Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 3
Föst'irtftOTrr 22. mar7 19RS M O n C V JV R r Jnifl 3 FRÉTTAMAÐUR og láósmynd ari Morgunblaðsins brugðu sér í gær í heimsókn til Hafn- erfjarðar. Veður var fagurt, ik)gn og sólskin, en dálítið svalt. Er við ökum upp með lækn- um, sem rennur gegnum bæ- inn, komum við upp á hæð. I>ar breiðir lækurinn úr sér og myndar tjörn. Á henni synda endur, og á bakkanum standa þrír ungir strákar og gefa þeim brauðmola. — Við erum búnir að gefa |>eim heilan helling, segja þeir hróðugir. Við áttum full- an poka af brauði. Yngsti drengurinn, Krist- inn Ottó, er svo ákafur við matargjöfina, að hann veður út í tjörnina. — i>ú mátt ekki vaða upp Gdðviörisdapr í Hafnarfiröi Kristinn Ottó, 6 ára, Elías Björgvin, 8 ár? og Sigurður, 7 ára, standa við tjörnina. Efst tU vinstri er sjúkrahúsið Sólvangur. (Ljósm. Mbl. Sv. f>orm.> fyrir gúmmískóna og vökna, þá verður þú flengdur, þegar þú kemur heim. — Nei, nei, segir Ottó hug- hraustur. — Ertu aldrei flengdur? — Jú, stundum. Nú koma’fleiri þeirra er- inda að gefa öndunum og við hverfum burt. ★ ★ Fyrir framan Hraðfrysti- hús Bæjarútegrðar Hafnar- fjarðar hittum við tvær ung- ar stúlkur á hjóli. >ær eru í vinnufötum, a-uðsjéanlega að fá sér frískt loft í kaffitim- anum. Megum við taka mynd af ykkur? — Eruð þið alveg spól?- Jæja, kannski annars. — Hvað hafið þið lan.gan kaffitíma? — Tuttugu mínútur. — Við hvað eruð þið að vinna núna? — Við erum að vinna í karfa. í morgun var síld. — Græðið þið rnikts pen- inga? — Já, já. — Eruð þið í skóla? — í skóla? Nei, ekki al- deilis. — Farið þið oft á böll? — Nei, við höfum bara einu sinni farið á ball. Það eina sem við förum er í bíó. — Eigið þið kærasta? Sigurhogi, Haraldur, Siggi, ara ara ara Elin Olafsdottir (t.v.) og Elm Guðmundsdóttir kaffitimanum. spoka sig — Nei, alveg ábyggilega ekki. Við höbum karlmenn og ætlum að pipra. ★ ★ Næst rekumst við á fjóra stráka, sem ferðast um á kerrubíl. f>eir nema staðar fyrir utan verzlun nokkra með auglýsingaspjald í gluggan- um. Á spjaldinu stendur: Bíla- og bílpartasala. — Er bilað hjá ykíkux? spyrjum við. — Nei, nei, þessi bilar aldrei, segir sá elzti, Haraldur. — Hvar fékkstu þetta sæti. Er það úr bílnum hans pabba þins, Haraldur? — Nei, pabbi minn á engan bíl, hann á bara bát, segir Haraldur snúðugt og gefur félögum sínum merki um að rétt sé að halda áfram ferð- innt, eu sinna ekki dægur- þrasL Hafsteinn,3 ára, með kerrubílinn sinn. STAKSTEINAR Katlarliáldið kveinkar sér enn Jóhannes skáld úr Kötlum er gamall hugsjónakommúnisti, sem ekki hefur séð neinn draum æsku sinnar rætast í þjóðfélagslegum efnum. „Sovét-ísland“, sem hann orti um fyrr á árum, hefur aldrei verið fjarlægara, og fullvist, að hér kemst kommúnismi aldrei á. Jóhannes verður aldrei mennta- málaráðherra a la Sovét, sem getur skipað andstæðingum sín- um að þegja eða lokað þá inni geðveikrahælum. Hugsjóna- ríkið í austri hefur svikið hverja þá hugsjón4 sem Jóhannes taldi fagra í æsku og þótti ástæða til að berjast fyrir. Vonlegt er, að gömium mönnum gremjist, þegar svona er komið. í stað þess, að Jóhannes sé heiðarlegur við sjálfan sig, heldur hann dauða- haldi í það eina, sem eftir er: trúna á bolsivismann. Og trúin afsakar margt. Undanfarið hafa birzt í komm únistamálgagninu greinar eftir Katlaskáldið, þar sem það harm- ar sér með þvílíkum kerlingar- jarmi, að fátítt er. Ein þessara grátklökku vælugreina birtist í gær. Slæmir þessir verkameim og menntamenn 1 greininni leggur hann aff jöfnu verkalýð og menntamenn á íslandi. Báðir aðiljar eru að hans dómi svikarar viff þann mál staff, sem Jóhannes otar penna sínum fyrir. Um „íslenzka al- þýðu“ segir hann meff fyrirlitn- ingu: „Meginþróttur hennar hef- ur beinzt að því aff klófesta sinn hlut i þeim veraldlegu gæðum, sem veriff hafa á boffstólum". Öll harátta verkalýffsins fyrir bættum kjöruúi er að hans dómi einskis virði, af því aff hann hef- ur brugðizt skáldinu í pólitík! Og skáldið heldur áfram: „Stundum virðist hún jafnvel gleyma því í bili, að hún heyri til sérstakri þjóð“. Hvað segir islenzk alþýða um þessi skrif kommúnistamál- gagnsins? Er það eitt og hið sama að hennar dómi að kjósa ekki moskvukommúnistana og gleyma þjóðerni sínu? Menntamenn eru engu hetri aff dómi hins aldna línukommúnista. Hann tilfærir orff eins þeirra, „ís- lenzks menntamanns“, „Þingey- ings“, „jafnaffarmanns“, „alt að því moskvuagents á stundum“, og segir síffan: „Þessi tilfærðu orð spegla uppgjöf mikils þorra ís- Ienzkra menntamanna, svo sem framast verður á kosið“. Þarna brýzt fram gremjan yfir því, að „mikill þorri íslenzkra mennta- manna" hefur algerlega snúið baki viff kommúnismanum. Þetta er ánægjuleg þróun, sem komm- únistar óttast mjög. Eftir aff hafa skælt um þetta fram og til baka, klykkir Jó- hannes út meff þessari klausu: „Manni fer einna helzt líkt og konum þeim, sem slá sér á lær við hneykslanleg tíðindi, og and- varpa í ráffaleysi: Ég á nú bara ekkert orð!“ Betri lýsingu á skrifum skálds- ins er ekki hægt að finna. Þetta er gott dæmi um sjálfsgagnrýni. Hvaða vandræði! Ekki er hressilegri tónn í leið- ara kommúnistamálgagnsins sama dag. Ilann hefst á þessu: „Auðséð er, að kosningar eru framundan. Á alþingi peðrar ríkisstjórnin frá sér einu stórfrum varpinu af öðru um trygginga- mál, bókasöfn, tónlistarskóla, loft ferðalög, höfundarétt o. s. frv. o. s. frv., og boðuð er breyting á toilskrá og sjálf framkvæmda- áætlunin mikla". — Já, það er margt, sem amar að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.