Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVISBLAÐIÐ Föstudagur 21. des. 1962 Páll V. G. Kolka skrifar um: Graskinna hin meiri ÞJÓÐKVÆÐI, þjóðsögur, ævin- týri og hjátrú alls konar eru hluti af þeim menningararfi, sem áður var sameign allrar alþýðu innan vissra landamæra eða þjóðamarka, og er jafn sjálfsagt að halda þessu til haga sem þeim hlutum, er sýna handbragð og Verkkunnáttu liðinna kynslóða. Rannsókn á þessu er í raun og veru þáttur í fornleifafræði og jer þó sá munur á, að þjóðtrúin skýtur sífellt nýjum öngum af jgamalli rót, þótt verkmenning breytist í alþjóðlega átt, og á þetta sérstaklega við um okkur Islendinga, hvort sem það stafar af því, að við séum flestum skyggnari á það, sem dylst utan Við heim áþreifanlegs hversdags- leika, eða hinn andlegi ómaga- háls okkar sé lengri en annarra þjóða. Hér á landi hafa orðið meiri sveiflur í viðhorfi manna til fornrar þjóðtrúar en í flestum öðrum löndum, því að um síð- ustu aldamót var það talið sjálf- sagt af öllum, sem höfðu fengið einhvern snefil af skólagöngu, að telja til hindurvitna og blekk- inga allt það, sem kallað hefur verið dularfull fyrirbrigði,. en nú mun varla til nokkurt land utan Afríku, þar sem menn eru jafn áfjáðir í frásagnir af þeim, eink- tim ef þau benda til einhvers sambands við framliðna menn. Þessi trú hefur að vísu tekið á sig nýtt snið, því að áður höfðu menn allmikinn beig af slíku sambandi, er mórar og skottur Xiðu húsum, villtu um fyrir ínönnum og drápu bæði fólk og fénað. Nú virðist siðfágun hafa tekið örari framförum handan hins mikla fortjalds en hérna megin þess, því að eftirkomend- ur þeirra virðast prúðir í fasi og reiðubúnir til hjálpar mönn- lim og hughreystingar. Þeim er heldur ekki lengur vísað í neitt skottuskot til hliðar við bæjar- göngin, heldur eru þeir leiddir í kór og jafnvel látnir gegna meðhjálparastörfum. En svo íniklar leifar eru þó eftir af skyn semistrú aldamótaáranna, að sumir prestar virðast þurfa að afsaka fyrir sjálfum sér og öðr- um trú sín á framhaldslíf með því, að frægir miðlar hafi gerzt ábyrgðarmenn á eilífðarvíxlin- um. í augum hins frumstæða manns eru flest eða öll fyrirbæri dag- legs lífs dularfull, en hætta að vera það að vissu marki eftir því sem fleiri lögmál um inn- byrðis samband þeirra eru við- urkennd og studd af endurtek- inni reynslu eða vísindalegum tilraunum. Það sem gengur hér á landi nú orðið undir nafninu dularfull fyrirbrigði eru þau, sem kölluð eru á erlendum málum parapsychologisk, af því að þau falla ekki undir þekkt lögmál eða viðteknar tilgátur þeirrar sálarfræði, sem almennt er kennd í æðri skólum og er þó í raun og veru lítið annað en niðursetningur á búi lífeðlis- fræðinnar. Segja má, að tvennt hafi einkum hamlað hlutlausri og hleypidómalausri rannsókn á þeim, annars vegar tregða hinna lærðu manna á því að hætta sér út fyrir grundvöll lífeðlisfræð- innar, hins vegar trúboð spirit- ista, sem eru fyrir fram ákveðn- ir í því að skýra þau öll eða flest á einn og sama veg sem áhrif frá framliðnum mönnum. Á öllum öldum hafa menn að visu talið sig hafa orðið fyrir slíkum áhrifum, og það engu síð- ur heiðnir menn en kristnir, en sem allsherjarskýring getur hún varla talizt lengur góð og gild. Þess vegna er líka heimildasöfn- un um ólík fyrirbrigði af þessu tagi nauðsynleg undirstaða frek- ari þekkingar. Gráskinna hin meiri. sem þeir dr. Sigurður Nordal og Þórberg- ur Þórðarson hafa nú látið frá sér fara, er ekki aðeins stór- merkileg bók fyrir þá fræðslu, sem hún veitir um þjóðtrú, þjóð- háttu, lífsskoðun og frásagnar- gáfu liðinna kynslóða, heldur og Þórbergur Þórðarson. vegna margra og furðulegra fyr- irbrigða, sem orðið hafa á vegi núlifandi eða nýlátinna manna, og er sumt af því allvel vottfest. Varla er hægt annað en að taka \undir með dr. Sig. Nordal, er hann segir svo í formála: „Nú er mikið af öllum sögufróðleik reist á vitnisburði heimildar- manna, alveg á sama hátt og þjóðsögurnar. Ef þeir heimildar- menn eru gerðir ómerkir orða sinna, sem segja frá dularfullum hlutum, þá fer mörgu öðru í sagnfræðinni að verða hætt“. Við það mætti bæta, að niður- stöðum dómstólanna fer líka að verða hætt, ef meta skal einskis vitnisburð manna um það, er þeir telja sig hafa séð eða heyrt, enda þótt þess séu mörg dæmi, bæði úr réttarfarssögunni og frá- sögnum af dularfullum fyrir- brigðum, að ímyndun manna eða óskhyggja hafi leikið á þá. Þetta raskar þó ekki þeirri staðreynd, að grundvöllur allrar þekkingar er reynsla manns, hvort sem hún er fengin gegnum augu, eyru eða þau skilningsvit, sem hvorki líf- færafræðin né sálfræðin hafa enn náð að gera fulla grein fyr- ir. í Gráskinnu er að finna nokk- ur ævintýri gömul, sem lýsa lífs- skoðun og skáldskap liðinna tíma, og margar eru þar drauga- sögur og fyrirburða frá gamalli tíð. Fæstar þeirra hefur verið reynt að bera saman við sagn- fræðilegar heimildir, enda ligg- Or. Sigurður Nordal. ur það utan við tilgang verks- ins, sem er að safna frásögnum, án þess að leita þeim fullnægj- andi skýringa. En þar er einnig margt frásagna af allskonar dul- arfullum fyrirbærum frá þessari öld, sem eru sumar vel vottfest- ar og gerð full grein fyrir heim- ildarmönnum. Ein af þeim allra furðulegustu er Kattadoran (II, 202). Kvöld eitt í ágústmánuði 1918 sáu þrjár nafngreindar stúlkur á þrítugsaldri, skv. sam- hljóða frásögn þeirra allra, hala- rófu af köttum á túni fyrir ofan Eyrarbakka, um 30 metra frá sér, og voru allir kettirnir „hopp- andi eins og í takt fram á hægri framfótinn, hver fast á eftir öðr- ur, allir mósvartir á lit, ,allir álíka stórir og meðalkettir". Kattalest þessi var allt að 360 metra löng, miðað við lengd túnsins. Þess er að vísu getið, að ein stúlkan hafi verið sérstakur kattavinur, og má einhver draum mynd þessara uppáhaldsdýra hafa orðið til í hugskoti hennar og mótazt fyrir telepatisk áhrif í huga stallsystra hennar. Það er a.m.k. eins senn-ileg skýring eins og sú, að hér hafi verið um fram- liðna ketti að ræða. Þá er merkileg sýn Jóns á Haf- steinsstöðum, er hann sá í tauga- veikisóráði röð af háum staurum með strengdri línu á milli þeirra út alla ströndina að Siglunesi, sextíu árum áður en sími var lagður þangað og auðvitað áður en nokkur íslendingur lét sér detta þess kyns fyrirtæki í hug. Eru að vísu annarsstaðar frá þekkt ýmis dæmi um slíka skyggni aftur eða fram í tím- ann, og má vera, að sumar sög- umar af svipum dýra, svo sem af dauðastríði Stapadalshryss- unnar (I, 303) megi skýra á þann veg, en allt verða þetta getgát- ur, enn sem komið er. Sögur af allskonar fyrirburð- um, svipum og draugum, eru svo hversdagslegar og þekktar frá aldaöðli, að varla tekur að fara um þær mörgum orðum hér, þótt fróðlegt sé að fá þær vott- festar. Aftur á móti er Þorgeirs- boli nokkuð einstakur í sinni röð og er hér um hann heill sagnabálkur, en þó aðeins nokk- uð af öllum þeim frásögnum, sem af honum hafa gengið fram á síðustu áratugi. Trúin á fylgjur manna er eld- fom meðal íslendinga, sennilega miklu eldri en vampýrutrúin meðal ýmissa suðrænni þjóða, og eru mörg dæmi um hana í þess- ari bók. Einnig eru hér nokkrar nýlegar huldufólkssögur. Meðal heimildarmanna að frá- sögnum Gráskinnu eru margir þekktir menn, svo sem Ásgeir Bjamason í Knararnesi, Ari Hálfdanarson á Fagurhólsmýri, Stefán Vagnsson og Jónas RafD- ar yfirlæknir. Gráskinna er gullnáma fyrir hvern þann, sem hefur áhuga á þjóðtrú, fornri og nýrri, svo að ekki sé talað um þá, sem kynn- ast vilja ýmsum parapsycholog- •iskum fyrirbrigðum. Sá urmull nýrra sagna af þessu tagi, sem þar er að finna, sannar hið gamla spakmæli, „að fátt er rammara en forneskjan“. Stálföt Stálskálar Stálborðbúnaður yeaZimaeHÍ Þeir eru konunglegir! rttiTn kælis kápa r Crystal Kiny Góftir grciðsluskílmáfaf. Sendum um allt land. F 0 \ I Crystal Queen og Crystal Prince O. kornerup.hansen Siml 12606. Suðurgðtu 10. GOLF £Atí/6mjeaetf Norsku herra- 09 drengja- skyrturnar 100% straufríar GOLF CLASSIC BEL — O — FAST er 100% straufrí. Má sjóba Má Jdvo i þvotfavel Ef efni og frágangur bóka hefur nokkuð að segja þá er það H I IM E I R I sem þér getið valið án þess að þurfa að vera í nokkr- um vafa um hvort þér eruð nú að gera það rétta í vali á sígildu ritverki og fagurri bók. hið stórmerka þjóðsagnarit Sigurðar Nordals og Þórbergs Þórðarsonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.