Morgunblaðið - 20.02.1963, Side 12
12
MORCVIS BL AÐIÐ
Miðvikudagur 20. febrúar 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
T?'tstjórar: Valtýr Stefánsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristínssc
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakib.
OFAGUR FERILL
Ollum þjóðum er það að
sjálfsögðu mikilsvirði að festa
og öryggi ríki í stjómarfari
þeirra. í stjómarskipun lýð-
ræðislanda er yfirleitt gert
ráð fyrir því, að almenna
reglan sé sú, að ríkisstjórnir
sitji heilt kjörtímabil og að
dómur fólksins, uppkveðinn í
frjálsum kosningum, valdi
fyrst og fremst stjórnarskipt-
um.
Islenzka þjóðin hefur
fyllstu ástæðu til þess að
fagna því, að á því kjörtíma-
bili, sem nú er að líða, hefur
hún búið við öruggt og gott
stjórnarfar. Tveir lýðræðis-
flokkar, Sjálfstæðisflokkur-
inn og Alþýðuflokkurinn
mynduðu í upphafi kjörtíma-
bilsins ríkisstjórn saman. —
Þessi ríkisstjórn hefur reynzt
samhent og framtakssöm. —
Hún hefur komið í veg fyrir
það hrun, sem yfir vofði, þeg-
ar vinstri stjórnin hröklaðist
frá völdum á miðju kjörtíma-
bili, og hún hefur jafnframt
beitt sér fyrir víðtækum við-
reisnarráðstöfunum og náð
að skapa með þeim jafnvægi
í efnahagsmálum lands-
manna. Árangur þessarar
stefnu er meiri velmegun og
hraðari uppbygging og fram-
farir í landinu en nokkru
sinni fyrr.
* Það er ómaksins vert að
athuga feril Framsóknar-
flokksins í samsteypustjórn-
lun undanfarinna ára.
I ársbyrjun 1947 gekk Fram
sóknarflokkurinn í samstjórn
með Sjálfstæðisflokknum og
Alþýðuflokknum. Þá stjórn-
arsamvinnu rauf Framsókn-
arflokkurinn sumarið 1949,
eða áður en kjörtímabili lauk.
I ársbyrjun 1950 gengu Fram-
sóknarmenn til stjórnarsam-
vinnu við Sjálfstæðisflokk-
inn, undir forystu Steingríms
Steinþórssonar. Snemma á ár
inu 1953 lýsti Framsóknar-
flokkurinn því yfir að þessari
ríkisstjórn bæri að segja af
sér strax að kosningum lokn-
um þá um sumarið. En kosn-
ingarnar reyndust Framsókn
armönnum óhagstæðar og
þeir gengu strax að kosning-
um loknum í nýja samsteypu
stjórn með Sjálfstæðis-
flokknum, að þessu sinni und
ir forystu Ólafs Thors.
En óróinn hélt áfram í
blóði Framsóknarmanna. —
Vorið 1956, ári áður en kjör-
tímabili lauk rufu þeir stjóm
arsamstarfið við Sjálfstæðis-
flokkinn og að loknum kosn-
ingum myndaði Hermann
Jónasson vinstri stjórn sína. I
Mætti þá ætla að Framsókn-
armenn hefðu fengið frið í
sín bein. En því var ekki að
heilsa. Haustið 1958 rauf Her
mann Jónasson vinstri stjórn
ina og sagði af sér á rúmlega
hálfnuðu kjörtímabili!
Þessi ferill Framsóknar-
flokksins er vissulega ófagur.
Hann sýnir að erfitt er fyrir
samstarfsflokka Framsóknar-
manna að treysta þeim. Þeir
rjúfa svo að segja alltaf sam-
stjómir áður en kjörtímabili
er lokið.
Þeir láta blöð sín halda uppi
stöðugum illindum og ádeil-
um á samstarfsflokka sína.
Þeir þakka sér ævinlega allt
það, sem vel fer af hálfu sam-
steypustjórna, er þeir eiga
sæti í, en kenna andstæðing-
um sínum um allt sem mið-
ur fer.
Afleiðingin af þessu atferli
Framsóknarmanna hefur ó-
hjákvæmilega orðið sú, að
þátttaka þeirra í samsteypu-
stjórnum hefur mótazt af ó-
heilindum og undirferli. Af
því hefur aftur leitt öryggis-
leysi og skort á festu í
stjórnarfarinu.
Það er af þessu ljóst að það
er síður en svo æskilegt að
Framsóknarflokkurinn kom-
ist enn á ný til aukinna á-
hrifa um stjórn landsins. Ef
íslenzkir kjósendur vilja ör-
uggt og heilbrigt stjórnarfar
ættu þeir að gæta þess, að
gera áhrif Framsóknarflokks
ins sem minnst.
' SINFÓNÍAN
í SÓKN
Oin íslenzka Sinfóníuhljóm-
sveit er 'í sókn. Aðsókn
að hljómleikum hennar fer
sívaxandi og almenningur í
höfuðborginni og út um land
kann stöðugt betur að meta
það menningarhlutevrk sem
hún rækir. Hljómsveitin hef-
ur á þessum vetri haldið 1
marga tónleika, sem flestir
eða allir hafa verið haldnir
fyrir fullum sölum í stærstu
samkomuhúsum borgarinnar.
En áhrif Sinfóníuhjlóm-
sveitarinnar ná langt út fyr-
ir veggi hljómleikasala henn-
ar. Hún hefur þegar átt veru-
legan þátt í að örfa áhuga al-
mennings á góðri hljómlist
og þroska tónlistarsmekk
fólksins, Er það vissulega vel
farið að slíkt skuli gerast ein-
mitt á þeim tímum þegar
„Rlue Steel“ eldflaugar Breta
Brezki fiugherinn fær eldflaugar
búnar kjarnorkuspr engjum
INNAN skamims1 verður ein
deild brezka fluglhersins búin
eldflaugum, sem bera kjarn-
oirkuspi'engj ur. Unnið hefur
verið að smáði eldflauganna,
sem nefndar eru „Btue Steel“,
nokkur undanfarin ár. Kjarn-
orkusprengjurnar, sem eld-
flaugarnar bera, bafa meira
sprengjumagn en eitt mega-
tonn. Flugvélarnar, sem bera
eldflaugarnar eru þotur af
gerðinni Vuloan Mk. II.
Eftir að eldflaugunum hef-
ur verið skotið frá flugvél-
unum, fara þær með marg-
földum hraða hljóðsins. í þeim
eru sjálfstýritæki, sem stýra
þeim í mark. Sameiginlegur
yfirmaður þeirra deilda
brezka fluglhersins, sem bún-
ar eru sprengjuflugvélum, sir
KenneSh Cross, skýrði frétta-
mönnum frá því, er þeim var
boðið að skoða eldflaugarnar,
að tilraunir, sem gerðar hefðu
verið með þaer sýndu, að þær
væru mjög nákvæmar og eins
langdraegar og nauðsyn bæri
til fyrir Breta.
Vísindamenn rannsaka sjálfs ýritæki „Blue Steel“ eldflaugar
I
i
I
1
!
dægurlagaflóðið streymir um
allar gáttir og fyllir eyru
fólksins frá morgni til kvölds.
Ríkisútvarpið verðskuldar
þakkir og heiður fyrir að
hafa endurreist Sinfóníu-
hljómsveitina og sett hana
upp á sinn eigin eyk, ef svo
mætti að orði komast. Reykja
víkurbær, ríkisvaldið og aðr-
ir aðilar, sem átt hafa þátt í
að byggja hina ungu hljóm-
sveit upp hafa unnið merki-
legt brautryðjendastarf í
þágu menningarlífs íslenzku
þjóðarinnar. Og síðast en
ekki sízt ber að þakka stjórn-
endum og listafólkinu í hljóm
sveitinni. Erlendir og inn-
lendir hljómsveitarstjórar
hafa lagt hönd á plóginn í
uppbyggingarstarfinu, en ís-
lenzkir tónlistarmenn hafa
sýnt að þeir eru færir til mik-
illa afreka, og af þeim má
mikils vænta í framtíðinni.
LANDHELGIS-
BROT
ÍSLENDINGA
TJinar tíðu handtökur tog-
veiðibáta fyrir ólöglegar
veiðar í landhelgi eru dap-
urlegur vottur um skeyting-
arleysi gagnvart reglum, sem
íslendingar hafa sett til
verndar eigin hagsmumun.
Öll þjóðin veit að það hefur
kostað harða baráttu að fá
hin nýju fiskveiðitakmörk
viðurkennd. Á því fer þess
vegna illa að íslendingar
sjálfir skuli fótum troða þær
reglur, sem þeir hafa sett til
vemdar fiskimiðum sínum.
Skipstjórarnir á togveiðibát-
unum ættu að koma fram af
meiri varfærni en þeir hafa
gert undanfarið. Landhelgis-
brot íslendinga eru ekki til
þess fallin að styrkja þá í bar
áttunni fyrir vemd land-
grunnsins gagnvart fiski-
mönnum annarra þjóða.
Hjálparbeiðni
EINS og getið var um í fréttum
fyrir stuttu brann íbúðarhúsið á
Borg í Skriðdal og bjargaðist
sem sagt ekkert úr brunanum.
Hjónin stóðu uppi allslaua
með 6 börn elzta 10 ára að aldri,
og auk þess öldruð móðir bónda.
Vátrygging var mjög lág og
erfitt um allar ástæður.
Það væri því mjög vel gjört,
ef einhverjir sem hafa allsnægt-
ir, gætu rétt þessu bágstadda
fólki hjálparhönd á einhvern
hátt.
Mundi Morgunblaðið veita
framlögum viðtöku.
Árelíus Níelsson.