Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 10
/ 10 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. marz 1963 í liúsi Beria í Eftir Eddy Gilmore Draugarnir í EF REIIVXT er í nokkru húsi í Moskvu þá er þaö í húsi Lav- renti Beria, lögreglustjóra, sem tekinn var af lífi 1953, sakaður um landrá.ð. Bæði Rússar og erlendir menn, sem til þekkja, segja að dularfull- ir hlutir gerist í húsi Beria að næturlagi. Dulafull ljós sjást yfir þaki hússins eftir myrkur, og menn telja að þar sé samkomustaður svartra katta. Fólk sem á leið fram hjá húsinu á kvöldin eða næt- urna gengur aldrei undir gluggum þess. Það fer yfir götuna þegar það nálgast hús- ið. Hundruð Moskvubi'a minn- ast júnídagsins fyrir 10 árum, þegar skriðdrekasveit úr Rauða hernum var ekið nið- ur Tchaikovskygötu til heim- ilis Beria. Fáir vita þó með vissu hvort Beria var hand- tekinn á heimili sínu eða á fundi í Kreml. Sövézkir leið togar hafa sagt fleiri en eina sögu af handtöku hans. Fyrst eftir aftöku Beria var barnaheimili fengið hús hans til afnota, en börnin voru þar ekki lengi. Lydia Smetanova, sem hafði son sinn á barnaheimilinu sagði: „Drengurinn minn var á barnaheimilinu á daginn, en hann varð taugaóstyrkur og hræðslugjarn og ég hætti að senda hann þangað. Það var draugagangur í húsinu“. Hjátrú er algeng í Rúss- landi og margir Rússar trúa á drauga. Önnur móðir, Manía Kuznetsova, hafði dóttur sína á áðurnefndu barnaheimili. Hún sagði: „Litlu stúlkunni minni leið illa á barnaheimil- inu. Meðán hún var þar átti hún bágt með svefn. Hún bað mig um að senda sig ekki á barnaheimilið og henni leið miklu betur eftir að ég varð við ósk hennar". Sumir Rússar hlæja þegar talað er um draugagang í.húsi Beria, en flestir viðurkenna, að þeir vildu ekki búa þar, þó að hver fjölskyldumeðlim- ur fengi svefnherbergi út af fyrir sig. . Sendiherra Túnis býr nú í húsi Beria. Hann finnur ekk- ert athugavert við húsið, en kona fyrirrennara hans er ekki á sama máli. Hún segist hafa verið dauðíhrædd á með- an hún bjó í húsinu. „Ég gat ekki sofið fyrir dularfullum hljóðum", sagði sendiherra- frúin „á næturna heyrði ég stunur, hálfkæfð óp, fóta- tak og hurðaskelli." Grömul rússnesk kona, sem gengið hofur framíhjá húsi Beria á leið til vinnu sinnar árum saman, fer ekki yfir götuna_ þegar hún kemur að því. „Ég óttaðist húsið ekki meðan, Beria lifði og ég tel ekki meiri ástæðu til þess að óttast það nú“, sagði gamla konan. Önnur gömul kona, Elizav- eta Kazaninaj sem býr í húsi gengt húsi Beria hafði eftir- farandi sögu að segja: „í hvert sinn, sem ég ætlaði að ganga á gangstéttinni fyrir framan hús Beria, meðan han.n bjó þar, stöðvuðu mig einkennis- klæddir lögreglumenn og sögðu: „Farðu af gangstétt- inni kerling. Hann er að koma.“ Elizaveta sagði, að Beria hefði eitt sinn ekið upp að húsinu um leið og hún var að fara út. Hún hrópaði til hans: „Ég þarf að tala við yður“. Beria snéri sér við og spurði hvað hún vildi. „Þú“, hrópaði Elizaveta að Beria. „Þú, sem hefur svaml- að í blóði rússnesku þjóðar- innar eins og feit veggjalús. Mér verður óglatt af að horfa á þig ...“ G-amla bonan fékk ekki að segja meira. Lifverð- húsi Beria? ir Beriá höfðu hana á brott með sér og hún var dæmd í þriggja ára fangelsi. Eftir dauða Stalíns og Beria var Elizaveta Kazanina látin laus. Hún flutti aftur í íbúð- ina sína gengt húsi Beria. Hún segist ekki vita _ hvort reimt sé í húsinu. „Ég hef aldirei komið inn í húsið“, segir Elizaveta ,„og mig lang- ar ekki til þass. Ef drauga- gangur er í nokkru húsi í Moskvu, þá er það í húsi Beria, það er ég sannfærð um“, segir Elizaveta. Kennaraskólism fái rett til að brautskrá stúdenta Á FUNDI neðri deildar í gær gerði Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra grein fyrir frum- varpi ríkisstjórnarinnar um Kenn araskóla íslands. Menntun æskunnar þýðingarmikil í upphafi máls síns veik menntamálaráðherra að því, hve uppeldi og menntun æskunnar væri þýðingarmikil, ekki aðeins fyrir farsæld þjóðarinnar heldur einnig fyrir hagsæld hennar. Það hlýtur því að.skipta máli, að þeir, sem eiga að hafa uppeldi og fræðslu æskunnar með höndum að miklu leyti, séu hinum mikia vanda sínum vaxnir. En ein af frumnauðsynj um góðs skóla- kerfis er, að verð andi kennarar eigi kost á góðri og traustri menntun. Nokk uð hefur á það skort undanfarna áratugi, að kennurum hafi verið búin nægilega góð menntunar- skilyxði. Uftdanfarið hefur ekki aðeins verið unnið að því að koma upp nýju húsnæði fyrir Kennaraskól- ann, heldur hefur einnig verið starfað að því að undirbúa al- gera nýskipan á skólanum sjálf- um, skipulagi hans og námsefni í því skyni að bæta menntunar- skilyrði kennarastéttarinnar. Upp haf þess máls var það, að í fe- brúar 1960 skipaði menntamála- ráðherra 7 manna nefnd til að endurskoða gildandi löggjöf um Kennaraskóla íslands og semja nýtt frumvarp til laga um skól- ann. í nefndinni áttu sæti: Frey- steinn Gunnarsson, skólastjóri, form., Ágúst Sigurðsson, kennari, dr. Broddi Jóhannesson, kennari, Guðjón Jónsson, kennari, Gunnar Guðmundsson yfirkennari, Helgi Elíasson fræðslustjóri, og dr. Símon Jóhannes Ágústsson próf- essor. Nefndin lauk störfum í sept. 1961 og skilaði þá frum- varpi til laga um Kennaraskóla Islands, sem tekið var til ræki- iegrar athugunar í menntamála- ráðuneytinu og efni þess rætt við fulltrúa frá Háskóla íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. Niðurstaðan varð sú, að ekki þótti fært að leggja frumvarpið fynr á þinginu 1861—2, en ný nefnd skipuð, er freista skyldi þess að samræma sjónarmið Kennaraskól ans, Háskólans og menntaskól- anna. í henni áttu sæti Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, Ár- menn Snævarr háskólarektor, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri. Kristinn Ármannsson, rektor, og þáv. skólastjóri Kennaraskólans, Freysteinn Gunnarsson, en dr. Broddi Jóhannesson tók sæti í nefndinni, er hann hafði verið skipaður skólastjóri. Er þetta frumvarp niðurstaðan af störfum þeirrar nefndar. Meginbreytingarnar, sem felast í þessu frumvarpi eru: 1 fyrsta lagi að veita skólanum rétt til að brautskrá stúdenta. í öðru lagi, að koma á fót framhalds- deild við skólann. í þriðja lagi að stofna undirbúningsdeild fyrir sérkennara. í fjórða lagi aukin æfingakennsla. í fimmta lagi nokkurt kjörfrelsi um námsefni. Frv. gerir ráð fýrir því, að skólinn greinist í 6 deildir. Al- menna kénnaradeild, þar sem námið skal taka 4 ár, og því ijúka með almennu kennarapróíi, sem veiti kennararéttindi í barna- og unglingaskólum lands- ins. Kennaradeild stúdenta, þar sem stúdentum skal gert kieift að ljúka kennaraprófi með eins árs -' —: Menntadeild Menntadeiid, þar sem þeir, sem lokið hafa prófi frá • almennu deildinni með 1. eink. árið 1957 eða síðar skuli geta búið sig undir stúdentspróf á einu ári. Náms- kröfur til stúdentsprófs frá Kenn araskóla íslands skuli sambæri- legar kröfum stúdentsprófs menntaskólanna. Þó þannig að heimilt sé að láta próf í upp- eldis- og kennslufræðum frá al- mennu kennaradeildinni gilda til stúdentsprófs og fella þá niður innan takmarka, sem ákveðið er í reglugerð, annað námsefni, sem því svarar, á svipaðan hátt og gert er um sérgreinar í mála- og stærðfræðideildum menntaskól- anna. Framhaldsdeild Framhaldsdeild, sem veiti nem endum kost á framhaldsmenntun með nokkru kjörfrelsi, og skulu þeir þá stunda nám í eigi færri greinum en þrem, og sé ein þeirra aðaigrein. Skal þessu framhalds- námi ljúka með prófi og starf- andi kenrturum heimilt að leggja stund á einstakar greinar þessa framhaldsnáms eftir frjálsu vali og ijúka í þeim tilskildum próf- um. Undirbúningsdeild til sér- náms, og skal þar vera um 2 ára nám að ræða, sem búi nemendur undir kennaranám í sérgreinum, svo sem handavinnu, íþróttum, tónlist, teikningu, húsmæðra- fræðslu og öðrum uppeldisstörf- um, hvort sem sérnámið fer fram í Kennaraskólanum eða annars staðar. Handavinnudeild, sem veitir sérmenntun í handavinnu karla og kvenna og sér nemend- um fyrir æfingu í að kenna þær. Ennfremur sjái handavinnudeild nemendum í öðrum deildum Kennaraskólans fyrir kennslu 1 handavinnu og kennsluæfingu I þeirri grein. Nauðsynleg ráðstöfun Fór ráðherrann nokkrum orðum um nauðsyn þess og nytsemi, að Kennaraskólanum yrði veitt rétt- indi til að brautskrá stúdenta. Kennaraskólinn hefur verið fjög- urra ára skóli og aldur þeirra nemenda, sem inn í hann ganga hefur verið svipaður og aldur þeirra, sem nám hefja í mennta- skóla. En námsbrautin í Kenn- araskólanum hefur verið lokuð braut. Eftir fjögurra ára nám 1 Kennaraskóla hafa þeir, sem það- an brautskráðst ekki átt kost á neins konar framhaldsnámi. Nú er það svo, að 15—16 ára ungling- ar, sem ljúka landsprófi, geta tæp lega gert sér nógu ljósa grein fyrir hvers konar lífstarf hentar þeim. T. d. hvort þeir vilja stunda störf, sem háskólanám er nauð- synlegt til að getað stundað. Eða hvort þeir vilja t. d. gerast barna- eða unglingakennarar. Þeir, sem fara í Menntaskólana, halda báð* um þessum leiðum opnum. Þeir eiga aðgang að háskólum eftir fjögurra ára nám, enda geta þeir jafnframt öðlast kennararéttindi eftir eins árs viðbótarnám í kenn araskóla. Þeir, sem fara í Kenn* araskólann geta hins vegar að« eins öðlast kennararéttindi en eiga þess ekki kost, að bæta við nám sitt þekkingu, er veiti þeim Frarrnh. á bls. 3. I LAUGARNESHVERFI l Röskan ungling eða krakka vantar nú þegar til að bera Morgunblaðið til kaup- enda við Hrisateig — Otrateig — Hraunteig Gjörið svo vel að tala strax við af- greiðsluna eða skrifstofuna. árgimtitabib sími 22-4-80.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.