Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 14
14 MORGVN B T AÐ ÍÐ Fostudagur 21. des. 1962 Pétur Benediktsson: Ferðarolla Magnúsar Stephensens FERÐAROLLA MAGNÚSAR STEPHENSENS. Bókfellsút- gáfan hf., 1962. Jón Guðna- son cand. mag. sá um útgáf- una. Á í>RIÐJA í jólum er tveggja alda afmæli Magnúsar Stephen- sens, dómstjóra í Viðey. Magnús hefur sennilega verið mesti lög- fræðingur á íslandi á síðari öld- um, eljumaður var hann með af- brigðum, fróðleiksmaður mikill og haldinn óseðjandi þrá til þess að fræða aðra. „Magnús Stephen sen varð ferjumaðurinn við verstu torfæruna á leið íslend- inga framan úr fornöld“, segir prófessor Þorkell Jóhannesson. Hinn 17. marz 1833 andaðist Magnús, rösklega sjötugur, „saddur' langra og merkilegra lífdaga, saddur metorða, og þó án efa með þeirri sannfæringu, að dagar sínir hafi verið „mæða og erfiði“ “, eins og segir I mjög vinsamlegri minningargrein um hann í Nýjum félagsritum, eftir Jón Sigurðsson. Þessi maður, sem á löngum starfsferli taldi sér ekkert mann- legt óviðkomandi, lá óbættur hjá garði í 100 ár; íslenzkir sagna- ritarar gerðu sér ekkert far um að kryfja sögu hans til mergjar og gerðu lítið til að kynna þjóð- inni þennan einstaka mann. Á 100 ára ártíð hans var þó nokkuð úr þessu bætt, því að þá ritaði Þorkell Jóhannesson grein um Magnús í Skirni. Er það skemmst af að segja að grein þessi er af- burðagóð, skrifuð af skilningi og sanngirni í garð Magnúsar, en jafnframt mjög fjörleg og skemmtileg. Meðal margra á- gætra rita Þorkels hef ég ætíð haft sérstakar mætur á þessari ritgerð, og tel ég það því mik- inn feng að hún hefur nú verið endurprentuð sem einskonar inn- gangur að ferðarollunni. Eini gallinn er sá að hún er alltof stutt, aðeins röskar 30 bls. En það var eins og Magnús sæi það fyrir, að einhver tregða kynni að verða á um ritun ævi- sögu hans, því að hann hófst sjálfur handa um að bæta úr því á efri árum sínum. Varð úr þessu sjálfsævisaga sú sem prentuð er í 2. bindi Merkra íslendinga. Sá ljóður er á þeirri sögu að henni lýkur þegar Magnús er 25 ára gamall — og er það mikil raun að hann fékk ekki haldið henni lengra áfram. Um dómarastörf Magnúsar má fræðast í riti dr. Björns Þórðar- sonar: Landsyfirdómurinn 1800 —1919 (Sögufélag, 1947). Verður hlutur hans ólíkt betri í þeirri frásögn en skáldsins ástsæla, Bjarna Thorarensens, sem með honum sat í réttinum í mörg ár. Bjami var 24 árum yngri, en frjálslyndið var allt ellinnar megin að þessu sinni. Magnúsi var fjölda-margt vel gefið, svo sem drepið hefur ver- ið á, en ekki allt fremur en flest- um mönnum öðrum. Einn versti ljóður á ráði hans var alger skortur á smekk fyrir fegurð ís- lenzkrar tungu. Hann skrifaði oft afburða lélegt og leiðinlegt mál, og því verra sem hann vand aði sig meira. Gat það þá orðið hartnær ólæsilegt. Leirskáld var hann og með þeim eindæmum að líklega hefur engin ljóðabók lélegri en hans verið prentuð á íslandi í 100 ár frá dauða hans, þótt rækilega hafi verið bætt úr því síðan. Hitt er alger misskiln- ingur að hann hafi ekki kunnað íslenzku. Hann skrifaði laglega og jafnvel stundum vel, ef hann var ekki að vanda sig, heldur lét það fjúka sem andinn innblés honum. Annað var það í fari Magnús- ar, sem margir hafa lagt honum til lasts. Honum voru ákaflega ljósir yfirburðir sínir 1 gáfnafari umfram aðra menn, og dró hann af því þá ályktun að betra væri að hann réði en aðrir. Þetta köll- uðu menn ráðríki. Ekki sá hann heldur neina ástæðu til þess að leyna yfirburðum sínum né veg- tyllum, og kölluðu menn það hé- gómagirni. Hann hefði vafalaust talið það vel til fundið, sem ný- lega var gert, að andlitsmynd hans væri prentuð á íslenzka peningaseðla, fyrst engan eigum við kónginn til þeirra nota. Hitt held ég að honum hefði þótt skrítið að sjá próflausan mann á 1000 króna seðlunum og annan óskólagenginn á 100 krónunum, Magnús Stephensen en vera sjálfur settur á 25 krónu seðla. Annað hefði hann þó talið enn ófyrirgefanlegra: að vera titlaður lögmaður á seðlunum, — þetta starf sem hann hafði gegnt í rúman áratug í upphafi emb- ættisferils síns. Vonandi hefði hann látið óátalið að vera kall- aður dómstjórd, eins og ég gerði hér að framan, en sjálfur kallaði hann sig Konunglegrar Hátignar konferenzráð og virkilegt jústits- ráð, og er það ólíkt tilkomu- meira. Haustið 1825 fór Magnús Stephensen til Kaupmannahafn- ar, og var erindið það að ganga frá nýrri útgáfu Jónsbókar sem hann hafði unnið að í nokkur ár. Vildi hann síðan fá stjórnina til að gefa hana út og löggilda sem hinn eina sanna Jónsbókartexta. Á afmæli sínu um veturinn ark- aði hann með handritið — í 4 forkunnarfögrum bindum — upp í kansellíið. Þar beið þessa þrek- virkis hægur og býrókratískur dauðdagi, fyrst hjá nefnd og að lokum í höndum Bjarna Þor- steinssonar amtmanns. Enginn stafkrókur þessa mikla verks hefur nokkru sinni verið prentaður, og verður kannski aldrei. Páll Eggert Ólason man ekki eftir því í íslenzkum ævi- skrám. En nú heiðrar Bókfells- útgáfan minningu Magnúsar Stephensens með því að prenta dagbók hans frá férðalaginu, sem hann kallaði Ferðarollu. Ágrip af henni hafa áður verið prentuð, bæði á íslenzku og í danskri þýðingu, en mikill feng- ur er að því að fá hana nú í heild í ljómandi fallegri útgáfu með skýringum. Útgáfuna hefur ann- azt ungur fræðimaður, Jón Guðnason cand mag., sonur Guðna Jónssonar prófessors. Skýringar hans sýnast mér hæfi- lega ítarlegar, en mig skortir lærdóm til að dæma um þær að öðru leyti. Reiði mig á þær unz annað reynist sannara. Eftirmála Jóns — sem er of stuttaralegur — eiga menn að lesa á undan ferðarollunni, það auðveldar skilning á tilgangi fararinnar. Ferðarollan er ekki merkilegt heimildarrit um neina stórvið- burði, en hún er frábær aldar- farslýsing, skrifuð af stórgáfuð- um manni og athugulum, sem var heimagangur hjá lærðustu og tignustu mönnum Danaveldis þennan vetur sem hann dvaldist í Kaupmannahöfn. Einnig er rit- ið merk heimild um Magnús sjálfan. Það þarf t.d. varla að koma mönnum á óvart, að á öðr- um og þriðja degi ferðarinnar fann hann lítið eitt til sjósóttar „og gubbaði einu sinni hvern dag, alls frísklega, síðan aldrei. Samferðamenn gubbuðu flestir geysilega, einkum stiftamtmað- ur Hoppe og bústýra hans sí- felt“. Ferðalagið var langt og erfitt, náðu landi í Svíþjóð um það bil sem allar vistir voru þrotnar. Sem betur fór komst Magnús þó í góða vist í Kaupmannahöfn. Kemst hann svo að orði 26. nóv-r ember: „Ég var nú alltaf frískur, en sat inni við bezta mat og fitn- aði því sem seppi“. — Það fór nú samt svo síðar að kyrrseturnar Guðrún frá Lundi: Stýfðar fjaðrir n. Prentsmiðjan Leiftur h.f. Reykjavik. Nokkru fyrir jól 1946 kom út fyrsta bók Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi. Var bók þessi fyrsta bindi af skáldsögunni Dalalíf. Vakti bók þessi mjög mikla at- hygli. Hún var mikið keypt og lesin, en höfundur hennar v>ar þá flestum ókunnur. En nú er Guðrún frá Lundi orðin þjóð- kunn fyrir löngu, því að frá þvi að fyrsta bók hennar kom út og til þessa tíma hefur hún að jafn- aði sent frá sér eina bók á ári hiverju. Bækur hennar hafa flest- ar orðið metsölubækur, og þrátt fyrir mikla sölu hafa þær einnig verið meira lesnar í lestrarfélög- um en bækur flestra annarra höfunda. Guðrún frá Lundi var 59 ára gömul er fyrsta bók hennar kom á prent, og enm eru engin elli- mörk á henni, sem hin nýjasta bók hennar, Stýfðar fjaðrir H, sýnir. Guðrún frá Lundi er fædd og uppalin í fremur afskekktri sveit, naut engrar skólamenntunar, giftist árið 1910, eignaðist þrjú böm og bjó í sveit með manni sínum við fremur þröngan fjár- hag, þar til þau hjón fluttust til Sauðárkróks 1939, og þar hefur Guðrún skrifað allar sínar skáld- sögur, er á prent hafa komið og þar á hún enn heima. Guðrún frá Lundi mun aldrei hafa ferðast til útlanda, og ég | hygg, að hún hafi ekiki heldur átt víðreist um landið. Eg veit heldur ekiki, hvort hún les nokk- urt erlent tungumál. En hún hef- •ur verið glöggsýn og skynjað og skilið sálarlíf og lífsbaráttu þess j fólks, er hún hefur kynnzt og lifað í sama umhverfi og hún, og hún mun lesin í islenzkum bókmenmtum, fornum og nýjum. Á æskuárum sínum fór Guð- rún að skrifa skáldsögur, en er hún giftist og fór að hugsa um börn og búskap brenndi hún hand rit sín. Hún hefur þá sennilega haldið, að hún myndi ekki fram- ar fást við skáldsagnagerð. Um áratugi mum hún ekkert hafa skrifað. En í fámenni og fásinni sveitalífsins munu hafa skapast í hugarheimum hennar og orðið félagar hennar Jón á Nautaflöt- um, Sigurfljóð á Hálsi og fleiri persónum, sem hún siðar teflir fram í skáldsögum sínum. Að sjálfsögðu hefur húm femgið efni- við sinn í þær af kynnum við þá menm, er hún hefur umgengizt um ævina. Móðir Völsungs konungs gekk með hann í sex ár, enda varð i höfðu slæm áhrif á meltinguna; er samvizkusamlega greint frá því öllu, svo og læknmgunni. Ef menn fýsir að vita hvað var á borðum hjá konungi og öðrum stórhöfðingjum í Danmörku þennan vetur, þá er skilmerki- lega greint frá því í þókinni, svo og um hvað var „hjalað". Ekki var kaffið gott í konungsgarði hinn 9. nóvember. Af öllum þeim veizlum sem lýst er í bók- inni held ég nú samt að mig hefði langað mest til að vera í afmælishófinu heima hjá Magn- úsi á 3. í jólum. Vertinn og vert- innan lögðu frítt til mat, en sjálf- ur hann „ölföng, snapsa af eram- bambuli og perfikó og madera og mallaga.... Trakterað var á fortapaðri skelpöddu, steiktum villidýrahryggi með fernslags syltetöji og dýrðlegri kondítors- köku í pýramídformi og drukkn- ar lystugt svo margar skálar, ís- lands, konu minnar og barna, mín og allra þeirra sem við borð- ið sátu, að við stóðum allir vel hreifir og kátir upp“. Væri það nú til of mikils mælzt að ein- hver af valdamönnum landsins heiðraði, minningu Magnúsar með því að halda veizlu með hainn allra sveina mestur. Það er sjáanlegt, að Guðrún frá Lundi hefur gengið lengi með margar sögupersónur sínar, svo vel hef- ur henni tekist að skila þeim frá sér, og ég hygg, að sumar þeirra verði langlífar 1 hugum íslend- Guðrún frá Lundi. inga eins og margar sögupersón- ur frænda hennar, Jóns Thorodd- sens, hafa orðið. En bún hefur ekki verið eins fundvís á hið kátlega í fari manna sem frændi hennar. Aftur á móti fataðist hon- um þó allmjög með sköpun sumra sögupersóna sinna, en ég hygg að erfitt sé að finna þær per- sónur í sögum Guðrúnar frá Lnudi, sem séu óeðlilegar og ekki æfinlega sjálfum sér samkvæm- ar. Guðrún frá Lundi virðist hafa óþrjótandi söguefni úr daglega lifinu. Hún þarf ekki að seilast eftir neinum reyfaraatburðum. Að vinna á túni, ganga við lamb- ær, hita kaffi, fara í kaupstað, heimiliserjur, venjulegur sam- dráttur karla og kvenna og aðrir hversdagslegir atburðir verða í frásögn skáldkonunnar sögulegir og skemmtilegir, gæddir lífi og 'halda hugum lesenda föstum við efnið. sama menu á 200 ára afmæll hans? Þessar örfáu tilvitnanir í bók- ina sýna léttan og lipran stíL Hið sama má segja um frásögn- ina víðast hvar, enda var kverið áreiðanlega ekki ætlað til birt- ingar af höfundar hálfu, heldur sjálfum honum til minnis og konu hans til skemmtunar. Því var engin ástæða til að vanda sig, mælt mál látið nægja. Ekki má ljúka þessari grein án þess að fundið sé að einhverju. £ sjálfum bókartitlinum er herfi- leg málvilla, Ferðarolla Magnús- ar Stephensen í stað Stephen- sens. Það er undarleg árátta að vilja útrýma eignarfalli af ís- lenzkum (eða hálfdönskum) ætt- arnöfnum og góðir menn verða að taka höndum saman um að stemma stigu fyrir þessu. Ég veit vel að þessi villa kemur fyrir I Skírnisgrein Þorkels Jóhannes- sonar, en ég veit líka, að hann las ekki sjálfur próförk af grein- inni því að viS vorum saman er- lendis. Ég get sýnt aðra staði i ritum hans, sem hann hafði sjálf- ur lesið próförk af, og fylgir hann þar réttum beygingarregl- um, svo sem vænta mátti. Ástir og vonbrigði, ljós og skuggar, líf og dauði er sam- tvinnað allskonar smáatriðum i Mfi manna. Allir menn eiga sína sögu, ef sá, er söguna segir er nógu djúpsær, til þess að skynja og skilja hið sérkennilega í sál- arlífi og fari sögupersónunnar. Þann skilning sýnist Guðrún frá Lundi hafa í ríkum mæli. Þessi nýja bók Guðrúnar frá Lundi er með sömu aðalseinkenn um og allar fyrri bækur henn- ar, og engin hrörnunarmerki sjást enn á frásögn, stil og per- sónusköpun hennar. Sköpunar- hæileikinn og frásagnargleðin er sama og áður. Flestar sögupersónur þessa söguhluta eru hinar sömu og í fyrsta hlutanum, en þó koma nokkrar nýjar fram á sögusvið- ið, og ber þar mest á bóndadótt- urinni Ásdísi, sem er ein af þrem- ur aðalpersónum þessa söguhluta. Hinar aðalpersónurnar eru Kristj án bóndi á Hofi og Geirlaug ráðs kona hans, sem bæði efu kunn úr fyrsta hlutanum. Geirlaug er fulltrúi hinna tryggu hjúa, sem jafnan unnu eins trúlega fyrir ’húsbændur sína og fyrir sig sjálf. Heimilið og jörðin, þar sem hún hafði unnið og dvalið um ára- tugi, voru hennar heimur. Þar vildi bún starfa, lifa og deyja. Kristján bóndi á Hofi hefur ráðið Ásdísi til sín fyrir kaupa- konu. Hún er forkur dugleg við öll útiverk, en hún var einfald- ur sjálfbirgingur, þverlynd, frek og ókvenleg. En þótt bún væri lítt töfrandi kona, verður hún samt Kristjáni fallþúfa, sem hef ur mikil áhrif á fjárhag hans og framtíð. Þessi hluti sögunnar nær aðeins yfir um tvö ár, en vanda- mál Hofsfjölskyldunnar aukast mjög á þessum árum. Þau valda vonbrigðum og sundrung, og i lok þessa söguhluta er engin leið sjáanleg til farsælla lausna. í lok bókarinnar kemur ný söguper- sóna, Valborg húskona. Vekur það forvitni lesanda, hvert hlut- verk hennar verði í sögunni. En það mun koma fram í þriðja hluta sögunnar, sem koma mun út á næsta ári. Þorsteinn M. Jónsson. Ráðskona óskast við góða verbúð í Grindavík, strax eftir áramót. — Uppl. í síma 50165. Jón Gíslason sf. Hafnarfirði. Pétur Benediktsson. Stýfðar fjarðrir il.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.