Morgunblaðið - 06.02.1963, Side 17

Morgunblaðið - 06.02.1963, Side 17
Miðvikudágur 6. febrúár 1963 MORCVNBLAÐÍÐ 17 ATV ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA 'jmmmL um við að bseta verði úr þessu' leysir úr brýnu.m vanda þessara. ófremdarástandi hið fyrsta. Mun stofnana. | IUTSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON / Félagsheimili stúdenta þolir ekki meiri bið RAÐSTEFNA VOKU um hags- ammamiál stúdenta leggur áherzlu á þá nauðsyn, sem hverskonar félagslíf og félagsmálastarfsemi er á viðunandi húsnæði. í»að er langur vegur frá þyí, að slíkt Ihúsnæði sé fyrir hendi í nú- verandi húsakynnum Háskólans og stendur það ástand félagsmála atarfsemi stúdenta mij'ög fyrir þrifum. Erlendis, t.d. á Norður- löndum, sýnir reynslan, að und- instaða félagsmálastarfsemi er félagsheimili. Er þar talið, að félagsheimili stúdentanna sé nauðsynlegur hluti af búsakynn- um háskólanna. Félagslegt uppeddi stúdentamna er ekki ómerkur þá-ttur í mennt- un þeirra, en þessi hluti af menntun og treynsliu stúdenta við Háskóla íslands hefur að mestu verið vanræktur af yfir- völdum skólans og stjórnarvöld- unum. Pélagsmálastarfsemin er að visu mál stúdentanna sjálfra, en það fellur vissulega í verka- hring stjórnairvaldanna og Há- skólans að ganga í lið með stúd- entum við að skapa áðstöðu til slíkrar starfsemi og styrkja hana í hvívetna. Stjórnskipulag okkar íslend- inga gerir auknar kröfur til fél- agsmálaþekkingar og þroska þegnanna, ekki sízt háskóla- menntaðra manna. Þetta sjálfs- nám okkar stúdenta við H.í. er því ekki einkamál okkar, heldur þýðíngarmikill þáttur í sjálfu náminu. Eins og málum er nú háttað eru lítil sem engin skilyrði til félagsmálastarfsemi í H.Í.. Telj- ekki standa á stúdentum að gera sitt til að leysa úr þessum vanda, byggingu nýtízkulegs félags- heimilis; en við hljótum að benda á, að geta okkar til að byggja slíkt -h'ús á eigin spýtur er af skiljanlegum ástæðum fjarska lítil. Við telj-um sanngjarnt, að stjórnarvöld leggi fram sam- bærilega fjárupphæð og varið hef ur verið til byggingar féíags- heimila í sveitum. Okkur er ljóst, að framtíðar- lausn þessa máls er fremur langt undan, en þörfin hins veg- ar svo brýn, að leysa verður úr þessu vandamáli sem fyrst. Við teljum því, eins og mál- in horfa nú, að reisa verði hús- næði fyrir félagshei'mili, og kem ur þar helzt til greina viðbygg- ing við norðurenda Gamla Garðs til vesturs. Slík bygging ætti að geta fullnægt þörfum | okkar næstu 15—20 árin, en; Framtíðarlausnin hlýtur að vera sérstök bygging á háskóla- lóðinni sem næst aðalbyggingu Háskólans. Heppilegustu lóðina undir slíkt mannvirki teljum við svæðið rnilli Nýja Garðs og aðal'byggingarinnar, gagnstætt Atvinnudeild Háskólans, enda yrði félagsheimiMð £if svipaðri stærð. Skorar ráðstefnan á Há- skólaráð og skipulagsyfirvöld að ráðstafa ekki þessari lóð til ann arra byggingia. Við teljum æskilegt að Stúd- entaráð leiti samvinnu við Stúd- entafélag Reykjavíkux og félög háskólamenntaðra manna við að- gerðir í þessum málum. Gætu þesir aðilar í sameiningu ásamt Görðunum og Hótel Garði lagt fram álitlega fjárupphæð á móti framlagi stjórnarvalda, sem hljóta að leggja fram stofnféð. Ráðstefnan fagnar ályktunum funda formanna norrænu stúd- kemur Görðunum og Hótel Garði entasamtakanna, sem lagt hafa jafnframt að miklum notum og áherzliu á nauðsyn félagsheimilis Dagana 26., 27. og 31- janúar síðastliðinn hélt VAKA, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta fyrstu ráðstefnu sína um hagsmunamál stúdenta. í hyrjun ráðstefnunnar fengu þátttakendur ýtarlegt yfirlit yfir þau mál, sem hafa borið á góma á vettvangi stúdenta að undanförnu, en síðan voru hin ýmsu atriði krufin til mergjar eftir föngum. Ráðstefnan samþykkti ályktanir um öll helztu hagsmunamál stúdenta og birtast nokkrar þeirra hér á síðunni í dag, en hinar væntanlega síðar. Hagur stúdenta verði kannaður RÁÐSTEFNA VÖKU, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, um hagsmunamál stúðenta telur brýna nauðsyn bera til þess, að SHÍ gangist nú þegar fyrir könnun á félagslegum og f járhagslegum högum stúdenta við Háskóia íslands. Telur hún sjálfsagt, að höfð verði náin samvinna við I.ána sjóð íslenzkra námsmanna um framkvæmd könnunarinn ar og bendir jafnframt á, að^ hafa megi hliðsjón af hlið- stæðum könnunum erlendis. fyrir alla fél agsmá 1 ast a rfsem i stúdenta, en ísl. stúdentum mun nú einum norrænna stúd- enta ætlað að halda uppi hieil- brigðu og nauðsynlegu félags- lífi, án sérstaks húsnæðis. Hafa norrænu stúdentasamiböndin lýst sig reiðubúin til að veita okkur tæknilega aðstoð. Þá fagnar ráð- stefnan þeim skilningi og vel- vilja sem rektor Háskólans hefu-r á þessu máM . , Ráðístefnan telur að aðgerðir núverandi Stúdentaráðs í þessu máli stefni í rétta átt. Þó væri æskilegt að flýta gagnaöflun, þannig að hægt sé að hefja und- irbúning byggingarframkvæmda hið allra fyrsta. Svavar B. Magnússon Almenn fjársöfnun til endurbóta á Görðunum RÁESTEFNA VÖKU um hags- munamál stúdenta fagnar þeim ágæta árangri, sem náðst hefur með rekstri Hótel Garðs, frá því að stúdentar tóku rekstur þess í sínar hendur, fyrir forgöngu Vöku. Bendir ráðstefnan á að hagnað- urinn af rekstri Hótel Garðs hefur þegar orðið til þess, að mikilsverðar umbætur hafa far- ið fram á Stúdentagörðunum. Jafnframt vill ráðstefnan und- irstrika nauðsyn þess, að hagur Hótel Garðs sé treystur og efld- ur svo sem verða má, og bendir í því sambandi á, að vænta má Malfundur Garðars FUS ðlafsfirði AÐALFUNDUR Garðars, F.U.S., Ólafsfirði, var haldinn 15. des. s.l. . Svavar B. Magnússon setti fundinn og flutti skýrslu fráfar- andi stjórnar um starfið á liðnu starfstímabili. Gat hann þess m.a., að árið 1962 hefðu verið haldnir 9 almennir félagsfundir auk sameiginlegra funda beggja Sjálfstæðisfélaganna á staðnum. Voru ýmis mál tekin til með- ferðar á fundum þessum, þó ©inkum bæjarmál. Félagið gekkst fyrir kaffisölu, bingói, sá að miklu leyti um héraðsanót Sjálfstæðisflokksins í Ólafsfirði s.l. sumar auk þess sem félagið lagði mikinn skerf af mörkum við undirbúning bæj- arstjórnarkosninganna í sumar. Á s.l. hausti var haldið í Ólafs firði kjördæmisþing ungra Sjálfstæðismanna í Norðurlands kjördæmi eystra. Þá var og hald- ið í Ólafsfirði fjórðungsþing ungra Sjálfstæðismanna á Norð urlandi. Sjálfstæðisfélögin í Ólafsfirði hafa gefið út blaðið „Ólafsfirð- ing“ og sjá ungir Sjálfstæðis- menn alveg um útgáfu þess. Að lokinni skýrslu formanns fór fram stjórnarkjör. Formaður var endurkjörinn Svavar B. Magnússon, trésmiður, og með- stjórnendur Lárus Jónsson, bæj- argjaldkeri og Jón Þorvaldsson, verzlunarmaður. Varastjórn: Gunnar Þór Sigvaldason, verzl- unarmaður, Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastj óri og Sigurgeir Magnússon, bifreiðastjóri. Þá var ennfreimui; kosið í full- trúaráð Sjálfstæðisfélaganna og kosið hefur verið í kjördæmis- ráð. varandi samkeppni á þessu sviði á næstu árum. Ráðstefnan telur, að nú sé svo komið málefnum Stúdentagarðanna, að stefna beri að tvennu: a) stúdentar fái aukin áhrif á stjórn Stúdentagarðanna, b) stefnt verði að stórmiklum umbótum á húsakynnum og húsbúnaði Garðanna. Ráðstefnan telur eðlilega fram tíðarskipan málefna Stúdenta- garðanna og Hótel Garðs vera þá, að rekstur þeirra sé í hönd- um eins og sama aðila, en há- skólastúdentar hafi meirihluta- vald í stjórn þeirra. Ráðstefnan telur hins vegar ekki tímabært, eins og málum er nú háttað, að sameina þessi tvö fyrirtæki undir eina stjórn, en lítur svo á, að fyrsta skrefið í þá átt eigi að vera að auka á- hrif stúdenta í núverandi stjórn Stúdentagarðanna, t.d. á þann hátt að formaður Garðstjórnar sé skipaður af menntamálaráð- herra úr hópi þriggja manna, sem Stúdentaráð tilnefni, enda í beztu samræmi við hagsmuni stúdenta, að áhrif þeirra séu þar meiri en nú er. Vill ráðstefnan hvetja Stúd- entaráð til þess að gera nú þeg- ar ráðstafanir til þess að þetta brýna hagsmunamál stúdenta megi ná fram að ganga. Með tilliti til þess ágæta hagn- aðar, sem varð af rekstri Hótel Garðs sl. sumar telur ráðstefn- an, að nú hafi skapazt aðstæður til þess að stórátak verði gert í umbótum á húsakynnum og húsbúnaði Stúdentagarðanna. í því sambandi vill ráðstefnan gera eftirfarandi tillögu: Hinn 1. marz n.k. verði haf- inn almenn fjársöfnun meðal þeirra aðila, sem á sínum tíma styrktu byggingu Stúdenta- garðanna, svo og annarra þeirra, sem ljá vilja málefn- inu lið. Fjársöfnun þessi standi í tvo mánuði og verði ráðinn til hennar sérstakur fram- kvæmdastjóri, en yfirstjórn hennar sé skipuð fulltrúum Stúdentaráðs, Háskólaráðs og stjórnar Stúdentagarðanna. Stúdentaráð Háskóla ís- lands leggi til þessarar fjár- söfnunar þegar í upphafi kr. 150.000,00, af hagnaði þeim, sem orðið hefur af Hótel Garði. Markmið söfnunarinnar sé að afla fjár til þess að festa kaup á nýjum húsgögnum í öll herbergi Stúdentagarð- anna og til annarra lagfær- inga á húsakynnum þeirra. Ráðstefnan bendir á að endur- nýjun á/húsbúnaði stúdentanna, er nú orðið brýn nauðsyn og get- ur ekki dregizt öllu lengur. Skorar ráðstefnan á Stúdenta- ráð, að taka þessi mál þegar föstum tökum í samræmi við til- lögur ráðstefnunnar og bera það fram til sigurs. Ráðstefnan lítur svo á, að það ástand, sem ríkir í Mötuneyti stúdenta, sé gjörsamlega óvið- unandi. Bendir ráðstefnan á, að stúd- entum þeim, sem á öörðunum búa, er það brýn nauðsyn að geta fengið í Mötuneyti stúdenta ódýrt og gott fæði, en töluvert skortir á að svo sé. Ráðstefnan telur það skýlausa skyldu stjórnar Stúdentagarð- anna að bæta úr því ófremdar- ástandi, sem ríkir í þessum mál- um og hvetur jafnframt Stúd- entaráð til þess að gera það, sem í þess valdi stendur til þess að rekstri Mötuneytis stúdenta verði betur fyrir komið. Ráðstefnan fagnar þeirri S- kvörðun Stúdentaráðs að setja á stofn Ferðaskrifstofu stúdenta og lýsir ánægju sinni yfir því, að með tilkomu hennar muni skap- ast aðstæður til þess að gefa íslenzkum stúdentum kost á ó- dýrari ferðum en verið hefur til annarra landa. í sambandi við rekstur ferða- skrifstofunnar bendir ráðstefnan á nauðsyn þess að starfrækt verði yfir sumartímann stúdenta heimili, þar sem erlendir og inn- lendir stúdentar geta dvalið fyr- ir sáralítinn kostnað. Hvetur ráðstefnan Stúdentaráð til þess að sjá Ferðaskrifstofu stúdenta fyrir viðunandi starfs- skilyrðum og tryggja reksturs- grundvöll hennar á annan hátt. HAGSMUNAMÁL STÚDENTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.