Morgunblaðið - 06.02.1963, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.02.1963, Qupperneq 22
22 MORCVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. febrúar 1963 BOBBY FISCHER vann skák- meistaramót Bandaríkjanna, með því að sigra stórmeistarann A. Bisguier í síðustu umferð mótsins. Þetta er í 5. skiptið sem Fischer vinnur þennan titil. Ekki er þættinum kunnugt um tölur frá mótinu eða nöfn þátttak- enda. í Bewerveik hófst allstórt al- þjóðamót þann 7. jan. og mun þátturinn reyna að koma skák- um þaðan á markaðinn við fyrsta tækifæri. Eftirfarandi skák var tefld í New York á áðurnefndu meistaramóti í fjórðu umferð. Hvítt: Larry Evans. Svart: Bobby Fischer. Griinfelds-vörn. I. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. Rc3, d5; 4. Rf3, Bg7; 5. Db3, dxc4; 6. Dxc4, 0-0; 7. e4 7. - Bg4 8. Be3 Rfd7 Þessi leikur hefur verið kennd- ur við Smislov, sem lagði horn- steininn að þessari uppbyggingu svarts. 9. Hdl 1 hinni frægu skák þeirra Bot- vinniks og Fischers lék heims- meistarinn 9. Be2. 9. — Rc6 10. Db3 e5 Fischer velur gamall afbrigði fremur en 10. — Rb6; 1.1. dö, Re5 sem ekki þykir alveg fyllilega gefa svarti jafna stöðu. 11. dxe5 Eftir 11. Dxb7, Bxf3; 12. gxf3, Rxd4; hefur svartur skemmti- lega stöðu. 11. — Bxf3 Sterklega kom til greina hér II. — Rcxe5; 12. Be2, Be6! 13. Dxb7, Rxf3t (13. — Hb8!?) 14. gxf3, Hb8; 15. Dxa7, Hxb2 og svartur hefur ýmsa möguleika fyrir peðið. T. d. 16. Bd4!, Da8!; 17. Dxa8, Hxa8; 18. Bxg7, Kxg7 og svartur hótar nú Ha3! Fischer undirbýr nú manns fórn eins og við fáum að sjá. 12. gxf3 13. Bh3 14. Ke2 15. Bxd7 Ekki 15. f4?, Dh4; 16. Bxd7, Rxd7; 17. Hxd7?, Dg4fi og vinn- ur. 15. — Rxd7 16. Db5! c6 17. Dxb7 Hb8 18. Dxd7 Hxb2t 19. Kfl Dxd7 íttir 19. — Df6; 20. Re2, Df3; 21. Rg3, Bh6; 22. Bc5 (22. Bxh6? Df2 mát) 22. — Bg5 og staðan er ailflókin. 20. Hxd7 Bxc3 21. Hxa7 He8 22. Ha4 Bb4(?) Leiðir til peðstaps', sem kemur þó ekki að sök. Betra var 22. — Hb4. Rcxe5 Rxf3t Rfe5 ÞANN 8. janúar hófst hið árlega skákmót í BevetWijk í Hollandi. Þátttakendur eru óvenju margir eða alls 18, en þessi fjölgun þátttakenda stafar af því að þetta er 26. mótið í röðinni, og því er þessa afmælis minnzt með því að bjóða öllum, er sigrað hafa á mótinu, til keppn- innar. Hvítt: Mathanovic (Júgóslavíu) Svart: O’Kelly (Belgíu) Sikileyjarvörn 1. e4, c5; 2. Rf3, e6; 3. d4, cxd4; 4. Rxd4, Rc6; 5. Rc3, Dc7; 6. f4, a6. 7. Be2 b5 Samkvæmt nýjustu tízku! Hér gat svartur einnig sveigt inn í Schwenirtgen afbrigðið með 7. — Rf6. 8. Rxc6 dxc6 Ekki 8. — Dxc6; 9. Bf3. 9. 0-0 Rf6 10. Bf3 e5 Svartur velur að reyna að andæfa uppivöðslu hvíts á miðborðinu með síðasta leik sínum, en eftir 10. — Bb7; 11. e5, Rd5; 12. Re4, c5; er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir hvor aðilinn hafi betra tafl. 11. Khl Bd6 12. f5 Be7 (?) Það er vafalítið að betra hefði verið fyrir svart að reyna 12. — Bb7 og e; t. v. 0-0-0 síðar. 13. Del Rd7 Enn var sennilega bezt 13. — Bb7 14. Dg3 0-0 15. Bh6 Bf6 16. Hadl Hvítur hótar nú Hxd7, Bxd7; Bxg7, Bxg7; f6. 16. — Kh8 17. Be3 Be7 18. Df2 Rýmir fyrir g-peðinu, til þess að geta hafið undirbúning að kóngs- sókn. 18. — Bb7 19. g4 f6 20. Hfgl Hfd8 Hér átti O’Kelly að 20. - — c5. 21. Hg3 Rf8 22. Hdgl Hd7 23. g5! fxg5 24. h4 Ef nú 24. — gxh4; 25. Hxg7 með hótuninni Hg8. 24. — g4 25. Hxg4 Bf6 Franskur nánisstyrkur RÍKISSTJÓRN Frakklands býð- ur fram tvo styrki handa íslend- ingum til háskólanáms í Frakk- landi námsárið 1963—1964. Styrk irnir nema hvor um sig 430 ný- frönkum á mánuði, en auk þess greiðir franska ríkisstjórnin heimför styrkþega. Skilyrði til styrkveitingar er, að umsækj- endur hafi til að bera góða kunn- áttu I frönsku, og þurfa þeir að vera reiðubúnir að ganga undir próf til að sýna fram á, að svo sé. Ætlazt er til þess, að öðru jöfnu, að umsækjendur um styrkina séu yngri en 30 ára. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eigi síðar en 26. fe- brúar n.k., og fylgi staðfest af- rit prófskírteina, svo og með- mæli. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis. Afli Hornar 23. Bd4 Hc2 Ekki 23. — Hblf, 24. Kg2, Hxhl; 25. Kxhl, c5; 26. Bb2 og nú er e4 óbeii\t valdað vegna máts á a3. E. t.' v. hefur Bobby ekki komið auga á þennan möguleika þegar hann lék 22. — Bb4. 24. Hxb4 c5 25. Bxc5 Hxc5 26. Kg2 HcJ 27. a4 Hd8 28. Kg3 Ha7 29. Hcl Hdd2 30. Hfl Hd3t 31. f3 Hda3 32. Hdl Hxa4 33. Hd8t Kg7 Jafntefli. fjarðarbáta Höfn, 4ó febr. — SEINNI hluta janúar fóru þessir 6 bátar hér 48 róðra og öfluðu 367,4 lestir. Ólafur Tryggvason var hæstur með 75 lestir í 9 róðr um, næstur Svanur méð 72,5 í 8 róðrum og þriðji Fanney með 69,6 lestir. Heildaraflinn hjá okkur í janúar er 767,4 lestir í 98 róðrum. Hæstur er Ólafur Tryggvason með 181 lest í 21 róðri, Svanur með 156 i 17 róðr- um og Fanney og Gissur hvíti jafnir með 148 lestir í 18 og 19 róðrum. — Gunnar. 26. Re2! Góð hugmynd — Mathanovic hyggst festa stöðuna á drottn- ingararmi með Re2-cl-d3-c5, en þar hefur riddarinn hlotið verð- ugan sess. 26. — Dd8 Leikið til þess að fyrirbyggja möguleikann Re2-g3-h5. 27. Rcl Hf7 28. Rd3 Rd7 29. h5 h6 30. Hg6 Df8 31. b4 Eðlilegt áframhald af áætlun hvíts, en auk þess hefur þessi leikur nýjar hættur í för með sér fyrir svart, eins og síðar kemur í ljós. 31. — a5 32. a3 axb4 33. axb4 Kh7 34. Dg2 Kh8 Svartur getur ekkert aðhafst nema beðið! 35. c3 36. Bdl Kh7 Sbr. athugasemd hvíts. við 31. leik 36. — Hal 37. Bb3 Hxglt 38. Kxgl 39. Rc5 He7 í stað 39. Rc5, gat Mathanovic leikið öllu fallegra, sem sé 39. Bxh6! T. d. 39. — gxh6; 40 Hxh6f, Dxh6; 41. Dg8 mát. En e. t. v. hefur hann óttazt 39. — c5, en því getur hann svarað með 40. bxc5. 39. Rc5 er vitaskuld öruggasta vinnings- leiðin. 39. — Bc8 40. Re6 De8 Hér fór skákin í bið, en O’Kelly gafst upp án frekari tafl- mennsku þar eð hann hefur ekki viðunandi svar við hótuninni 41. Dd2 asamt Bxh6. IRJóh. Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir franska leikritið „Á undanhaldi“ eftir Francois Billetdoux. I leiknum er áfengis- bölið tekið til meðferðar og dregin upp raunsönn mynd af því. — Myndin er af Róbert og Guðbjörgu í hlutverkum sínum. Leikur þeirra hefir vakið sérstaka athygli. Frú Steinunn Finnbogadóttir: Hvaða fyrirheit gefur orlof húsmæðra? Ekki alls fyrir löngu var haldin kvöldvaka í Slysavarnafélags- húsinu hér í Reykjavík fyrir konur, sem tekið hafa þátt í orlofi húsmæðra í Reykjavík. Voru þar um 170 mann og fór samkvæm- ið hið bezta fram. Sýnd var kvikmynd af ævistarfi Helene Keller og fleira var til skemmtunar og fróðleiks. Frú Steinunn Finn- bogadóttir flutti m.a. ávarp um orlof húsmæðra. Vakti það at- hygli og hafa komið fram óskir að það kæmi fyrir almennings- sjónir. Birtir Mbl. það hér á eftir með leyfi höfundar: Svo sem flestum er kunnu-gt, á „Orlof húsmæðra", samkvæmt ís- lenzkum lögum, ekki langa sögu að baki sér, en þó sögu, sem sannað hefir gildi þeirra og sýnt þeim, sem mest hafa fyrir því barizt, að þær eru á réttri leið, með gott mál. . En hugmyndin um orlof hús- mæðra kom fyrst fram árið 1955 á Landsþingi Kvenfélagasam- bands íslands, flutt af Bandalagi kvenna í Reykjavík. Þann 30 maí 1960 voru samþykkt á al- þingi lög um Orlof húsmæðra, en þau komu fyrst til framkvæmda árin 1961 og 1962. Dvalizt var að Laugarvatni, í 10 daga hver hópur, og tókst dvöl in með þeim ágætum að segja má, að framkvæmdin hafi ekki verið síðri en fyrirheitin, og er þá mikið sagt, og sama er að segja um viðtökur og meðferð or- lofsmálsins víðast hvar út um land. Þar hafa bæði orlofsnefnd- ir og húsmœður sýnt mikinn dugn að og skilning á málinu, og upp- skorið samkvæmt því, en gleði verður aldrei mæld eða vegin, aðeins gefin og þegin — og það er vel. Orlofsdvölin, eins og hún er hugsuð og hefir verið fram- kvæmd, er fyrst og frernst gleði og orkugjafi, og var því ekki að undra þó leið reykvískra bús- mæðra lægi að Laugarvatni, enda aðbúnaður ög allar ytri aðsteeður hinar ákjósanlegustu, en það sem tók stærst rúm í huga mínum, var hinn drengilegi og hlýi blær, sem hvíldi yfir hópnum, og var einn sterkasti þátturinn í hinni ánægjulegu dvöl þar eystra. En um leið og ég nefni þetta, vil ég fyrir hönd allra þátttakenda, þakka frú Herdísi Ásgeirsdóttur forustuna, sem tókst svo vel, að ein gat mælt fyrir allar. Enda starf hennar og barátta fyrir or- lofi húsmæðra einlæg, og má ske aldrei skráð — en lengi munað, og orlofsnefndin á í heild þakikir fyrir gott starf. Kynni mín af orlofsmálinu eru á þá lund, að mér þykir vænt um það og vil veg þess sem stærstan. Liggur það bæði í eðli málsins og framkvæmd. Húsmóðir, sem nýtur sín í starfi, mætti líkja við sólina. Hún er bæði sterk og hlý, og öllum líður vel í kring um hana. En hún er bara mennsk, en starfið svo margþætt í eðli sínu, og biður um svo mikið, að nokkr ir dagar í hvíid við hinar ákjós- , anlegustu aðstæður, með glöðum hóp, geta verið ómetanlegir, ekki i sízt þegar þeir veitast, á svo eðlilegan hátt, — sem laun fyrir störf sín. Rétt til orlofsfjár eiga allar þær ■ konur, sem veita heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á hvaða aldri sem þær eru, og hver einasta kona hefir þörf fyr- ir smá hvíld, ef að er gætt. Fullorðin kona sem búin er að lifa sín rnestu starfsár, er óska- barn þessarar dvalar, — en unga konan er það ekikert síður. Hún er með ung börn, fjárhagsörðug- leika fyrstu búskaparáranna, sín persónulegu vandamál eins og við öll, hún má ekki verða þreytt og leið á því, sem er elskulegast af öllu, að hugsa um börnin sín og heimilið. 'Það er með þetta eins og fræið. Einir 10 dagar — geta þeir ein- hver ósköp? — Já — einir 10 dagar, sem allir utan fjölskyld- unnar og innan líta á, sem sjáif- sögð laun, geta borið ríkulegan ávöxt, bæði til starfs og gleði. Og reynzlan hefir sýnt, svo ekki verður um villst, að þetta er stórmál húsmæðra, sem allir landsmenn ættu að veita athygli, og gera að sjálfsögðum þætti í þjóðlífinu. BRIDGE MARGIR bridgespilarar vita að betra er, að lokasögnin sé í lit, sem skiptist 4—4 heldur en lit sem skiptist 5—3. Er þetta eink- um mikilvægt þegar nauðsynlegt er að kasta niður spilum í öðrum litum. Eftirfarandi spil skýrir þetta nánar. A Á K 3 V D 10 6 ♦ G 10 8 4 * D G 2 A G 10 9 6 A D 8 7 V 7 4 3 4 2 ♦ 7 5 2 V 8 5 * K 7 4 ♦ Á 3 * 10 9 6 3 A 5 V Á K G 9 2 ♦ K D 9 6 * Á 8 5 Spil þetta Var spilað I sveita- keppni og á öðru borðinu var lokasögnin 6 hjörtu hjá Suður. Spilið tapaðist, þar eð sagnhafl varð að gefa einn slag á lauf og einn slag á tígul. Á hinu borðinu varð lokasögn- in 6 tíglar hjá Suður. Spilið vannst auðveidlega, þvi sagn- hafi gat kastað tveimur laufum i borði í hjörtum heim. Síðan losnaði hann við eitt lauf heima í spaða kóng, en trompaði hitt laufið í borði. Sýnir spil þetta eins og áður segir að betra er að lokasögnin sé í lit sem er jafnt skipt milli handanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.