Morgunblaðið - 20.02.1963, Side 2

Morgunblaðið - 20.02.1963, Side 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. febrúar 196? Hvað vilfu verða? Ný útgáfa af Starfsvali eftir Olaf Gunnarsson Nýlega er komin út 4. útgáfa' af bókinni Starfsval, öðru nafni Hvað viltu verða? eftir Ólaf Gunnarsson, aálfræðing, sem haft hefur forgöngiu um starfsfræðslu 'bór á landi. Útgefandi bókar-. innar er ísafoldarprentsmiðja h.f. Kom hún fyrst í bókabúðir | s.l. laugardag. Höfðu í gær selzit: af henni rúm 900 eintöfk. Ber | þesi miikla sala bókarinnar greini legan vott þeim áhuga sem rík- J ir á starfsfræðslunni meðal al- menningis. f þessari nýju útgáfu af Starfs | vali eru upplýsingar um á annað j hundrað starfsgreina. í formála i bókarinnar kemst höfundur m.a.! að orði á þessa leið um tilgang hennar og innihald: „Þetta litla kver er einkum ■ ætlað unglingum, sem eru i þann Norrænt hús OSLÓ, 19. febrúar — (NTB) — MENNINGARMÁLANEFND Norðurlandaráðs kom saman til fundar í Osló í dag, og sam þykkti nefndin að koma hug- myndinni um „Norrænt hús“ í Reykjavík í framkvæmd. — Munu menntamálaráðherrar Norðurlandanna taka málið að sér, og ber þeim að sjá um útvegun fjár til framkvæmd- anna. Húsið á að standa í nánd við Háskóla íslands, og er verkefni þess að ann- ast háskólafræðslu, alþýðu- fræðslu og önnur menningar- skipti milli Norðurlandanna og íslands. veginn að Ijúka Skyldunámi ungl ingastigsins og hafa ekki ákveð- ið, hvað gera skuii að ævistarfi, eða standa á eimhverjum öðrum timamótum, að því er náms og starfsval varðar. Kaflarnir um háskóianám eru eimkuim ætiað- ir landsprófs- og menntaskóla- nemum. Störfin í þjóðfélaginu verða æ fleiri og margbrotnari, og er því mikil þörf á því að ungl- ingum gefist kostur á að afla sér sem mestrar fræðslu um þau. Aðrar menningariþjóðir hafa skipulagt víðtæka frseðslustarf- semi til þess að kynna ungling- um atvinnulíifið og leiðbeina þeim um starfsval. Við íslend- ingar erum enn eftirbátar á þessu sviði og má segja að fyrsta útgáfa á þessu kveri væri fyrsia tilraunin hér, til þess að flytja unglingium nokkra fræðslu sem að gagni mætti koma í sambandi við eitt vandasamasta val ævinn ar, val ævistarfs“. Þekktur tónlista- maður látinn Moskvu, 19. febr. (AP). RÚSSNESKI sellóleikarinn Svy- atoslav Knushevitsky lézt í dag 54 ára að aldri. Lát hans kom mjög á óvart, því ekki var vitað til þess að hann hefði verið veik- ur. Knushevitsky var prófessor við tónlistarháskólann í Moskvu, en hafði getið sér sérstakrar frægðar fyrir sellóleik í triói með fiðluleikaranum David Oistrakh, og píanóleikaranum Lev Oborin. Hann varð fyrstur manna til að leika seljókonserta eftir Gliyer, Khachaturian og fleiri rússnesk tónskáld. — Ekki hefur verið tilkynnt hvað olli dauða Knushevitskys. Sfúdentafélagið rœðir hókmenntir og listir STÚDENTAFÉLAG Reykja- vikur efnir til almenns uim- ræðufundar í Lídó laugardag inn 23. febrúar n.k. kl. 2 síð- degis. Umræðuefni verður: „Staða og stefna í islenzkum bókmenntum og listurn" og frummælendur þeir Bjöm Th. Björnsson, listfræðingur og — Sjjliðar Framhald af bls. 1. níu, sem allir eru félagar skæru- liðasamtaka í Yenezuela. Áður höfðu sjóræningjarnir fallizt á að láta skipið af hendi án mót- spyrnu. Rodriguez aðmíráll, sem er yfirmaður brasilíska flotans á Sigurður A. Magnússon, rit- höfunduir. Mun Björn fjalia um myndlistina, en Sigurð- ur urn bókmenntir. Mbl. hef- ur haft samíband við þá Sig- urð og Björn og spurt þá nám ar um efni erindamna. Má búast við andmælum. Sigurður sagði: — Ég er nú ekki búinn «ð ganga frá erindinu emraþá, en það verð- ur víst lauslegt rabb um á- stamdið í íslenzbum bók- menntum, eins og það kemur miér fyrir sjónir. Ég býst við, að ýmsum muni þykja skoð- arnir mínar fráleitar, því óg finn enga hvöt til að lofa bók- menntaframistöðu fslendinga á þessari öld — öðru nær. Það má þvi búast við snörpum umræðum og áköfum andmæl um, ef ég þekki landann rétt. Þjóðmenningarlegrt gildi myndlistar. Bjöm Th. Björnsson sagði: Fyrst roun ég ræða um þjóð- menningarlegt gildi myndlist ar, eins og hún kemur nú fram. Síðan ætla ég að reyna að meta listræna stöðu henn- ar og þjóðfélagslega aðbúð og taka til athugunar orsakir þeirrar lægðar, sem greinilega ríkir nú í þessum efnum. Á Sigurður A. Magnússon Bjöm Th. Bjömsson þessum slóðum, sagði að hafn- sögumennirnir, sem sendir voru, séu sérstaklega þjálfaðir til skipstjórnar við norðurströndina. Þarna er mjög grunnsjávað, og ‘siglingaleiðin þröng. Bendir þetta til að ætlunin sé að sigla skipinu alla leiðina, um 240 míl- ur, innan landhelgi Brasilíu. En sagt er að utan landhelginnar grundvelli þessa mun ég loiks víkja að stefnunni sem nú sýn ist framundain og reyna að svara því hvernig þjóðfólag- ið geti veitt henni fulltingi og gert myndlistina að virk- ara menningarþætti í þjóð- lifi okkar. ★ Að framsöguræðum lökn- um verðuir giert hlé til kaffi- drykkju, en síðan hefjast frjálsar umræður. — Öllum er heknilil aðgangur að fund- imum. Þetta er ainnar umræðu- fundur Stúdentafélagsins í vet Uir. Fundir félagsins hafa j'afn an verið mjög fjölsóttir og umræður fjörugar. Er þess að vænta, að svo vérði einnig að þessu sinnL bíði herskip frá Venezuela, reiðubúin að taka Anzoategui ef það kemur út úr landhelgi, og ná þannig sjóræningjunum níu. Brasilíustjórn hefur tilkynnt að skipið verði afhent stjórn Ven- ezuela eftir rannsókn máls sjó- ræningjanna í Belem. Einn íyrsti á Norðurlönd- um að raftengja hjarta Rœtt við íslenzkan lœkni í Arósum, Dr, Hans Svane, sérfrœðingi í skurð- lœkningum og hjartasjúkdómum F R Á því var skýrt í Mbl. í gær, að nýlega hefði sjaldgæf aðgerð verið fram ■ kvæmd í Árósum í Dan- mörku, er hjarta manns var tengt við sérstakt raf- magnskerfi, sem stjómar hjartslættinum. Sjúkling- urinn, Hörður Gestsson, mim vera fyrsti íslending- urinn, sem gengið hefur undir aðgerð af þessu tagi. Læknirinn, sem fram- kvæmdi hana, er einnig ís- lenzkur, Hans Svane, son-. ur Svane, lyfsal^, á ísa- firði. Mbl. ræddi stuttlega við hann í síma í gær, og innti hann nánar eftir því, hvar hann hefði kynnzt þessari nýjung í læknis- fræði, og hyenær hann hefði fyrst gert slíka að- gerð, en Svane er sérfræð- ingur í skurðlækningum og hjartasjúkdómum. Þér eruð útskrifaður í lækn isfræði frá Háskóla íslands, er það ekki? „Jú, það er rétt. Ég lauk þar námi 1949. Þá var ég eitt ár læknir í Súðavík, en hef síðan verið hér í Danmörku, nema eitt ár, er ég var í Bandaríkj unum.“ Þar hafið þér kynnzt þess- ari nýjung? „Já, 1961 var ég þar, vann þá með manni að nafni Char- dak, við Veterans Hospital í Buffaio í New York ríki. Að- ferð sú, sem við notum, er kennd við hann“. í hverju eru þessar aðgerð- ir fólgnar, í stórum dráttum? „Rafhlöðu er komið fyrir undir húð sjúklingsins, og síð- an eru þræðir leiddir tdl hjartans. Um þá fer 8 volta rafmagnsstraumur, sem stjórn ar hjartslögunum. Tækið, eða rafhlöðuna má svo stilla til þess að ákveða hraða hjart- sláttarins. Við miðum venju- lega við 62 slög á mínútu, sem við teljum hæfilegt, enda er hjartslátturinn venjulega mjög hægur áður en aðgerð- in er framkvæmd.“ Eru þessar aðgerðir ekki til tölulega nýtilkomnar? „Jú — þær hafa verið fram- kvæmdar í 2—3 ár“. Er langt síðan þér gerðuð fyrstu aðgerðina af þessu tagi? „Það var I fyrra, í júlí að ég held, frekar en í september. Hins vegar hafa þeir gert svipaðar aðgerðir í Kaup- mannahöfn og við hér.“ Þér eruð ef til vill einn sá fyrsti, sem við þetta hefur fengizt í Danmörku? „Já — það er víst rétt. Reyndar ekki sá alfyrsti, en það leið ekki langt á milli. Annars grípum við ekki til þessa úrræðis, nema í sérstök um tilfellum, þegar mikið er í húfi.“ Eru svipaðar aðgerðir fram kvæmdar á öðrum Norður- löndum? „í Svíþjóð gera þeir þær, en þeir hafa sína eigin aðferð og sænsksmíðuð tæki við það. Þá gerð notum við ekki, held- ur þá bandarísku, og við mun um vera þeir fyrstu, sem hana nota á Norðurlöndum." Voruð þið í Danmörku á undan Svíum? „Nei, það held ég ekki. Ég held að þeir hafi verið dálítið Hans Svane á undan. Annars eru margir, sem fást við slíka skurði og allvíða, þótt þeir séu aðeins gerðir á tveimur stöðum í Danmörku." Síðan tók Hans Svane sjálf- ur að spyrja fréttamanninn, og innti eftir því, hvernig Hörður væri til heilsunnar. Fréttamaður gat ekki annað en borið fyrir sig umsagnir hans í blöðum í gær, þar sem hann segist vonast til þess að verða vinnufær innan þriggja mánaða. Svane var áængður yfir þeim fréttum og bað fyrir kveðjur til Harðar. Lauk svo samtalinu. Skal kveðjunum hér með komið á framfæri. — Morð Framhald af bls. 1. ára, og var Harry sonur hans úr fyrra hjónabandi. Eiginkona He- bards var 35 ára, en börnin þrjú, sem voru myrt, voru úr fyrra hjónabandi hennar, John, 15 ára, og tvíburasysturnar Judy og Janica, ellefu ára. Harry var handtekinn í dag á búgarði um 30 km. frá Green Bay, og sagði saksóknarinn að hann yrði sendur til geðrann- sóknar hið fyrsta. Ekki var vitað um morðin fyrr en í morgun. Einn af vinum Jacks átti leið fram hjá húsi hans í morgun, og var það þá allt upp- ljómað, án þess að nokkur hreyf- ing væri sjáanleg. Gerði haiin lögreglunni aðvart, og voru tveir lögreglumenn sendir á vett- vang. Lík Hebards lá á bekk fyrir framan sjónvarpstæki í dagstof- unni. Lík frúarinnar og barn- anna þriggja láu á eldhúsgólfinu, þar sem frúin hafði verið að ganga frá kvöldverðinum. Allir höfðu verið skotnir í höfuðið. Við handtökuna sagði Harry að hann hafi notað bæði skamm- byssu og riffil við morðin, hyort tveggja fyrir skotstærð 22. Gæftir slæmar HÖFN, 19. febr. — Fyrrihluta fobr ú'armiánað ar voru gæftir slæmar hj'á Homafjarðarbátuim. Farnar voru aðeins 40 sjóferðir á 10 báituim, þar af fóru línu- bátar 32 ferðir og öfluðu 222 lestir. Haindfærabátar vonu 8 og fengu 27,3 lestir. Hæstur á þessu tímabili vair Gissur hviti með 43,7 lestir í 6 sjáfarðum. — Gunnar,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.