Morgunblaðið - 21.12.1962, Síða 16

Morgunblaðið - 21.12.1962, Síða 16
19 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. des. 1962 Skiptar skoðanir um ráð- herraábyrgðarlöj Ný verzlun Gunnar Ásgeirsson hf., Suðurlandsbraut 16, hefur opnað nýja verzlun í húsakynnum sínum fyrir Husqvarna-framleiðslu. — Vefzlunin er mjög smekkleg og lítur frekar út sem sýning, þar sem engum vörum er rað'að í hillur nema til sýnis. — Á einum veggnum má sjá sögu Husqvarna saumavéla frá því árið 1872, að verksmiðjan byrjaði framleiðslu á saumavélum og er fróð- legt að sjá þróunina. — Þarna eru til sölu flestar Husqvama- vörur, eins og saumavélar, eldavélar og eldavélasett, strokjám, vöflujárn, rafmagns-steikarpönnur og fleira. Prestshosningor og pólitfk eru sitthvnð Á FUNDI efri deildar á fimmtu- dag urðu nokkrar umræður um frumvarp til Iaga um landsdóm og ráðherraábyrgðir. Ákvæði i stjórnarskránni. Ólafur Jóhannesson (F) hafði orð fyrir allsherjarnefnd. Kvað hann nefnddna hafa orðið sam- mála um, að mæla með sam- þykki frumvarpsins um lands dóm, þó með nokkrum breyting um. Þar á meðal voru ákvæðd um, að sérstakar reglur skuli sett ar um varadómara í landsdómi o-g að varaforseti Hæstaréttar sé jafnframt varaforseti landsdóms. Þá kvað hann nefndina hafa klofnað um ráðherraábyrgðar- lögin. Kvað hann það að vísu vera álitamál, hvort setja skuli sérstök ráðherraábyrgðarlög. En um það séu skýr ákvæði í stjórn arskránni, svo að þar verði engu um þokað með þesu frumvarpi. Taldi hann því að samþykkja bæri frumvarpið. Óttast misbeitingu. Alfreð Gíslason (K) taldi, að það væri ekki þar með sagt, þótt ákvæði væru um það í stj órnarskránni, að heppilegast væri að setja lög um ráðherra- ábyrgðir. Sín skoðun væri, að bezt væri, að engin slík lög væru til og þar næst, að þeim yrði ekki beitt, enda hefði það ekki verið gert í 60 ár. Kvaðst hann óttast það, ef Alþingi færi að fjalla um þessa lagasetningu og gera hana nýrri og nýtízkulegri, að þá yrði meiri hætta á, að henni yrði beitt og það gæti hæglega leitt til misbeitingar, ef flokkadrættir yrðu miklir í landinu. Lagði hann þvi til, að frumvarpinu yrði vísað til ríkis stjómarinnar til frekari endur- skoðunar. Fylling í hegningarlögin. Ólafur Jóhannesson kvað það sjálfsagt, að betrumbæta mætti frumvarpið með enn rækilegri athugun. En það vekti ekki fyrir þingmanninum, heldur telur hann, að ekki eigi að hvika frá núg. lögum. Það er sjálfsagt svo, að mjög geta verið skiptar skoð- anir um þörf sérstakra ráðherra ábyrgðarlaga, þar sem þeir að sjálfsögðu yrðu ábyrgir fyrir al- mennum hegningarlögum, ef þau yrðu felld úr gildi, eins og aðrir embættismenn. Þó taidi hann heppilegra, að sérstök ráðherra- ábyrgðarlög yrðu í gildi, þar sem ráðherrar óneitanlega hafa svo mikla sérstöðu meðal embættis- manna, að nánast er um fyllingu í hin almennu hegningarlög að ræða. Hins vegar skildist sér, að AG óttaðist ekki svo mjög efnis reglur ráðherraóbyrgðarlaganna heldur hitt, að saksóknarréttur- inn er í höndnm Alþingis og að Alþingi kunni að misbeita þeim rétti. Hins vegar byggist sá rétt ur á stjórnarskránni og honum yrði því ekki haggað með þessu frumvarpi. En reynslan sýndi, að ekki væri mikil ástæða til að óttast misbeitingu Alþingis og þesis yrði að gæta, að síðustu er það Landsdóms að dæma og kvaðst alþingismaðurinn ekki á stæðu til að óttast misbeitingu hans. Þingsábyrgðin mundi nægja. Bjarni Benediktsson dómsmála ráðherra kvaðst ekki ætla, að hér væri íjallað um ýkja raun- hæft efni, en tók undir með AG, að hann taldi ekki heppilegt, að sá háttur verði upp tekinn, að Alþingi fari að höfða mái á hend ur ráðherra fyrir embættisglöp. f langflestum tilfellum og þeim seih við getum séð fyrir, taldi hann, að þingsábyrgðin mundi nægja. Þó taldi hann, að þessi löggjöf væri til bóta. í raun og veru hefði andstaða AG beinzt að þröngu matsatriði og ÓJ benti á, að málshöfðunarréttur Alþingis er staðfestur í stjórnar- skránni. Segja mætti, að að óbreyttri löggjöf sé málshöfð- unarrétturinn óframkvæmanleg- ur, en það er ekki vegna ófull- komleika ráðherraábyrgðarlag- laganna, heldur vegna ófullkom leika landsdómslaganna. Þannig að ef AG hefði viljað draga úr líkum fyrir því, að Alþ. noti sinn málshöfðunarrétt þá hefði hann átt að snúast móti frumvarpinu um landsdóm, þar sem ekki er hægt að skipa landsdóm að rétt- um lögum samkvæmt núg. lög- gjöf. Fuilvissaði ráðherrann síðan AG um, að einmitt út frá hans eigin rökfræðslu væri þessi lög- gjöf um ráðherra-ábyrgðir til bóta, en óskaði þess jafnframt ásamt AG. að til hennar þyrfti aldrei að grípa og taldi hann, að ísl. þingræði yrði illa komið, ef menn færu að elta fyrrv. ráð herra með málsóknum. En með- an stjórnarskrárákvæðin eru í gildi, sé nauðsynlegt, að löggjöf in sé framkvæmanleg. Sök sér væri, ef alþingismenn létu lögin um ráðherraábyrgðir og þá einnig um londsdóminn eiga sig ' og sýndu þannig, að þeir teldu stjórnarskrárákvæðin úrelt. Það er alveg sjónarmið fyrir sig og vissulega væri það mikilsverð stjórnarskipuleg ákvörðun, ef A1 þingi legði þessi frumvörp bæði til hliðar einmitt með slíkri yfir- lýsingu, ekki um, að það ætti að athuga málið frekar, heldur að það væri talið, að hér væri um úreltan bókstaf að ræða og þing- ræðisákvæðin nægðu. „Það er atriði, sem ég fyrir mitt leyti er alveg til viðræðu um, ef það hefur byr,“ sagði ráðherrann, „en Alþingi var búið einum rómi fyrir tveim árum að skora á rík- isstjórnina að endurskoða iands dómslögin." Það er því alveg ný stefna, ef menn vildu nú að betur athug- uðu máli láta allt sitja við það sama, en þá yrði að ræða málið á þeim grundvelli og gera sér grein fyrir, hvort þingmenn eru á þeirri meginskoðun eða ekki. Alfreð Gíslason (K) þakkaði ráðherra þessar ábendingar og beindi því til allsherjamefndar, að hún skoðaði málið frekar milli umræðnanna. Voru frumvörpin bæði sam- þykkt og vísað til 3. umræðu. f GÆRKVÖLDI féll ég inn i að hlusta á erindi í útvarpinu, þar sem minnzt var á prestskosning- ar, sem nú eru dagsins mál og reyndar þingmál. Hver svo, sem talaði, þá fórust honum orð eitt- hvað á þessa leið, að þeir, sem vildu afnám prestskosninga, hyggðust með því auka kirkju- rækni og safnaðarlíf þeirra er hvorugt aðlhyllast. En jafnvel sumir hverjir beita sér mjög af áhuga þegar til þess kemur hverju sinni að kjósa prest. Til- gátan er sennilega sett fram sem vísvitandi fjarstæða. Ennfremur lét ræðumaður í það skína, að sóknarnefndir tækju með sömu ánægju við sóknargjöldum frá þeim, er engri kirkjusókn né safnaðarstarfi vildu sinna, sem frá hinum öðrum. Biðst ég af- sökunar, ef ég hefi ekki náð réttri meiningu ræðumanns. Þar sem ég, er þetta rita, þyk- ist persónulega kunnugur þess- um málum öllum í framkvæmd, leyfi ég mér að taka fram (eins og ég líka drap á í útvarpserindi fyrir nokkrum dögum) að andúð sú á prestskosningum, sem fram er komin og virðist vaxandi, staf- ar af því, að aðdragandi og und- irbúningur kosninganna verkar oft mannskemmandi. T.d. sakir þess að pólitískir áróðursmenn eða aðgangsharðir fylgismenn (annars áhugalausir um kirkju- mál) hafa þeytt upp moldryki og valdið truflunum meðal kjos- enda, svo að jafnvel staðlausar áróðurssögur um einn og annan umsækjanda hafa komizt í gang. Auk þess getur slíkt síðar aukið bæði presti og söfnuði erfiðleika til samstarfs og góðra áhrifa í safnaðarlífi og sambúð allri, til tjóns fyrir báða aðila. Þá er vissulega betra að vera laus við það fyrirkomulag, er til slíks getur dregið. Þetta mun vera ein aðalástæðan fyrir and- úðinni og óskum um breytingu. Enda er prestum íslenzku þjóð- kirkjunnar eigi síður en öðrum embættismönnum íslenzka ríkis- ins réttmætt að njóta verðleika í starfi sínu við umsóknir. En sá háttur, sem nú er á hindrar það oftsinnis. Um hitt atriðið, sem framar er getið, og sem reyndar er þessu óviðkomandi, að stjóm kirkju- safnaða muni taka eins fúslega á móti sóknargjöldum frá þeim safnaðarmönnum, er enga holl- ustu né áhuga sýna safaðarmál- um, sem frá öðrum, skal lítið sagt. Um hinn innri fúsleika er manni vant að dæma. Persónu- lega þekki ég slíka innheimtu næsta vel. Eða hvers vegna skyldu slíkir eigi krafðir gjalda sem aðrir? Kirkjan er byggð og kostuð og kirkjustarfið rekið allt að einu fyrir þá sem aðra, hvort svo sem þeir nota sér rétt sinn eður ei. Og þótt einhverjir svo aldrei stígi fæti inn fyrir kirkju- dyr, þá eru þeir þó fluttir þar inn, er þeir snúa tánum upp. Er slíkt af öllum talið hið eina sjálf- sagða. Þessu skal því hér til svarað eins og slíkum mönnum er sjálf- um svarað, er sýna greiðslu- tregðu: Kirkja Kiists heldur eng um nauðugum. — Farið í friði. Hafið framtak í ykkur til að segja ykkur úr lögum við kirkj- una. Eða gangið inn í sérsöfn- uði. Gerið svo vel! En þangað til skuluð þið að íslenzkum lög- um greiða sömu upphæð sem aðrir safnaðarmenn. Og sóknar- nefnd ber að innheimta og hún skal gjöra það. Og alit að einu eftir úrsögn úr kirkjufélaginu, ef hún kemst í verk. Þá aðeins 1 aðra átt — tií Háskólans — og það sömu upphæð. Þetta hefir hrifið og verður að hrífa, hvað sem fúsleika líður hjá krefjanda eða greiðanda. Annars kemst allt í öngþveiti og auðvirðileik. Slíkir geta gert annað þarfara og gróðurvænlegra heldur en að gefa „langt nef“ kirkjuþjóni fyr- ir tómiæti eða gunguhátt við að framfylgja íslenzkum lögum. 14. des. 1962 Jón Þ. Björnsson frá Veðramóti. PARIÐ Kr. 80,oo 'tðr Nýkomið í miklu úrvali frá YARDLEY Ltd. London SNYRTIVÖRUR og GJAFAKASSAR fyrir dömur og herra. Austurstræti 16. — Sími 1-98-66.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.