Morgunblaðið - 20.03.1963, Page 15

Morgunblaðið - 20.03.1963, Page 15
Miðvikudagur 20. marz 1963 MORCUlSBLAÐltí 15 Amerískir vatteraðir nælon greiðslu- sloppar nýkomnir Tilvalin íermingargjöf Marteinn Einarsson & Co. Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816 Klœðningar — Húsgögn Höfum fyrirliggjandi sófasett frá krónum 7350,00. Eins og tveggja manna svefnsófa, svefnbekki og fleira. — Klæðum og gerum við húsgögn. — Munið að 5 ára ábvrgðarskírteini fylgir húsgögn- unum frá okkur. Húsgagnaverzlun og vinnusfofa Þórsgötu 15 — Sími 12131. California jgj—^rjj| KcÚnönUW fc«»ND Packing Corporation m w» ¥ & Sanfrancisco er stærsti niðursuðu-framleiðandi heimsins. B el ITlontc ER FRÆGT VÖRUMERKI fyrir niðm-soðna- og þurrkaða ávexti, grænmeti, pickles, ávaxtasafa o.fl. Þórður Sveinsson & Co. hf. DRU 4 LESBÓK BARNANNA •ndi á hann, þegar hann eagði okkur írá heimili eínu á fimm hundruðustu og tíundu hæð í skýja- kJjúfaborg. Frá gluggan- um í dagstofunni, sjö þús und fetum ofan við sjáv- ermál, sýndist Ermasund jð eins og lítið stöðuvatn. Hann sá langt inn yfir Frakkland. Það var mjög fagurt að horfa niður á döggvott net raflínanna, þegar sólargeislarnir brotnuðu í þeim á morgn anna. „Það var áður en við bygigðum turnana til orku flutnings. Þá var gamla línukerfið lagt niður. Þið hafið sjálfsagt tekið eftir leyfunum af þeim. Frá þeim streymdu raföldur út um allt landið, svo að alls staðar var hægt að fá ljós og hita með því að styðja á hnapp.“ „Svo hlýtur að hafa orðið stríð,“ sagði Diok. Framhald næst. 5. Thorvaldsen vann fleiri og stærri verðlaun og hann aflaði sér nú nógu mikilla peninga til þess að hann gæti kom- izt til Róm. Hann fékk far með freigátu, sem var á leið til Miðjarðarhafs og eft- ir langa ferð með við- komu í mörgum Jjorgum kom hann til Róm hinn 8. marz 1797. Nú ætlaði hann að taka til starfa af kappi, en byrjunin reyndist honum erfið vegna allra hinna mörgu nýju áhrifa, sem hann varð fyrir. Fyrstu fimm árin tókst honum ekki að gera nein stór listaverk og hann var óánægður með flest, sem hann vann að. Loks þrutu einnig peningar hans og hann gat ekki kostað sig í Róm lengur. 6. En áður en Thorvald sen héldi aft.ur heim til Danmerkur, langaði hann til að ljúka einni stórri höggmynd. Hún var af grísku þjóðsagnahetjunni Jason, sem eftir margar raunir vann hið gullna skinn. Þessi höggmynd heppn aðist svo vel, að allir sem hana sáu, luku miklu lofsorði á. Listamennirnir sögðu, að hún væri sambærileg við mestu listaverk forn aldarinnar. Jason var steyptur í gibs og nú beið Thorvaldsen eftir því, að hann fengi einhvern kaup anda að þessari fögru höggmynd. 7. árg. 44 Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ^ 20. marz 1963 S peki ngu ri n n og úlfald inn í Austurlöndum átti spekingur nokkur eitt sinn leið yfir stóra sléttu. Hann hafði á langri æfi tamið sér að veita athygli öllu sem fyrir hann bar á ferðum sínum og draga ályktanir af því. Þegar hann hafði lengi gengið, mætti hann tveim ur kaupmönnum, sem aug sýnilega voru að leita að einhverju. „Eruð þið að leita að úlfalda?“, spurði speking urinn. „Já“, svöruðu kaup- mennirnir. „Var hann ekki ein- eygður?,“ spurði hann. „Rétt er það,“ svöruðu þeir. „Og var hann haltur á einum fætinum?“, spurði spekingurinn aftur. „Já, víst var hann það“, svöruðu kaupmennirnir. „Og hann vantaði eina tönn?“ „Alveg rétt!“ „Var hann klyfjaður hunangi?“, spurði spek- ingurinn enn. „á, hann var það. Fyrst þú hefur séð- úlfaldann, getur þú ef til vill sagt okkur, hvar við eigum helzt að leita að honum?“ „Það get ég því miður ekki,“ svaraði spekingur- inn, „ég hefi aldrei séð hann og veit ekki hvar hann er.“ „Þú lýgur," hrópuðu kaupmennirnir bálreiðir, „það er augljóst, að þú hlýtur að hafa séð úlf- aldann og sjálfsagt hefur þú falið hann einhvers staðar. Þú ætlar víst að stela honum og gimstein- unum, sem voru í farangr inum, sem hann var klyfjaður.“ Kaupmennirnir réðust nú á spekinginn og leit- uðu á honum, en fundu ekkert. Þá bundu þeir hendur hans á bak aftur og fóru með hann til næsta dómara. Dómarinn var réttlátur maður, sem leyfði sak- borningnum að verja sig. „Ég hefði getað skýrt málið á leiðinni hingað," sagði spekingurinn, „ef ég hefði fengið tækifæri til þess. En þetta er það, sem ég hefi að segja: Áður en ég mætti kaup mönnunum, tók ég eftir úlfaldasporunum. Og þar sem ég sá engin spor eftir menn, datt mér í hug, að hann hefði strokið. Þar sem grasið var aðeins bit- ið öðrum megin götunn- ar, fannst mér liklegt, að úlfaldinn hefði verið blindur á öðru auganu. Þegar ég athugaði sporin betur, sá ég, að eitt þeirra var alltaf ógreini- legra en hin, eins og skepnan hefði hlíft þeim fæti. Af því ályktaði ég, að. úlfaldinn hefði verið haltur. Ég sá lika, að þar sem grasið var bitið, voru alltaf nokkur strá eftir, og vissi þá að úlfaldann hafði vantað eina tönn. Loks tók ég líka eftir bví

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.