Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 2
2
MORCVNBT4Ð1Ð
Föstudagur 22. marz 1963
Heilsuspillandi húsnæði að
mestu útrvmt á 2 árum
Kostnaður verður 75 milll.
kr. — en fjárhagsgrundvöllur
framkvæmdarnna tryggður
N.hluti Lækjargötu
breikkaður á næsta ári
TILLÖGUR borgarráðs
Reykjavíkur frá 15. marz sl.
um ráðstafanir til útrýming-
ar heilsuspillandi húsnæði
voru endanlega samþykktar
á fundi borgarstjórnar í gær.
Svo sem skýrt var frá hér í
blaðinu sl. þriðjudag, eru ráð-
stafanir þessar í því fólgnar,
að Reykjavíkurborg mun
byggja og kaupa 168 íbúðir,
sem aðallega verða leigðar
þeim, er verst eru staddir. Er
hér um að ræða kaup á 48
íbúðum, sennilega við Kapla-
skjólsveg, byggingu 12 hæða
húss við Austurbrún með 66
íbúðum, byggingu 54 íbúða
í þriggja hæða f jölbýlishúsum
við Kleppsveg og loks lán til
einstaklinga, sem búa í heilsu
spillandi húsnæði, í því skyni,
að þeir geti lokið við íbúðar-
húsnæði, sem þeir eiga í
smíðum eða gengið frá kaup-
um á íbúðum.
Á borgarstjórafundinum í
gær upplýsti Gísli Halldórs-
son, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, a*ð ráðstafanir
þessar muni væntanlega
kosta u.þ.b. 75 millj. kr. og
að fjárhagslegur grundvöllur
þeirra sé tryggður. Er gert
ráð fyrir, að framkvæmdum
þessum verði lokið eftir
u.þ.b. 2 ár.
Sérstaka athygli vöktu á
fundinum í gær hinar góðu
undirtektir minnihlutaflokk-
anna í borgarstjórn við þess-
ar fyrirhuguðu ráðstafanir,
en Guðmundur Vigfússon
(K) kvað það álit sitt, að hér
væri um merka samþykkt að
ræða, Einar Ágústsson (F)
taldi hér um að ræða stórt
spor í húsnæðismálum borg-
arinnar og Soffía Ingvarsdótt
ir (A) lýsti sérstakri ánægju
sinni með tillögurnar og hin-
ar miklu og glæsilegu bygg-
ingarframkvæmdir, sem þær
gerðu ráð fyrir.
Umrædd samþykkt borgar-
ráðs og borgarstjórnar var á
þessa leið:
„Borgarráð leggur til, að borg-
arstjórn samþykki eftirfarandi
ráðstafanir í byggingarmálum
fyrst og fremst til útrýmingar
herskálum, svo og til útrýmingar
öðru heilsuspillandi húsnæði og
endurnýjunar á leiguhúsnæði
borgarinnar:
1. Borgaráði verði heimilað að
neyta forkaupsréttar að 48 íbúð-
um sem íslenzkir aðalverktakar
eiga í smíðum við Kaplaskjóls-
veg. Ef samningar takast ekki
er borgarráði heimilað að semja
við önnur byggingarfyrirtæki um
kaup á jafnmörgum íbúðum, en
láta að öðrum kosti byggja fjöl-
býlishús með jafnmörgum íbúð-
um.
2. Hafin verði bygging 12 hæða
húss við Austurbrún með ca. 66
íbúðum, og verði gerð hússins
í aðalatriðum áþekk húsunum
nr. 2 og 4 við Austurbrún.
3. Hafin verði bygging 54 2—4
herb. íbúða í þriggja hæða fjöl-
býlishúsum við Kleppsveg.
4. Heimilað verði að veita lán
úr Byggingarsjóði Reykjavíkur-
borgar til einstaklinga, sem búa
í heilsuspillandi húsnæði, í því
skyni, að þeir geti lokið við íbúð-
arhúsnæði, sem þeir eiga í smíð-
um eða gengið frá kaupum á
íbúðum. Lán þessi verða 60—100
þús. krónur til 10—15 ára. Borg-
arráði er falið að setja nánari
reglur um lánveitingar þessar,
og leita samvinnu við húsnæðis-
málastjórn um fyrirkomulag.
Miðað skal við, að allar íbúð-
irnar í húsi því, er um ræðir í
2. lið, og a. m.k. helmingur þeirra
íbúða, sem um ræðir í 1. og 3. tl.,
verði í eigu borgarinnar og leigð-
ar út, en borgarráði falið að
kveða nánar á um málið, m. a.
ákveða söluskilmála þeirra
íbúða, sem kunna að verða seld-
ar einstaklingum. Að því skal
stefnt, að íbúðir, skv. 1.—3. tl.,
verði allar fullgerðar, nema borg-
arráð telji sérstaka ástæðu til að
víkja frá því að einhverju leyti
um íbúðir, sem kunna að verða
seldar.
Borgarráði er falið að ganga
frá reglum um ráðstöfun leigu-
íbúða borgarinnar og ásamt borg-
arstjóra að sjá nánar um fram-
kvæmdir allar“.
ik Miðast við að útrýma
herskálunum
Gisli Halldórsson (S) gerði á
fundinum í gær grein fyrir þeirri
samþykkt borgarráðs, sem lýst
er hér að framan. Skýrði hann
m. a. nokkuð einstaka liði sam-
þykktarinnar.
Tillögurnar gru lokatillögur um
framkvæmdir á hinni stórhuga
byggingaráætlun borgarinnar frá
árinu 1957 til útrýmingar heilsu-
spillandi húsnæði og eru í raun-
inni þríþættar.
1. og 3. liður eru beinlínis mið-
aðir við það, að öllum herskála-
íbúðum verði útrýmt' með þeim
framkvæmdum. En þegar flutt
hefur verið í Álftamýrarhúsin
verða aðeins 65 barnafjölskyldur
í herskálum. Reikna verður með
að einhleypir menn og barnlaust
fólk muni geta hjálpað sér að
mestu sjálft, enda hefur hagur
þessa fólks batnað til muna að
undanförnu sem annarra borg-
ara.
Á" Fyrir aldrað fólk
2. liðurinn gerir ráð fyrir því
að byggt verði háhýsi við Austur-
brún, 12 hæðir með 66 íbúðum.
Allar þessar íbúðir eru mjög
litlar og ætlaðar að mestu fyrir
barnlaust fólk eða því sem næst.
Er gert ráð fyrir því, að á neðstu
hæðum hússins verði aðallega
aldrað fólk, sem getur að öllu
eða mestu leyti séð um sig sjálft.
Á efri hæðum hússins væri svo
fólk af öllum aldri, en þó mætti
gera ráð fyrir, að verulegur hluti
þess yrði ungt fólk eða einstæðar
mæður.
Á Til þess að ljúka íbúðum
4. liðurinn er til þess að hægt
sé að hjálpa þeim, sem skortir
nokkurt fjármagn til að ljúka við
íbúðir sínar. Getur slík starfsemi
mjög flýtt fyrir því, að menn
Ijúki við hálfgerðar íbúðir.
Þá gerði Gísli nokkra grein
fyrir framkvæmdum Reykjavík-
urborgar á undanförnum árum
samkvæmt fyrrnefndri bygging-
aráætlun frá 1957.
í upphafi var samþykkt að
byggja 600 íbúðir í því augna-
miði að útrýma herskálum og
öðru heilsuspillandi húsnæði, en
síðar var sú áætlun aukin í 800
íbúðir, er sýnt þótti, að ástæða
væri. til að hjálpa fleiri fjölskyld
um úr lélegu húsnæði. Til þess
að tryggja framgang þessara
miklu byggingarframkvæmda
ákvað Horgarstjórnin að stofna
Framhald á bls. 23.
Verið að rannsaka
skemmdir Gullfoss
í gær kom framkvæmdastjóri
Eimskipafélagsins Óttar Möller
heim frá Kaupmannahöfn. Blaðið
spurði hann hvað félagið hefði
í hyggju að gera í sambandi við
Gullfossmálið.
Óttarr sagði að ekki vaeri
neinu við að bæta fyrri fregnir á
þessu stigi málsins. Enn væri ekki
Iokið rannsókn á hve skemmdirn-
ar á skipinu væru miklar og þvi
ekki hægt að segja hve við-
gerðin tæki langan tíma. Fyrr en
það lægi fyrir væri ekki hægt
að taka ákvarðanir um hvað
gera skuli til lausnar þeim
flutningavandræðum sem skapast
meðan á víðgerðinni stendur.
Aðalfundur Neyt-
endasamtakamia
Aðalfundur Neytendasamtakanna
var haldinn á fimmtudagskvöld.
stjómarkjör fór þannig:
Aðalstjóm: Sveinn Ásgeirsson
hagfr., Arinbjörn Kolbeinsson,
læknir, Knútur Hallsson, löigfr.,
Magnús Þórðarson, blaðamaður,
Þórir Einarsson, viðskfr., Lárus
Guðmundsson, stud. theol. og
Kristjana Steingrímsdóttir, hús-
mæðrakennari.
Alþingi hefur samþylekt, að eftir-
töldum mönnum skuli veittur ísLenzk-
ur ríkÍ9borgararéttur:
Andersen, Orla Preben, Teigi 1
Mosfellssveit.
Benke, Veronika Erzsébet, Reykja-
vík.
Bischoff, Ingeburg (Eiríksson)
Reykjavík.
Bjartmars, Kristen Fritzie, f. Mor-
tensen, Reykjavík.
Csillag, Erzsébet Eszter, £. Varga,
Reykjavík.
Csillag, György, Reykjavík.
Csillag, Józef, Reykjavík.
Dam, Jörgen Kulmbak, Hraunprýði,
Engidal, Garðahreppi.
Davidsen. Thea Frida, Reykjavík.
Einarssonar, Lucie, Bolungarvík.
Fivelsdal, Harald Undertun, Dala-
sýslu.
Frederiksen, Kristian Emil, Akra-
nesi
Gottsbacher, Leonilla, Seltjamar-
nesi.
Green, Dora, Reykjavík.
Gærdbo, Finn, Olafsvík.
Hansen, Benny Martin, Reykjavík.
Hansen, Jörgen Christian, Selfossi.
Hegediis, Béla, Akranesi.
Hentze, Carmen Edith Ruth, f.
Heinze.
Hentze Jens Paui Konrad, Salivik
á Kjalarnesi.
Á FUNDI borgarstjórnar Reykja
víkur í gær skýrði Geir Haligríms
son borgarstjóri frá því, að á
næsta ári mætti gera ráð fyrir,
að Lækjargata norðan Banka-
strætis verði gerð í sömu breidd
og gatan er í sunnan Bankastræt
is.
Búizt er við, að skipulag þessa
Kofi brennur
í Hraunsholti
SLÖKKVILIÐIÐ í Hafnarfirði
var kvatt út tvívegis í gærdag.
Kl. 16,30 var það kvatt út að
skipasmíðastöðinni Dröfn. Þar
hafði kviknað í vélibátnum Sæ-
bongu í slippnum. Fljótlega tókst
að slökkva og urðu litlar sem
engar skemmdir.
Nokkru síðar eða kl. 16.45 var
slökkviliðið kvatt að litlum timb
urkofa, Brautarholti, Garðahr.
sem stendur austan til í Hrauns
holti.
Brann kofinn næstum allur.
Hann var notaður áður fyrr sem
mannabústaður, en hætt var að
nota hann fyrir mörgum mánuð
um. Engin verðmæti voru þar
inni.
Kofinn mun hafa vegið eign
Garðahrepps.
Hvöf
HINN árlegi afmælisfagnaður
Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvat-
ar verður í Sjálfstæðishúsinu á
mánudagskvöld og hefst með sam
eiginlegu borðhaldi kl. 19.30. Til
skemmtunar syngur negrasöngv-
ari'nn Marchel Achille.
Félagskonur eru hvattar til að
fjölmenna og taka með sér gesti,
en afmælisfagnaðurinn hefur
ævinlega tekizt mjög vel og verið
fjölsóttur. Forsölu á aðgöngu-
miðum og upplýsingar hafa Gróa
Pétursdóttir, öldugötu 24 (sími
14374), Kristín Magnúsdóttir,
Hellusundi 7 (15768) og María
Maack, Þingholtsstræti 25. Óseld-
ir aðgöngumiðar verða seldir í
Sjálfstæðishúsinu niðri á laugar-
dag kl. 2—6.
Horváth. Józef C., Keflavik.
Horváth, Mária T„ Keflavík.
Hausler, Margot Helga, Hólmavík.
Jacobsen, Sommer Thorstein, Reykja
vfk.
Jensen, Aage Christian, Reykjavík.
Jensen, Marianne Sjurðadóttir, Vest
mannaeyjum.
Joensen, Asbjörg Alfrida Efri-
Brúnavöllum.
Joensen, Hans Sigurd, Reykjavík.
Johannesen, Gudrun Todnæs, Reykja
vík.
Johannsen, Ingeborg, Reykjavík.
Johnsen Langeiyth, Sigrún Dagbjört,
Reykjavík.
Józsa, Eva, Reykjavík.
Kiimits, Erzébet, Reykjavík.
Klimits, János, Reykjavik.
Klimits, Lajos, Reykjavik.
Larsen, Kaj Flemming, Höfn I
Hornafirði.
Læu, Betti Meta Frieda Karla, Garða
hreppi.
Marten, Margarete Ida Marta (Guð-
jónsson), Þorlákshöfn.
Mágyár, Ferenc, Ytri-Njarðvflc.
Midjord, Johan Andrew Elmar, Búð-
um í Fáskrúðsfirði.
Moen, Nils, Ölfusi.
Munro, Leo, Reykjavík.
Niclasen, Níels Jaoob, Akureyrl.
Nieisen, Bent, MosfeUissveit.
svæðis verði ákveðið í sumar,
þegar niðurstöður umferðakönn-
unarinnar liggja fyrir, en fyrr er
að sjálfsögðu ekki unnt að taka
ákvörðun um það, hvernig gatan
verði breikkuð. En naumast er
við því að búast, að framikvæmd-
ir hefjist fyrr en á næsta ári,
þó að skipulag svæðisins verði
samþykkt í sumar.
Þessar upplýsingar bomu fram,
er borgarstjóri svaraði fyrirspurn
frá Birni Guðmundssyni vara-
borgarfulltrúa Framsóknarflokks
ins um þetta efni, en Björn hafði
einnig spurt, hvort fyrir lægi
nokkur áætlun um kostnað af
þessum framkvæmdum. Svaraði
borgarstjóri því til, að hún hefði
eðlilega ekki verið gerð enn þá,
þar sem óljóst væri, hvernig
framkvæmdum yrði hagað.
— Hitaveíta
Framh. af bls. 24.
hverfi til bráðabirgða, ef þörf
verður hitunar í haust.
Er borgarstjóri hafði gefið
fyrrgreinar upplýsingar lagði
hann fram svohljóðandi tillögu:
„Með því að ráðstafanir hafa
þegar verið gerðar til þess að
leggja hitaveitu í nýskipulögð
hverfi austan Háaleitisbrautar og
undirbúningur er miðaður við, að
framkvæmdir hefjist í vor og
hús á þessu svæði verði tengd
hitaveiunni jafnóðum og hitunar
er þörf, er tillaga borgarfulltrúa
Alþýðubandalagsins óþörf og vía
að frá.“ — Samþykkti borgar-
stjórn tillögu þessa.
• Guðmundur reiddist.
Guðmundur Vifffússon borgar-
fulltrúi kommúnista tók þessum
upplýsingum mjög illa og gat
ekki dulið reiði sína, er hann
kvaddi sér hljóðs eftir ræðu borg
arstjóra. Spáði hann illu um fram
kvæmdir þessar og kvað óvarlegt
að trúa upplýsingum hitaveitu-
stjóra og borgarstjóra. Benti borg
arstjóri GV á, að ástæðulaust
væri fyrir hann að láta í ljóa
slíka óánægju, þó að mál það,
sem tillaga hans fjallaði um,
væri svo vel á veg komið. Það
hefði honum mátt vera Ijóst
eftir viðtöl við borgarstarfs-
menn, en tillöguflutningur þesst
væri gott dæmi um sýrndar-
mennsku minnihlutaflokkanna í
borgarmálum, því að þetta væri
ekki í fyrsta skipti sem þeir
flyttu tillögur um mál, sem þeim
mætti vera ljóst, að unnið væri
að.
Nlasen, Lilja, f. Bjamadóttir, Reykj*
vík.
Nissen, Ursula (Sigurðsson), Tjörn
í Aðaldal.
Pal, Joli, Reykjavík.
PescUel, Max, Kópavogl.
Petersen, Jens Arae, Stokkseyrl.
Reiners, Dora Reykjavík.
Reiss, Margarete Herta, Kópavogi.
Schmidt, Kjerstine Andrea, Vest-
mannaeyjum.
Sohrader, Harry Wilhebn, Reykja-
vík.
Sohultz, Helene, Selfossi.
Schuiz, Johanna, Vifilsstöðum.
Sólrún Hervör Jónsdóttir, f. Hein-
esen, Neskaupstað.
Stephensen, Gunnlaugur Hana,
Reykjavík.
Strömmen, Bjami Jóhann Akureyrk
Strömmen, Grétar Sævar, Akureyrl,
Strömmen, Margrét, Akureyri.
Strömmen, Robert, Akureyrt
Svensson, Ingeborg Lucie Seime
(Björnsson), Siglufirði.
Tausen, Tryggvi, Bifröst í Borgar-
firði.
Thomsen, Björk, Reykjarvik.
Thomsen, Lisa, Reykjavík.
Toftum, Torgrim, Móum á Kjalar-
nesi.
Töczik, Mihály, Húsavík.
Tölgyes Miklos, Reykjavík.
Zsibók, Jozsef, AkranesL
Nýir íslenzkir ríkisborgarar
I