Morgunblaðið - 20.02.1963, Qupperneq 15
MiðvIktidagUT 20. februar 1963
MORCVNBLAÐ1Ð
— Oddur
Kristjánsson
Framhald af bls. 10.
þau eru flest í „rollubókinni",
sem kölluð var. Öll þessi lög finn
ast mér falleg síðan, þau urðu
svo fögur í hans meðferð.
— Viltu segja nokkuð sérstakt
að lokum.
— Ekkert nema það að ég
þakka liðnar ánægjustundir og
sendi öllum vinum, söngbræðrum
og systrum söngkveðju.
Það er áliðið kvölds og ég
býst til heimferðar. Oddur fylgir
mér til dyra og ég kveð þennan
80 ára unga mann og held heim
1á leið ríkari en ég fór.
Oddur er góður fulltrúi þeirra
manna er sungu í Geysi hans
bernsku ár og sungu af þeirri
hjartans lyst að enn sveipast söng
menn hans hlýjum en hressandi
andblæ þeirra óra.
Við erum öll í þakkarskuld við
þessa frumbyggja sem.í sönggleði
sinni stofnuðu og starfræktu kóra
víða um land og byggðu þá
grunna sem karlakórar standa á
í dag.
Ingimundur Árnasqn og Oddur
Kristjánsson eru dæmigerðir full
tru'ar þessara manna sem nú eru
flejtir horfnir til upphafs tón-
anna. Ingimundur þeirra er „spil-
uðu á kórinn eins og hljóðfæri“.
Oddur hinna er sameinuðust í
hljóðfærinu, er leikið var á.
Mann hlýnar öllum þegar hinn
aldni og lífsreyndi söngmaður
segir af hógværð sinni „Það er
hægt að syngja svo margt frá
6ér“. í þessum orðum fellst mikil
lífsspeki. Hann er ekki að vola
né víla yfir erfiðleikum lífsins,
sem sist hefur farið mýkri hönd-
um um h'ann en aðra. Söngurinn
á að vera sem bæn er stígur til
seðri heima og féllur þaðan aftur
margfölduð yfir söngmanninn og
áheyrendur hans, bætandi sér-
hvert böl og mein. „Það er hægt
að syngja svo margt frá sér“.
Allir Geysisfélagar senda Oddi!
hugheilar þakkir fyrir langt og
gotrt samstarf og innilegustu árn-
aðaróskir í tilefni af þessu merk-
isafmæli.
St. Ei.
★
Oddur Kristjánsson er fæddur
að Dagverðareyri við Eyjafjörð
14. febrúar 1883. Foreldrar hans
voru Kristján Jónsson og Guð-
rún Oddsdóttir, er lengi bjuggu
í Glæsibæ. Þar ólst Oddur upp og
við þann bæ er hann kenndur
síðan. Hann kvæntist 1912 Mar-
gréti Jóhannsdóttur frá Bragholti.
Þau eignuðust 3 börn sem öll
eru á lífi.
Ný barnabók
eftir Hugrúnu
Sagan af Snæfríði prins-
essu og Gylfa gæsasmala eft-
ir Hugrúnu. Útgefandi prent-
smiðjan „Leiftur'.
ÞESSI barnabók kom út núna
fyrir jólin. Margt hefir Hugrún
skemmtilegt skrifað en þetta nýja
ævintýri hennar er ekki sízt gott
lestrarefni fyrir börnin. Henni
er svo eiginlegt að skrifa fyrir
þau og segja þeim sögur, eins
og þeir vita sem hlustuðu á barná
tímana sem hún hafði í útvarp-
inu í fyrravetur, en þar kom
þetta ævintýri. í barnatímunum
ætti hún að koma oftar fram.
svo prýðilega tekst henni á þeim
vettvangi. Barnabækur þurfa að
vera vandaðar að efni og frágangi
þá verða þær einn þátturinn í að
móta og þroska ungar sálir. Það
ættu allir uppalendur að hafa
opin augu fyrir- að fá ekki börn
um sínum hvaða bókarusl sem er
í hendur. En það er óhætt að
vekja athygli á þessari bók og
þeim bókum, sem skrifaðar eru i
j líkum anda sem þessi.
S.M.
IngiLprg Guð-
mundsiótlír
m
frú Kefluvík
Fædd 1. maí 1871
Dáin 13 febrúar 1963
Kveð,ja frá stofusystrum á. Elli-
heimilinu Grund
Þín er búin þrautaganga,
'þung oft eru reynslu spor,
erfitt, var um ævi langa
þó ei þig skorti kjark né þor.
Alltaf glöð þú vildir vera
vingjarnleg, með bros á vör
öllum hjálpa — og gott að gera
gáfuð, skýr — með hmittin svör.
Ömmur okkar oft ei áttu
aura að kaupa dagsins brauð
ótal þó svanga m.unna máttu
metta — af þeirra sáru nauð.
Erfitt var sjúkum oft að sofa
við ósandi stó og grútarljós.
Á götótta rúðu í gömlum kofa
gaddurinn steypti hélurós.
En — nú er önnur orðin öldin
enginn fær nóg af valdi og auð.
Amma var svöng og köld á
kvöldin
af kærtLeik þó gaf sitt eina brauð.
Nú heimtum við völd á hknni
og jörðu
hendiuimst í „tungli" — um geim
og haf.
í ginninganna greipum hörðu
og gleymum Drottni, sem allt oss
gaf.
Kynslóð fer — og kynslóð
kemur —
kveðjan aldrei sundruð er.
Æsku og elli — oft ei semur
alltaf 'heim.ur versna fer —
I þér var mergur sterkra stofn*
stæltur af hörku ísalands.
Guðstrú þína í glitvoð ofna
— geymdir — af ást til Frelsar-
ans.
Guðrún Jónnvindsdóttir.
EFNT hefur verið til ráðstefnu
í N-Borneo, til þess að reyna að
efla samstöðu þeirra landa, er
hyggjast mynda Malaya-sam-
bandið síðar á þessu ári. Fulil-
trúar allra fimm ríkjanna, sem
hlut eiga að máli, sitja ráðstefn-
una, og er einkum um það rætt,
á hvern hátt megi koma í veg
fytir sundrungaröfl, sem talið
er að eigi rót sína í Indónesíu.
Þar hefur þó verið lýst yfir, að
engin afskipti verði höfð af stofn
un sambandsiiis — Indónesar
eigi nóg verkefni innaniands.
Ástarhringurinn verður sýnd-
ur í síðasta sinn í kvöld kl.,
8.30. — Aðsókn hefur verið
góð, en sýningum verður nú
að hætta vegna þess að 'ein
leikkonan er á förum til út-
landa og nýtt leikrit mun að
öllum líkindum verða frum-
sýnt' í næstu viku. Á með-
fylgjandi mynd eru Helga
Bachmann og Erlingur Gísla-
son í hlutverkum leikkon-
unnar og greifans.
LESBÓK BARNANNA
5
Ber'.eI Thorvaltlsen
1. f fátæklegu húsi við
götu eina í Kaupmanna-
höfn bjó, fyrir næstum
200 árum, myndskeri
ttokkur, ásamt konu
sinni, sem var kennara-
dóttir frá Jótlandi. Mynd
skerinn var tslendingur,
*em settist að í Kaup-
mannahöfn, Gottskálk
(Þorvalds-) Thorvaldsen
eð nafni. Kona hans hét
Karen Dagnes.
Þau hjónin áttu son,
§em hét Bertel, og seinna
varð einn frægast mynd
höggvari í heimi.
Bertel litli bjó við mik
lð frjálsræði í uppvext-
inum, og hann var að
mestu látinn sjá um sig
íjálfur. í skóla fór hann
ekki fyrr en hann var
orðinn ellefu ára gamall.
í>á var hann samt orðinn
pokkurn vegin læs og
•krifandL
f skólanum kom það
brátt í ljós, að Bertel var
óvenjulega duglegur að
teikna, og-hann vakti svo
mikla athygli. að honi/m
var komið á Iústaskólann
til þess að fullnuma sig
í þessari grein.
2. Bertel tók fljótlega
miklum framförum og
pabbi hans komst að raun
um, að sonurinn var orð-
inn duglegri, en hann
sjálfur. Bertel var þá far
inn að hjálpa föður sín-
um við myndskurðinn.
Þegar að því kom, að
Bertel átti að fermast,
varð hann að ganga til
prestsins. Hann var þá
neðstur í röðinni því að
skólalærdómur hans var
ennþá heldur af skorn
um skammti.
Dag nokkurn las prest-
urinn í dagblöðunum, að
silfurverðlaun Listaskól-
ans hefðu verið veitt nem
anda sem hét Thorvald-
sen.
Thorvaldsen var ekki
algengt nafn í Danmörku
enda af ^íslenzkum upp-
runa «og presturinn spurði
því spurningadrenginn:
„Ert þú eitthvað skyld-
ur þessum Thorvaldsen?"
„Nei, ég er nú ekkert
skyldur honum, ég er
hann sjálfur," svaraði
Bertel. Orðalaust flutti
presturinn drenginn efst
í röðina og eftir það
sagði hann alltaf „herra
Thorvaldsen“, þegar hann
ávarpaði Bertel.
Framhald næst.
»14(1
7. árg. ♦ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson tIt 20. febr. 1963.
Það er
leikur
oð læra