Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 6
6
M ORCl) 1S BL AÐ1Ð
Föstudagur 22. marz 1963
Plastbátar reyndir
í Reykiavíkurhöfn
SÍÐDEGIS í gær kappsigldu nem-
endur Stýrimannaskólans og hluti
af hjörgunarsveit Slysavarnarfé-
lagsins þrjá nýja báta úr trefja-
plasti, sem framleiddir eru á
Blönduósi. Fór siglingin fram í
hafnarmynninu í hægum vindi og
þó nokkurri öldu.
Bátar þeir, sem hér um ræðir
eru: 15 feta langur bátur, aðallega
ætlaður sem síldarnótabátur.
Hann er 6 fet á breidd, þar sem
hann er breiðastur, vegur 190
kg. og ber 15 menn. Hann var
útbúinn með 18 hestafla Evm-
flæðiskeri statt, sem væri með
einn slíkan um borð fyrir utan
gúmmíbj örgunarbátana.
Eins og fyrr segir eru umrædd-
ir bátar smíðaðir — eða öllu
heldur steyptir — á Blönduósi.
Er það fyrirtækið Trefjaplast h.f.,
sem annazt hefur smíði þeirra.
Þeir eru nýkomnir á markaðinn
og hafa aðeins nokkrir bátar ver-
smíðaðir, enn sem ko>mið er.
Trefjaplast h.f. tók til starfa
fyrir rúmu ári. Fyrirtækið hefur
beitt sér fyrir ýmsum nýjungum
á sviði plastiðnaðar, m. a. húðun
■ • :•>:•
f-f
Mm
Ellefu á báti
.............:•••■••.■.................................. .■
inn höfnina. Þet ta er síldarnótabáturian og ristir hann djúpt.
Jóhannes Briem, sem er í björgunarsveit Slysavarnafélagsins, siglir vatnabát úr tvöföldu
rude-utanborðsmótor. Einnig
voru tveir vatnabátar, annar 10
fet ú lengd og 4 á breidd úr tvö-
földu plasti og vegur 54 kg., en
hinn 8V2 fet á lengd og 4 á
breidd og vegur 36 kg. Þeir voru
einnig með Evinrude-utanborðs-
mótora, sá stærri með 5% hest-
afla vél en sá minni með þriggja.
Stýrimannaefnin, klæddir björg
unarvestum, knúðu bátana til
hins ítrasta kringum björgunar-
bátinn Gísla J. Johnsen, þar sem
blaðamenn og ljósmyndarar
stóðu í röð meðfram borðstokkn-
um. Þeir fóru aftur á bak og
áfram svo freyddi í kjölfarið og
löðrið rauk yfir sægarpana. Vatna
bátarnir skoppuðu á bárunni en
síldarnótabáturinn risti djúpt og
tók að lokum björgunarbátinn í
tog og dró hann væntan spöl.
Hafði áður verið settur sérstakur
togútbúnaður 1 utanborðsmótor-
inn.
Henry Hálfdánarson, forstjóri
Slysavarnafélagsins, sem fylgd-
ist með siglingu bátanna, lét svo
um mælt, að síldarnótabátarnir
væru alveg prýðilegir björgunar-
bátar og það skip væri ekki á
trefjaplasti.
lesta á fiskibátum, sem er fólgið
í því að sprauta innan lestirnar
með 1—3 mm þykku plastlagi,
sem bundið er glertrefjum. Plast-
lag þetta þykir sérlega sterkt og
endingargott, auðvelt að hrein3*
og algerlega án samskeyta. Slíkt
plastlag var m. a. sett í lest m/a
Arnarness, sem smíðað var nýlega
á vegum Stálsmiðjunnar h.f.
Kom inn með tvo
veika shipverja
Einn hásetinn týndist í Reykjavík
BREZKI togarinn Macbeth frá
Hull kom til Reykjavíkur í fyrra
kvöld með tvo skipverja, sem
veikzt höfðu af inflúenzu.
Þegar halda átti út aftur um
kl. 2 um nóttina vantaði einn há-
setann, O. Flagherty, sem er 24
ára gamall.
Hann hafði kynnzt fólki í
Reykjavík, þegar togarinn var
hér staddur fyrir 3 vikum. Síðast
var vitað til hans um borð í þýzk-
um togara í höfninni, en þegar
hann var ekki kominn um borð
í gærmorgun var ákveðið að aug-
lýsa eftir honum. Það var gerc
í hádegisútvarpinu.
O. Flagherty er um 1.75 sm á
hæð með svart hrokkið hár, mjög
tattóveraður á höndum og klædd
ur í dökkgrá föt.
Þeir, sem hafa orðið hans varir,
eru beðnir um að gera lögregl-
unni þegar viðvart. v
Kópavogur
SPILAKVÖLD í Sjálfstæðishús-
inu í Kópavogi í kvöld kl. 20,30.
• íslenzkar andalækn-
ingar í dönsku blaði.
Andalækningarnar á Is-
landi hafa vakið töluverða at-
hygli á íslandi erlendis, bæði
austan hafs og vestan, og þó að-
allega á Norðurlöndum, þar sem
fólki þykir alltaf gaman að
heyra skrítnar frétir af hinum
frumstæðu frændum á Sögueyj
unni, þessum lýsisdrekkandí og
harðfiskstyggjandi fiskimönn-
um, afkomendum skálda og vík-
inga, sem urðu ríkir sér til óbóta
á stríðsárunum, svo að hægt var
að öfunda þá. Æskan vill meira
að segja heldur tala ensku en
skandínavísku við fraéndur sina
á Norðurlöndum, að hugsa sér!
Svona er nú mynd okkar í hug-
um frændanna í austri, og ekki
bætir það úr, að við trúum á
drauga.
Velvakanda var bent á bréfa-
skipti, sem urðu í merku og vel
metnu dönsku tímariti um dag-
inn. Þótt skemmtilegast hefði
verið að birta bréfin á dönsku,
gerír Velvakandi það ekki, því
að hann treystir skyldunáms-
dönskukunnáttu íslendinga ekki
nógu vel. Bréfin birtust í dálki,
sem heitir „Spþrg vor doktor",
— spyrjið lækninn okkar. —
Þýðingin er lausleg.
„Proletar-akademiker" skrif-
ar: „Hvað álítið þér um lækn-
ingarétt dáinna lækna? Eg hef
ástandið á íslandi í huga, þar
sem læknir einn er sagður halda
„praksis“ sínum áfram eftir
dauðann. Faðir minn var yfir-
læknir með prýðilegan starfsfer
il. Hins vegar hef ég aldrei kom-
izt á rétta hillu, og vegna þess
hvílir efnahagúr fjölskyldunnar
oft á vinnukrafti konu minnar.
Þótt það sé heiðarleg vinna að
skúra stiga, þá spinnur enginn
gull á því“.
• Hvað um skattayfir-
völd og sjúkra-
samlög?
Læknir tímaritsins svarar:
„Mér finnst í raun og veru, a3
það væri hreint afbragð, ef mað
ur gæti reiknað með aðstoð
spiritistanna, einkum þar sem
þessir gömlu karlhólkar eiga eft
ir lýsingunum að dæma að vera
færir um að gera fólk heilbrigt.
Svo væri líka dálítið gaman að
vera læknir, ef maður gæti
tryggt erfingjum sínum lífrentu
á grundvelli vitneskju um það,
sem er fyrir handan. — Þó er ég
hræddur um, að hvorki sjúkra-
samlög né aðrar opinberar stofn
anir mundu veita manni styrk
út á læknishjálp dauðs manns.
— Og hvað um skattayfirvöld-
in? Haldið þér, að þau mundu
halda „midnats-torskegilde“ á
Assistens kirkjugarði og öðrum
álíka stöðum?“
Velvakandi vonar, að enginn
móðgist, þótt hann birti þessj
bréfaskipti, en þau sýna ein-
ungis, hvernig Danir hugsa um
þessi mál okkar