í Winni- peg; lét ég það gott heita, þóttist sleppa vel að vera ekki grunaður um að vera faðir hans! Þegar til Warrens Landing kom brá mér heldur en ekki í brún. Þarna var ég kunnugur fyrir fjörutíu árum, er ég var þarna í „veri“ í nokkra mánuði. Staður- inn var að vísu ekki fjölskrúðug ur þá, en nú er hann enn þá verri Þá voru gerðir þarna út þrjátíu fiskibátar, með þriggja manna áhöfn hver. Þetta voru seglbátar en þó útbúnir með árar, ef byr skyldi breg'ðast. Þetta sumar komst ég fyrst í kynni við kana- díska atvinnuhætti, og þótti mér þeir næsta ömurlegir. Iæskuhafði ég vanizt eftirrekstri og mikilli vinnuhörku, bæði við heyannir í sveit, og státrunarstörf 1 kaup- túni. En starfshættir á íslandi voru næstum eins og tómstunda vinna í samanburði við frekjuna og fumið við fiskverkanir á Winnipegvatni þetta sumar, og lengi síðan. Er hæst stóð, var svefntíminn naumlega meiri en þrír klukkutimar á sólarhring, og gekk svo viku eftir viku, unz menn reikuðu um sinnulausir og önmagna. Ég var í skiprúmi hjá manni einum íslenzkum, sem lengi hafði stundað þessa atvinnu Framhald á bls. 19. Indiánafjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.