Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 13
; f Föstuðagur 22. marz 1963 ntoitnryfíLAÐiÐ 1 13 Starfsfræðsla á sunnudag „FYRIR 2—3 árum var mikið spurt um störf, sem gæfu mögu leika til að starfa jafnframt er- lendis. Þá ríkti hér ótrú á land inu og f jölmargir unglingar vildu eiga kost á að geta horfið til starfa erlendis. Eg held að það megi segja, að þetta viðhórf sé nú með öllu úr sögunní meðal yngri kynslóðarinnar,“ sagði Ól- afur Gunnarsson, sálfræðingur, þogar hann ræddi við blaðamenn vegna starfsfræðsludagsins, sem verður haldinn í Iðnskólunum næsta sunnudag. Attundi almenni starfsfræðslu dagurinn verður haldinn í Iðn- skólanum í Reykjavík sunnu- daginn 24. marz. Leiðtoeinendur á starfsfræðsludeigi eru beðnir að mæta i Samkomusal Iðnskól- ans (stofu 101) klukkan 13,20 en þar flytur . Ragnar Georgsson, skólafulltrúi ávarp og drengja- hljómsveit undir stjórn Karls O. Runólfssonar tónskálds leik- ur nokkur lög. Klukkan 14 verður húsið opn- að almenningi og stendur fræðsl an yfir til klukkan 17. Veittar verða upplýsinigar um nærri 160 starfsgreinar og stofnanir, skóla og vinnustaði, en leiðbeinendur eru mun fleiri. Fræðslukvikmyndir verða sýnd ar í kvikmyndasal Iðnskólans og afhendir fulltrúi mjólkuriðnað- arins í landbúnaðardeildinni að göngumiða að sýningunum. Heimsóttir verða eftirtaldir vinnustaðir. Barnaheimilið Hagaborg, Verk stæði Flugfélags íslands, Bif- reiðaverkstæði Þóris Jónssonar, Brautarholti C, Loftskeytastöðin á Rjúpnahæð. Blikksmiðija og tinhúðun Breiðfjörðs, Sigtúni 7. Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar, Skúlatúni 6. Slátur félag Suðurlands, Skúlagötu 20. Radíóverkstæði Landssímans við Sölvhólsgötu. Slökkvistöðin, Tjarnargötu 12. Strætisvagnar ganga milli Iðn skólans og ofangreindra staða. Aðgöngumiðar að vinnustöðun- um, sem einnig gilda í strætis- vögnunum fást hjá fulLtrúum viðkomandi starfsgreina í Iðn- skólanum. Eins og að undanförnu legg- ur fgöldi fólks fram mikla vinnu við að undirbúa og framkvæma starfsfræðsludaginn og er allt þetta mikla starf unnið án endur gjalds. Stúlkur úr fjórða bekk Kvennaskólans annast uppsetn ingu starfsheita oig nokkrir ungir kennarar koma fyrir borðum og stólum fyrir leiðbeinendur og gesti. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar ráðherra flytur ávarp um starfs fræðsludaginn í fréttaauka á föstudagskvöldið. Starfsfræðsludagurinn er fyrsit og fremst ætlaður unglingum á aldrinum 14 til 20 ára, enda ekki ráðlegt að hefja starfs- fræðslu meðal yngra fólks en 14 ára. Börn undir 12 ára aldri munu naumast eiga erindi á starfsfræðsludag. Áríðandi er að unglingar, sem heimsækja starfsfræðsluna í Iðnskólanum, séu búnir að gera sér nokkra grein fyrir því um hvað þeir ætla að spiyrja fag- mennina, sem þar verða til við- tals. Mijög æskílegt er að foreldr ar og kennarar unglinganna ræði við þá um starfsfræðsludag inn og komi með þeim í Iðnskól ann ef aðstæður leyfa. Nokkur fræðslurit verða fá- anleg í Iðnskólanum þennan dag unglingum að kostnaðar- lausu, en á starfsfræðsludaginn sjálfan má engin sala fara fram. Flugmennirnir eru taldir af Leitinni að flugvéSinni hætt LEITINNI að flugvél Flugsýnar var hætt í fyrrakvöld. Flugmenn irnir, Stefán Magnússon og Þórð ur Úlfarsson, eru taldir af. Stefán Magnússon fæddist 26. ágúst 1926, sonur hjónanna Magnúsar Stefánssonar og Arn- bjargar Jónsdóttur. Stefán var kvæntur Svövu Þórðardóttur cg áttu þau 3 börn. Þórður Úlfarsson fæddist 14. júní 1939, sonur hjónanna Úlfars Stefán Magnússon Þórður Ulfarsson Þórðarsonar, augnlæknis, og Unnar Jónsdóttur. Þórður var . kvæntur Guðnýju Árdal og áttu þau 3 ung börn. Ueit hætt í fyrrakvöld íslenzku flugmálastjórninnl barst kl. 19,30 í gærkvöldi skeyti frá leitarstjórninni í Tor- bay á Nýfundnalandi. Hljóðar það svo: „Leitinni hætt. Ákvörðun nm að hætta leitinni byggð á nær fullkomnum sönnunum þess að flugvélin TF-AID hafi nauðlent á 55 gráðum og 55 mínútum norð ur og 51 gr. og 18 mínútum vest ur þann 18. mara klukkan 18.35 eftir brezkum meðaltíma. Fljót- lega á eftir hófst víðtæk leit, sem var framkvæmd af bandaríska strandgæzluskipinu Spencer með aðstoð flugvéla. Leitin að áhöfn flugvélarinnar varð árangurs- laus“. Skeyti þetta var sent í fyrri- nótt, en barst íslenzku flugmála stjórninni ekki fyrr en í gær. Engin leit fór þvi fram frá því á miðvikudagskvöld. Leitarflugtímar voru alls 7714 þar af rúmlega 35 á takmörkuðu svæði. íslenzk löggjöf hæfir nú opnum hlutafélögum. — Ekkert að vanbúnaði að hefjast handa. — Seðlabankanum heimilt að opna kaupþing. — Auðvelt að tryggja hag þátttakenda í almenningshlutafélögum. Um þetta m. a. fjallar Vettvangurinn í dag. TVÆR meginiástæður eru fyrir því, að nú eir unnt að stofna almennin'gshlutafélög hér á landi með fullum árangri; þó að það hafi til skamms tíma ekki verið hægt. Er þar annars vegar um að ræða veigamiiklar skattlaga- breytingar og hins vegar laga- ékvæði um stofnun kaupþings. Með skattlagabreytingunni í fyrra var ákveðið að hlutfélög gætu greitt út 10% arð til hilut- hafa, og væri sá hluti hagnaðar- ins skattfrjáls hjá félaginu. Jafn- framt eru skattar á félög nú Iþað hóflegri en áður, að mun hærri arð er hægt að greiða, þeg- ar vel gengur, þó að það, sem framyfir er, sé fyrst skattlagit hjá félaginu. En annað atriði í skattalög- unum er þó ekki síður þýðing- armikið. Með heimildinni til út- gáfu svonefndra jöfnunarhluta- bréfa fá hluthafar í rauninni' nokkrus konar verðtryggingu. I>essu er þannig háttað, að leyfi- legt er að gefa út ný hlutabréf til þeirra, sem hluthafar eru í félaginu. Nafnverð þessara bréfa má svara til almennra verð- hækkana, sem orðið hafa. Bréf Iþessi fá hluthafarnir endurgjalds laust, en heimilt er að greiða einnig 10% arð af þei-m, án þess að hann sé fyrst skattlagður hjá féiaginu. Óhætt er að fullyrða, að þessi nýju skattalög séu mjög vel við- unandi, og þau hindra á eng- an hátt, að þegar sé hafizt handa um stofnun opinna hlutafélaga. A hinn bóginn verða þeir, sem arð fá greiddan, að borga af honum skatt eins og öðrum tekjum. í Bandaríkjunum munu nokkr ar tekjur, sem menn fá vegna jþátttöku í hlutafélögum, vera skattfrjál-sar. Er þetta að sjálf- sögðu gert til að örva almenn- ingsþátttöku í atvinnurekstri; styrkja auðstjórn almennings, þvi að þá, sem stóreignir eiga í hlutabréfum munar lítið um þenn an frádrátt. Mjög æski-legt væri ,ef unnt reyndist að fá slíkan frádrátt lögfestan hér. Væri ekki óhæfi- legt að t.d. fyrstu 10 þúsund krónurnar, sem menn fengju ár- lega greiddar í arð, væru skatt- frjálsar, en það, sem fram yfir væri, sbattlagt. Þetta mundi mjög ýta undir menn að fjárfesta í stórum atvinnufyrirtækjum. Auð vitað væri þetta fyrst og fremst til hagsbóta fyrir smáa hluthafa, og er því eitt þeirra atriða, sem hamila geg,n því, að hlutafé safn- ist á fáar hend-ur. En fleiri leið- ir eru til að tryggja að svo fari ekki, eins og nánar verður vi-kið að í niðurlagsgrein. Líklegt verður að telja, að nægilegt þingfylgi fengist til lagasetningar í þessa átt, þegar almenningsþátttaka í opnum hlutafélögum væri hafin, enda verður að gera ráð fyrir því, að lýðræðissinnar í öllum flokkum geti fy-lgt þeirri stefnu, sem nefnd er auðstjórn almennings. Svipuð lagafyrirmæli eru líka þegar í gil-di ,þar sem er skatt- frelsi sparifjár. □ En þótt hin nýju skattalög séu mijög mikilvæg, nægja þau ekki til þess að opin hlutafélög þróist eðlilega. Til þess þarf að auð- velda mönnum viðskipti með hluta-bréf sin. Unnt þarf að ’'era að koma þeim í verð, hvenær sem er, ef menn þurfa á fé að halda til annarra þarfa, t.d. íbúðakaupa, iifeyris á efri árum o.s.frv. Auk þess er na-uðsynlegt, að rétt verð bréfánna sé ætið skráð. Þessu tviþætta hlutverki gegna verðbréfamiarkaðir eða kaup- þing. Slík sbofnun hef-ur aldrei verið til hér á landi, enda lítil þörf fyrir hana, því að lítið hef- ur verið um verðbréf, sem þar hefði verið verzlað með, þótt sbofnunin hefði verið fyrir hendi. En nú hefur verið lögfest ákvæði u-m það, að Seðlabankinn skuli vinna að þwí, að á feomist skipu- leg verðbréfaviðskipti, og er hon- um í því skyni beimilt að sbofna og reka kaupþing, sem m.a. verzli með hlutabréf samkvæmt reglum, sem banfeastjórnin setur og ráðherra staðfestir. Ef hér yrðu stofnuð eitt eða fleiri almenningshlutafélög, mundi Seðlabankinn því vafa- laust kom-a upp vísi að kaup- þingi og tryggja eðlileg viðsikipti með hlutabréf. Heppilegt er líka að hei-mild bankans í þessu efni er rúm. Hann getur þá farið -hægt af stað og fikrað sig á-fram, því að margvísleg vandamál hljóta að koma upp, en hér mun enginn gjörkunnugur kaupþings viðskiptum. Kaupþingið mundi vafala-ust þurfa að breyta starfsreg-lum sin um eftir þvi, hver þróunin yrði og hvaða vandamál risu á hverj- um bíma. Er þá heppilegt að ekki sfeuQ þurfa að biða laga- breytinga, heldur séu breyting- arnar á valdi bankastjórnarinn- ar, sem einungis þarf samþykkis ráðherra. En hlutverk kaupþingsins á ekki einungis að vera það, að skrá hlutabréf og tryggja við- skipti með þa-u. Kaupþing á einn ig að fylgjast með stjórn og rekstri þeirra félag-a, sem það skráir bréf í. Kaupþingið hefur vald til að ákveða hvaða hluta- bréf það skráir, og auðvitað á það að neita að skrá bréf, ef það telur eitbhvað misjafnt í stjórn félags. Þannig veitir kaupþingið aðhald og mikilsverða tryggingu fyrir alm-enning, sem þátt tekur í rekstri féla-ganna með hlutabréfakaupum. Þar með er þó alls ekki sagt, að ka-upþingið eigi efeki að skrá bréf í öðrum félögum en hrei-n- um almenningshlutafélögum. Almenningsþátttaka í hluta- bréfakaupum getur verið full- feomlega eðlileg, þótt efcki sé um bein almenningshlutafélög að ræða-. En nauðsyn-legt er að fyri-r liggi ijósar upplýsingar um það, hvers konar félög er um að ræða, hvaða rétt hlutabréfin veiti o.s. JErv. ^ í hreinum almenningshluba- félögum er séð til þess að eng- inn hluthafi geti farið með nema mjög Htið atkvæðamagn, þannig að fáir menn geba ekki ráðið stjórn þeirra. En þó er ekki í öllu-m tilfellum víst, að þeir, sem ávaxta vilj-a fé sitt í atvinnu- refestri, leiti allir eftir þátttöku í slíku félagi. Þannig er t.d. til það, sem kallað er forgangahluta bréf, þ.e.a.s. bréf, sem veiba for- gang að arðgreiðslum, en hins vegar takmarkaðan rétt ti-1 áhrifa á stjórn félagins. Og fleiri til- brigði þekkjast. Sbundum eru gefin út skulda- bréf með fullu-m tryggingum og ákveðn-um vöxtum, en þeim fylgir réttur til að breyba þeim síðar í hlutabréf. Sumir mund-u ikjósa slík bréf og telja þau ör- uggari, þar til í ljós væri kom- ið, að félagið væri byggt á traust um grunni og það greiddi ríf- legan arð. □ Tilvikin geta þanni-g verið marg vísleg. En enginn efi er á þvá, að heppilegast er að hafa skipu- lag fyrsbu opnu hlutafélaganna sem einfaldast, svo að engum blan-dist hugur um þau réttindi og skyldur, sem samfara væru hlutafjáreign. Síðar kynnu ólík -hlutafélög að verða sbofnuð. En þá er nauðsynlegt, að ka-upþing- ið sjái svo um, að bréfin verði ekki skráð fyrr en eðli fél-a-gsins hefur rækilega verið kynnt fyrir mönnum. Slíkar upplýsingar um opin hlutafélög eru ekki nægilegar í ei-tt skipti. Þætr þurfa sböðugt að liggja fyrir. Og jafnfra-mt þarf að birta rækilega greinargerð um réksturinn á hverjum tíma, efeki ósundurliðaða reikninga, sem en-ginn skilur, heldur greini legar upplýsingar um tekjur og gjöld; árangur, sem náðst hefur og framtíðarharfur. Lög og samþyfektir félaga-nna eiga að kveða á um þetta efni, og auðvitað veita hlubhafarnir -aðhald. En engu að síður á kaup þingið sjá-lft að gera strangar kröfux til félaganna um upplýs- ing-ar, og jafnframt á það að fyl-gjast m-eð því, að lögurn þeirra sé hlýtt í hvívetna, ekki sízt að því er varðar orðgreiðslur til hluthafanna. Ef þannig er búið um hnút- ana á ekki að þurf-a að óttast alvarleg mistök, né þróun á borð við þá, sem hér hefur svo of-t viljað við brenna í hinum marg- víslegu félagasamtökum, að fáir menn næðu þar of mi-klum völd- um og héldu þeim um lengri eða skemmri tíma. En þegar verið er að ræða um löggjöf, er eðli-legt að menn spyrji, hvort hlutaféla-galögin, sem n-ú eru orðin meira en fjög- urra árabuga görnuil, standi efeki í vegi fyrir eðli-legri þróun ný- tízkulegpra almenningshlutafél- aga. Því er til að svara, að svo er eifeki. Hins veg-ar y-rði í lög- um almenningshlutafélagsins sjál-fs að taka afstöðu til margs þess, sem hluaféla-gslögin eftir- láta sbofnendum félaganna. Þann ig verður efeki séð, að neitt það sé lengur í íslenzkri löggjöf, sem ’hindri stofnun almenninghl-uta- félaga og eðlilega starfrækslu þeirra. í næstu vifeu birtist niðurlag þessa greinaflokks. Verður þar fjallað um ráð til að fyrirbyggja að hlutafé í almenningshluta- félögum safnist, þegar fram Mða stundir, á fáar hendur, og nauð- syn lýðræðislegrar samstöðu uim þetta þvðingarmikla mál. Ey. Kon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.