Morgunblaðið - 28.12.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 28.12.1962, Síða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 28. des. 1962 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. ROLEGIR DAGAR H ér á landi er mikið unnið,^ að . líkindum meira en UTAN UR HEIMI j HÉR á myndinni sjáum við ungan mann (hinn fjórða frá vinstri) sem eflaust á eftir að koma við sögu á komandi ár- um, þegar sagt verður frá því í heimsfréttunum, hverjir séu líklegastir til að hreppa hinar ungu prinsessur Vesturlanda. Pilturinn er Krónprins Svía, Karl Gustaf, og var myndin tekin af honum að veiðum á einni af skerjagarðseyjunum úti fyrir Stokkhólmi. f för með honum voru nokkrir kunnir sænskir veiðimenn. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Saw Foreman, Helga Sundberg, Valter Karlsson, Karl Gustaf, krónprins, Otto Stenbock, greifi og Clarence Gafoord, prófessor, sem er kunnur skurðlæknir og sér- fræðingur í hjartasjúkdómum. Sú fregn fylgdi þessari mynd, að prófessorinn einn hefði orðið fengsæll í þessari veiði- ferð og væru hinir þó engir aukvisar í listinni. Leyniskýrslur nazista birtar — varpa nýju Ijósi á utanrikismála- stefnu Þjóðverja 1925—36 víðast annars staðar, að minnsta kosti af ákveðnum stéttum. Þess vegna má segja að menn hafi verið vel að því komnir að fá löng jól, enda hafa margir notið hvíldarinn- ar vel. Blaðamenn hafa nú fengið lengsta frí, sem þeir geta fengið um jólin og blaða- lesendur hafa fengið fjögurra daga „frí“ frá blöðunum. Síðustu dagana fyrir jól var mikið að gerast í stjórnmál- unum. Alþingismenn voru önnum kafnir við afgreiðslu fjárlaga og um margt var deilt, eins og eðlilegt er, þeg- ar verið er að marka heildar- stefnu ríkisins í fjármálum. En nú hefur lygnt í stjórn- málabaráttunni um sinn. Al- þingi kemur ekki saman að nýju fyrr en eftir mánuð, og ólíklegt er að þangað til verði mikill hiti í hinni pólitísku baráttu. Aftur á móti má gera ráð fyrir, að hún harðni, þeg- ar líður á veturinn, enda kosningar framundan. I þeirri baráttu verða lín- irnnar skýrari en oftast áður í íslenzkri stjórnmálabaráttu. Þá verður um það barizt, hvort menn vilja halda við- reisninni áfram, treysta fjár- hag þjóðarinnar ár frá ári og bæta lífskjörin á þann hátt, sem nú á sér stað í öllum ná- grannalöndunum, eða hverfa aftur til haftanna, boðanna og bannanna og þess vand- ræðaástands, sem hámarki náði á tímum vinstri stjórn- arinnar — ef ekki annað verra. Stuðningsmenn Viðreisnar- stjómarinnar þurfa vissulega ekki að kvíða þeirri baráttu, og stjórnin sjálf þarf ekki að kvíða þeim dómi, sem upp verður kveðinn. SKRÍLSLÆTIN í SVÍÞJÓÐ Tll'eðan við íslendingar héld- um róleg og friðsæl jól, bárust þau ógnarlegu tíðindi okkur til eyrna, að hundruð tmglinga í Svíþjóð hefðu framið hin freklegustu helgi- spjöll, farið með skrílslátum um kirkjugarð, brotið allt og bramlað og ráðist að kirkju með grjótkasti og rúðubrot- um. Sjaldan hefur Svíþjóð og Svíar orðið fyrir meiri niður- lægingu í augum hins sið- menntaða heims en við fregn þessa. Þessi ungmenni hafa því bakað þjóð sinni meira tjón en þau gera sér grein fyrir. Hér á landi hafa tíðkazt nokkur ólæti á Þorláksmessu hin síðari ár og fyrrum var mikið um óspektir á gamlárs- kvöld. Eri slík ósköp, sem áttu sér stað í Svíþjóð, hefur enginn látið sér detta í hug að hent gæti hér — og raunar ekki heldur þar í landi. HVER ER ASTÆÐAN? Hjá því getur ekki farið, að menn velti fyrir sér, hver ástæða geti verið fyrir því, að hundruð æsku- manna grípa til slíkra óyndis- úrræða, sem helgispjöllin í Svíþjóð eru. Þessi atburður hefði ekki vakið ýkja mikla athygli, ef hann hefði átt sér stað meðal ómenntaðra og lítt siðaðra þjóða, en þegar þetta hendir í landi, sem talið er einna lengst komið á braut menningar og velferðar, set- ur ógn að mönnum. Getur það þá verið, þegar öllu er á botninn hvolft, að „velferðarríkið“ sé of veikt fyrir skrílmennsku og dragi úr sjálfsvirðingu manna og virðingu fyrir helgidómum? Sú skoðim er ekki ný af nál- inni og margsinnis hefur ver- ið á það bent, að takmörk væru fyrir því hve ríkisvald- ið ætti að ganga langt í föður- legri forsjón; lífshamingjan hlyti að verulegu leyti að byggjast á því, að menn bæru sjálfir ábyrgð á athöfnum sínum; þeim gæti því aðeins farnast vel að þeir sýndu at- orku og hefðu það stöðugt hugfast, að þeir væru sjálfir ábyrgir fyrir velferð sinni og sinna, en gætu ekki varpað þeirri ábyrgð á herðar ríkis- valdsins. Um atburðina í Svíþjóð verður vafalaust mikið rætt á næstunni, og enginn efi er á því, að í sambandi við þær umræður munu á ný spretta upp deilur um ágæti „vel- ferðarríkisins“, og galla þess. Sjálfir munu Svíar án alls efa gera það, sem í þeirra valdi stendur til að brjóta til mergjar, hver sé undirrót þessa óhugnanlega atburðar og víða mun verða fylgzt með þeim athugunum. New YorTe, 28. desember — AP BREZKA, franska og banda- ríska stjórnin birtu í dag hluta af leyniskýrslum, frá árunum 1925—1936, er fjalla um utanríkismálastefnu Þýzkalands á þeim tíma. — Skýrslur þessar féllu í hend- ur bandamanna, er heims- styrjöldinni lauk. Af því, sem fram kemur í skýrslum þessum, má nefna yfir- lýsingu ónefnds sendiboða, þýzks, er flutti boð milli Hitlers og Eðvarðs VII (Hertogans af Wind- sor), þar sem lýst er vilja hins síðarnefnda til að ræða nánari samskipti Breta og þjóðverja. Mun það hafa verið hugmyndin, að þeir ræddust við, Ribbentrop og Baldwin, &r þá var forsætis- ráðherra Breta. Því á Eðvarð, könungur, að hafa svarað á eftirfarandi hátt. „Hver er konungur hér? Ég eða Baldwin? Ég óska sjálfur eftir því að ræða við Hitler, hvort sem er hér eða í ÞýzkalandL Gjörið svo vel að segja honum frá því.“ Skjöl þau, sem nú hafa verið birt, eru sögð geyma margvís- legan fróðleik, er varpa nýju ljósi á utanríkismálastefnu þjóð- verja á þessum tíma. Skýrt er frá því, m.a., að efna- hagsmálaráðherrann Þýzki, Hjalmar Sohaoht, hafi boðið Rúss um 10 ára lán 1935, að upphæð 500 milljónir ríkismarka (um 150 milljónir dala). Meginstefna þjóðverja virðist á þessum árum hafa verið sú, að komast að einhverju samkomu- lagi við ráðamenn í Bretlandi, er voru taldir hlynntir Hitler og stefnu hans. Munu nazistar hafa UMRÆÐUFUNDUR áfengis- varnanefnda í Finnlandi á veg- um félagsmálaráðuneytisins þar var haldinn í Helsingfors í nóv- emibe;r sl. ; ;Á fundinum mættu yfir 600 fulltrúar hvaðanæva að;. Þar voru samþykkt mótmæli gegn ráðstöfunum áfengisverzl- unarinnar, sem gera ráð fyrir að ölstofur séu staðsettar sem víðast út; um landið. Fulltrúafundurinn telur það mjög áríðandi að þegar breyta skal áfengislöggjöfinni, sé ekki losað um neitt af þeim ströngu reglum er nú gilda, m. a. að ekki verði auðveldara að ná sér í öl og áfengismiðlun verði ekki auk in. Fundurinn lýsti sig andvígan ráðstöfunum áfengisverzlunarinn ar um að dreifa ölstofum út um bæi og sveitir. Áfengisvarnirnar þurfa að vera mikilvirkari í öllum skól- um og öllum félagssamtökum með tilliti til þeirrar kröfu um bindindissemi, er þjóðfélagið gerir til allra á þessum vélvæð- talið, að konungsfjölskyldan væri rétti aðilinn til að ræða það mál við. Segir m.a. um það í skýrslu frá þýzka sendiherranum í Löndon þá, Leopold vn Hösch, að „vingjarnleg afstaða hins nýja konungs, Eðvarðs VIII, til þjóð- verja, gæti haft áhrif í þá átt að móta utaríkismálastefnu Breta“. Öllum er hins vegar kunnugt um að konungurinn sagði nokkru síðar af sér, er hann gekk að eiga frú Wallis Simpson. M.a mun þessi ónefndi sendi- maður, sem að ofan getur, hafa rætt við marga menn, sem gegndu háttsettum embættum, í þeim tilgangi að reyna að vinna þá til fylgis við nazismann. Af skýrslunum kemur m.a. fram, að hann ræddi við Athony Eden (nú Lord Of Avon). — Síðar verður nánar vikið að skýrslum þessum hér í blaðinu. ingartímum. Fundurinn mælist til þess að íþróttafélögin geri félagsmönn- um sínum ljóst hve þýðingar- mikið það er að lifa bindindis- sömu lífi við iðkun íþrótta og á allan hátt. Útvarp, sjónvarp, kvikmynda- hús og aðrar stofnanir, er draga að sér athygli almennings, eiga að áliti fundarins, að hætta við þær dagskrár Og dagskráratriði, er ekki styðja að bindindissemi, en í staðinn keppa að því að veita sem bezta þjónustu siðgæð- islega og þjóðhagslega. í öllum sveita- og bæjarfélög- um þarf að starfrækja tóm- stundaiðju með æskufólki, er þroski það Og bæti. Fundurinn beinir því til allra ábyrgra borgara í öllum stéttum og hvar sem er, að vinna ötul- lega að almennri bindindissemi. Að lokum lýsa áfengisyarna- nefndirnar yfir því, að þær séu reiðubúnar að vinna með öllum þeim, er vilja stefna að þessu marki. (Frá Áfengisvarnaráði ríkisins). Alengism álan etn dir Finnlands mótmæla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.