Morgunblaðið - 20.03.1963, Side 2

Morgunblaðið - 20.03.1963, Side 2
« 2 MORCUNRl. 401 Ð Miðvikudagur 20. marz 1963 Skíðin reyndust ve! á Gljáfaxa Kom úr fyrstu ferðinni í gærkvöldi KLUKKAN 8.45 í gærkvöldi kom Gljáfaxi Flugféiags ís- lands úr fyrstu ferð sinni til Grænlands fyrir dönsku veð- urathuganastöðvarnar. Með vélinni komu fjórir danskir handverksmenn, sem hafa dvalið í stöðinni í Danmarks- havn síðan í haust við húsa- smíðar. Danmarkshavn liggur miðja vega milli Reykjavíkur og Norðurpólsins og þar var 27 stiga frost, þegar Jóhannes Snorrason lenti Gljáfaxa þar á skíðum kl. 10 í gærmorgun og þótti óvenju hlýtt. Fréttamaður og ljósmynd- ari Mbl. voru úti á flugvelli er Gljáfaxi lenti laust fyrir kl. 9 í gærkvöldi og fyrstur gekk út úr vélinni eftirlits- maður dönsku veðurathugun- arstöðvanna, Winther, kulda- lega búinn. Komu síðan Dan- irnir hver af öðrum og loks áhöfn vélarinnar. Við náðum tali af Jóhannesi Snorrasyni inni í vistarverum flugmannanna og inntum hann eftir hvernig ferðin hefði gengið. — Ferðin gekk öll eftir á- ætlun. Við fórum héðan í gær- I ur. Hins vegar fékk ég tæki- færi til að stjóirna hunda&leða. Það var reglulega gaman. — Þú hefur lent á skíðum áður? — Ekki síðan á námsárun- um í Kanada og þá bara á litl- um vélum. — Hvernig voru viðtökum- ar norður frá? — Þetta er i fyrsta skipti, sem flugvél lendir þar, nema ef vera kynni að sjóflugvél hafi lent þarna fyrir langa löngu, svo það má nærri geta að þeir hafi verið ánægðir. Það er mikill léttir fyrir þá að vita að þarna geti lent flug vél, því þeir eru læknislaijsir og 400 km sleðaferð til næstu veðurathugunarstöðvar, sem líka er læknislaus. Ég heyrði hjá þeim, að þeir væru núna búnir að fá fyrirmæli um að hafa samband við Flugfélagið ef þeir þyrftu á læknishjálp að halda. Annars hafa þeir misst talsvert af hundunum hjá sér í emnverri fjárans pest, svo það var orðið bágt ástand í samgöngumálum þeirra á landi. ★ Næst snúiun við okkur að Dönunum, sem komu með vél inni úr langri útlegð. Ahöfn Gljáfaxa fyrir framan farkostinn. Frá vinstri Oddur Pálsson, vélamaður, Jóhannes Snorrason, flugstjóri, og Jón Ragnar Steindórsson, aðstoðarflugmaður. Helge Rekslov Anker Hansen | 1 Jóhannes Snorrason er að leggja upp í „aukan úmerið“ í ferðinni, sleðaferð með 8 hundum fyrir. John Hegner — Þið erum búnir að vera lengi í fámenmnu? — Allt of lengi. Við fórum þangað í september og höfum ekki getað hreyft okkur neitt úr nágrenninu? — Hvað kom til að þið fór- uð út í þetta ævintýri? — Þetta gefur góða mögu- leika á að eiga einihverja pen- inga, þegar heim kemur. Það reyndist útilokað meðan við vorum heiima. — Hvernig er svo dvölin þarna? — Það væsir svo sem ekk- ert um mann. Vistarverurnar eru eins og nýtízku hótel, allt undir einu þaki, miðstöðvar- hitun og rennar.di heitt og kalt vatn. Eini gallinn er að við verðum að sjá um að bræða snjóinn og það þari mikið vatn yfir daginn. — Hvað gerið þið I frístund tim ykkar? — Við spilum borðtennis, lesum og spilum á spil. Það Leif Eriksen er einkennilegt hvað hægt er að finna sér til dundurs. Svo reynum við að samræma og safna fríunum þannig að við Framh. á bls. 23 Fjölmenn jarðar- f ör f rú Margrétar Auðuns f GÆR fór fram frá Dómkirkj- unni útför frú Margrétar Auð- uns að viðstöddu fjöhnenni. Sunginn var sáimurinn „Allt eins oig blóimstrið eina“, séra Þotr- steinn Jóttiannesson fyrrv. práf- astur í Vatnsfirði flutti minning- arræðu og jarðsöng, Þuríðuir Pálsdóttir óperusöngkona söng einsöng og að lokum var sung- inn sálmurinn „Fögur eir foldin“, Vinir hinnar látnu frá ísa- firði og Djúpi báru kistu hennar úr kirkjiu. morgun og lentum á skíðum ■ í Meistaravík í snjó upp á miðja kálfa. Þar vorum við svo um kyrrt í nótt og héld- um af stað með birtingu í morgun til Danmarkshavn og lentum þar kl. 10.35. Þar var 27 stiga gaddur þegar við lent um og 22 hnúta vindur og við urðum að ræsa vélarnar af og til meðan við stóðum við. Við fórum þaðan rúmlega 2 og flugum svo hingað með stutta viðkomu í Meistaravík til að taka eldsneyti. — Hvernig var um að litast þarna norður frá? — Það var endalaus snjór og ís hvert sem litið var. Við sáum hvergi í auðan sjó fyrr en fyrir sunnan 73. brgr. og það var aðeins lítil vök. í Danmarkshavn hefur verið vindasamt undanfarið, og snjórinn á vellinum hefur bar izt saman í hjarnöldur, svo það var dálítið óþyrmileg lend ing þar. Annars reyndust skíð in eins vel og við var hægt að búast. Það þurfti að gefa vél- inni talsvert mikið inn til að hún losnaði í startinu, en hún rann prýðilega eftir að hún komst af stað. — Skauztu nokkurn hvíta- björn í ferðinni? — Nei, það var það eina sem mistókst, en ekki vantaði að ég væri nógu vel vopnað- NATO veitir Eyþóri Einarssyni 430 þúsund króna styrk MORGUNBLAÐINU barst í gær þessi frétt frá Náttúru- gripasafni íslands: „Nefnd sú í París,. sem annast úthlutun styrkja úr rannsóknastyrkjasjóði Atlantshafsbandalagsins (Nato Kesearch Grants Programme), hefur nýlega veitt Eyþór Einarssyni, mag. scient., deíldarstjóra Grasafræðideildar Náttúru gripasafns íslands, styrk að upphæð $ 10.000, þ.e. um 430.000 íslenzkar krónur, til að rannsaka útbreiðslu og líffræði æðri fjallaplantna á íslandi. Styrkurinn er veittur til þriggja ára, og úthlutunarnefndin tekur fram, að öll vísindatæki og önnur áhöld, sem kunni að verða keypt fyrir styrkféð, teljist eign Grasafræði- deildar Náttúrugripasafns- ins.“ ir Morgunblaðið hringdi til Eyþórs Einarssonar í gær og óskaði honum til hamingju með styrkinn. Kvað hann það mikla uppörvun fyrir vísinda- menn hér að fá slíkan styrk, þar eð aðstaða til vísinda- legra rannsókna væri heldur bágborin, og oft væri takmark aður skilningur á gildi rann- sókna, sem ekki gæfu tafar- laust peninga í aðra hönd. Eyþór hefur farið um land- ið til þess að kanna útbreiðslu og líffræði æðri fjallaplantna. Sagðist hann nú vera að gera sér áætlun um að rannsaka landið allt að þessu leyti á skipulagsbundinn hátt. Mundi hann gera samanburð á jurtá- lífi staða, sem væru í sömu hæð yfir sjávarmáli, víðs veg ar um landið. Væri oft tölu- verður munur þar á milli. Einnig mundi hann gera sam- anburð á stöðum, sem eru um- kringdir jöklum, svo sem Esjuíjöllum, og öðrum stöðum í sömu hæð. Gætu slíkar rannsóknir gefið einhverja vísbendingu um það, hvernig lífsskilyrðum hefur verið hátt að á ísöld, eða a.m.k. hver áhrif nærvera jökla hefur á útbreiðslu jurta. Rannsóknir þær, sem Eyþór hefur þegar gert í Esjufjöllum í Vatna- jökli, virðast ekki benda til þess, að nábýlið við jökulinn hafi nein áhrif á pölnturnar. Tæki, sem hann þyrfti að kaupa, væru allt frá jeppa og til smá-áhalda. Eyþór kvaðst fara í sumar austur í Skafta- fellssýslur, og mundi hann m.a. hafa samflot við jarð- fræðinga, sem færu að Græna fjalli við Grænalón. Eyþór Einarsson, mag. scient.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.