Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 13
Föstu'dagur 21. des. 1962 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Vitringarnir þrír, Ólafur Pétur Jakobsson, Ari Elfar Jónsson Konungur konunganna hefur fæðzt, vitringarnir, englarnir og gestir gistihússins fagna fæðingu og Jón Örn Bjarnason. frelsarans. Lokaatriði jólaieikrits Ragnheiðar Jónsdóttur. __ Yngstu börnin í Mýrarhúsaskóla nýja, rétt áður en þau héldu heim á leið. Öll börnin eru með kortastafla, sum eru komin í yfirhafnirnar og með skópoka í .hendi. „Jú“ — Það komu vöflur á hina ungu leikara. „En við er um bara svo vanir þessu“. Þrátt fyrir digurbarkamælin var auðfundið að þeim var ekki eins leitt og þeir létu. Sýningin var hin fegursta og vakti almenna aðdáun áhorf- enda. Hinir leikþreyttu vitr- ingar skiluðu hlutverkum sín- um með sóma, svo og aðrir leik endanna, þótt skemmtilegar brosviprur léku um varir sumra í háalvarlegum atrið- um. En það var meira gert til skemmtunar en of annefnd leik sýning í Melaskólanum um- ræddan dag. Þrír strákar mættu með flauturnar sínar og blésu nokkur lög. Flautu leikararnir heita Guðjón Har aldsson, Heimir Hauksson og Karl Þorsteinsson. Guðríður Hermannsdóttir spilaði létti- iega á píanó og var okkur sagt að hún hefði numið píanóleik frá þriggja ára aldri. Þá var flutt kvæðið „Ekkjan við ána“ eftir Guðmund Friðjónsson og las Þorvaldur Gylfason text- ann og tók kór undir á viðeig- andi stöðum. Svipaða sögu var að segja úr öllum öðrum barnaskólum bæjarins. — Krakkarnir skemmtu, bæði sér og öðrum, og nutu þar aðstoðar hjálp- fúsra kennara. Dagsins hafði verið beðið með óþreyju og hann varð öllum ógleymanleg- ur Viðfangsefnin voru bæði háaivarleg og af léttara tag- inu, t.d. fréttum við að nokkr ar liprar stúlkur hefðu dansað can-can dans í Vogaskólanum, klæddar sokkabuxum, marg- földum blúndulögðum pilsum og dúllusokkaböndum; á öðr um stöðum komu krakkajóla sveinar í heimsókn og þóttust þá margir kenna röddina hans Sveinka, þ. e. a. s. þeir sem hættir eru að trúa á tilvist jólasveinsins, þótt enn laumi þeir skónum út í gluggann, í þeirri von að þessi dularfulli náungi komi við í húsi þeirra og skilji eftir sig áþreifanleg vegsummerki. hendi, en fékk máttinn af því hún lofaði foreldrum Jesús að sofa í fjárhúsinu. En segðu mér heldur, hvernig er að vera blaðamaður?“. Og við höfðum ekki við að svara, spurningum hennar og ann- arra sem hópuðust í kring. Vitringarnir þrír, Ari Elfar, Jón Örn og Ólafur Pétur, voru afar virðulegir í fasi eins og stöðu þeirra sæmdi. „Hafið þið gaman af að leika?“ spurðum við þá. „Nei“, svöruðu þeir elnum rómi. „Við verðum bara að gera það“, „En leiðinlegt. Voru engír aðrir fáanlegir til að taka við hlutverkum ykkar?“ Skólarnir voru uppljómaðir og myndum skreyttir; ljósmyndin er af gluggaskreytingu í Mýrarhúsaskóla. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.