Morgunblaðið - 06.02.1963, Síða 15

Morgunblaðið - 06.02.1963, Síða 15
Miðvikudagur 6. febrúar 1963 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig er stjórnarstörf- um Krúsjeffs háttað? LÍTIÐ er vitað um það, hvernig herra Nikita Krúsjeff hagar stjórnarstörfum sínum. Þær fáu upplýsingar sem bor- izt hafa vestur fyrir járntjald staðfesta, að það er ekki ríkis stjórnin heldur yfirstjórn kommúnistaflokksins sem markar stjórnarstefnuna. í henni eiga sæti tólf fullgildir meðlimir auk sex aukafuntrúa og þar er Krusjeff Primus inter pares. En aílar upplýsing ar um þessi mál eru einangr- aðar og lítilfjörlegar og gefa litla hugmynd um persónu- leika herra Krúsjeffs og starfs aðferðir hans. Vestrænir fréttamenn kynnt ust lítillega andrúmslofti því sem ríkir í kring um Krúsjeff í starfi, þegar þeim var leyft að ferðast í þrjár klukkustund ir þann 6. júlí árið 1960 í einka lest forsætisráðherrans, sem flutti hann frá Graz til Vínar- borgar á ferðalagi hans til Austurríkis. Þá kynntust þeir „vitring- unum“ sem eru í föruneyti Kremlbóndans, þegar hann ferðast erlendis: . Þar var Gromyko utanríkisráðherra, Ilyitchov yfirmaður útbreiðslu mála, Adehubei, tengdasonur hans, Satyukov, ritstjóri Pravda, Sakharow, hershöfð- ingi, lífvörður hans og loks einkaritari hans og hægri hönd Lebedyev. Einkaritarinn gæti vel eftir útlitinu að dæma verið nemandi frá Harward háskóla, kinnfiskasoginn og með gleraugu. Sakharov hers- höfðingi er hins vegar hár og þrekvaxinn. Allt eru þetta þögulir einbeittir menn, sem láta sig engu varða umhverfið eða aðra sem verða á vegi þeirra samæft, starfsamt lið þar sem hver gegnir sínu ákveðna hlutverki. Þannig komu hinir nánustu samstarfs menn Krúsjeffs hinum vest- rænu fréttamönnum fyrir sjón ir. Lebedyev sagði aðeins: „Ef þig aðeins vissuð hvað Nikita Seregeyewich Krúsjeff af- kastar sjálfur, upp á eigin spýtur, þá munuð þið undrást, því það er frábrugðið því sem menn gera sér í hugarlund“. ' Georgiy Malenkov einn af fyrirrennurum Krúsjeffs sagði eitt sinn í glensi að vitur ref- ur ætti sér fleiri en einar út- göngudyr. Þessi orð mætti einnig eigna Krúsjeff. Því hann getur líka valið úr mörg um stöðum þegar hann ákveð- ur hvar hann vill hitta gesti sína eða fjandmenn. Þegar Gomulka, Sukarno, Kekkonen, Togliatti og Sekou touré eru í Moskvu ganga þeir til fundar við forsætisráðherra Sovétríkjanna í löngu mjóu herbergi á fyrstu hæð stjórn- arbyggingar í Kreml. Ljósið skín inn um fimm stóra glugga og fellur á grændúkað borð, sem er breiðara fyrir öðrum endanum, en þar er sæti herra Kúsjeffs. Á veggjunum hanga myndir af Marx og Lenin. Þar er einnig glukka og tvö ver- aldarkort. Á borði Krúsjeffs eru líkön úr gulli af sovézkum þotum, sputnikum og geim- förum. Þar er aðeins einn sími og nokkrar flöskur af kákasísku ölkelduvatni. í þessu herbergi fara vissulega hvorki fram ráðstefnur eða umræður. Þar eru lesnar upp . skýrslur og þar er tekið á móti fulltrúum erlendra ríkja sem koma í kurteisisheimsóknir. En árangurinn af þessum fund um hefur venjulega verið ákveðinn áður en gesturinn stígur fæti sínum inn fyrir þröskuldinn. Þann 27. nóvember árið 1958 komu vestrænir frétta- menn í annað herbergi í sömu álmunni. Það var egglaga að lögun og veggirnir klæddir dökkum viði. Þegar komið er inn, blasir við skrifborð for- sætisráðherrans en fleiri minni skrifborðum hefur ver- ið komið fyrir á víð og dreif og við þau eru litlir snúnings- stólar. Þar hélt Krúsjeff blaða mannafund, þann fyrst á ævi sinni á sovézkri grund. Rúss- neskur blaðamaður hvíslaði því að viðstöddum að þarna væru mikilvægir fundir haldn ir. Sennilega er þetta eitt af fundarherbergjum ríkisstjórn- ar Sovétríkjanna. I það má aðeins komast eftir mjóum göngum og vel vörðum stig- um. Ákvarðanir stjórnarinnar eru þó ekki alltaf teknar í Kreml heldur einnig í stjórn- arbyggingunum í rósagörðun- um í Yussovo, tuttugu mimr fyrir utan Moskvu. Sendiherrum, stjórnmála- mönnum og blaðamönnum er Krúsjeff einstaka sinnum leyft að fara í sjóbað eða gönguferð með herra Krúsjeff þegar hann dvelst sér til hressingar í Gagra við Svartahafið. Og frú Nina Krúsjeff býður stundum enskum og frönskum konum til tedrykkju í húsi sínu á Spör fuglahæðinni í Moskvu. En ennþá veit enginn hvar hinn afdrifaríki fundur yfir- stjórnarinriar var haldinn í júlí árið 1953, þegar Moska- lenko marskálkur ógnaði með vélbyssu. Og enginn and- kommúnisti hefur nokkru smni séð skrifborðið, sem Krúsjeff sat við, þegar hann útbjó orðsendinguna um Kúbu málið til Kennedys. Og menn verða aðeins að geta sér til um það, hvar hann hefur lif- að erfiðustu stundir starfs- ferils síns .... þegar yfir- flokksstjórnin snérist gegn honum með sjö atkvæðum á móti fjórum, en með þeim Molotov, Malenkov og Kag- anovieh. Það var þá sem Krúsjeff flýði úr yfirflokksstjórninni og í miðstjórn flokksins en þar á hann aðeins dygga fylg- ismenn. Meirihluti miðstjórn- arinnar bjargaði Krúsjeff á róstusömum fundi, sem ef til vill var haldinn í hinni gráu óásjálegu fjögurra-hæða bygg ingu skammt fyrir utan Kreml við Starayatorgið. Þar eru aðalbækistöðvar miðstjórnar kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. Og þar voru til skamms tíma aðal-vinnustöðvar Krú- sjeffs. f dag situr æðsti for- ingi flokksinfe í stjórnarbygg- ingunum í Kreml eins og fyrirrennari hans Stalín og þar tekur hann ákvarðanir, gefur út skipanir og heldur ráðstefnur. Vinnuherbergi hans er nálægt langa mjóa herberginu, -sem álitið er nógu gott fyrir erlend augu og eyru en ekki nógu gott til þess að þar sé hægt að gera út um innanríkismál húsbændanna í Kreml. Anastas Mikoyan, sem var meðlimur yfirflokksstjórnar- innar þegar Krúsjeff stóð að* eins á lægstu þrepum flokks- stigans sagði eitt sinn: „Við höldum fund oftast tvisvar í viku. Dukafulltrúarnir mega taka þátt í umræðunum en þeir hafa ekki kosningarétt. Ef ekkert samkomulag verður, höldum við umræðunum áfram næsta dag þangað til ákvörðun hefur verið tekin. Við erum hjarta Sovétríkj- anna“. Hver meðlimur yfirflokks- stjórnarinnar gegnir sérstöku starfi. Suslov tilheyra sérstak- lega öll mál er varða hugtaka- fræðina og atkvæði hans er þungt á metaskálunum þegar um er að ræða dogmatisku deilurnar við Pekingstjórnina eða hvaða afstöðu skuli taka gagnvart starfsemi júgólslav- neska kommúnistaflokksins. Utanríkismál og varnarmál heyra undir Krúsjeff. Sérstaða hans í yfirflokksstjórninni stafar ekki síst af því að öll meiriháttar mál má flokka undiy undir annað af þéssu tvennu. Auk þess byggist persónulegt vald Krúsjeffs á þremur atrið um. í fyrsta lagi á þessari stað reynd að hann á sæti í öllum þremur æðstu ráðunum: Ráð- herranefnd, yfirflokksstjórn- inni og miðstjórn flokksins. í öðru lagi vegna þess að hann hefur sterkust persónu- áhrif á alla ráðamenn í Kreml. Hann á til að bera metnað- argirni, lífsþrek, greind, harð- ýðgi og slægð samfara persónu töfrum, andríki og leikara- skap. í þriðja lagi er styrkur Krúsjeffs í því fólginn að hon um hefur tekizt að setja sér hliðholla menn í áhrifastöð- ur á öllum sviðum þjóðfélags- ins sem heyra undir ægivald flokksins. V Rauða torgið Flugfloti Klnverja lítill og léiegur Flugmen.n færri en þotur — segir kín- verskur flugmaður, sem flúði til Formósu — Hvoð segja jbei# Framh. af bis. 10 út á næta hausti, er íslenzk orðabók í einu stóru bindi. Hún hefur verið í undirbún- ingi um 5 ára skeið og tel ég að hún bæti úr brýnni þörf, því engin slík orðabók er til með íslenzkum skýringum. Eina orðabókin, sem að nokkru leyti er sambærileg, er Orðabók Sigtfúáar Blönd- els, en hún er með dönskum skýringum. Jafnframt vánt- ar hana þann orðaforða og þær breytingar á íslenziku máli, sem orðið hafa á síðustu 30—40 árum. Aðalhöfundur bókarinnar er Árni Böðvars- son, cand mag., en ýmsir aðr- ir málfræðingar og sérfræð- ingar á mörgum sviðum hafa unnið með honum að verk- inu. — Hvaða önnur verk viltu nefna, sem unnið er að hjá ykkur? — Á döfinni eru fræðilegar heildarútgáfur á verkum ekálda frá síðari öldum. Að undirbúningi hefur verið unnið í nokkur ár og senni- lega verða tilbúin til prent- unar á þessu eða næsta ári Ijóð séra Gunnars Pálssonar, eins af helztu skáldum 18. ald- ar, en ljóð haris hafa aldrei verið gefin út í bókarformi og aðeins fáein komizt á prent í safn-ritum. Gunnar Sveinsson, lektor, mun ann- ast um útgáfu ljóða nafna síns. Þá er unnið að Lýsingu ís- lenzkra sögustaða. Fyrir mörg um árum samdi danski fræði maðurinn Christian Kaalund íslenzka x sögustaðalýsingu í tveim bindum, merkilegt rit á sinni fcíð en vitanlega orðið úrelt nú. Hin fyrirhugaða sögustaða- lýsing Menningarsjóðs verður með nokkuð svipuðu sniði, en töluvert ítarlegri og að sjálf- sögðu byggð á margháttuðum rannsóknurrj, sem gerðar hafa verið eftir að rit Kaalunds kom út. Auk þess sem ýmsar rannsóknir munu fara fram beinlínis vegna útgáfu þessa verks. — Að lokum má nefna, að unnið er að undirbúningi og sameiningu á lexioon í tveim bindum fyrir unglinga. Hann verður einkum miðaður við þarfir unglinga og starfsfólks. Vegna orðabókarinnar og annarra þeirra verka, sem hér hafa verið talin, mim draga nokkuð úr annarri út- gáfu hjá okkur, eins og ég minntist á áðan, en enniþá er ekki fullráðið um allar út- gáfubækur þessa árs hjá Bóka útgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Kanaríeyjum, 4. feb. (NTB) Hluti af gömlu klaustrí, sem nú er notað sem ráðhús í Granadilla, hrundi í gær í ofsa rigningu og roki, og fór- ust 27 manns í rústunum, en 54 særðust. Rannsókn hefur leitt í Ijós að a.m.k. 20 þeirra sem fórust létu lífið vegna ótta, sem greip um sig í ráð húsinu. Tróðust þeir undir þeg ar mannfjöldinn leitaði út úr byggingunni. KÍNVERSKUR flugmaður, sem flúði frá meginlandinu snemma á fyrra ári, hefur skýrt frá því, að her Mao Tse tung sé illa búinn flugvélum, en þó sé skorturinn á vel þjálfuðum flugmönnum enn meiri. Flugmaðurinn, Liu Cheng Sze, átti fund með fréttamönnum í Manila, þar sem hann skýrði frá þessu. Segir hann m.a., að flugvélakostur sá, sem kínverskir kommúnistar hafa yfir að ráða, sé ekki nógu öflugur til þess að vogandi sé að leggja í árás á For- mósu. Áætlar flóttamaðurinn, að á meginlandi Kína séu nú um 2000 — 3000 þotur, en hins vegar séu eltki nema 1000 flugmenn, sem talizt geti hæfir til að stjórna þeim. Að vísu hafi um 4000 þotu- flugmenn verið þjálfaðir, en af þeim sé meirihlutinn illa þjálfað- ur, auk þess lítill baráttu- og starfsandi sé ríkjandi í hópi þeirra. Skýrði Liu ennfremur frá þvi, að flestar flugvélarnar væru gamlar, mestmegnis MIG—15, MIG—17 og örfáar MIG—19. Liu flúði með því að fljúga vél sinni, af MIG—15 gerð, til For- mósu í marz sl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.