Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 22
22 MORCVlSm 4 ÐIÐ Föstudagur 21. des. 1962 Karl Halldórsson: Kommúnismi á íslandi I>egar tveir eða fleiri menn taka tal saman um stjórmál, er algegnt að faeyra eftirfarandi orð: „Það er alveg sama hvaða flokk- ur fer með völd, þetta eru allt faagsmunaklíkur, og forustumenn irnir hugsa aðeins um að skara eld að sinni köku.“ Sl'ik orð bera vitni háskalegu andvaraleysi eða algjörum óvitaskap. Hér á landi eru þrír stjórn- málafiokkar, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur. I>ar að auki eru kommúnistar sem faafa ruðst inn á stjórnmálasviðið, enda þótt enginn viti nú með vissu favað samtök þeirra faeita. Sameining- arflokkur alþýðu Sósíalistaflokk- urinn, Alþýðubandalag, f>jóð- varnarflokkur eða Hernámsand- stæðingar. ' Stjórnmálaflokkana þrjá grein ir á í höfuðatriðum. Einn fylgir | ríkisrekstri atvinnuveganna í ! sem flestum atriðum, annar vill , ‘hafa á því samvinnusnið og sá ! þriðji telur einkareksturinn faeppilegasta formið á sem flest- um sviðum. Þetta eru allt eðli- legar skoðanir og sjálfsagt að þær kómi fram í lýðræðisþjóð- félagi. Enda er þessum flokkum stjómað af íslenzkum huga og faöndum. Allt öðru máli gegnir með ( kommúnista. Þeirra félagsskapur er ekki stjórnmálalegs eðlis, eins og heilvita menn hugsa sér slíkt, heldur líkist hann miklu fremur La Mafía eða Ku Kux Klan, nema hvað feður kommúnism- ! ans voru upphafsmönnum hinna samtakanna miklu snjallari í á- róðrinum, enda nutu þeir þegar lögverndar þeirra, (og það gera lærisveinar þeirra enn í dag) sem fyrst yrðu látnir hverfa, hvar og hvenær sem kommún- isminn næði völdum. Og fyrir andvaraleysið ræður nú komm- únisminn yfir svo ofsalegum eyð- ingartækjum, að allt mannkyn nötrar af ótta. Kommúnistar komu sér þegar í byrjun upp fallegri stefnuskrá, um bræðralag og „öreigar allra landa sameinizt." Lengi vel fóru þeir ekki dult með á hvern hátt markinu skyldi náð, með upp- reisn gegn ríkisstjórnum og lög- gjafarvaldi, með blóðugri bylt- ingu. Deildir voru stofnaðar um heim allan. En ein var stjórnin, fámenn klíka austur í Moskvu, og gildir það enn í dag . En kommúnistar sáu það áður en langt um leið, að ofbeldis- kenning þeirra og byltingaráform hlutu lítinn hljómgrunn meðal JÓLAGJÖF KARLMANNSINS FÁIÐ ÞÉR HJÁ OKKUR ÚRVALS VÖRUR NVJAR VÖRUR menningariþjó>a, en til þeirra þurftu þeir nauðsynlega að ná. Þá var skipt um bardagaaðferð. Allt í einu urðu þeir mestu lýð- ræðissinnar heimsins ,þeir prédik uðu allra manna mest um frelsi og réttlæti. Þeir reyndu að koma sér í mjúkinn hjá andstæðingum sínum, og tókst það víða furðu vel. Venjulega menn grunaði ekki lævísina, þeir sáu ekki úlf- inn undir sauðargærunni. En 'kommúnistar eiga mikið ai gær- um, og margvíslega litum. Hér á landi hefur fjöldi lýð- ræðislega sinnaðra manna látið blekkjast af fagurgala kommún- ista, og meira að segja eftir að •þeir gátu ekki að fullu dulið úlfshárin, samanber villimann- legar árásir á löggjafanþing þjóð í arinnar, hin pólitísku verkföll síðari ára, og lokun þjóðvega "í samfaandi við þau. Kommúnistum hefur verið lyft upp í áhrifastöður, og þeim þann ig gefinn kostur á að auka mold- vörpustarfsemi sina, og ráðast að traustustu rótunum, „því lak- asti gróðurinn ekki það er sem ormarnir helzt vilja naga“. Og nú er svo komið að í sumum fjölmennum starfsstéttum ríkis- valdsins eru kommúnistar í meiri hluta. Að vísu er rétt að taka það fram, að fjöldinn allur sem fylgir kommúnismanum að mál- um, er ekki kommúnistar, og myndu herfa eins og aðrir, ef til kastanna kæmi, en þeir eru fainir nytsömu einfeldningar þang að til. A fyrstu árum kommúnismans bér á landi, ráku trúnaðarmenn hans töluverðan áróður gegn því að þjóðin kynnti sér uppruna sinn og sögu. Sérstaklega var þessum áróðri beint að börnum og æskufólki. Því var t.d. sagt að íslendingasögúrnar væru ein- ungis lygasögur og aðalefni þeirra morð og rán. Hræddur er ég um að Jóni Sigurðssyni hefði fundist 'fátt um slíka kenningu, en hann er sá maður sem kommúnistar eigna sér oftast . Hvað sem segja má um sann- leiksgildi sumra sagna, er það víst að íslendingasögurnar eru lýsingar á iifi og störfum for- feðra okkar og mæðra, þar finn- um við örnefni um land okkar allt, sem geymast enn í dag og þaðan streymdi orkan sem réði úrslitum í þjóðfrelsisbaráttunni. Þetta vita kommúnistar, þess j vegna vilja þeir fjarlægja æsk- una frá þessari vitneskju, hún i gæti vakið þjóðerniskennd, en það er erfiður þröskuldur fyrir kommúnismann að yfir stíga. Núverandi fræðslulöggjöf er í höfuðdiáittum samin af einum harðsvíraðasta kommúnista hér- lendis, Brynjólfi Bjamasyni. Eft- ir hennni ber börnum að vera í skóla frá sex til fimmtán ára aldurs, haustið, allan veturinn og fram á sumar hverju sinni. Maður skyldi nú ætla að eft- ir slikt nám í táu ár, væru ungl- ingarnir vel menntaðir. En því miður, það er öðru nær. Ekki vegna þess að þeir hafi ekki hæfileikana, heldur er löngu bú- ið að ofgera þeim. Skólabekkir Karl Halldórsson eru auðvitað nauðsynlegir að vissu marki, en seta á þeim, jafn vel hálfa ævina er engum manni holl. Lifið og höfundur tilverunn- ar ætlast til annars. Enda er mér kunnugt um það, að ungl- ingarnir í dag vita minna um land sitt og sögu en jafnaldrar mínir, sem fengu aðeins átta vikna skólagöngu í»þrjá til fjóra vetur til fermingaraldurs. Og þá kem ég að aðalatriðinu sem kommúnistar vilja ná. Vekja námsleiða, valda kæruleysi, af- manna þjóðina, þá er akurinn tilbúinn. En þó er enn torleiði fyrir kommúnismann, en það eru traust heimili. Ég var einu sinni með í þætti Sigurðar Magnús- sonar „Spurt og spjallað í útvarps sal“. Þar mættu tvær konur, báð- ar kommúnistar. Þeim fannst ekki nokkurt atriði að barn hlyti uppeldi hjá móður sinni, hún gæti verið út og suður allan dag- inn, en hefði barnið á „stofnun“ á meðan. Einmitt á þennan hátt er allt persónuatgervi lagt i rúst, og þá ekki síður siðgæði og trú. En það er undanfari kommúnismans. Það er engin tilviljun að Krús- éff velur sér algjörann villimann til aðstoðar í kalda stríðinu, á ég þar við Fidel Castro. Góðir íslendingar, ég veit að ég er nokkuð stórorður í þess- ari grein. En hún er gerð í þeim tilgangi að vekja þjóðina af and- varaleysi gagnvart þeim voðaleg asta háska sem yfir mannkynið hefur dunið. Útsölustaðir: Gardínubúðin, Laugav. 28, Skeifan, Kjör- garði, Fatabúðin Skólavörðustíg 21, VBK Vesturg. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.