Morgunblaðið - 23.12.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 23.12.1962, Síða 13
Sunruíclagur 23. des. 1962 ORGVNBLAÐIÐ Hið aldna skáld VÍSTJR þær, sem aS þessu sinni fylgja Reykjavíkurbréfi, fékk sá, ea- þetta ritar sendar á jólum í fyrra frá höfundinum, Lárusi skáldi Sigurjónssyni, og eru þaer nú teknar trausta taki til birt- inga. Lfárus er nú orðinn 88 ára og býr ásamt . konu sinni, frú Mabel, í lítilli íbúð vestur á Nýlendugötu. Hann sést ekki oft á mannamótum, en þegar hann er á götu, gengur hann teinréttur og er svo svipmikill, að flestum verður starsýnt á hann. í aesku lauk Lárus guðfræðiprófi frá prestaskólanum hér í bæ, en hvarf síðan vestur um haf og dvaldi þar þangað til hann var nær sjötugur. Þar kvæntist hann égætri konu af bandarísku för- eldri, söngkennara, Og flutti hún með honum hingað heim til að eyða ellinni á fósturjörðu hans. Á stúdentsárum sínum var Lárus eldheitur landvarnarmað- ur. Langdvalir erlendis gerðu hann ekki að útlending, heldur Ihertu í honum íslendingseðlið. Lárus var skáld frá upphafi vega og hefur ætíði haldið áfram að yrkja. Tryggð hans við sinn ís- ienzka arf var svo rótgróin að í útlegðinni tamdi hann sér forn- iegra Orðbragð, en yngri menn eru vanir. En ljóð Lárusar lýsa í senn djúphygli og einlægri ætt- terðarást, sem aldrei fyrnist. „Vér værum e^ti þjóð án þingsins64 Sannmæli er, að kristin kirkja og Alþingi hafa verið j. f — — útverðir allrar menningar þessa lands og lýðs“. Sízt er t>g ofmælt það, sem Lárus segir í kvæðu sínu „Full Alþingis“, er hann orti 1930 og birt er í ljóðabók hans, „Stefja- mál“: „Vér værum ekki þjóð án þingsins.'* ' Alþingi er ekki aðeins elzta þjóðstofnun Íslendinga, heldur hefur verið allt í senn: Tákn sjálfstæðis þjóðarinnar, harðasta vörn þess og eindregnasti sókn- araðilinn fyrir endurheimt þess. Alþingi hefur að sjálfsögðu tekizt misjafnlega, bæði fyrr og nú. Þegar illa hefur farið, hefur þjóðinni sjálfri verið áfátt, eins og hið góða, sem Alþingi hefur gert, er frá henni runnið. Virðing þings og þjóðar fer saman. Þrátt fyrir sjálfstæði frá upphafi íslands byggðar þangað til 1262 áttu íslendingar aldrei innlenda stjórn fyrr en 1904. Al- þingi hafa þeir aftur á móti átt í meira en þúsund ár. Einkenni- legt er, að svo er stundum að sjá sem Alþingismenn sjálfir átti sig ekki á þessu. Á titilblaði Albingistíðinda er enn prentuð röð löggjafarþinga og þá miðað við 1874, en ekki 930. Og í upp- hafi umræðuhlutans er vitr ð í röð aðalþinga og hversu margar samkomur séu frá þvi að Alþingi var endurreist! Hið eina rétta er að telja þingin allt frá upp- hafi, þ. e. frá 930. Segja má, að þetta skipti ekki miklu máli, en til skilningsauka á sögulegu sam- hengl virðist sjálfsagt að breytt sé *:1 Rétt skal vera rétt. „Þarf ekki lífs þér v að bið ja46 Kirkjan er önnur elzta þjóð- etofnun íslendinga. Meirihluti þeirra, sem nú eru á lífi, eiga vonandi eftir að köma saman til að minnast þúsund ára afmælis kristnitöku á fslandi. Trúhneigð manna er með ýmsu móti og skvldi þar enginn áfellast annan, því að sæll er hver í sinni trú. Þeir finnast og, sem allri trú afneita. Þeir uim það. En víst er, að þeir eru mun færri, en sumir hafa haldið fram Og ætla mætti 13 Hús tvö háleit hér er aö líta — hverjum húsum meiri! — Æöstu kirkju og Alþingishús Islands alþjóöar! Hvort þetta hús hjá hinu stendur nóttu og neytan dag, eins og útveröir állrar menningar þessa lands og lýös. Himinn og jörö saman höndum táka þar íslandi til auönu. Andi Guös laga andi mannlaga, hnita um þjóöheill hring. — L. S. : » hún umfram allt þarf að starfa, á stað sem að vísu er sögufræg- ur en nú úr alfaraleið. , Hvað dvelur prestaf jölgun í Reykjavík? Kirkjan og starfsmenn hennar, prestamir, verða að fylgja fólk- inu. Skiljanlegt er, að menn séu tregir til að leggja niður gömul prestaköll. Þau verða þó að vera svo margmenn, að prestar hafi næg verkefni, enda hljóta bætt- ar samgöngur og breyttir þjóð- hættir að segja til sín. Hvað sem því líður er það ljóst, að trúi menn á annað borð á gildi kirkj- unnar, þá verður að fjölga prest- um í nokkru hlutfalli við vax- andi fólksfjölda, þar sem hann er fyrir hendi. Landslög segja og, að svo skuli að farið hér í Reykjavík. Snemma á þessu ári ákvað kirkjumálastjórnin, að svo skyldi gert. Þá var ætlunin sú að fjölgunin tæki gildi frá næstu áramótum. Af einhverj- um ástæðum hefur orðið seink- un á þessu. Helzt er svo að sjá sem söfnuðirnir komi sér ekki saman um nýja prestakallaskip- an. Kostnaður af kirkjubygging- um, sem nýlokið er eða yfir standa, mun ráða þar nokkru um. Óskiljanlegt er samt, að sé vilji fyrir hendi, þá finnist ekki lausn á þeim vanda. Léikmönn- um sýnist ekkert einfaldara en að fleiri en einn söfnuður geti komið sér saman um afnot sömu kirkju, fyrst um sinn. REYK JAVÍKURBRÉF —Laugardagur 22. des. af kirkjusókn stundum. Hneyksl- un manna á því, að þeim skildist það boðað í útvarpinu, að engin sál væri til, var almenn og inni- leg. Stjórnmálamennirnir mega öfunda guðfræðingana af þeirri gremju, sem af þessu spratt, þvi að sjaldan eða aldrei lætur al- menningur sér svo títt um stjórn- máladeilur, sem þó er sí Og æ þvargað um í blöðum, útvarpi og á mannamótum. Hins sama gætir nú í sölu. bóka um „spiritisma". Hvort sem menn telja þau fyrirbrigði til sanninda eða ekki, þá kémur óneit- anlega fram í þessu áhugi al- mennings fyrir andlegum efnum. Kirkjan hefur staðið af sér alvar- legri deilur en um gildi þeirra fyrirbrigða. f kvæði sínu, „Kirkja Krists“, segir Lárus skáld: „Þarf ekki lífs bér að biðja, þegar tíðir líða hjá.“ Skáldið telur, að kirkian lifi. hvað, sem hverfulum tízkuhug- myndum líður. Staðrevnd er Og, að því fer fiarri, að öld vísinda og tækni hafi grafið undan stoð- um kirkju og kristnidóms, eins og sumir ætluðu og ætla jafn- vel enn. Þvert á móti eru hær stoðir nú fastari í hugum fjöld- ans en oftnst áður. „Hverjum húsum • ■ meiri Að sönnu aildi eru Dómkirkja og Albingishús „hverjum húsum meiri“ fyrir íslenzku hi^ðina Annað er um vtri ásýnd. Nú hafa verið reist hér hátimbraðri hús. Gildi hinnar gömlu Dómkirkju og AlþingiShússins við Austur- völl minnkar ekki við það. Eng- ir myndu óska, að þau hyrfu úr bæjarmynd Reykjavíkur. Bent hefur verið á, að Dóm- kirkjan hafi aldrei verið full- byggð, á hana v>anti tum, sem í upphafi hafi verið fyrirhugað- ur. Enn hefur sú hugmynd að bæta hér um samt ekki fengið hljómgrunn. Flestir kjósa að halda kirkjunni óbreyttri, svo sem þeir sjálfir og fyrri kyn- slóðir hafa vanizt henni. Svipuðu máli gegnir um Alþing- ishúsið. Það er lægra en upphaf- lega var ráðgert, því að undir- stöðumar urðu minni en til stóð. Þessu verður ekki breytt. Þótt menn hafi enn ekki, þrátt fyrir töluverða íhugun, náð samkomu- lagi um hvernig í framtíðinni eigi að útvega Alþingi meira hús- rými, svo sem brýn þörf er á, þá dettur engum í hug að hagga þeirri hlið hússins, sem út að Austurvelli veit. Sumir hafa þó látið sér til hugar koma að tengja húsið með einhverjum hætti við nýbyggingu, sem ætluð væri þinginu, en þá annað hvort sunn- anvið, helzt þar sem Góðtempl- arahúsið stendur nú, eða vestar við Kirkjustræti, andspænis gamla kirkjugarðinum. Væri þá hugsanlegt að láta iarðgöng vera á milli. Allt er þetta í frumat- hugun, enda hafa enn aðrir stung- ið upp á því, að nýtt þinghús yrði reist á Isbjarnarlóðinni við Tjörnina, suðaustur af Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu. Bollaleggingar þessar eru mjög háðar því, hvort Ráðhús verður endanlega byggt við norðurenda Tjarnarinnar, svo sem flestir, sem það mál hafa rækilega at- hugað, telja rétt vera. Ákvarð- anir um þessi grundvallaratriði í skipulagi bæjarins mega ekki bíða öllu lengur. Kópavogskirkja Bvgging Kópavogskirkju, sem vígð var sl. sunnudag, er ótví- rætt vitni trúhneigðar almenn- ings. í Kópavogi eiga sér stað erjur manna í milli, ekki síður en annars staðar á landinu. Flokkadrættir þar hafa stundum virzt í magnaðra og flóknara lagi Engu að siður hefur á ör- fáum árum tekizt að koma þar upp stóru og einkar fögru guðs- húsi. Á vígsludeginum þakkaði frú Hulda Jakobsdóttir það af- rek óvenjulegum einhug allra Kópavogsbúa. Þeir mundu ekki hafa með ærnum kostnaði sam- einazt um slíkt átak, ef þeir teldu sig vera að gera hégóman einberan. Sjálf var vígsluathöfn- in hátíðleg og mun verða minn- isstæð öllum, sem þar voru við- staddir. Kirkjuhúsið er í nýjum stí! og er sönnun þess, að vel fer á fjöibreytni í þesum efnum, ekki síður en öðrum. Vííjfsla Skálholts- kirkju Ætlunin er að vígja Skálholts- kirkju einhvern tíma á næsta sumri. Þá Verður náð fyrsta áfanganum í endurreisn Skál- holtsstaðar. Áður var um langa hríð raun að koma þangað. Nú er Skalholt orðið einhver eftir- sóknarverðasti staður til heim- sóknar fyrir ferðamenn. í sjálfu sér getur slikt þó aldrei verið neitt takmark. Með því, sem enn hefur verið gert, er einungis af þveeinn gamall smánarblettur. Hugmyndir manna um, hvað gera eigi við Skálholt eru all- mjög á reiki. Skynsamlegasta tillagan, sem enn hefur komið fram, er sú, sem kirkjubirigið samþykkti í haust að tillögu biskups, að þjóðkirkjunni verði afhentur staðurinn með nokkru föstu' framlagi úr rikissjóði og ráði kirkjan síðan áframhaldandi framkvæmdum og athöfnum. Um að gera er, að ætla sér ekki of mikið í fyrstu, heldur fara að öllu með gát, og láta þá kirkju- lega starfsemi, sem forystumenn kirkjunnar helzt telja þörf á, þróast þarna með eðlilegum hætti. Hitt er fjarstæða að halda. að hjóli sögunnar verði snúið við og höfuðstöðvar kirkjunnar fluttar úr fjölmenninu, þar sem Menniiigaraiiki Hvorttveggja er nauðsynlegt, kirkjur og prestar. Mestu máli skiptir samt, hvað boðað er. Þar eru ekki allir og geta ekki allir verið sammála í einstökum atriðum. Frásagnir af dularfull- um fyrirbrigðum og skýring þeirra hafa sitt gildi. Þetta má þó aldrei verða til þess að dylja fyrir mönnum meginboðskap kristinnar trúar. Þess vegna er mikill fengur í þvi, að eitt helzta rit kristninnar á öllum öldum, Játningar Ágústínusar kirkju- föður, skuli nú hafa verið þýtt á íslenzku. Þetta rit er ekki auð- lesið, a.m.k. í fyrstu, en er um ■allan heim viðurkennt sem eitt- hvert merkasta trúarrit og mann- lýsing, sem skráð hefur verið. fslenzk menning er auðugri en áður eftir að þessu riti hefur verið snúið á okkar tungu. H>n fagra bók, Helztu trúarbröað heims, er ekki sígild með sama hætti og Játningar Ágústínus- •ar, en þó er einnig víst, að fátt er drýgra til skilnings á manu- legu lífi en þekking á hinni ei- Hfu viðleitni mannsins til að leita trúarþrá sinni svölunnrr. Gildi kristinnar trúar vex og við það, að menn kynnist sögu- legu samhengi hennar og ei'Ti kost á að bera hana saman við önnur helstu trúarbrögð heims- ins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.