Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.1963, Blaðsíða 14
14 MORGVlSBLAÐlb Miðvikudagur 6. febrúar 1963 Ábyggilegur piltur eða stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. XUlieUZUli Langholtsvegi 49 Innilegt, hjartans þakklæti færi ég öllum vinum mín- um og vandamönnum sem heiðruðu mig á 70 ára af- mæli mínu þann 20. f.m., með gjöfum, heimsóknum og hlýjum kveðjum. Ég bið góðan guð að launa ykkur fyrir mig og blessa ykkur framtíðina. Sigurður Símonarson, Akranesi. Sonur okkar og bróðir ÞORKELL ALFREÐ ÞORKELSSON húsasmiður andaðist í Sjúkrahúsi Akraness, 2. þ.m. Jarðarförin fer fram laugardaginn 9. þ.m. kl. 2 e.h., frá Lágafellskirkju. Húskveðja að heimili hans Krossamýrarbletti 14, kl. 1,15. Alfa Ásgeirsdóttir, Þorkell Einarsson og systkini. Jarðarför föður míns VIGFÚSAR GUTTORMSSONAR frá Stöð, sem andaðist 26. þessa mánaðar, fer fram í dag mið- vikudaginn 6. febrúar frá Fossvogskirkju, kl. 13,30. Hermann Vigfússon. Útför mannsins míns, RAGNARS GUÐMUNDSSONAR, verður gerð frá Fríkirkjunni, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Þeir sem vilja minnast hins látna, eru vinsamlega minntir á Minningarsjóð systkinanna frá Hrafnabjörgum Kristín Sveinbjömsdóttir. Útför föður okkar MAGNÚSAR SKÚLASONAR Þverveg 2 E, sem 'lézt 31. jan í Landsspítalanum fer fram frá Foss- vogskirkju, föstudaginn 8. febrúar kl. 3 e.h. Elsa Magnúsdóttir og systkini. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem við andlát frú SIGRÍÐAR FJELSTED sýndu minningu hennar virðingu og hlýjan hug og vottuðu okkur samúð. Ásta Fjelsted, Kristjana Blöndahl Sveinn Ingvarsson, Sigfús Blöndahl. Þakka hjartanlega öllum þeim er sýndu samúð og vinsemd við andlát og útför konunnar minnar KRISTÍNAR HAFLIÐADÓTTUR Gísli Narfason Innilegar þakkir færum við hinum fjölmörgu vinum okkar og félagssamtökum sem vottuðu okkur vinsemd og samúð vegna sviplegs fráfalls sonar okkar og bróður, MAGNÚSAR einarssonar, búfræðikandidats. Einar Ásmundsson, Ragnar Einarsson, Ingveldur Höskuldsdóttir, Geir Zoega, Dóra Sigurjónsdóttir, Margrét Kjartansdóttir, María Gísladóttir. Jakobína H. Þórðardóttir, Björn Einarsson, Óskar Einarsson, Sigríður E. Zoega, Þórður Einarsson, Ásmundur Einarsson, Ásgeir Einarsson, Samkomustaður æskufólksins HERRA RITSTJÓRI. Undanfarið hefur verið rætt og ritað nokkuð um þá virðingar- verðu tilraun, sem forráðamenn samkomuhússins Lídó hafa gert, með það fyrir augum að breyta Lídó í sérstakan fyrirmyndar skemmtistað handa æskufólki Reykjavíkur og þá auðvitað gæta þess vandlega, að áfengisneyzla væri þar algerlega útilokuð. Flestir, sem á þetta mál hafa minnzt opinberlega, hafa fagnað þessari tilraun og ég er einn í þeirra hópi. Eg vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að telja það höfuð-nauð- syn að tilraunin mistakist ekki. Enda þótt samkomuhús þetta uppfylli ekki allar þær kröfur, sem gera verður til slíks sam- komustaðar, þá ræður það þó yfir ýmsum góðum skilyrðum, og eftir samtal, er ég hef átt Við hinn dug mikla eiganda þess, Þorvald Guð- mundsson veitingamann, trúi ég þvi fastlega, að fyrir honum vaki í einlægni hinn rétti tilgangur með þessari tilraun. Og þó þeir séu til, er vantreysta honum, vegna þess að hann hefur stað- ið fyrir og stendur enn fyrir áfengisveitingum í öðrum greiða sölustöðum í borginni, þá treysti ég honum fyllilega. Nokkuð hefur viljað bera á því, að kastað hafi verið hnútum að okkur templurum í þessu sam- bandi og okkur álasað fyrir að verða ekki fyrri til. Virðist þár hafa gleymzt, að við höfum í meir en 30 ár haft svona áfengis- lausar skemmtanir fyrir alla, yngri sem eldri, í G.T.-húsinu í Reykjavík og viðar, og um tíma einnig í Listamannaskálanum. Og nú í nokkrar undanfarna vetur höfum við um hverja helgi haft sérstakar skemmtanir fyrir ungl- inga í þessu húsi. Að sjálfsögðu hefur öflugt eft- lit verið haft þar með algerri úti lokun áfengis. Við höfum meira að segja gengið svo langt að af- nema þar reykingar á unglinga- skemmtunum okkar. Til þess hef- ur Lídó þó ekki treyst sér, að því er mér skilst. Ekki' hafa ýkja margir orðið til þess, opinberlega eða í blöð- um, að láta þessa margra ár» þakkarverðu viðleitni okkar njóta viðurkenningar. Aftur á móti hefur illvígur rógur og rætni ómerkilegra blaða um Regluna og þetta starf herinar hlotið öllu betri uridirtektir. Hafa þó margar húsmæður, með ánægju leyft ung mennum sínum að fara út að skemmta sér að kvöldi dags, ef þau hafa lofað að fara í „Gúttó“. Hinsvegar er þetta gamla hús okkar, nú, orðið lítt samkeppnis- fært, sökum aldurs og þess, að það fær ekki að hýsa í einu, nema á 2. hundrað ..íanns. Er því engu verulegu hægt til að kosta í hljóm sveit og annað til skemmtunar, sem þó þarf engu að síður, ef ekki öllu fremur, á slíkum skemmti stöðum ungs fólks, sem er með fullri dómgreind og því kröfu- harðara um skemmtanagæði, heldur en hálf- og al-drukkið fólk á vínveitingastöðunum. Eg hef oft óskað mér þess, að ég ætti, eða hefði yfir að ráða, 40 til 50 milljónum króna. Þá léti ég verða mitt fyrsta verk að byggja, fyrir þær, fyrirmyndar samkomustað fyrir æsku Reykja- víkur, — þannig stað, sem Þor- valdur Guðmundsson og menn hans eru að reyna að benda á með tilraun sinni í Lídó. Því miður er þessi tilraun van megnug á meðan ungmenni inn an 21 árs hafa frjálsan aðgang að vínveitingastöðunum, þar sem þau geta hindrunarlítið, ef þau vilja, fengið fullorðið fólk til þess að kaupa fyrir sig áfengi, eða að þessi ungmenni geta kom- izt með áfengi með sér inn á ýmsa aðra „áfengislausa“! staði og drukkið sig ölvaða þar. svo sem dæmin hafa margsannað. Það er því höfuð-nauðsyn, að hið opinbera komi þeim Lídó- mönnum til hjálpar nú, bæði með eftirgjöf skemmtanaskatts o. fl. svo tilraun þeirra heppnist. E£ hún mistekst, lamar það kjark og vilja annarra til þess að gera aðra tilraun, og langt virðist enn í land, að Góðtemplarareglunni takist, vegna fjárskorts, að koma upp hinni langþráðu byggingu sinni á Skólavörðuhæðinni, — en þeirri byggingu er, meðal ann ars, ætlað það hlutverk, sem byrjað hefur verið að fram- kvæma í Lídó. Samtímis því, sem hið opinbera verður að rétta tilrauninni í Lídó hjálparhönd nú þegar, verð- ur með öllu að banna aldursflokk um innan 21 árs aðgang að vín- veitingahúsunum og loka slíkum stöðum, vægðarlaust, sem brot- legir reynast, — auka þess utan, að miklum mun, eftirlitið og að- haldið á þeim stöðum öðrum, er berir hafa orðið að ölvun á skemmtunum sínum. Á meðan áfengisverzluninni líðst að eyðileggja líf manna í Reykjavík svo hundruðum og jafnvel þúsundum skiptir árlega, með skefjalausri áfengissölu, er það að sjálfsögðu skylda yfir- valdanna að styðja af fremsta megni, með rífleguan fjárframlög um, hverja vel meinta tilraun til að stemma stigu við eyðilegging unni. Hér varðar mestu, hvað dóms- málaráðuneytið og lögreglustjór- inn í Reykjavík vilja gera í þess um málum, þó fleiri geti að sjálf sögðu stutt þessa aðila í góðu verki. Bréioskriftir - Bóbhuld Ungur magjpr með haldgóða reynslu í viðskipta- störfum óskar eftir að taka að sér bréfaskriftir eða bókhald fyrir lítið innflutnings- eða iðnfyrirtæki. Þeir sem áhuga hefðu á þessu leggi nöfn sín á afgr. Mbl. merkt „1737“. B ifvél avirkjar eða menn vanir bílaviðgerðum eða réttingum óskast strax. Góð vinnuskilyrði. — Upplýsingar í síma 15450. V olks wagen umb oðið. Unglingsstúlka óskast til sendiferða á skrifstofu vora. íbúð til sölu í ágætu standi í sambýlishúsi á Melunum. Upplýsingar í síma 15941 eða 36813. Nýtt símanúmer Framvegis verður símanúmer mitt á læknisstof- unni 12811. Árni Guðmundsson, læknir Hverfisgötu 50. Jörð til sölu Jörðin Borgarfell III. í Skaftártungu, V.-Skafta- fellssl., fæst til kaups og ábúðar, á vori komandi. Byggingar góðar, rafmagn til ljósa, og sími. Jörð- inni fylgir veiðiréttur í Tungufljóti. Áhöfn og vélar getur fylgt ef óskað er. Leiga getur komið til greina. Nánari upplýsingar gefa eigandi og ábúandi jarð- arinnar. Jón Gunnarsson, Borgarfelli, e ð a Kristmundur Gunnarsson, Vík. Freymóöur Jóbannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.