Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 1
24 siður Starfsmenn Burmeister & Wain hétu aö gera nauðsynlegar öryggisráöstafanir ið á — og ef svo, hverjar ráðstafanir voru gerðar. Réttarhöld hafin vegna brunans í Gullfossi 0 í EINKASKEYTI frá fréttaritara Morgnnblaðsins í Kaupmannahöfn í gær segir, að skipasmíðastöð Bur- meister & Wain hafi tilkynnt Eimskipafélagi íslands, að viðgerð á Gullfossi verði þegar hafin, en ekki verði um það sagt fyrr en í næstu viku, hve langan tíma viðgerðin taki. 0 í gærmorgun hófust réttarhöld í sjórétti og stóðu yfir allan daginn. Þar kom m.a. fram, að Burmeister & Wain hafi margsinnis á sunnudag verið tilkynnt um olíu- lekann og glóð í kokshitara, — og hafi því verið heitið af hálfu skipasmíðastöðvarinnar að allar nauðsynlegar örygg- isráðstafanir yrðu gerðar. ^ Þá kom einnig fram, að eftirlitsmaður frá Lloyd hafði þegar á fimmtudag eða föstu- dag viðurkennt viðgerðina á botngeyminum, sem olían lak úr. Ennfremur, að sá starfs- maður skipasmíðastöðvarinn- ar, sem átti að sjá um, að ventlar botngeymisins væru í lagi, hafði á mánudagsmorg- un komið að máli við 1. vél- stjóra og harmað mistök sín. Skeyti fréttaritarans hljóðar ivo: Kaupmannahöfn, 21. marz. Skipasmíðastöð Burmeister & Wain hefur tilkynnt Eimskipa- félagi íslands, að viðgerð á Gull- fossi muni þegar hafin. Ekki verður þó unnt að segja um það fyrr en í næstu viku, hve lang- an tíma hún tekur. Þá fyrst verð ur ákveðið hvort annað skip verði tekið á leigu. Yfirheyrslur fóru fram í sjó- réttd í allan dag og var þar eink- um fjallað um þrjú meginatriði: 1. Hver bar ábyrgð á því, að olían rann út i ðokkina úr botngeymi skipsins. 2. Hvort glæður sáust í koks- hitara, sem slökkt hafði ver- 3. Hvort einhver hásetanna var að vinna með gaslampa í skipinu, rétt áður en eldur- inn kom upp kl. 10.45 — eins og verkamenn á skipasmíða- stöðinni hafa haldið fram. í réttinum mættu: H. A. Thom- sen, yfirréttarlögmaður fyrir hönd áhafnar á Gullfossi og kaskotryggingarinnar, Poul Bier- freund, hæstaréttarlögmaður, fyr ir hönd Burmeister & Wain og tryggingarfélagsins Baltica og Michael Reumert, hæstaréttar- lögmaður, fyrir hönd Eimskipa- félags íslands. Leiddir voru sem vitni Viggo Maack, skipaverk- fræðingur, skipstjórinn á Gull- fossi, Kristján Aðalsteinsson, Er- lingur Jónsson, 1. stýrimaður, Hannes Hafstein, 2.stýrimaður, Sigurður Kristjánsson, bátsmað- ur, Grétar Hjartarson, háseti, Ásgeir Magnússon, 1. vélstjóri, Gísli Hafliðason, 2. vélstjóri, Sigurður Sigurðsson, aðstoðar- maður í vél, og Ingvar Björns- son, vaktmaður. ★ • ★ Skipstjóri, Kristján Aðalsteins- son, bar fyrir réttinum, að véla- mennirnir hefðu fylgzt með því, þégar olían var flutt úr efri geyminum í botngeyminn, eftir að viðgerð á honum var lokið. Sjálfur kvaðst skipstjóri ekki hafa verið um borð frá því á föstudag þar til á mánudagsmorg un, en hann bjó inni í borginni. Skipstjóri sagði, að Erlingur Jónsson, stýrimaður, hefði hringt til sín á sunnudagskvöld og skýrt sér frá olíunni, er lekið hefði niður í dokkina. Hefði hann falið stýrimanni að sjá til þess, að allar öryggisráð- stafanir væru gerðar og banna að hafa opinn eld. Sagði stýri- maður honum þá, að til þess hefði þegar verið mælzt við Bur- meister & Wain, að öryggisráð- stafanir væru gerðar vegna þessa, og taldi hann, að svo hefði verið gert. Skipstjóri skýrði einnig frá því, að Viggo Maack, skipaverk- fræðingur, sem komið hafði til Kaupmannahafnar á sunnudag, hefði boðað sig til fundar um borð í skipinu á mánudagsmorg- un, ásamt verkfræðingum frá Burmeister & Wain. Hefðu þeir Framh. á bls. 23 Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri á Gullfossi á leið í sjó- réttinn í gær. — Myndin var símsend frá Kaupmannahöfn. Islendingur meðal þeirra sem komust af er norskt skip fórst undan strönd Marokko í NTB-FRÉTTASKEYTI frá Casablanca i gær, segir frá því, að skipið „Höegh-Aronde“ frá Bergen hafi farizt undan strönd Marokko í nótt. Með *f ipimi voru þrjátíu og tveir menn. Vit- að var í gærkvöldi að a.m.k. fjórir höfðu farizt, fjórtán manna Rússar áttu uppástungu að eldflaugastöðvunum á Kúbu — segir Fidel Castro í viðtali við „Le Itlode 44 • 1 DAG hirtist í París- arblaðinu „Le Monde“ við- tal við Fidel Castro, for- sætisráðherra Kúbu, þar sem hann kveðst andvígur þeirri ákvörðun Nikita Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna, að flytja eldflaugarnar frá Kúbu. Harmar Castro, að það skyldi ákveðið án samráðs við stjórn Kúbu, því að Kúha sé sjálfstætt ríki, en ekkert leppríki. f Castro. upplýsir enn- fremur í viðtalinu, að eld- flaugastöðvunum hafi ver- ið komið upp á Kúbu, að frumkvæði Sovétstjórnar- innar. Rússar hafi veitt Kúbu margháttaða aðstoð, sem stjórn landsins hafi verið mjög þakklát fyrir og því ekki talið rétt að hafna hoði Rússa. „Hins vegar fengum við eldflaugarnar ekki okkur til varnar,“ seg- ir Castro, „heldur til þess að efla útbreiðslu kommún ismans á alþjóðavett- vangi.“ 0 Aðspurður um álit sitt á því hvers vegna Krúsjeff féllst svo fljótt á að flytja eldflaugarnar burtu, sagði Castro: „Hver veit það? Ef til vill geta sagnfræðingar komizt að því eftir 20—30 ár.“ — Segir hann þ'ó, að með því hafi Krúsjeff að vísu komið í veg fyrir styrjöld, — en þar með sé ekki sagt, að hann hafi tryggt friðinn í heiminum. 0 Blaðið segir, að Castro hafi lýst því yfir bæði í gamni og alvöru, að hefði Krúsjeff sjálfur komið til Kúbu eftir þessa ákvörðun, hefði hann „gefið honum „á ’ann“. var saknað, en þrettán af skips- höfninni höfðu korr.Jzt lífs af og voru á leið til lands í björg- unarskipum. Meðal þeirra, sem af komust var fslendingur, Guð- mundur Heigason frá Keflavik. Skipið „Höegh-Aronde“, sem er 5.957 lestir, var í eigu skipa- félagsins A/S Ocean TransfX)rt í Bergen. Það var á leið frá Fílaibeinsströndinni í Afríku til Valencia á Spáni með fosfat og timbur, þegar það sendi út neyð- armerki kl. 3.18 í nótt, að norsk- um tíma, um að það væri að sökkva úti fyrir Essouire á strönd Marokko. Skip frá strandgæzlu Marokko og flugvélar frá banda- rísku flota- og flughöfninni Kenitira, fyrir norðan Casa- blanca, héldu þegar á vettvang, en klukkuistundir iiðu, áður en komizt varð fyrir um það, hvar skipið hefði sokkið. Önnur skip fóru einnig á vettvang. Síðdegis í dag bárust fregnir um, að skip, að nafni „Vega“, hefði bjargað tólf mönnum af norska Skipinu og var Íslending- urinn þá talinn meðal þeirra. í síðasta fréttaskeyti NTB um slysið sagði á hinn bóginn, að Guðmundur Helgason væri ekki um borð í „Vega“, heldur væri hann á leið til Barcelona á Spáni með öðru björgunarskipi. Kairó, 19. marz (NTB) HINN nýi forsætisráðherra Sýrlands, Salal Bitar, kom í dag til Kaíró til viðræðna um fyrirhugaða einingu Arabaríkj anna þriggja, Sýrlands, íraks og Egyptalands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.