Morgunblaðið - 06.02.1963, Page 16
16
MORGini BL AÐIÐ
Miðvlkudagur 6. febrúar 1963
O. MUSTAD €r SÖN, Oslo
REGISTERID TRADE MARK
M USTAD
t'
Key I Brand
riSH HOOKS
hafa framleitt fiskiöngla fyrir margar kynslóðir íslenzkra
fiskimanna. Yfirburðir Mustadönglanna hafa alltaf reynzt
ótvíræðir. Úrvals hráefni og þrotlaus nákvæmni í framleiðslu-
háttum með áratuga reynslu að baki, gerir stöðug gæði
Mustad önglanna örugg og trygg. Þannig hafa bátaformenn
á Islandi áratug eftir áratug notað svo að segja eingöngu.
MUSTAD ÖNGLA
AF ÞVÍ AÐ:
1) þeir eru sterkir
herðingin er jöfn og rétt
húðunin er haldgóð
lagið er rétt
verðið er hagstætt
2)
3)
4)
5)
Vertíðin bregzt ekki vegna
önglanna, ef þeir eru frá
Osló.
Mustad önglar fást hjá öllum veiðai fœraheildsölum
og kaupmönnum á landinu
Ingimar Guðmunds-
son kaupmaður 50 ára
MERKISÁFANGA fimmtugs
manns nær í dag vaskur og vin-
sæll Vestfirðingur: Ingimar Guð-
mundsson, kaupmaður í verzl-
uninni Fáfni á Skólavörðustíg.
Hann einn fjögurra systkina
sinna er fæddur á móðurslóð
norðut í Skagafirði — sonur
merkishjónanna Jónínu Sveins-
dóttur og Guðmundar Snorra
Finnbogasonar kaupmanns, sem
lengst af bjuggu í ÞVerdal í
Aðalvík.
Það má með sanni segja, að
Ingimar hafi á margt lagt gjörva
hönd. í uppvexti urðu honum
töm algeng störf til sjós og lands.
Seinna varð hann nokkra vetur
smiða- og söngkennári á Hvann-
eyri og síðar eftir hendinni bíl-
stjóri, ökukennari, húsvörður
hjá SÍS, verkstjóri, framkvæmda
stjóri skátaheimilis, kjallara-
meistari í hinu flottasta veitinga
húsi, húsgagnasmiður og kaup-
maður. Öll þessi sundurleitu
störf hafa farið manninum vel
úr hendi; hann ávallt sýnt dugn-
að og samvizkusemi og allsstað-
ar verið vinsæll og virtur af
yfirmönnum, félögum og undir-
mönnum. Er slíkt engan veginn
á allra færi.
Félagsmaður er Ingimar ágæt-
ur. Hef ég einkum í huga for-
ystu hans í einu sérstæðasta
heimbyggðarfélagi landsins —
Atthagafélagi Sléttuhrepps —
en þar hefur hann og hans fólk
alla tíð verið lifið og sálin. Veit
ég hvorki fjölþættara né fjör-
ugra líf í nokkru slíku félagi,
Japanskar prjónavélar
Öndvegis vara. — Undra verð
Fyrsta sending uppseld.
Önnur sending væntanleg fljótlega.
Vinsamlegast talið við okkur, sem allra
fyrst.
Hngt_KiilUiU
Eirlkur Ketilsson
Garðastræti 2 — Símar: 23472 & 19155.
Iceland Vömmerkið ..CEI10PHM“
Hér með tilkynnist, að framleiðslufyrirtækið
British Cellophane Limited, Bath Road, Bridg-
water, Somerset, Englandi, er skrásettur eigandi á
íslandi að vörumerkinu:
„CELLOPHANE“
sem er skrásett Nr. 175/1947 fyrir arkir úr cellu-
lose og celluloseumbúðir og innpökkunarpappír og
nr. 164/1956, sem er skrásett fyrir cellulosepappír
í örkum og rúllum, skorin stykki, ræmur undnar
á kefli; poka og umslög, allt til umbúða- og inn-
pökkunar notkunar.
Notkun orðsins „CELLOPHANE" um ofanskráð-
ar vörur, merkir, að þær séu framleiðsla British
Cellophane Limited, og notkun þess um sérhverja
aðrar vörur er því brot gegn rétti British Cello-
phane Limited.
AÐVÖRUN
Komið mun verða í veg fyrir slík réttarbrot með
lögsókn til verndar hagsmunum viðskiptavina og
notenda, og eiganda ofangreinds vörumerkis.
Verzlunarhúsnæði
Viljum taka á leigu verzlunarhúsnæði
í Reykjavík um mánaðamótin september—
október- Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 25.
febrúar merkt: Húsgögn — 6140.
Veðskuldarbréf
Höfum kaupendur að fasteignatryggðum veð-
skuldarbréfum 4 til 10 ára og ríkistryggðum veð-
skuldarbréfum til 15 ára.
MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA
Agnar Gústafsson hrl.
Björn Pétursson, fasteignaviðskipti.
Austurstræti 14 — Símar 17994, 22870.
3ja herbergja íbúð til sölu
Til sölu er rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð
í sambýlishúsi við Safamýri. íbúðin er nú þegar.
tilbúin undir tréverk, sameign inni múrhúðuð,
húsið fullgert að utan, tvöfalt gler í gluggum,
handrið á stiga. íbúðin er tilbúin til afhendingar
strax.
" ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur — Fasteignasala
Suðurgötu 4. — Sími: 14314.
Gœruúlpur
verð aðeins kr. 990.—
en í því hefur Ingimar verið
formaður á annan áratug, og er
enn. Er ótalið það fé og sú fyrir-
höfn, sem hann hefur þarna lagt
fram, en víst á hann hlýjan
þakklætishug margra innan
þeirra samtaka, ekki sízt gamla
fólksins, sem bezt finnur, hví-
líkan hauk það þarna á 1 horni.
Fórnfýsi formannsins og ósér-
hlífni tel ég til mikillar fyrir-'
myndar. f Frímúrara- og Kaup-
mannasamtökunum starfar Ingi-
mar einnig, og er gallharður
sjálfstæðismaður, eins og flestir
hans núverandi stéttarbræður.
Ingimar er hinn bezti dreng-
ur, “ góðviljaður og hverjum
manni hjálpsamari. Hann er
grandvar maður til orðs og æðis
og ætlar engum illt. Söngvinn og
músíkalskur er hann vel, svo
sem fleira hans fólk, og er ó-
sjaldan tekið lagið þar, sem þau
systkin eru saman komin, oftast
við undirleik Ingimars. Þá get
ég ekki látið vera að geta þess,
hversu innilega barngóður Ingi-
mar er. Hef ég oft dáðst að því,
hve auðvelt honum er að vinna
tiltrú barna og af hvílíkri „hjart-
ans lystisemd" þau una leik
hans og atlæti. Á ég margar
slíkar stundir að þakka vegna
barnabarna minna.
Kvæntur er Ingimar hinni á-
gætustu konu, Sigþrúði Helga-
dóttur. Þau eiga tvo mannvæn-
lega syni: Háuk, 19 ára, við nám
í Menntaskólanum, og Ingimar
Snorra, 15 ára, í gagnfræðaskóla-
námi. Heimili þeirra að Dal-
braut 3 er rómað fyrir myndar-
skap, gestrisni og hlýtt Viðmót.
Mun þar nú vera glatt á hjalla í
dag, ef ég þekki rétt, mikið borð-
að og drukkið — og mikið sung-
ið!
Eins og sjá má, eru þessi orð
engin æviminning. Hvort tveggja
er, að vonandi er langur starfs-
dagur framundan, og svo hitt. að
Ingimar mun lítt kæra sig um
mikla opinbera „útmálun". Ég
get þó ekki stillt mig um að
senda afmælisbarninu og ást-
vinum þess hugheilar árnaðar-
óskir í tilefni af náðum áfanga,
og þakka ánægjuleg vinakynni
við mig og fólk mitt um margra
ára skeið Heill þér, ungi maður!
„Hin gömlu kynni gleymast
ei....“
B. Þ. Kr.
Svissneskir náms-
styrkir
SVISSNESK stjórnarvöld bjóða
fram tvo styrki handa íslend-
ingum til háskólanáms í Sviss
háskóiaárið 1963 — 1964. Ætlazt
er til þess, að umsækjendur hafi
stundað nám í háskóla um að
minnsta kosti tveggja ára skeið.
Styrkfjárhæðin er 450 — 500
svissneskir frankar á mánuði
fyrir stúdenta enn allt að 700
frankar fyrir þá, sem lokið hafa
kandidatsprófi. — Þar sem
kennsla í svissneskum háskól-
um fer annað hvort fram á þýzku
eða frönsku, er nauðsynlegí, að
umsækjendur hafi nægilegi
þekkingu á öðru hvoru þessara
tungumála.
Umsóknum um styrk þennan
skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Stjórnaráðshúsinu við
Lækjartorg, eigi síðar en 10.
marz n.k., og fylgi staðfest af-
rit prófskírteina, svo og meðmæli.
Sérstök umsóknareyðublöð fást í
menntamálaráðuneytinu.
Miinchen, 1. febr. (NTB)
MAX Frauendorfer, sem á
stríðsárunum var aðstoðarmaður
Heinrichs Himmlers, yfirmanna
SS-sveita Hitlers, hefur sagt
lausu sæti sínu í vestur þýzka
sambandsþinginu. Hefur kjör
hans til þings sætt mikilli gaga-
rýni að undanförnu.