Morgunblaðið - 06.02.1963, Page 1

Morgunblaðið - 06.02.1963, Page 1
Mynd þessa tók Bjöm Pálsson um hádegisbil í gær í ís könnunarfluginu, sem farið var á vegum landhelgisgæzl- unnar. Myndin sýnir ísrönd um 14 sjómílur austur af Galtarvita. Fleiri myndir og frásögn af hafísnum er á bls. 3. RUSSAR IUÚT- MÆLA samningum Þjóðverja og Frakka Moskvu, 5. febrúar — (NTB) ANDREI Gromyko, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, kallaði í dag sendiherra Vestur-Þýzka- lands og Frakklands á sinn fund og afhenti þeim mótmælaorð- sendingar Sovétstjórnarinnar gegn samningi þeim um sam- vinnu, sem 'Adenauer kanzlari undirritaði nýlega í Farís. Efni orðsendinganna verður ekki hirt í Moskvu, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum, og fást því ekki öruggar fregnir um inni hald þeirra fyrr en viðkomandi ríkisstjórnir hafa fengið þær í hendur. Talið er fullvíst að í orðsend- ingunum séu harðorð mótmæli gegn fransk-þýzka samstarfs- samningnum og Þýzkalands- Framh. á bls. 2 Gaulle víttur Straslbourg, 5. felbr. NTB. FRAMKVÆMDASTJÓRI Efna- hagsbandalagsins, Walter Hall- stein prófessor, réðist í dag Iharkalega á Frakka á fundi Ev- rópu-þingins í Strasbourg. Sagði Hallstein að viðræðumar við Breta um aðild að EBE hefðu gengið vel, og getað borið ár- angur, ef Frakkar hefðu ekki gripið inn í viðræðurnar og hindrað framhald þeirra. Sakaði Hallstein Frakka um að hafa haft að engu skuldbindingar banda- lagsins. Einnig benti hann á að beiting neitunarvalds í banda- laginu væri skilyrðum háð. Hallstein kvaðst feginn því að fulltrúi Breta við viðræðurnar, Edward Heath aðstoðarutan- ríkisráðherra, hafi lýst því yfir að Bretar muni ekki snúa baki við Evrópu. — í>ví verðum við að svara á þann hátt að við munum ekki snúa baki við Bret- um, sagði hann. Rakti Hallstein nokkuð gang samningaviðræðn- anna við Breta, og sagði það ein Framh. á bls. 23. DIEFENBAKER ER FALLINN Stjórnarandstaðan sameinaðisft um vantraust á Kanadastjórn kosningar innan tveggja mánaða OTTAWA, Kanada, 5. febrúar — (AP) — S T J Ó R N Diefenbakers forsætisráðherra Kanada féll í gærkvöldi þegar stjórnarandstaðan sameinaðist um van- trauststillögu, sem borin var fram af Sósíal-kredit flokkn- um. Verður þing því rofið og nýjar þingkosningar fara væntanlega fram innan 60 daga. Miklar deilur hafa staðið yfir í Kanadaþingi um varnarmálastefnu stjórnarinnar, og lauk þeim með því að bæði Frjálslyndi flokkurinn, undir íorustu Lesters B. Pearsons, og Sósíal-kredit flokkurinn undir leiðsögn Roberts Thompsons, báru fram vantraust á stjórnina. íhaldsflokkur Diefenbakers hefur ekki meirihluta á þingi, og féll stjórnin þegar allir þrír andstöðuflokkarnir stóðu einhuga að vantraustinu. Deilurnar í Kanadaþingi hófust í síðustu viku, eftir að bandaríska utanríkisráðuneytið T shombe f arinn f rá Kongó Elisabethville, 5. fefer. (AP) MOISE Tshombe, forseti Kat- anga fór í dag flugleiðis til Rhodesiu. Tilkynnti hann áður en hann fór að tilgangur ferð- arinnar væri að leita „nauðsyn- legra lækninga“. Ekki sagði Tshombe hvenær hann færi, en meðan hann var að ræða við fréttamenn ,beið hans ferðbúin flugvél. Á blaðamannafundi sínum i dag vildi Tdhombe ekkert um feað segja hvort hann yrði lengi erlendis. „Læknarnir verða að ákveða það“, sagði hann, og kvaðst hafa þjáðst af augnveiki, sem farið hafi versandi frá 1947. Fréttamenn lögðu hart að Tshomibe að skýra. frá því hve- nær hann kæmi aftur til Kat- atnga, en hánn svaraði engu. öðru en að vísa til læknanna. Leiddi •þetta til þess að raddir eru uppi um að hann sé alfarinn úr landi. Fjölskylda Tshombe býr sem stendiur í Briissei. krafðist þess að Kanadastjórn samþykkti að búa eldflaugar sín- ar og orrustuþotur kjarnorku- sprengjum. Orsakaði krafa þessi ákafar deilur í Kanada, og sak- aði Diefenbaker Bandarikin um frekleg afskipti af innanríkismál um landsins. Varnarmálaráð- herra Kanada, Douglas Harkness, lýsti því svo yfir á mánudag, að hann hafi ætíð verið þeirrar skoðunar að búa bæri varnar- kerfi Kanada kjarnorkuvopnum, og reiknað með að það yrði gert. Vegna ágreinings við Diefenbak- er um þetta mál, kvaðst Hark ness ekki geta starfað áfram ríkisstjórninni, og sagði af sér embættL Á mánudagskvöld, eftir að Harkness hafði tilkynnt aisögn sína, bar Lester Pearson, leiðtogi frjálslyndra, fram vantraust á stjórnina. Seinna flutti svo leið- togi Sósíal-kredit flokksins breyt ingartillögu við tillögu Pearsons, og er breytingartillagan sérstak- lega orðuð á þann veg að allir þrír stjórnarandstöðuflokkarnir geti fallizt á hana. Atkvæðagreiðsla átti að hefj- ast skömmu eftir miðnætti í nótt (ísl. tími). Á Kanadaþingi eru alls þingsæti, en tvö þeirra eri 265 skipuð. Þarf því vantrauststil- lagan 132 atkvæði til samþykkt- ar. íhaldsflokkur Diefenbakers hefur 115 þingsæti, og er stjórn- in því, minnihlutastj órn, en hef- ur þingað til notið stuðnings Sósíal-kredit flokksins, sem hef- ur 30 þingsæti. Flokkur Pear- sons, Frjálslyndi flokkurinn, hef ur 99 þingsæti, og Nýi demó- krataflokkurinn 19. Berliín, i febrúar austur-iþýzkir landa- (AP). TVEIR mæraverðir notuðu sér vetrar- ríkið í Evrópu til að flýja til Vestur-Berlínar. Verðirnir tveir áttu að gæta Oberbaum brúar- innar y.fir ána Spree á borgar- mörkunum. Skyndilega skiall á kafaldsbylur, og gripu verð- irnir þá tækifærið og hlupu yfir til Vestur-Berlínar. Færeyska nefndin á leið til Danmerkur í EINKASKEYTI frá frétta- ritara blaðsins í Færeyjum segir að þeir Hákon Djurliuus lögmaður, Erlendur Paturs- son, sem á sæti í landsstjórn- inni, og Johan Djurhuus, skrifstofustjóri, hafi um sex leytið í gærkvöidi lagt af stað með danska eftirlitsskipinu Niels Ebbesen áleiðis til Ler- wick á Shetlandseyjum. Það- an fara þeir flugleiðis til Kaupmannahafnar, sam- kvæmt ósk dönsku stjórnar- innar, til að ræða væntanleg- ar aðgerðir varðandi fisk- veiðilögscguna við Færeyjar. Ákveðið hafði verið að færeyská nefndin færi með Catalina-flugvél frá Færeyj- um til Kaupmannahafnar og kom flugvélin til Torshavn á mánudagskvöld. En flugvélin komst ekki af stað frá Fær- eyjum fyrir „kavaroki", eins og segir í skeytinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.