Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 11
Fostudagur 21. idfes. 1962
MORGVTSBL AÐIÐ
11
1 i £jy 9 J? J? 9 - a r BAÐHERBERGISSKÁPAR
fyrirliggjandi:
WáW ^ N§S1 BAÐHERBERGISSKÁPAR með speglum
4 stærðir.
Hin nvitu segi a LUDVIG STORR & Cð.
Jóhannes Helgi: Hin hvitu
segl. Æviminningar Andrésar
Péturssonar Matthíassonar. —
Myndskreytingar í bókina
gerði Jón Engilberts. Kápu-
teikningu gerði Atli Már
Árnason. Útgefandi: Setberg.
(Ambjörn Kristinsson).
Það kemur í ljós se betur með
hverju ári að ævisagnaformið
gefur höfundunum mikið svig-
rúm til fjölbreytilegrar túlkun-
ar, nýjasta sönnun þess er bók-
in Hin hvítu segl. Hefði einhver
annar höfundur en Jóhannes
Helgi sezt við að rita ævisögu
Andrésar Matthíassonar sjó-
manns, þá hefði það orðið ger-
ólík þók, jafnvel þó Andrés
hefði sagt báðum nákvæmlega
það sama.
Með þessari bók hefur ævi-
sagnaritun hérlendis stigið stórt
skref í áttina til skáldsögunnar.
Ekki þó í þeim skilningi að Jó-
hannes Helgi hafi hér tekið upp
á því að bæta ósönnum eða upp-
hugsuðum atvikum inn í sanna
viðburðarás söguhetju sinnar,
heldur beitir hann stíltækni Og
».byggingaraðferð“, sem minnir
öllu meira á skáldsögu en sagn-
fræðilegt verk. Ég er nærri sann
færður um að þetta mun draga
nokkurn dilk á eftir sér: að það
muni örva ýmsa rithöfunda enn
frekar en orðið er til nýtízku-
legrar ævisagnagerðar og um
leið valda því að enn fækki hér
eiginlegum skáldsögum í hlut-
faíli við aðrar bókmenntagreinar.
Það teldi ég að vísu illa farið,
þó ekkert sé nema gott að segja
um hitt: að ævisagnaritunin
blómstri.
Lítum nú sem snöggvast á
vinnubrögð Jóhannesar Helga.
Upphaf bókarinnar hefur öll ein-
kenni skáldsögunnar. Það er
kyrrlát náttúrustemning niðri
við sjóinn um sólarlagsfoil á mið-
sumri. Ys og erill dagsins í þorp-
inu er hljóðnaður, mávarnir
sitja þöglir á þangskerjuriúm „um
hverfis vatnsaugun sem mynd-
uðust við útfallið". „Nema einn
mávur sem situr grafkyrr á
luktarpela á hryggjunni, næst
sjóvarnargarðinum; hann settist
þar um sólarlagsbil og horfir
enn í vestur þar sem dagurinn
hneig“. Það er strax auðséð að
þessi staki mávur er symfoól —
hann er gamli maðurinn og haf-
ið sem bókin fjallar um. Því að
þarna í fjörunni er einnig aldur-
hniginn maður að gera við brák-
aðan borðstokk trillunnar sinn-
ar. Hann er þarna aleinn með
fleytunni sinni, verkfæirunum,
vasafleygnum sem hann dreypir
á einstaka sinnum. Og minning-
unum. Alla nóttina er hann að
dúttla við bátinn og á meðan
koma minningarnar til hans,
hann endurlifir þær allar á þess-
ari nóttu þarna niðri í flæðar-
málinu, og segir þær jafnharðan.
Þær eru sagðar í fyrstu persónu
nútíð, i hröðum, dálítið sundur-
lausum stakkatóstíl. Hann er
ekki að segja þær neinum áheyr-
anda, þetta er eintal, þess vegna
er náttúrlega óþarft' að viðhafa
orðalengingar og sérstaka ná-
kvæmni. Frásögnin er ákaflega
myndræn, hún minnir á kvik-
mynd, sem höfundurinn hefur
ákveðið að ekki megi taka nema
einhvern vissan afmarkaðan
tíma. Samt leyfir hann gamla
manninum einstaka sinnum að
endurtaka sig, — vissar setning-
ar, vissar myndir ganga aftur —
eins og viðlag í löngu dans-
kvæði. Satt að segja datt mér
nokkuð oft í hug vikivaki meðan
ég las. Gleðistundirnar eru
margar undir hinum hvítu segl-
um og sorgin er þar einnig á
ferð, en hvorki æðrur né þung-
lyndi. Vinirnir flestir og skipin
hverfa með áruniun í hafið, hins
vegar glatazt ekki neitt. Allt sem
gamli sjómaðurinn eignaðist um
dagana, það á hann enn, þó það
liggi á hafsbotni.
Kaflar þessarar bókar eru ekki
afmarkaðir með tölustöfum, held
ur vignettum eftir Jón Engil-
berts, myndum sem taka aðeins
yfir fjórða part blaðsiðunnar.
Þær eru gerðar í nákvæmlega
Jóhannes Helgi.
sama stíl og sagan: mávar á flugi
yfir hafinu, skip undir seglum,
maður og bátur í flæðarmáli, —
eitthvað í þessa átt.
En til þess nú að þeir sem
þessar línur lesa, en hafa ekki
séð bókina, álykti ekki sem svo,
að þetta sé líklega einhver hálf-
abstrakt leikur með form og lít-
ið um veruleikann í Hinum
hvítu seglum, þá tel ég rétt að
fyrirbyggja þann misskilning.
Það er rétt sem lesa má utan á
kápu bókarinnar. Þar stendur
meðal annars: „ — — Andrés
man ennfremur minnisstæða
menn eins og Jóhannes föður-
bróður sinn á Þingeyri, Eilefsen
á Sólbakka, Hannes Hafstein í
aðförinni gegn landhelgisforjótum
á Dýrafirði, og Nielsen, fyrsta
framkvæmdastjóra Eimskipafé-
lags íslands, sægarpana frægu:
Eldeyjar-Hjalta, Ásgeir Sigurðs-
son, Ingvar á Lagarfossi, Pál og
Aðalstein á Belgaum og þjóð-
sagnapersónur á borð við Stjána
bláa og Jón rauða, sem svaf í
líkhúsinu í Bordeáux.“
Nei, það vantar alls ekki blá-
kaldan veruleikann í bókina, en
hann er kannski eins og dálítið
grisjaður, endurminníngin er sía,
ýmislegt smælki hripar úr henni,
hinu heldur hún, sem henni þyk-
ir meira um vert. Ég neita því
ekki, að stundum þykir mér far-
ið of fljótt yfir sögu, ég meina
frá sagnfræðilegu sjónarmiði,
samt fellst ég á aðferð höfundar-
ins, því að hún er allsstaðar
sjálfri sér samkvæm. Svona vill
Jóhannes Helgi hafa þetta, það
er enginn tilviljunarblær á verki
foans.
Gott. Ég þakka fyrir.
Og Setberg hefur greinilega
sett sér að vanda nú vel til út-
gáfunnar — og heppnazt það.
Guðmundur Daníelsson.
iWýre prjónavorurnar
Ullarvörubúðin
Þingholtsstræti 3.
Þessi nýi penni er framleiddur
sérstakiega fyrir karlmenn
Loksins er kominn
sjálfblekungur, sem
ekki þarf að efast um
að eingöngu er fram-
leiddur fyrir karlmenn.
Shaffer’s nýi PFM er
grófur, gerður til að
endast og þér getið
valið úr 5 tegundum
og 4 litum.
• Eini pennaoddur heims
sem er innlagður dýrmætum
málmi gerður til að þola karl
mannstak.
Að undanskilinni Enorhel-penna-
snertir oddurinn
blekfyllingu þá
aldrei blekið.
• Karlmannlegt
karlmannstak
• Hettuklemma
_____ öryggisútbúnaði
SHEAFFEBS UMBOÐIÐ
EGILL GUTTORMSSON
Vonarstræti 4 — Rcykjavík.
fyrir
sérstökum
Bækur, sem gott er að
hafa í huga, þegar velja
skal jólagjafirnar:
CTr kcimsborg í Grjóiaþorp.
Ævisaga Þorláks Ó. Johnson, eftir Lúðvík KristjánsSOO*
Ein gagnmerkasta og fegursta bókin á markaðnum.
Líf cr að loknu þrssu
eftir Jónas Þorbergsson. Fjallar um miðilsgáfuna Og eSli
hennar, sálfarir og samband við framliðna á nresta til-
veruskeiði.
Að duga eða dropasí,
endurminningar Bjöms Eiríkssonar á Sjónarbóli í Hafn-
arfirði, skráðar af Guðmundi G. Hagalín. Saga manns,
sem harðnaði við hverja raun á sjó og landi og sífellt
sótti á brattann.
Margt I*vr £ þokunni,
endurminningar Kristínar Kristjánsson frá Skarðsbömr-
um, skráðar af Guðmundi G. Hagalín. Saga HfsbaráttU
og þroska einnar dulspökustu konu, sem uppi hefur verið
með íslenzku þjóðinni.
I»að er svo margt • • • ,
safn ritgerða og fyiirlestra eftir Gretar Fells.
Fólk og forlóg. Ævar Kvaran segir frá.
Frásagnir af sögufrægum persónum og mikilfenglegum
atburðum, sem líkari em ótrúlegustu ævintýrum en
raunvemleikanum, enda þótt sannar séu.
Af hundavakt á liundasleða,
ferðaminningar Ejnar Mikkelseii. „Löng óslitin keðja
revintýralegra atvika frá þeim tíma, þegar asvintýri
gerðust enn." — Ekstrabladet.
Tvísýnn leikur
eftir Theresa Cbarles. Ástarsaga, sem ekki á sinn líka, —»
beillandi fögur og æsispennandi.
Það vorar að Furulundi
eftir Margit Söderbolm. Hrífandi fögur saansk berra-
garðssaga, skrifuð í sama stíl og hinar vinsælu Hellu-
bæjarbækur höfundarins.
Ljóðvængir
eftir Gretar Fells-Lítið kver með fögmm Ijóðum.
Garðblóm í litum
Og
Tré og runnar £ litum,
eftir Ingólf Davíðsson. Ef þér eigið skrúðgarð viS búsiS
ySar, eSa bafið yndi af garðyrkju, eru þessar tvær fallegu
litmynda-bækur óhjákvæmilegar.
Lærld að sauma
eftir SigríSi Arnlaugsdóttur. Handbók, sem engin mynd-
arleg húsmóðir má án vera.
Og svo eru barnábsektiman
Hvlskurkassinn, Örn og Honni
í ævintýrum. Skemmtilegasta strákabókin.
TriIIa,
saga um litla telpu, eftir binn vinsæla böfund bókanna
um Millý Mollý Mandý. Óskabók allra btilla telpna.
Bókasafn barnnnna,
12 litprentaðar smábarnabækur, fyrir 3—8 ára aldurinn.
Fallegustu smábarnabækumar, sem nú em á bókamark-
aðinum.
SKIICGSJÁ