Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 22. marz 1963 DUNKERLEYS ' — O, fjandinn hafi allar hug- leiðingar, saigði sir Daniel, vin- gjarnlega. — Vertu óhræddur, Chrystal. Ég veit hvenær ég á að hal(da mér saman. En ég veit líka, að þér hefur verið boðið prófastsembættið í Mandeville og að þú hefur þegið það. Og ég held, að þú hafir gert rétt í því. Það er ekki mikið embætti. Einihver gamall pexari lýsti því einu sinni sem „hlægilegu þykj- ast-embætti“. — Mér þykir þú vera fróður, tók Chrystal fram í og röddin var ekkert innileg. — Ég ætlaði að fara að segja, hélt sir Daniel áfram, rólega, — að hversu lítið, sem það kann að vera, væri rétt fyrir þig að taka það. Ég veit, að kirkjan er xnetnaður þinn, fyrst og fremst, og þessi skólamennska — hvað sem nú hefur fengið þig til að fara út í hana — er algjört aukaatriði. En hyggileg, samt sem áður. Fjöldi biskupa hefur verið við skólastjórn, og á því sviði hefur þú leyst af hendi gott verk. Og það er ekki al- gengt, að menn fái prófastsem- bætti — jafnyel ekki eins og þetta í Manderville — þrjátíu Og fjögurra ára gamlir. Ég end- urtek því hamingjuóskir mínar, Chrystal, og eins spádóm minn — hvað sem kann að vera að marka hann — um, að þú verðir orðinn biskup fertuigur. Strangleikinn í andliti Chryst- als linaðist ofurlítið. — Þakka þér fyrir, Dunkerley, sagði hann. — Ég veit, að ég get treyst þér til að þegja yfir þessu. — Það geturðu, svaraði sir Daniel. — En þá er bezt að koma að erindinu. Þagar þú varst ungur, var ég vanur að borga þér pund fyrir sunnudagshug- leiðingar í „Blákaldar staðreynd ir“. Chrystal setti aftur upp mein- lætagrímuna. — Þagar maður er ungur, gerir maður hina og þessa vitleysu. — Ég fæ ekki séð, að þetta hafi verið nein vitleysa, sagði Dunkerley, — nema þetta, að þú lézt mig hlunnfara þig. Þetta, sem þú skrifaðir, var gott á sínu sviði og meira virði en þú fékkst fyrir það hjá mér. Nú vil ég aftur fá þig til að skrifa — í „Dunkerley". Chrystal hristi höfuðið, en hinn lét sér hvergi bregða, Oig hélt áfram: — í þetta sinn skaltu skrifa undir eigin nafni. Þú færð tuttugu pund fyrir hver þúsund orð, Og greinarnar þínar munu verða hér um bil fimmtán hundruð orð hver. Ég held, að fólk hér í landi hafi innilegan áhuga á trúmálum, og mitt hlut- verk er að útvega fólki það, sem það girnist og hefur áhuga á, hvort sem það heitir trúmál eða að ganga á stultum. Og taktu eftir öðru. Það er ekiki ætlun miín að láta þar við sitja. Útgáfu- fyrirtækið mitt hefur enn ekki neitt blað, sem fjallar um trú- mál eingöngu. En þetta gæti komið. Ég væri vel til með að gefa út sitthvað trúarlegs efnis, og þá þarf ég á að halda eins ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN v o R I Ð N Á L G A S T Eruð þér farin að hugsa | til sumarferða? Er það þá ekki einmitt VOLKSWAGEN sem leysir vandann? P ANTIÐ TÍMANLEGAl VOLKSWAGEN er 5 manna bill VOLKSWA6EN kostar aðeins kr. 121.525,00. VOLKSWAGEN er fjölskyldubill VOLKSWAGEN er vandaður og sígildur. VOLKSWAGEN er örugg fjárfesting. VOLKSWAGEN hentar vel íslenzkum vegum og veðráttu. VOLKSWAGEN er með nýju hitunar- kerfi. VOLKSWAGEN er því eftirsóttasti bíllinn. VOLKSWAGEN ER EINMITT FRAMLEIDDUR FYRIR YÐUR HEILJYERZLUNIN HEKLAHF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. 'konar yfirritstjóra á trúmála- sviðinu. Það getur vel orðið mikið embætti, bætti hann við, með ákafa, sem stundum greip hann, þegar honum datt snögig- lega eitthvað gott í hug. Þú hef- ur gott af að hafa það í huga, og þá er gott að kynna sig fyrst þjóðinni með þessu, sem ég var áðan að stinga upp á. Gerðu það eins vel og þú getur, og auktu útbreiðsluna. Það er þinn hagur, ekki síður en minn. Mundu eftir hlutunum þínum í fyrirtækinu. —Ef ég tek þetta að mér yfir- leitt, þá er það ekki vegna hags- vonarinnar, svaraði Chrystal kuldalega. — Þú ætlar þá að slá til — Það hef ég aldrei sagt, en ég skal taka það til athugunar. Sir Daniel stóð upp, ánægður yfir að hafa unnið taflið. — Jæja skemmtu þér vel á morgun, sagði hann. — Því miður get ég ekki komið. Ég þarf að fara til borgarinnar. En Laurie kemur. Ég býst við, að hann komi með hana frænku sína, hana Grace Satterfield. Þú þekktir hana í Manohester, var ekki svo? Chrystal stóð upp og gekk með sir Daniel út í sólskinið. — Jú, sagði hann. Jú. Hún var ekki nema smákrakki, en ég man vel eftir henni samt. Víst svo. Gg þegar Dunkerley hafði náð í Isambard Pfyfe og þeir gengu saman að vagninum, sem beið eftir þeim, gekk Theódór fram og aftur og minntist daganna í Manchester. Hvað þeir voru orðnir fjarlægir! Og hann sá sjálfan sig sem aðstoðarprests- græningjann, sem hann hafði verið, þeigar hann þekkti Grace 'Satterfield. Dóttur þessa hálf- vitlausa og andstyggilega Georgs Satterfields, bróður konunnar, sem Dunkerley hafði gifzt. En, að því er hann gat bezt munað, hafði Grace verið ihdælis barn. Hann mundi, að faðir hennar hafði þó verið svo skynsamur að senda hana að heiman Og lösa hána þannig undan óheppilegum áhrifum sínum. Síðast þegar hann sá hana, hafði hún kömið til Manchester í skólafríi. Ljós- 'hærð lítil stúlka, mundi hann, greind og sjálfstæð. Það hlutu að vera næstum tíu ár síðan, og hún hlaut að vera orðin rúmlega tvítuig. En svo sló snögglega nið- ur í hu,ga hans orðum, sem Ge- Org Satterfield hafði einu sinni látið falla við hann: „Þér munið eftir henni Grace, dóttur minni, hr. Chrystal? Þér hittuð hana víst þegar þér voruð í Man- ohester. Hún er alltaf að spyrja um fallega •manninn". Jafnvel eftir öll þessi ár, gladdist Chryst- al af þessum orðum hennar, barnsins. Þau minntu hann á hana, betur en nokkuð annað hefði getað gert, og svo þetta kvöld i vætunni og þokunni, þeg ar hún stóð í dyrunum á vesæld- arlega litla húsinu og hékk í pilsunum á Agnes Dunkerley, en ljósið frá götuljóskerinu skein beint framan í hana. Dan og Agnes Dunkerley í Palmerstonstræti í Levenshulme — Sir Daniel Og frú Dunkerley í Dickons, Sussex Oig Manchester torgi, London! Já, heimurinn breyttist, það var víst um það! En hvernig höfðu þessi ár farið með Grace Satterfield, sem hafði á þessari löngu gleymdu stundu haldið utan um böggul, í dag- — Eg varð því miður að segja hermi upp. Allir karlmennirnir á skrifstofunni voru búnir að biðja um kauphækkun til þess að geta kvænzt henni. blaðsumbúðum, þefillan oig hálf- blautan 4. Grace Satterfieid vissi vel, að skólastjórinn í Beckwith hafði einu sinni um stundar sakir ver- ið aðstoðarprestur í Manchester, þegar hún var þar krakki. Hún hafði heyrt Daniel frænda tala þannig um hann, að það var sýni legt, að þeir höfðu verið góðir kunningjar í þá daga, og rétt fyrir skömmu hafði sir Daniel grafið upp gamla mynd af at- höfninni þegar blaðið hans kom fyrst út. Hr. Chrystal var á þeirri mynd og líka hún sjálf, Títill, skrítinn krakki, en þó án alls vafa hún sjálf, rétt eins og gretta andlitið á hinni myndinni var Hesba Lewison, án alls vafa. Jæja, þessi hr. Chrystal á mynd- inni var nú óneitanlega fallegur maður, en þótt undarlegt væri, igat hún annars ekkert munað manninn sjálfan. Sir Daniel hafði sagt henni, að hún hefði hitt hann oftar en einu sinni, en hún var bara alveg búin að gleyma honum. Nú orðið þekkti hún hann ekki nema aðeins af afspurn og síðasta afspurnin var frá Laurie, sem talaði um hana með mikil’li virðingu og ofur- lítilli óvild. Þegar Laurie oig Hesba höfðu farið út á bátnum og Grace sat við skrifborðið í svefnherberg- inu sínu við bréfaskriftirnar, gat hún ekki annað en hugsað um þessa óvild, sem virtist alltaf vera til staðar í afstöðu fólks til Theodórs Chrystal. Það var nú til dæmis hann Dillworth, ritstjóri „Dunkerleys", sem henni var svo vel til, vegna þess, að hann hafði rifizt heiftar- lega við sir Daniel út af rit- laununum handa Hesbu fyrir söiguna hennar. Hún minntist enn þessarar sennu 1 borðstof- unni í húsinu við Manchester- torg í marzmánuði síðastliðnum. Þarna voru ekki viðstaddir aðrir en hún sjálf, sir Daniel, Ilesba og Dillworth. Alec hafði lesið söguna og lét í ijós hrifningu sína af henni, og svo hafði sir Daniel boðið honum að hitta höfundinn við kvöldverð heima hjá honum. Þá var það, að Dill- worth spurði allt i einu: — Hvað KALLI KUREKI -K ~X — Teiknari; Fred Harman / Jz.3: Bykkju-Bj arni er kominn á bak hesti Litla-Bjórs, en gamanið er rétt að byrja. i— Líttu vel í kringum þig, við ætt- um að koma auga á hann á hverri stundu. — Hlustaðu. Þetta er Papoose, ég heyri hneggið. — Bjarni hefur fundið hestinn þinn. Vertu kyrr hérna og gættu prófessorsins. Ef hann hreyfir sig.... — Ef hann hreyfir sig sendi ég ör í belginn á honum ætlarðu að borga fyrir -hana, Dan? Hann var eini maðurinn, sem hún þekkti, sem ávarpaði sir Daniel með gælunafni, og þetta vildi s’ir Daniel sjálfur, vegna þess, að ef hann kallaði hann sir Daniel, þá lá einhver kald- hæðni að baki orðunum, næstum fyrirlitning, svo að frændi henn- ar hrökk við. En nú sagði hann um leið og hann skar oddinn af vindlinum sínum — Er nokkuð um það að ræða. Við höfum okk ar fasta verð. ílUltvarpið Föstudagur Vt. marz 13.25 „Við vinnuna': Tónleikar . 14.40 „Við, sem heima sitjum": Sig- urlaug Bjarnadóttir les skáld- söguna „Gesti" eftir Kristínu Sigfúsdóttur (9). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla f esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson talar um Benedikt GröndaL 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir. — 18.50 Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 20.00 Úr sögu siðabótarinnar; IL erindi: Um séra Jón Einars- son (Séra Jónas Gíslason). 20.25 „Fórnin", söngur Brynhildar úr óperunni Ragnarök eftir Wagner . 20.45 í ljóði: Lesið úr kvæðabók- um Þórodds Guðmundssonar, Heiðreks Guðmundssonar og Braga Sigurjónssonar. Lesár- ar: Ragnheiður Heiðreksdótt- ir, Egill Jónsson og Baldur Pálmason, sem sér um þáttinn 21.10 Frá Menton tónlistarhátíðinni í Frakklandi: Strengjakvart- ett í G-dúr op. 76 nr. 1 eftir Haydn. 21.30 Útvarpssagan: „fslenzkur að- all“ eftir Þórberg Þórðarson; XV. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (35). 22.20 Efst á baugi (Björgvin Guð,- mundsson og Tómas Karlsson) 22.50 Á síðkvöldi: Létt-klassík tón- 1 ist. 23.30 Dagskrárlok. Laugardagur 23. marz 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheið- ur Ásta Pétursdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Danskennsla (Heiðar Ást- valdsson). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Elna Guðjónsson velur sér hljómplötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir, 20.00 „Káta ekkjan", óperettulög eftir Lehár. 20.20 Leikrit leikfélagsins Grímtu „Bieddermann og brennuvarg arnir" eftir Max Frisch. Þýð- andi: Þorgeir Þorgeirsson. —« Leikstjóri: Baldvin Halldóra- son. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (36). 22.20 Danslög, þ.á.m. leikur hljóm« sveit Guðjóns Matthíassonar. Söngvari: Sverrir Guðjónsson 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.